Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN PÝRAMÍDI KEOPS KOMAGS Keopspýramítlinn við Kairo er frægastur allra pýramída í Egyptalandi, ekki eingöngu sakir stærðar heldur einkum fyrir það hve nákvæmum reglum hefir verið fylgt við byggingu hans. Hefir hann því orðið vísindamönnum og dulspekingum meira rannsóknarefni en allir aðrir pýramídar til samans. ■WX................................................................................................. Þannig hugsa menn sér pýramídann meðan hann var í smíðum. Neðst er ár- bakkinn og vegurinn upp að pýramídanum. Á myndinni ’sjást hin hallandi apalgöng upp eftir pýramídanum. FIMM þúsund ár eru liðin síðan Reopspýramídinn var byggður. Þá voru engar vinnuvélar til, þeirra er nú þykja nauðsynlegar við byggingu stórra mannvirkja. En eigi að síður liefir sniíði pýramídans verið svo mik- ið nákvæmnisverk, að furðu sætir. Og málin á þessu mannvirki bera með sér að byggingameistarinn hefir haft mikla kunnáttú í stærðfræði og stjörnufræði. Pýramídinn stendur á vesturbakka Nílar, spölkorn frá ánni sjálfri. En efnið í liann var sótt i kalksteinslög austan árinnar. Gríski sagnaritarinn Heródot ségir, að það hafi verið tíu ára verk að leggja vegarspottann frá ánni að vestan og upp að pýramída- stæðinu en upp þennan veg var bisað steinum, sem pýramídinn var hlaðinn úr. Þeir voru ferjaðir á prömmum yfir Níl þegar hún var í mestum vexti og dregnir ])ennan veg upp að grunn- inum. Þessir hleðslusteinar voru ekk- ert smáræði þvi að liver þeirra vóg 2.500 kiló og alls fóru 2.521.000 ten- ingsmetrar af þessum steinum í ldeðslurnar i þessuni legstað. Pýra- midinn var gröf Keops, dýrasta gröf veraldar. Hún var tuttugu ár í smið- um og unnu að henni um hundrað þúsund manns þrjá mánuði á árinu. Egyptar trúðu því að mennirnir lifðu áfram eftir dauðann, og því varð að gera dauðra manna bústaði sem veglegasta, ekki sist konunganna, því að þeir voru guðir sjálfir. Og þeir voru barðstjórar og töldu sig borna til að kúga þegnana. Þeir voru þrælar yfirboðaranna og sættu svo illri með- ferð, að meðferð suðurlandabænda á ösnunum þeirra er helst sambærileg við þrælakúgunina. Keops rikti i 23 ár, kringum árið 2800 f. Kr. og cr talinn stofnandi fjórðu konungsættarinnar í Egypta- landi. Óljóst er um uppruna hans. Hann er að vísu talinn sonur konungs- ins Snefru, en giftist Mertiyotes ekkju hans, svo að ekki getur hann ihafa verið sonur hennar. Er sagt að hann liafi brotist til valda með svikum og eigi verið réttborinn til rikis eða drottningarsonur, heldur launsonur konungsins. En harðstjóri var hann og með valdatöku hans hófst ógnar- stjórn i landinu. Ýmsar tilgátur og kenningar hafa komið fram um uppruna Keopspýra- mídans og hlutverk lians. Hafa liinar furðulégustu tilgátur komið fram, en fræðimenn hafna þeim öllum. Hitt er staðreynd að stærðahlutföll og út- reikningar á ýmsum línum pýramíd- ans eru stórmerkilegar. Til dæmis er lóðrétta línan frá toppi pýramidans niður að grunnfleti hans nákvæmlega jafn.löng radíusi í hring, sem snertir öll horn pýramídans. Hleðslustein- arnir eru felldir svo nákvæmlega saman að hvergi sést smuga á sam- skeytunum og ekki einu sinni hægt að stinga títuprjóni milli steinanna. Iíliðar grunnflatarins voru 230 metra langar og hæð pýrmaídans 140.5 metrar. Pýramídinn var að utan klæddur hleðslu úr hvítum gljáfægðum kalk- stéinum neðan frá og upp í topp, og var fyrrum kallaður „Ljósið“ eða ,,Ljóminn“, En árið 908 e. Kr. varð jarðskjálfti mikill og gengu steinar þessir þá úr skorðum og hrundu. Fram að þeim tíma hafði enginn dirfst að ræna pýramídann en nú hófust mestu spellvirki þar. Egyptar fóru að sækja sér byggingarefni í pýramídann á sama hátt og Niðarósbúar brutu stein úr dómkirkjunni sinni og not- uðu til húsagerðar. í samkunduhús- um og höllum í Kairo eru ógrynni af steini úr pýramídanum. Og loks hvarf toppurinn af honum en flatur pallur stóð eftir. Stcinahleðlsa hafði verið fyrir inn- göngudyrum en með tímanum gleymd- ist hvar þær voru. Strabon, sem var uppi kringum árið 100 f. Kr. segir frá steini í pýramídanum, sem hægt var að taka burt úr hleðslunni, en þegar liann var á sínum stað sást ekki móta fyrir neinum samskeytum. Er talið að hægt hafi verið að snúa hon- um um möndul, og að þarna hafi verið inngangurinn í grafhýsið. Um hina klefana i pýramídanum vissu menn ekki fyrr en síðar. Sagan segir að lcalifinn Abdullah al Mamun, sonur Harun al Rasjíds, hafi komið til Egyptalands árið 820 e. Kr. Hann hafði heyrt sagt að inn- gangurinn í pýramídann væri að norðanverðu. Var það eðlileg tilgáta því að dyr pýramídanna voru alltaf á norðurhlið. En þessar dyr voru svo vel faldar að hann fann þær ekki, en kalífinn var svo ólmur í að ná fjársjóðum þeim, sem hann vissi að voru geymdir í pýramidanum, að hann lét brjóta göng inn í pýramíd- ann neðan lil og til hægri við gang- inn. Skömmu áður en verkamenn ihættu hinum árangurslausa greftri þóttust þeir heyra eitthvað detta inni í pýramidanum. Leituðu þeir nú fyrir sér i þessa átt og fundu nú ganginn, sem lá skáhalt niður og var undir öðrum gangi, sem lá upp á við. Steinn sem var i opinu á ganginum hafði dottið. Reyndist ómögulegt að bifa honum en menn A1 Mamuns hjuggu sér göng geg'num kalksteininn til lilið- ar og komust inn í ganginn. Eigi er vitað hverju A1 Mamun gat rænl þarna. En menn hans fundu stóru göngin og klefa konungs og drottn- ingar, sem þá höfðu verið lokaðir i nær þrjú þúsund ár. í dag eru allir þcssir klefar rúnir og tómir. Aðeins tóm granít-líkkist- an stendur eftir i konungsklefanum. En þrátt fyrir að þessi hýsi pýramíd- ans séu auð og tóm töfrast maður af þeim, því að smíðin á þeim er ein- Úr kvikmyndinni um Keopspýramídann. Keops með son sinn innan um alla fjársjóðina, sem hann hefir tiltekið að eigi að fara með sér í gröfina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.