Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Framhaldsgrein 6' Fyrir dst kinungsins Konungshjónin landflótla dvöldu um skeið í St. Moritz. Hér eru þau á skíðum með Grikkjanum Niko Zografos, sem var frægur fyrir að hafa sprengt spilabankann í Monte Carlo. LILIBETH OG PHILIP. Litla In'isiS í Ascot varð bráðlega of þröilgt banda okknr. — Nú höfum við iifað liveitibrauðsdagana hérna í þrjá mánuði, sagði Pétur. — Það er mál til komið að við flytjum í einhver stærri húsakynni. Við keyptum Little Manor, það var sex herbergja hús í litlum garði í Surrey. Og nú gátum við boðið ti) okkar gestum. Mamma og bræður Pét- urs báðir komu og voru stundum hjá okkur um tíma. En okkur þótti skemmtilegast að vera ein. Við 'höfðum bæði gaman af að fara í gönguferðir þegar við vorum í sveit- inni, og Bertie frændi leyfði okkur að vera eins mikið og við vildum, í skógunum, sem tilheyra Windsor- höllinni. Einu sinni er við vorum úti að ganga sáurn við pilt og stúlku, sem voru á gangi inn á milli trjánna. Ef við hefðum ekki séð konungs- liundana fjóra á hlaupum kringum þau, mundum við hafa haldið að þetta væri alþýðufólk. — Þetta eru kon- ungshundarnir! sagði Pétur. Og svo komum við nær. — Það er Philip! Og það er Lilibeth! kölluðum við. Við horfðum lengi hvort á annað og bæði hugsuðum við það sama. í staðinn fyrir að fara til frændfólks- ins og lieilsa því, veifuðum við til þeirra og héldum áfram. — Við mundum ekki hafa haft gam- an af að fólk hefði farið að tala við okkur, ef við hefðum verið í þeirra sporum. sagði Pétur. Ég var honum sammála. — Philip og Elizabeth ... sagði ég og liugsaði Iiátt, — mikið þykir mér ef ... — Já, það er svo að sjá, sagði Pétur. — En við skulum ekki vera of veiði- bráð, Sandra. Þau eru bara úti að ganga. Hún er ekki nema átján ára. — Hún verður nítján í apríl, sagði ég. Þegar við höfðum séð Philip og Lilibeth iivað eftir annað í göngu- ferðum okkar, sagði ég Marinu frá þessu. Hún brosti og kinkaði kolli. — Já, ég held að þeim þyki orðið vænt livoru um annað, sagði hún. — Þá ætla ég að vona þeirra vegna, að þau þurfi ekki að bíða eins lengi og við Pétur, eftir þvi að fá að trú- iofast og giftast, sagði ég með tilfinn- ingu. Síðdegis einn daginn hringdi ég iil Marinu og spurði hvort liún vildi koma og drekka te hjá mér einni. — Ég þarf að segja þér dálítið, sagði ég. Það var kvíðasvipur á Marinu þeg- ar hún kom. — Er það Pétur? spurði hún. Og hún hafði fulla ástæðu til að spyrja. Hinn 20. október fengum við fregnina um að Beograd hefði verið leyst undan hernáminu, og Pét- ur hafði vérið frá sér numinn af hrifningu. Ég liafði aldrei séð hann eins uppvægan. Hann gat ekki um annað talað í marga daga. — Bara að ég gæti verið þar. Bara að ég fengi að fara heim! En það var nú ekki um Pétur sem ég ætlaði að tala við Marinu í þetta sinn. — Pétur er jafn giaður og ég er, sagði ég. — Hann heldur að við getum farið heim til Jugoslaviu bráðum. Við verðum að gera það, Marina. Ég á barn í vonum. KONUNGLEG FÆÐING. Ég fánn að ég var með barni, er við höfðum verið gift í átta mánuði, í nóvember 1944. Auðvitað óskuðum við að það yrði strákur, því að það mundi styrkja aðstöðu Péturs til að endurheimta hásætið, ef hann ætti ríkiserfingja. Til þess að barnið og ríkiserfinginn gæli sannað jugoslavneskt þjóðerni sitt varð Pétur að fá því framgengt að herbergið á Hotel Claridge, sem ég átti að fæða barnið i, yrði „fengið að láni“ undan breskum lögum og yrði jugoslavneskt. Mamma mundi ekkert hvers konar undirbúningur var liafður að barns- fæðingum, en Marina frænka mín, hertogafrúin af Kent, hafði gefið mér ýms góð ráð. Og liún léði mér lækn- irinn sinn. Þegar ég var að leggjast á sæng, 17. júlí 1945, heyrði ég mikið skvaidur og hávaða i næsta herbergi. Ég leit á Pétur og varð hrædd. — Hvaða mannfjöldi er þarna inni? spurði ég. — Það eru fulltrúar konungsstjórn- arinnar og tveir fulltrúar frá stjórn Titos, sagði hann. — Þeir verða að vera viðstaddir þegar sonur minn kemur i heiminn. — Nei, þeir fá ekki að vera við- staddir, sagði ég. — Mér er ómögu- legt að eignast barnið mitt innan um hóp af ókunnugum karlmönnum i iierberginu. Láttu þá fara undir eins. En ég sá fljótt fram á að það mundi ekki vera hægt að segja þeim að fara. í Jugoslavíu gilda sömu lög og i Bret landi, þegar konungsbarn fæðist. Fulltrúar stjórnarinnar verða að vera viðstaddir til að líta eftir. Þessi sið- ur er ævagamall og varúðarráðstöfun til að girða fyrir að öðru barni yrði ekki iaumað inn til drottningarinnar og liöfð skipti á því og barninu sem hún fæddi. Mér fannst þetta ruddaleg ráðstöf- ■un, en þá sagði Pétur, að það væri ekki nauðsynlegt að mennirnir væru inni i herberginu hjá mér. — Þeir geta sagt að þeir hafi verið viðstaddir fæðinguna þó að þeir standi fyrir utan, ef hurðin er i hálfa gátt á milli. En ég sat enn við minn keip. — Þetta er viðbjóðslegt, sagði ég. — Láttu þá fara, Pétur. Góði, láttu þá fara burt! Pétur sneri frá og ætlaði inn í stof- una tii þeirra, en ég greip í hand- legginn á honum því að nú byrjuðu hríðirnar. Ég gleymdi fulltrúunum í stofunni — ég gleymdi öllum mót- bárum mínum — ég vildi aðeins að Pétur yrði hjá mér. — Farðu ekki, sagði ég biðjandi. — Farðu ekki frá mér! Ég fann að maðurinn minn varð að vera hjá mér núna, er harnið okk- ar var að fæðast í hekninn. Þegar farið var að svæfa mig hélt Pétur grimunni yfir andlitinu á mér. Ég hefi sjálfsagt ekki þjáðst eins mik- ið og hann. Hann varð að standa i sömu sporum og finna hvernig ég kreisti höndina á honum og sjá mig rífa skyrtuna lians í tætlur. En af þvi vissi ég ekkert fyrr en mér var sagt það eftir á. Klukkan var kortér yfir níu þegar barnið fæddist. Ég hugsaði ekki úm að spyrja hvort það væri strákur eða stelpa, því að ég var svo hárviss um að það væri strákur — og átti að heita Alexander eftir föður Péturs og föður mínum. Alexander var fyrirmyndarbarn. Hann vóg 17 merkur og var 55 senti- metrar. Mér var sýndur hann. Og mér fannst liann yndislegur. Ég var stolt og sæl þarna sem ég lá í rúminu. Og nú komu sex karimenn inn í herbergið til þess að óska mér til hamingju. Nú átti að flytja mig inn í svefnherbcrgið mitt aftur og Jugo- siavarnir báru mig þangað. Þeir skipuðu sér við rúmið, þrír hvoru megin, lyftu fjaðradýnunni sem ég lá á og báru mig gætilega og hátíðlegir á svip inn ganginn og inn í svefn- lierbergið mitt. Svo settu þeir dýnuna ofan á rúm- ið mitt, hneigðu sig og drógu sig í hlé. Svo fékk ég að taka við barninu og jugoslavneskur prestur kom inn til að lýsa guðsblessun yfir okkur. Þegar þeirri athöfn var lokið staðnæmdist presturinn við fótagaflinn, bað um að sér væri réttur hatturinn hans og fieygði honum á gólfið og hoppaði á honum lengi vei. Ég starði agndofa á hann þangað til Pétur skýrði mér frá því, að þetta væri ævagamall jugoslavneskur siður. Þessi skripalæti voru lii þess að óska barninu gæfu og gengis. „BIA-BIA“ SKÍRÐUR. Svefnlierbergið mitt var i hátíða- búningi. Allir sem við þekktum sendu okkur yndisieg blóm, og heillaóska- skeyti fengum við svo þúsundum skipti. Marina kom sjálf til að „at- huga“ okkur bæði. Bertie frændi og Elizabeth sendu innilegar óskir, og Bertie sagði, að hann og Lilibeth ætl- uðu að verða skírnarvottar Alexand- ers. Ég hafði meira en nóg að liugsa. Við höfðum ekki svo mikið sem náð í barnfóstru handa stráknum, og hvergi var mögulegt að fá keyptan barnavagn. Loks náðum við í barnfóstru, sem var kölluð „Dadda Ho\ve“. Þetta var góð, gömul kona, sem hafði þekkt mig þegar ég var barn, og sem lofaði að koma til okkar þegar Alexander yrði sex vikna gamall. Fóstran hætti eftir einn mánuð og næsta hálfan mánuðinn vorum við Pétur og mamma, sem hugsuðum um drenginn. Mér fannst hlægiiegt að kalla drenginn jafn hátíðlegu nafni og Al- exander. —- Við verðum að finna nýtt nafn á hann, sagði ég við Pélur. Og einn daginn þegar ég var að svæfa liann heyrði ég mig raula: „Bia-bia, barnið“. Uppfrá því hét hann aldrei annað en Bia-Bia. Það stóð til að skíra Bia-Bia í Westminster Abbey. Ég var áhyggju- full morguninn sem hann var skírð- ur, þvi að nístingskalt var þennan dag, og ég var lirædd um að dreng- urinn inundi kvefast. Hann iá graf- kyrr í fanginu á fóstrunni alla leið í kirkjuna. En í sömu svifum og Lilibetli tók við honum — hún átti að halda hon- um undir skirn, byrjaði hann að sparka. Bertie frændi og Eiizabeth skemmtussér auðsjáanlega, en það var skelfingarsvipur á Lillibeth aumingj- anum. Hún stóð sig nú eins og hetja undir þessari löngu athöfn, meðan presturinn var að smyrja hann, klippa

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.