Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN f/ OL1K3R SVSTUR /J Sptnnandi framhaldssaga — Verður þú líka þar ... hjá Fernando? — Ekki ef ég kemst hjá því. Ég hefi aldrei haft ánægju af höfðingjum, en mér er ekki á móti skapi að vera á fundinum með þér. Þeir koma í flugvél, sem lendir á landi hinna innfæddu. — Verð ég að sækja um leyfi? — Ekki ef þú verður með mér. Allir hvítu starfsmennirnir hafa leyfi til að hafa með sér gest, og þú verður gestur minn. — Mig langar til að koma, sagði hún áköf. — Þakka þér fyrir að þú bauðst mér, Neville. — Hverjum hefði ég annars átt áð bjóða? spurði hann brosandi. — Þú ert sú eina á þessum slóðum, sem hefir gaman af að upp- lifa eitthvað nýtt. Daginn sem Neville kom til að sækja Lesley á móttökuhátiðina, sem svartir menn ætluðu að halda hinum hvítu, kvaddi hún önnu og Bill, þakkaði fyrir skemmtilega dvöl og ók á burt í bíl Nevilles. Hann hafði sofið á gistihúsinu í Buenda um nóttina. — Og þar gisti ég alla næstu viku, sagði hann. — Það er spennandi staður, Buenda! — Veslings Neville! Þú hefðir ekki átt að eyða öllu fríinu þínu í Mið-Afríku. — Þykir þér verra að þú hefir kynnst mér, ha? — Nei, auðvitað ekki. En ég vorkenni þér bara. Þú ert ekki nærri eins hraustlegur og þú ættir að vera eftir sumarfrí. — Nei, en ég var vanur að koma staur- blankur úr fríinu, en i þetta skipti kem ég með vænan tékka frá Fernando. Hún leit á hann og spurði rólega: — Þá er með öðrum orðum beryllium á Amanzi? — Já, auðvitað. Sjáðu til þegar þeir byrja að marki. Þegar þau komu að brúnni við Kalindi stöðvaði Neville bílinn og benti yfir ána, sem var í svo miklum vexti, að trén sem neðst stóðu voru nærri því í kafi. — Þetta er ein lævísasta áin í Afríku. Full af hættulegum strengjum. Fernando segir að niðurinn frá fossinum minni hann á San Feliz. — Hættu þessu! sagði hún allt í einu. — Hætta hverju? — Getum við ekki talað um eitthvað ann- að en Fermnando? Röddin var þreytuleg. — Það er alveg eins og ekki sé hægt að tala um neitt, án þess að draga hanninn í samtalið. — Góða mín, sagði hann áhyggjufullur. — Héðan í frá færð þú aldrei tækifæri til að komast hjá honum. Svo bætti hann við, var- færinn: — Hefirðu ekki heyrt hvað komið hefir fyrir? Hún hristi höfuðið. — Heyrt ... hvað seg- irðu? — Núna á næstunni á nýi forstjórinn að flytja sig í húsið ykkar á Amanzi, og faðir þinn hefir tekið tilboði Fernandos um að flytja í eitt auða húsið, skammt frá aflstöð- inni. Virginia hefir verið beðin um að velja það húsið, sem hún vilji helst. Lesley fann að hendurnar á henni voru kaldar og rakar og hún varð að þrýsta þeim saman svo að þær skylfu ekki. — Það getur ekki verið satt, hvíslaði hún. — Virginia minntist ekki á það einu orði í bréfinu, sem hún skrifaði mér nýlega. — Er hún vön að bera áform sín undir þig? Hann gretti sig. — Hún tók tilboði Fernandos alveg skilmálalaust. — Hvernig veist þú allt þetta? spurði hún mjóróma. — Vegna þess að ég var viðstaddur, sagði hann stutt. — Þetta var allt afráðið kvöldið sem Virginia og faðir þinn borðuðu miðdeg- isverð hjá okkur í Kalindi síðastliðinn laugardag. Lesley þagði langa stund. Virginia hafði verið í miðdegisverði hjá Fernando. Hún hafði gengið um stofurnar hans, borðað mið- degisverð hjá honum og dásamað heimilið hans. Hún fékk sting fyrir hjartað við þessa tilhugsun. — Það verður einkennilegt að eiga heima í Kalindi, sagði hún með erfiðismunum. — Ég er hrædd um að mér falli það ekki vel. Hann klappaði á öxlina á henni og sagði hughreystandi: — Vertu hughraust. Það verður ekki langt þangað til fjárhagshlið málsins er komin í lag, og þá getur faðir þinn byggt sér hús hvar sem hann vill. — Það er ekki víst að hann hafi gott af að eiga heima í Kalindi, sagði hún hugsandi. — Það er að minnsta kosti þúsund fetum lægra yfir sjó þar en í Buenda. — Fernando minntist á það. Hann vildi að læknirinn á aflstöðinni rannsakaði föður þinn. Það er duglegur iæknir, nýkominn frá Englandi. — Það er svo að sjá sem frænda þínum, sé mikið í mun, að systir min verði búsett í nágrenni við hann, sagði Lesley. Hann yppti öxlum. — Fernando gerir ýmis- legt af mannkærleika, en ég býst við að hann hugsi sig um tvisvar áður en hann hleypur tveimur stúlkum inn í þorpið. En ykkur er nú tiltölulega óhætt og þið eruð vinir hans. Hann laut fram og setti kveikjuna í samband. ------ Það er ómögulegt að vita hve hrifinn hann er af Virginiu, en hitt er nokkurn veg- inn auðséð að hún er hrifin af honum. Ég held að hún hafi orðið vitlaus í honum undir eins. Þau óku þegjandi um stund og Neville sveigði inn á mjóan veg, sem lá inn að svæði innfæddu íbúanna. Tveir gríðarstórir hvítir steinar, sinn hvoru megin vegarins, sýndu mörkin milli „hvíta" og „svarta" landsins, og von bráðar varð snör beygja á veginum í ásnum, og sá nú yfir mest af landinu i kring. 1 ásnum og niður eftir dalnum voru stór hálmkofaport og stórir maís-akrar í kring. Alls staðar var fólk á ferli, og allir sem vettl- ingi gátu valdið voru á leið upp að fundar- staðnum, en þar hafði fílagrasið verið slegið á stórum bletti, og hálmþak sett upp til þess að skýla gegn sólinni. Neville iagði bílnum sínum aftast í bíla- röðinni, sem stóð meðfram veginum. Nær öll sætin höfðu verið tekin frá handa opin- berum starfsmönnum og konum þeirra. Kon- urnar sátu í langri röð undir sólþakinu og töluðu saman og horfðu upp í loftið. Lesley kom fljótlega auga á Fernando og varð rórra er hún sá að eintómir karlmenn voru kring- um hann. Hann hafði ekki boðið Virginiu. — Ég skal ná í þjón og biðja hann um að ná í stóla handa okkur, sagði Neville. — Stattu hérna í skugganum á meðan. Ég verð ekki lengi. HVlTIR OG SVARTIR HITTAST. Hún kinkaði kolli og stóð kyrr og horfði á allt litskrúðið fyrir framan sig. Hvítu döm- urnar höfðu farið í ljósa kjóla og hatta til að halda sér til — karlmennirnir voru í nær- skornum, hvítum einkennisbúningum, og svertingjabúningarnir voru með öllum regn- bogans litum og alls konar skrauti. Lesley renndi augunum frá hinum mislita, patandi hóp svertingjanna til hvítu raðanna undir hálmþakinu. Stóll Fernandos var auður. Hann hafði tekið eftir henni. Fyrst datt henni í hug að flýja. En það voru margir sem litu við og mændu eftir hinum höfðinglega hvíta manni, sem stefndi rakleitt þangað sem hún stóð. Svo að hún varð að brosa og láta sem þetta væru skemmtilegir samfundir. — Buenos dies, senorita, sagði hann bros- andi. Ég geri ráð fyrir að þér hafið komið hingað með Neville. Hann hefir sennilega engan rétt til að koma hér, því að hann er ekki í neinum beinum tengslum við Buenda- héraðið. Hann ætti ekki að vera hérna sjálf- ur, hvað þá að bjóða gestum. En við förum ekki nánar út í þá sálma, og þér munuð vafa- laust svara, að hann — sem Englendingur — hafi meiri rétt til að vera hér en ég hefi. Ég vona að yður líði betur eftir dvölina á Grey Ridge? ; — Já, þakka yður fyrir. Miklu betur. — Það var gaman að heyra. Hann kink- aði kolli og brosti. — Þér eruð ekki nærri eins föl og reiðileg núna, og þér voruð þegar ég sá yður seinast. Hann horfði upp í loftið og hélt áfram: — Ég held að ég heyri þyt í flugvél. Það er víst best að fara í sætið sitt aftur. — Neville fór að ná í stóla handa okkur, sagði hún. — Ég er hræddur um að það veirði erfitt. Við höfum ekki nógu mörg sæti. Komið þér með mér, Lesley. Ég skal senda eftir Neville. Henni var einn kostur nauðugur að hlýða. Enda liti það einkennilega út, ef Fernando færi og léti hana standa eina eftir. — En fyrir alla muni látið þér Neville vita

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.