Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 því sem gerðist. Svo bætti hann allt í einu við: — Langar yður til að ég taki yður í faðminn og kyssi yður? — Alls ekki! svaraði hún og spratt upp. Hann hló þannig að hjarta hennar engdist allt í einu af einhverri óskiljanlegri þrá. Hann stóð fyrir framan hana og var uppleitur. Háls- inn var sterklegur og brúnn, og hláturinn kom upp úr þurru, og þó að hún vissi að hann væri að hlæja að henni, gramdist henni ekki. Það lá-við að hún væri glöð, því að henni fannst hinn ósýnilegi veggur milli þeirra væri horf- inn, og hún fann að hún gat andað frjálsar í návist hans. — Ekki að vera hrædd, sagði hann bros- andi. — Ég er ekki vanur að sólunda atlot- unum. Hann tók hana undir arminn. — Við skulum fara og sjá hvernig hinu fólkinu líður. GÓÐA NÓTT, SENOR CUERO. Lesley skemmti sér vel það sem eftir var kvöldsins. Söngurinn færðist í aukana kring- um bálin, sem blossuðu upp á ný, og sumir reyndu að dansa í snöggu fílagrasinu. Bill Pemberton sagði lygasögur og hinir bænd- urnir sögðu frá meira og minna trúlegum sög- urri um viðureign sína við villidýr. Anna og Lesley hituðu kaffi og báru fram smurt brauð, og þegar allir höfðu matast, stóð Fernando upp og kvað mál til komið að fara heim til Kalindi. — En fyrst ætla ég að fylgja ungfrú Norton heim, ságði hann. Anna leit snöggt til hans. — Við höldum áfram góða stund ennþá, sagði hún. — Það er ekki víst að Lesley kæri sig um að fara strax. — Hún er þreytt, sagði hann fastmæltur. —■ Þetta hefir verið skemmtilegt kvöld, og ég er yður mjög þakklátur fyrir að bjóða niér. Og við Lesley sagði hann: — Eruð þér tilbúin, senorita? Önnu virtist vera skemmt. Hún sagði síðar við Bill, að hún hefði viljað gera hvað sem vera skyldi fyrir Fernando, ef hann hefði kallað hana „senoritu“ í þeim tón. Hún sagði vingjarnlega: — Jæja þá! Ef þú ert viss um að þú viljir ekki láta reka þig svona á burt, Lesley. — Ég get reynt það í þetta eina skipti, ságði Lesiey varlega. — Góða mín, það er í fyrsta skiptið, sem allt er komið undir, sagði Anna. — Ungfrú Norton er alveg eins óhætt með mpr og henni mundi vera með honum Bill yðar, sagði Fernando brösandi. — I guðs friði, senorita. Lesley fór á eftir honum út að bílnum. Hann ók varlega út úr bílaröðinni sem stóð HVERS VEGNA ER SJÓRINN SALTUR? 1. Viö vitum öll að siórinn er saltur, en hvers vegna er liann saltur, en árnar og stöðuvötnin ósölt? — Það eru þó árnar sem bera saltið, eða söltin, út í sjóinn. Vatnið i þeim leysir upp allt sem unpleysanlegt er, og ber það svo með sér út í hafið. Þess vegna er árvatnið víða salt, en svo lítið að maður finnur það ekki. En sjórinn tekur við þessu salti úr ánum öld eftir ökl. Það er giskað á, að saltið sem berst i sjóirin á hverju ári riemi mörgum milljarð smálestum. 2. Algengasta saltið í sjónum er venjulegt matar- salt, og í sólríkum löndum hefir ])að verið unnið úr sjónum öldum saman, með þvi að veita sjó inn í grunn lón og láta hann gufa upp. Þá verður saltið eftir. Svona saltvinnsla er enn stunduð í Miðjárðarhafslöndum, við Persaflóa, i Kina, Ind- landi og Japan og viðar. ■— í Rann of Cutch á vesturströnd Indlands er „saltlón“ og þar mynd- ast salt án þess að nokkur mannshönd komi nærri. Botninn i lóninu er lág flatneskja, 100x300 kíló- metrar, en eyjan Cutch liggur milli hennar og sjóvar. í suðvestanátt og um .stórstraumsflóð flæðir sjórinn inn á flatneskjurnar um þröngt sund og þekur hana. Allt sumarið blæs hlýr monsúnvindur yfir landið og þá gufar sjórinn upp af flatneskj- unni. Og að haustinu liggur 10—12 cm. þykkt saltslag eftir. þarna, og út á þjóðveginn. Langa stund hélt hann áfram án þess að segja orð við hana, en Lesley naut kyrrðarinnar eftir allan hávað- ann í samkvæminu. Loks spurði hann hugs- andi: — Þegar þér komið fram í eidhúsið heima hjá Pemberton sá ég að þér brostuð. Hvað var það, sem þér höfðuð séð í tómu húsinu? — Húsið var ekki tómt. Anna á sjö ára gamlan dreng, og hún bað mig um að iíta til hans og athuga hvort hann svæfi. — Finnst yður rétt að láta börn aiast upp í Buenda? spurði hann. — Sjö ára drengur ætti að ganga í skóla og vera með öðrum drengjum á líku reki. — Anna segir honum til, og hann hefir hestana og hundana að leika sér við. Þegar hann verður tiu ára á hann að fara í heima- vistarskóla, alveg eins og öll hin börnin hérna í héraðinu. Nú varð þögn. Loks sagði hann blátt áfram: — Það hefir sjálfsagt verið rétt sem þér sögð- uð áðan. Ég skil ekki sjónarmið enskra kvenna. Líklega hefi ég átt of lengi heima meðal Spánverja. Hann ók upp síðustu brekkuna, nam staðar við hliðið við Amanzi og fór út úr bílnum um leið og hún. Þegar hún sneri í áttina upp að húsinu tók hann í handlegginn á henni. — Ég kem ekki með yður inn, sagði hann. — Gerið svo vel að segja föður yðar, að mig langi til að tala við hann í vikulokin. Hún benti honum á upplýsta gluggana. — Hann er á fótum ennþá og biður. Getið þér ekki komið inn og boðið honum góða nótt. Hann hristi höfuðið. Ég ætla að bíða hérna þangað til ég sé að þér eruð komin inn. Góða nótt! — Góða nótt, senor Cuero. Þegar hún kom upp í ganginn heim að húsinu var hún sárari en hún vildi játa sjálf. Þau höfðu nálgast svo mikið eftir samtalið á bekknum, og hún hafði ímyndað sér að hann mundi fara að kalla hann Lesley, með áherslu á síðari samstöfunni, svo að það hljómaði allt öðru vísi en aðrir sögðu það. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBBRTSprent. ADAMS0N Hínar fjórar árstíðir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.