Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Page 3

Fálkinn - 23.11.1956, Page 3
FÁLKINN 3 Þjóðleikhúsið sýnir ,Xondeleyo“ í tilefni 25 ára leikaimcdis $óns Aðils Um þessar mundir á liinn vinsæli leikari Jón Aðils 25 ára leikafmæli, o?, var þess minnst i Þjóðleikhúsinu í síðustu viku með sýningu á leikrit- inu Tondeleyo eftir Leon Gordon. Var afmælisbarninu fagnað þar innilega. Þau eru orðin mörg hlutverkin, sem Jón Aðils hefir glímt við og gætt lifs- anda á leiksviðinu, bæði lijá Leikfé- lagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu og öðrum leikfélögum. Hann er einn þeirra traustu leikara, sem aldrei bregst eða veldur vonbrigðum. Hann er hófsamur í leik sínum, en ná- kvæmur og skilningsgóður á ])au vandasömu verk, sem honum eru fólgin, karlmannlegur og raddsterkur. Það 'hefir því oft orðið hlutskipti hans að fara í föt hrottans og liins kald- rifjaða á sviðinu. Finnst ýmsuni, að lionum hafi ekki verið gefin nóg tæki- færi til þess að sýna aðrar hliðar á listamannseðli sínu, og vafalaust mun það hafa við nokkur rök að styðjast. Hitt er þó jafnaugljóst, að Jóni Aðils lætur engu verr að túlka mildina og gæskuna í manneðlinu. Þannig var það t. d. ógleymanlegt öllum þeim, sem sáu barnaleikrit Þjóðleikhússins, „Snædrottninguna“ fyrir nokkrum árum, hvernig honum tókst að vinna hylli og traust allra barnanna í saln- um, er liann steig fram á sviðið í hlutverki sögumannsins. Leikritið Tondeleyo var sýnt hér i Reykjavík fyrir 10 árum á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Þar vann Jón Aðils mikinn leiksigur i hlutverki Westons, og var því vel til fallið að sýna það á ný á 25 ára leikafmæli hans. Tondeleyo gerist á vesturströnd Afriku, þar sem nokkrir hvítir mcnn eru staðsettir á vegum bresku stjórn- arinnar. Þeir eru fjarri menningunni og lifa fábreyttu lífi. Smátt og smátt fara þeir að verða svo þrey.ttir hver á öðrum, þvi að hið nána sambýli hefir dregið fram í dagsljósið og mót- að skýrt sterkustu venjur hvers og eins, sem verða jafnframt hvimleiðar félögum þeirra. Sálsýkisköstunum fjölgar og hatrið grær um sig, og að lokum eru flestir fluttir lieim farnir á sál og likama. Titilhlutverkið, Tondeleyo — hina lauslátu og ótömdu kynblendinga- slúlku, sem leikur margan hvítan manninn grátt — leikur Inga Þórðar- dóttir, og leysir hlutverkið vcl af höndum. Jón Aðiis fer með hlutverk Westons — þess, sem er kyrr, Bene- dikt Árnason leikur Langford — þann, sem kemur, og Baldvin Halldórsson Ashley — þann, sem fer. Er lcikur þeirra allra mjög góður. Valur Gísla- son leikur lækninn, sem hefir beðið skipbrot í lífinu, einnig ágætlega. Með önnur hlutverk fara Klemens Jónsson (trúboðinn), Gestur Pálsson (skipstjórinn), Valdimar Helgason (vélstjórinn), Þorgrímur Einarsson (Wprthing) og Bessi Bjarnason (Joe Fish). — Leikstjóri er Indriði Waagc, og Sverrir Thoroddsen liefir ])ýtt leik- ritið. * Jón Aðils (Weston) og Inga Þórðar- dóttir (Tondeleyo). Ceikfjélag Tleykiavíkur. »Það er aldrei að vita« Leikfélag Reykjavikur liafði nýlega frumsýningu á leikritinu „Það er aldrei að vita“ eftir Bernhard Shaw í þýðingu Einars Braga Sigurðssonar og undir leikstjórn Gunnars R. Han- sen. Var því vel tekið af leikhús- gestum, enda mjög vel farið með ýmis hlutverkin og hin harða ádeila Shaws tvinnuð í gamansaman efnisþráð, þar sem hrugðið er upp mynd af kven- réttindabaráttunni um aldamótin. Hún var þá tiltölulega nýtt fyrirbæri, og þess þvi ekki að vænta, að höf- undurinn hafi séð til fulls fyrir þróun þeirra mála. Eitt aðalhlutverkið, frú Clandon, kvenréttindakonuna, leikur Guðbjörg Þorbjarnardóttir, með hófsamlegri reisn og tíguleik, sem hvergi skeikar. Þorsteinn (). Stephensen fer vel með hlutverk mannsins hennar, sem liittir hana nú eftir 18 ára aðskilnað. Börn þeirra, Gloria, Dolly og Philip eru leikin af Helgu Baclimann, Kristinu önnu Þórarinsdóttur og Birgi Bryn- jólfssyni, sem öll skila hlutverkum sinum svo vel, að það vekur sérstaka ánægju leikhúsgesta. Kristín Anna og Birgir eiga bæði stuttan leikferil að baki, en allt virðist benda til þess, að framvegis munu Reykvikingar fá .að sjá þau oft á sviðinu. Brynjólfur Jóhannesson leikur þjóninn af nær- færni og næmum skilningi. Helgi Skúlason fer með hlutverk tannlækn- isins, herra Valentins, Jón Sigur- björnsson með hlutverk Bohuns málaflutningsmanns, og Guðjón Ein- arsson leikur gamlan heimilisvin og málafærslumann. Er leikur þeirra áferðarfallegur. * Helga Bachmann (Gloria Clandon) og Þorst. O. Stephensen (Crampton). Sýning í bogosnl Þjóðminjosafnsins Gerður Helgadóttir hefir um ])ess- er mundir sýningu á málmmyndum i bogasal Þjóðminjasafnsins. Franski málarinn Enard sýnir þar jafnframt málverk, sem hann málaði hér í sumar. Gerður hefir aðeins einu sinni áður haft sýningu hér heima. Var það árið 1951. Hins vegar hefir hún tekið þátt í fjölmörgum sýningum erlend- is, einkum i París og einnig hefir hún haft sjálfstæðar sýningar erlendis. — Gerður stundaði nám hér heima, á Ítalíu og í Frakklandi. Siðari ár hefir hún einkum snúið sér að gerð málm- mynda. * Klemens Jónsson (trúboðinn), Jón Aðils (Weston), Valur Gíslason (læknirinn) og Benedikt Árnason (Langford).

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.