Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 að nú væri viðfangsefni fyrir höndum, sem þau yrðu að ráða fram úr í sameiningu. Hún settist hikandi. Martin settist andspænis henni. — Er það alvara milli Virginiu og þessa Spánverja? spurði hann rólega. — Það — það er svo að sjá. Það er leitt fyrir yður að heyra þetta, eftir að vera kom- inn hingað þessa löngu leið. Hann yppti öxlum. — Þetta kemur fyrir, er ekki svo? Ég kom ekki til Afríku eingöngu til að hitta Virginiu, þó að hún væri upp- runalega ástæðan til þess að ég fór hingað. Ég er dýralæknir, skiljið þér, og ... — Já, hún sagði mér það. — Gerði hún það? Það var eins og hýrnaði yfir honum, en svo hélt hann áfram í sama tón og áður: — Ég hafði mikið að gera í Norður- Englandi, meðal annars var ég læknir á búi fyrir veðhlaupahesta. Eigandinn er í sam- bandi við hestamenn í Suður-Afríku, og hann vissi að þeir þurftu á dýralækni að halda. Svo að ég tók mig upp — og hér er ég. — Hafið þér hætt starfinu í Norður-Eng- landi? — Nei, ég fékk mér staðgengil, fyrst um sinn. — Viljið þér ekki fremur vinna að almenn- um dýralækningum en að einskorða yður við hestana? Nú fór hann að verða ræðnari. — Jú, vit- anlega. Hvernig gátuð þér giskað á það? Virginiu fellur ekki starfið mitt, henni finnst það ekki nógu fínt og hún hefir aldrei sýnt áhuga á því. — Þér hafið menntast undir þetta starf. Þér getið ekki byrjað á neinu öðru úr þessu. — Ég gæti reynt það, ef ég dytti ofan á eitthvað, sem framtíð væri í. En eins og stendur er ráð mitt talsvert á reiki. Ég hefi tekið þetta nýja starf að mér í þrjá mánuði, og get fengið framlengingu síðar. Þér eruð systir Virginiu og ég get talað um þetta við yður, en í stuttu máli hagar svona til: Sem dýralæknir veðhlaupahestanna fæ é'g ákveð- inn vinnutíma, nema þegar eitthvað sérstakt kemur fyrir, og ég þarf ekki að vera bund- inn við dýraspítala. Launin eru góð og ég gæti ef til vill lagt fé í eitthvað fyrirtæki og starf- að að kaupsýslu í frístundunum. Virginia var vön að segja að ... Honum vafðist tunga um tönn ... að henni f élli betur við mig en nokk- urn annan mann sem hún hefði kynnst, og ég þarf ekki að lýsa tilfinningum mínum í hennar garð. Mér datt í hug að ef henni félli vel að vera í Afríku, gætum við kannske sest að þar. En þá hafði ég ekki heyrt Cuero nefndan, vitanlega. Hann talaði æðrulaust og rólega, og það var eiginlega ekki auðvelt að geta sér til RISAR FRA FORNOLD. 1. Fyrir mörg hundruð milljón árum fór jörðin aS kólna svo mikið að lifandi verum varð lift þar. Þoka og regn myndaðist i loftinu og vötn og sjór mynduðust. Svo fóru frumstæðar jurtir að lifna í vötnunum — engin veit hvernig það gerð- ist. Jurtirnar stækkuðu og suraa'r komust á land og fóru að spretta þar. Og fiskar lifnuðu í vatninu og sumir þeirra skriðu á þurrt land. Uggarnir urðu að fótum. En þetta tók afar langan tíma. 2. Það var mjög heitt og mikill raki á jörðinni þá, líkt og i gróðurhúsi. Og í þessu lofti urðu dýr og jurtir feikistór. Fyrir milljón árum lifði t. d. dýr, sem kallað er brontosaurus, eða þrumueðla. Hún var yfir 20 metra löng og vóg um 30 smá- lestir. Hún lifði á jurtum, en annar risi, tyrannós- aurus át ýms dýr. — Þessi fortíðardýr höfðu ágætar tennur, en heilinn var mjög litill. Heilinn i einni tegundinni, sem hét stegosaurus vóg t. d. aSeins 85 grömm. Ef til vill hafa þessi dýr dáið út vegna þess hve heilinn var litill. hvernig honum mundi vera innanbrjósts. Ef hann hefði ekki verið alvarlega ástfanginn af Virginiu mundi hann tæplega hafa sleppt því starfi, sem honum féll best, og lagt í þessa löngu ferð. Það hlaut að vera tilhugsunin um hana, sem olli því að hann hafði ráðist í þetta, og Lesley fannst að hann mundi ekki vita hvað hann ætti að taka fyrir, ef þessi langa Afríkuferð yrði árangurslaus. — Hvenær farið þér þarna suður? spurði hún. — Ég á að byrja að vinna í byrjun næsta mánaðar, en ég verð að vera kominn þangað tveimur dögum áður en ég byrja. Ég á um það bil tíu daga eftir. Hann brosti hikandi. Ég kemst ekki langt á þeim tíma. — Nei, það er ég hrædd um. Sérstaklega ef Virginia heldur því fram að þér séuð vinur minn en ekki hennar. Hann kinkaði kolli. — Já, það er bíræfið, finnst yður ekki? Sagði hún það vegna manns- ins, sem með yður var? Lesley sárlangaði til að hlæja, en í raun réttri voru tárin ekki langt undan. Þetta var allt svo volað og vonlaust. Ef Virginia hefði viljað vera ærleg gagnvart Martin þá hefði hún skrifað honum undir eins og hún hafði hitt Fernando, en hún hafði auðsjáanlega ver- ið í óvissu, hún gat ekki treyst því að hún yrði svo rík að hún gæti valið og hafnað, ef hún hefði hug á að giftast. Lesley reyndi að brosa hughreystandi. Það var leitt að þér voruð viðstaddur þegar Cuero kom. Hún hefir sagt það sem henni datt fyrst í hug. Það hefðum við kannske gert líka, ef eitthvað hefði komið flatt upp á okkur. — Hún er heppin að eiga systur eins og yður, sagði Martin í einlægni. — En ef þér eruð hyggin þá megið þér ekki láta hana fara með yður eins og henni þóknast, því að þá fáið þér ekki tækifæri til að njóta þess, sem lífið býður yður. Ég þekki Virginiu og hún er eina manneskjan sem ég hefi elskað — það er líklega þess vegna, sem ég hefi lofað henni að fara með mig eins og hún vill. Hann stóð upp allt í einu. — Það er flónska að verða svona ástfanginn. Ég þekki konu sem temur hunda, hún er einkar natin við hunda og elskar skepnur — en það er Virginia sem ég elska, og hún vill ekki eiga svo mikið sem pekinghund. Lífið er flókið ... Lesley gat verið sammála honum um það. Hún var sár og döpur og fannst óhugsandi að eiga að byrja gamla lifið á Amanzi, sem hún hafði horfið frá fyrir hálfum mánuði. Faðir hennar kom inn og kyssti hana á kinnina. Svo klappaði hann henni á öxlina. — Það er gott að þú ert komin. Hefir þér hug- kvæmst hvað við eigum að gera við Boland í nótt? — Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af mér, Norton. Ég get sofið hvar sem er. — Við höfum dívaninn, sagði Norton. — Þér sögðuð mér að þér væruð dýralæknir, Framhald í næsta blaðí. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastrœti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Adamson býr sig undir o/.| megrunarföstuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.