Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ... mér er ómögulegt að falsa sjálfan mig ... Ungírúin er dstfangin. INHVERN TÍMA hafði verið kom- ið fyrir rafmagnsbjölluni i skóla- stofunum i Minver. Bjöllurnar voru þar enn, en svo langt sem menn mundu hafði aldrei heyrst hljóð í þcim, nema bjöllunni úti í gangin- um, sem ailtaf lét til sín heyra í lok kennslustundanna. í dag fannst ung- frú Bent bjölluhljómurinn eins og sigurhljóð, cftir erfiða kennslustund í 2. bckk B. Þessi síðasti tími á föstudögum fyr- ir laugardaginn, sem var frídagur í þetta sinn, var alltaf sálarraun. Stelp- urnar voru æðrufullar og óþolinmóðar og höfðu ekki hugann við kennsluna. — Og svo voru það lexíurnar, sagði ungfrú Bent, alveg eins og hún héldi að hún hefði gleymt þeim. — IJið eig- ið að skila verkefnunum á blaðsíðti þrjátíu-og-þrjú á mánudaginn. Ein- Itver námsmærip. stundi og ungfrú Bent bætti við: —bær af ykluir, sem hafa fylgst með í dag, eiga ekki erfitt með að teysa þau. Hún leit á Carol Phipps, sem hafði tekið sérstaklega illa cftir. Svo tók hún saman bækurnar og fór út. — Lexíur! orgaði Carol sárgröm þegar ungfrú Bent var farin út. — Hún gæti látið það ógert að setja 'Okkur fyrir til mánudagsins! Svo henti hún frönsku málfræðinni upp í loft en greip hana á lofti. — En ég ætla ekki að skila jtessum verkefnum. Ég verð á danssýningu í Ungmennafé- laginu á sunnudagskvöldið, og verð að æfa mig. Hún mamma verður að skrifa kennslukonunni bréf og skýra þetta fyrir henni. — Það mundi hún mamma mín ekki gera, sagði ein vinstúlkan öfundandi, meðan hún var að troða bókunum sínum niður í töskuna. — Maður skyldi ekki trúa að svona kennslu- konur hefðu nokkurn tima verið ung- ar sjálfar. Hvað heldurðu að þær geri við fridagana sína? Ætli þær sofi? Carol skellti lokinu á púltinu sínu. — Það getur vel verið að einhverjir kennararnir komi á sýninguna í Ung- mennafélaginu, sagði hún. — Til að sjá þig dansa — kannske? sagði ein af hinum spottandi. — Já, hver veit. Carol brosti ibygg- in. — Ég held að ég viti livað ung- frú Bent mundi helst gera sér til dægrastyttingar. Ertu að koma, Sue? Ef við flýtum okkur getum við kannske séð ... Hún tók vinstúlku sina undir arminn og þær fóru út og hvisluðust á í ákafa. — Gála! dæsti ein af hinuni stúlk- unum. — Hverjum ætli hún sé skotin í núna? — Reikningskennaranum. — Honum? Hann er eldgamall! Minnsta kosti þrítugur ... ! Stella Bent gekk hægt áleiðis til kennarastofunnar. Hún var að velta fyrir sér hvernig hún ætti að tjónka við stelpurnar i 2. bekk B. Þetta var þriðja árið sem hún kenndi, en stund- um lá henni við að örvænta af því hve tilfinnanlega hana vantaði reynslu. John sagði að það varðaði mestu að láta ekki nemendurna verða vara við ]>að. Það logaði Ijós i bekknum, sem John Hatton hafði verið að kenna reikning i. Hann sat einn þar inni við kennaraborðið og var að skrifa, þegar hún gekk fram hjá opnum dyr- nnum. Stella gekk inn. Hún hafði þekkt John fyrir mörgum árum — þegar hann átti heima i næsta hæ. Hún þekkti svo vel systur hans. Hann fór á burt þegar liann var u])])kominn, en þá var Stella enn skólatelpa. Og svo hittust þau aftur í kennarastofunni í Minver og urðu miklir vinir. — Hver skrattinn! sagði John og vöðlaði saman pappírsblaði í harðan köggul. Hann miðaði á pappírskörf- una og kastaði, en hitti ekki og kögg- ullinn hrökk af þilinu fyrir ofan kiirf- una. — Hvað varstu að gera? spurði Stella. — Það var dæmi, sem ég ætlaði að nota handa bekknum, en svo gat ég ekki einu sinni reiknað það sjálfur. Ilann stóð upp og tók saman bækurn- ar. — Við náum ekki í strætisvagn- inn, sagði hann og leit á klukkuna. — Það gerir ekkert til, sagði Stella er þau fóru út. — Ég fékk léðan gamla bilinn hennar frú Graham í dag, ég á að reka ýms erindi fyrir hana. — Kannske þú viljir lofa mér að sitja i að hænum hans Boons? Ég þarf að tala við nemanda, sem býr þar. — Já, einmitt — er það drengurinn sem ökklabrotnaði? Ég get beðið eftir þér á meðan þú stendur við, ef þú vilt. Það var ofurlítill efahreimur í röddinni, eins og hún væri i vafa hvort það væri viðeigandi að hjóðast til þess. Hún horfði spyrjandi á hann. Tvær stelpurnar úr 2. bekk B gengu fram hjá. Þær glottu og dingluðu skólatöskunum. Eins og vant var lét- ust þær ekki sjá kennarana fyrr en þær voru komnar fast að þeim. Þá knébeygðu þær sig djúpt og sögðu: „Góðan daginn" í kór, og roðnuðu um lcið, eins og þær furðuðu á hvað þær væru frakkar. John beið með að svara þangað til þær voru komnar hjá. — Þakka þér kærlega fyrir, mér þætti gott að þú hiðir, ef þú mátt vera að því. í aftursætinu í bílnum var fullt af bögglum, og útvarpstæki sem Stella átti að koma í viðgerð fyrir einn af nágrönnunum. — Ileyrðu, annast þú kaupskap fyr- ir hálfan hreppinn? spurði Jolin ert- andi um leið og hann settist inn í bílinn. — Fólk biður mig um að gera ýmis- legt fyrir sig, sagði Stella. — Ég skil eiginlega ekki livers vegna. — Af því að þú ert svo hagsýn. — Er ég það? Stella tók þetta í fullri alvöru. Hún reyndi að koma hreyflinum í gang. — Mér finnst ég eitthvað annað en hagsýn í dag. John horfði á liana. Hann þekkti Stellu svo vel, að hann sá að eitthvað ergði hana. — Hver hefir verið þér til ergelsis í dag? — 2. bekkur B. Sérstaklega Carol Phipps. — Er það ekki sú langa, ljóshærða? spurði hann. — Bróðir hennar er í mínum bekk. — Carol á líka móður, sem ekki getur skilið livers vegna hún fær svo lélegar einkum í frönsku. Stella steig á ræsinn og .hreyfillinn fór að suða. — Hún er ein af þessum, sem segir að kennslukonurnar eigi svo gott, því að þær hafi svo langt frí. John hló. — Settu það ekki fyrir þig. Gleymdu Phippsfjölskyldunni og 2. bekk B — að minnsta kosti þessa tvo frídaga. — Já, við eiguni frí í tvo daga. Hún varp öndinni. John liafði sérstakt lag á að kæta hana. — Hvað eigum við að gera við þá? Hún tók ekki eftir augnaráði hans fyrr en liann sagði: — Til hvers langar þig mest? Eig- um við að bregða á leik og slcreppa til London og fara í leikhús? Við ná- um síðustu lest til baka. — Ó, það væri gaman. Ætli það sé ekki erfitt að ná í aðgöngumiða? — Það er sennilega ekki útselt sunnudagskvöldið. — Það væri skelfing gaman, sagði Stella með ákefð. En svo datt henni i hug að þetta mundi verða dýrt og hún bætti við: — Það mundi ekki gera til þó að það væri ekki nema bíómiðar. Hún hélt fyrst í stað að liann hel'ði ekki heyrt það sem hún sagði. Það leið nokkur stund uns hann svaraði: Svo sneri hann sér og hún fann öxlina á honum þrýstast að sér: — Stella ... Hún leit spyrjandi á hann og sá ljómann í dökkum augunum. Bíllinn tók kipp og hæna flögraði út á vegar- brúnina. — Það er bannað að ónáða bílstjór- ann, sagði Stella og hló hikandi upp- gerðarhlátur. SÍfJASTA leslin rann út af stöðinni í London rétt fyrir miðnætti. Stella og John sátu aftast í einum opna vagninum. Þau sögðu fátt, l)vi að þau höfðu talað mikið meðan þau borð- uðu kvöldverðinn á v'eitingahúsinu eftir sýninguna. Hún stalst til að líta á hann og var að brjóta heilann um hvað hann væri að hugsa um. Það var eins og hann hefði lesið hugsanir hennar og liann sagði: — Eg er að hugsa um að það væri gamán að senda járnbrauta- stjórninni bréf. — Um hvað? spurði hún utangátta. — Ég mundi ráðleggja að taka gömlu vagnana í notkun á þessari leið. Þá fengjum við klefa fyrir okkur ein, sagði John. Röddin var angurvær og andlitið alvarlegt, eins og þetta væri mjög þýðingarmikið mál, svo að lnin gat ekki stillt sig um að hlæja. Lestin nam staðar á hverri stöð, og þegar þau nálguðust Minver var vagninn nærri tómur. Þau liorfðu á eftir þessum fáu farþegum, sem fóru út á stöðinni. Sjálf áttu þau fáeinar stöðvar eftir á ákvörðunarstaðinn. — Við komumst ekki hjá Minver, jafnvel þó frídagur sé, sagði Stella. John leit snöggt til hennar: — Leið- ist þér þar? — Nei! Hún varð hissa. — Jafnvel ekki þegar 2. bekkur B er sem allra verstur. Minver er notalegur staður. Hann leit úl um gluggann á litla ])orpið, sem kúrði þarna upp undir ásnum. — Ég held ég mundi kunna við mig í einu af litlu húsunum þarna. Held- ur þú að þú mundir ekki kunna við þig þar líka? — Ég hefi aldrei hugsað tmi það, en — jú, ég mundi vafalaust kunna vel við mig þar. Stella fann að hún roðnaði, eins og hana grunaði að eitt- hvað alvarlegt lægi bak við spurn- inguna. John tók laust um herðarnar á henni, svo laust að hún gat látið sem hún hcfði ekki tekið eftir því. Hana langaði imíiiega til að þrýsta sér nær honum og hallaði höfðinu upp

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.