Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN UNGVERJALANDI Það hefir vakið hrylling um allan hinn siðmenntaða heim, hve óblíðum örlögum hin ungverska þjóð hefir orðið að sæta. Flestir höfðu talið, að slíkir atburðir gætu ekki gerst í Evrópu nú orðið, heldur væri slíkt of- beldi, sem stjórn Kadars og rússneski herinn sýna, einkenni siðlausra miðaldaþjóða. Æska Ungverjalands hef- ir orðið mjög hart úti í þessum átökum. Myndin sýnir ungar frelsishetjur á verði á götu úti. Eyðilögð hús og sundurskotna stríðsvagna gat að líta um gjörvalla Budapest, þegar sigurgleðin eftir fyrsta þátt uppreisnarinnar breyttist skyndilega í kvíða og hörmungar, er rússieski herinn umkringdi borgina og lagði til atlögu við íbúa hennar. Mikil spjöll hafa verið gerð á hinni fögtu borg síðan. þeim kringum mig. Ég sá þá ekki fyrr en ég var koniinn upp á míðja skipssíðuna. Við borðstokkinn var gripið í axl- irnar á mér. Fullt af andlitum kring- um mig. Indversk og hvit andlit. Og ullarvoðum var vafið um mig og mér gefið vatn að drekka. Ég lá á bakið og starði upp. Yfir- maður stóð á efra þilfarinu og leit á klukkuna. S'einna var mér sagt að liún hefði verið 20 mínútur yfir tvö, að morgni 27. mars. — Þá voru liðnir réttir 32 sólarhringar síðan við Fred Ericsson undum okkur fyrir borð af „Skaubryn". * Gesturinn kallaði á þjóninn og spurði: —• Hvor af súpunum á mat- scðlinum er þettai sem ég hefi fengið — tómatsúpa eða baunir? Mér finnst sápubragð af henni. — Nú, þá eru það baunir, sagði þjönninn. — Það er nefnilega stein- olíubragð að tómatsúpunni. SANSON vorra im LYFTIR 1500 KG. ALLT er mest hjá Ameríkumönnum. Og vitanlega eiga þeir sterkasta mann í lieimi. Hann heitir Paul Anderson og er 23 ára og frá smábæ i Georgia, sem heitir Toccoa. Hann lyftir hést- um og peningaskápum jafn auðveld- lega og við tökum upp rúsínukassa. Og þó að margra tonna vörubíll sé á herðunum á honum kemur ckki svitadropi fram á enninu á honum. Aldrei hafa farið sögur af krafta- mönnum. sem komast i námunda við Paul Anderson. Fyrir 50 árum var jölunninn Cyr allra manna sterkaslur. Og fyrir 30—40 árum fékk Sigmund Breitpart fimmtíu þúsund dollara á viku fyrir lyftingar. Cyr vóg 150 kg. og át ferlega rnikið. Hann setti planka á bringuna á sér og lét 20 manns setjast á hann. Og svo lyfti hann öllu saman. Arthur Saxon var Hka frægur kraftamaður. Hann æfði sig aldrei en drakk hundrað flöskur af öli á dag. Sandow, sem kraftæfingaböndin eru kennd við, vóg aðeins 85 kg. og var frábærlega fallega vaxinn. Það var sagt að hann hefði grætt sjö milljón krónur, fyrir að standa eins og líkneski á leiksviðinu. Ziegfield Follies réð hann til sín, og Sandow varð til þess að endurvekja áhuga manna á fögrum líkamsskapnaði. En Paul Anderson getur ekki talist fal- lega vaxinn. Hann er fituklumpur, vegur 170 kg. og er 5 fet og 9 þuml- ungar. Þessi Samson vorra daga vakti fyrst athygli í lyftingasamkeppni árið 1952. Hann hafði æft sig aðeins þrjá daga fyrir mótið og hratt öllum fyrri metum með því að lyfta 400 kg. Hann gerði djúpa hnébeygingu með 350 kg. og það var 30 kg. yfir fyrra metinu. Þetta þóttu tíðindi og nú fékk hann tilboð úr öllum áttum. Anderson fór í opinbera kynningar- för til ýmissa landa, m. a. til Rúss- lands. Þetta var ein fyrsta ferðin af slíku tagi frá vesturlöndum til Búss- lands og hann varð afar vinsæll þar. Paul Anderson er heimakært barn og býr hjá pabba og mömmu í Tugalo- götu 912 í Toccoa, en þar fæddist hann, 17. okt. 1932. Foreldrar hans eru eins og fólk flest i vexti. Undir eins og móðir hans tók eftir hve sterkur Paul var, fór hún að hvetja hann til að æfa lyftingar, og hefir verið þjálfari hans síðan. Faðir hans smíðaði lyfti- slengurnar og boltana á þær. Og Paul fékk sérstakt herbergi til að æfa sig i. Hann fer á fætur kl. 9 á morgnana og borðar fjórar dósir af „gelatine" og drekkur þrjú glös af appelsínu- safa og hálfpott af mj'ólk. Svo æfir hann sig í þrjá tima og drekkur tvær hálflöskur af mjólk á meðan. Klukk- an sex borðar hann miðdegisverð og síðar kvöldsins fær hánn smurt brauð. Hann fer aldrei út að skemmta sér. — Það fara ýmsar sögur af þvi að hann borði mikið, m. a. sú, að hann hafi orðið að fara úr heimavistar- skóla vegna þess að hann var að svelta i hel þar. Það var svertingi frá Brooklyn sem hafði heimsmet í lyftingum þangað til Paul Anderson kom til sögunnar. Nú lyftir hann 1500 kg. frá jörðu, með þvi að nota leðurbelti. Hann gerir hnébeygingu með 1000 kg. á bakinu og segist munu gera betur. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.