Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN ONGINN sá Agnesi koma niður *s stigann. Hún hafði sérstakt lag á að ganga um án þess að nokkur tæki eftir henni, og oft hafði fokið í föður hennar og Harry hróður hennar út af þessu. Faðir henanr lét hana heyra það stundum, en Harry sagði aldrei neitt. Og það stafaði ef til vill af því að Agnes vissi of mikið, um hann. Það kom fyrir að Harry stóð bara þegjandi og gtápti á hana. —¦ Guð hjá:lpi okkur! sagði hann svo. Það kom fyrir að þegar hún kom inn í síofu, þar scm hin voru fyrir, þá leit faðir hennar upp úr hókinni eða hlað- inu sem hann var að lesa og sagði steinhissa: — Hvernig í ósköpunum komstu hingað inn? — Æ, ég kom bara inn, sagði Agnes. Hún kunni ekki við svona spurn- ingar. Þœr stafa bara af því að ég geri ekki hávaða þegar ég geng um, hugsaði hún með sér. Hún var að koma ofan úr herberg- inu sínu og heyrði raddir innan úr herbergi móður sinnar. Svo að nú var eitthvað á seyði, rétt einu sinni. Faðir hennar var stórorður. (Agnes \ar grönn og létt i spori). Siminn stóð á borði í stóra ársalnum, rétt við dyrnar á stofu móður hennar. Dyrnar voru aftur eins og stóð. Það var ekki vegna þess að ársalurinn Góð stúlka væri sérlega stór að hann var kallað- ur „stóri ársalurinn" heldur til að- greiningar frá hinum á efri 'hæðinni. Hann var kallaður „ársalurinn uppi". Það var svo þægilegt að segja: „Ég gleymdi gleraugunum mínum í ár- salnum uppi." Flest lierbergin i hús- inu höfðu sitt nafn, og sum voru fáránleg: Málningarherbergið, cider- herbergið, frakkaherbergi pabba. Það síðasttalda átti rót sína að rekja til afa Agnesar i móðurætt. Agnes hafði fengið skýringu á því. Hann var allt- af vanur að fleygja frakkanum sínum á rúmið þar, þegar hann kom i heim- sókn. Agnes nam staðar við simaborðið, fyrir utan stofudyr móður sinnar, og tók símaskrána. Ef faðir eða móðir hennar kynnu að koma út, henni á óvart, gat hún staðið þarna ofur sak- leysisleg og verið að leita að sima- númeri, svo að það sæist ekki að hún væri að hlera eftir því, sem foreldrar hennar sögðu. Það gljáði á augun á henni. — Svona var það þá! Mágur hennar, Tom Haller, maðurinn hennar Miriam, vildi fá hjónaskilnað! Agnes tókst öll á ioft, hún var glöð. Vitanlega ekki af því að Miriam átti i andstreymi. — Nú, hún var ekki að segja mér að það var þess vegna, sem hún kom heim frá Ghicago, hugsaði hún með sér. — Tom er orðinn leiður á henni, ha? Og hugurinn hvarflaði til Miri- am. — Þessi lævísi kettlingur — segir ekki eitt einasta orð við mig. Annars var það almennt álit í fjölskyidunni að Miriam væri ekki dul, en ófeimin við að leggja spilin á borðið. — Þau kalla mig lævísa, en hvað er hún þá? Nú vissu bæði foreldrar hennar um Tom og Miriam. Ef það kæmi á daginn að Harry vissi það líka, og að Agnes sjálf væri sú eina, sem þessu hefði verið haldið leyndu fyrir, þá skyldi hún verða alvarlega gröm. Ef hún hefði nokkra samúð með Miriam á annað borð þá skyldi sú samúð hverfa fijótt, ef þetta væri svona. Faðir hennar var fokvondur og Agnes stóð og hleraði við dyr móður sinnar mcð símaskrána í hendinni... hlammaði fótunum í gólfið inni í stofu móður hennar. — Komi hann hingað þá skal ég sýna honum i tvo heimana! öskraði hann. Tom Haller vildi skilja, en hann vildi ekki borga Miriam lífeyri. — Ég skal þröngva honum til að borga hvert cent. Ég skal flá af hon- um bjórinn, þumlung eftir þumlung! Það væri gaman að sjá hann pabba flá bjórinn af Tom Haller. Alfred Wilson, faðirinn, var fremur kranga- legur, og Tom vel að manni. Hvað Harry snerti þá var hann líkamlegur amlóði. Harry var eldri en bæði Miriam og Agnes, og hafði verið i heimsstyrjöldinni. Hann hafði orðið fyrir gaseitrun og það var eitthvað að lungunum í honum, og svo drakk hann sig fullan. Hann drakk sig full- an oftar en nokkur í fjölskyldunni vissi um, að undantekinni Agnesi. Hún vissi hvar hann var vanur að fela viskýflöskuna sína. Og Harry vissi að hún hafði nefið niðri í ýmsu, sem aðrir vissu ekkert um. Þess vegna hafði hann dálítinn beyg af henni. Faðir hennar hélt áfram að þramma og stappa fram og aftur. Al'lir á heim- ilinu vissu ekki betur en Agnes væri að heiman og mundi ekki koma fyrr en liðið væri á kvöldið. Hún hafði sagt að 'hún ætlaði út að aka með Mary Culbertson og hafði farið út eftir hádegið. En svo hafði henni snúist hugur og hún hafði komið heim. Hún hafði simað til Mary úr verslun á leiðinni og gengið hljóðlega inn í hús- ið og upp í herbergið sitt. Lagðist það i hana að eitthvað mundi ske? Hún vissi ekki hvers vegna hún hafði allt í einu orðið afhuga því að aka út með Mary Culbertson. — Nú heyrði hún undarlegt brakhljóð í skóm föður síns. — Alfred, hvar náðirðu í þessa skó? spurði móðirin. — Til fjandans nieð skóna! urraði hann. Svo var eitt- hvað talað um að faðirinn væri full hávær. — Hún Kate getur heyrt til þin, Alfred, sagði móðirin. Kate hafði ekki verið þar nema tvær vikur. Það var ekkert viðlit að láta Kate kynnast fjölskyldumálunum fljótar en góðu hófi gegndi. Ekkert unnið við að láta vinnukonuna gera sig of heimakomna og sletturekulega, eins og sú fyrri liafði orðið. Agnes stóð og hleraði við dyr móð- ur sinnar með símaskrána í hendinni. Faðir hennar kom fram að dyrunum. Hún sá að hurðarhúnninn hreyfðist, cn hann kom ekki út strax. Hann stóð innan við hurðina og hélt áfram að geisa. Svo lagði Agnes frá sér símaskrána og gekk, hljóðlaust eins og vant var, út i anddyrið. Seltist sem snöggvast og fór svo að kjallara- dyrunum. Hún afréð að bíða þar. Fað- ir hennar mundi bráðlega fara niður í bæ, á málaflutningsstofuna sína, og þá gæti hún farið inn til móður sinn- ar. Hún skyldi fljótlega ganga úr skugga um hvort móðir hennar ætl- aði að leyna hana þessu áfram. Miri- am var farin að heiman rétt áður en Agnes kom niður, og Agnes vissi að Miriam mundi fara niður i bæ, til Harry. — Ég þori að veðja um að þau drekka saman, hugsaði hún með sér. Henni fannst það ekki fyllilega við- eigandi að systkin væru svona mikið saman sí og æ. Áður en Miriam giftist Tom Haller. voru þau Harry og hún alltaf saman, þessi árin sem Miriam var á háskólanum og aldrei lieima nema í sumarfríinu. I þann tíð vissi Agnes að Miriam var vön að líða

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.