Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ULLA CONRAD dró vindling upp úr stormjakkanum og kveikti í. Það var gott að ekki var hvasst, því að hún hefði ekki getað notað hina höndina til að hlífa loganum. Þakið sem hún lá á, var rennvott ennþá og hált eftir skúrirnar, sem gengið höfðu yfir Dónárdalinn fyrr um kvöldið. Um mittið hafði hún kaðal, sem var festur um næsta reykháfinn. Ef hún rynni fram af skörinni var þrjátíu metra fall niður á steinhellurnar á Schönbrunnstrasse. Ulla var Ijósmyndari hjá myndablaði. Á þessu augnabliki sinni. Jóhanna var prýðileg stúlka, en því miður bláfátækur leir- smiður. Þennan sólbjarta síðdag hafði gluggi Hönnu verið í skugga, en helluþakið á húsinu á móti verið baðað í sólskini. Ulla hafði staðið í glugganum og verið að athuga ljósáhrifin frá fræði- legu sjónarmiði ... þangað til hún tók eftir að einn kvistglugg- inn var opnaður. Hún hafði séð hönd og andlit. Höndin hafði fleygt dauðri rottu út á þakið. Ýldufýlan af henni mun hafa ver- ið of megn fyrir manninn í her- bergiskytrunni. náðst aftur. En sakamálalögregl- an og blaðamennirnir vissu, að Marony haf ði undravert lag á að fela sig, undir eins og hann var orðinn frjáls maður. Spurningin sem allt valt á var þessi: Mundi honum takast að komast heilu og höldnu úr borg- inni aftur? Og ef til vill tækist honum að komast yfir landamær- in iíka, og koma aftur með sjö anda verri, undir eins og farið væri að kyrrast um málið. FYRST í stað gerðist ekki neitt. Uila hafði heidur ekki búist við i STROKUBÓFINN reyndi hún að telja sér trú um að hún væri þarna uppi á þakinu til þess að reyna að ná í verulega fallega ljósmynd af Wien-húsþök- unum og reykháfunum. En ástæð- an var auðvitað allt önnur. Hún settist og studdi bakinu að reykháfnum og leysti kaðalinn úr breiðu leðurólinni, sem hún hafði um mittið. Svo dró hún nokkra metra af kaðlinum að sér og renndi sér hægt og varlega niður eftir þakinu. Hanskarnir hennar voru svo þunnir að kað- allinn særði hana í lófunum er hún var að fikra sig niður, þumlung eftir þumlung. Nú var hún komin á móts við gluggann, sem hún hafði haft augastað á allan tímann.. Þessi hanabjálkagluggi var mikils virði fyrir unga blaðastúlku, sem lang- aði til að koma hnífi sínum í feitt. Nú var erfiðasti hluti leiðarinnar eftir. Hún sneri sér og lagðist á bakið, hélt dauðahaldi í kaðalinn með vinstri hendi, en reyndi að koma Rolleiflex-vélinni í réttar stellingar með hinni. Hún mundi undir öllum kringumstæðum ná í einkennilega mynd af húsþaki við Praterinn og einkennilegar skuggamyndir af reykháfum, með tunglinu í baksýn. Hún brosti við tilhugsunina og gleymdi alveg hættunni, sem hún var í, meðan hún var að stiila vélina og tók tvær myndir. Svo spyrnti hún skíðastígvélinu inn um þakgluggann, en gætti þess vel að skera sig ekki á glerinu. ÞAÐ var fyrir tilviljun, sem hún vissi að hann átti heima í gamla húsinu við Schönbrunnstrasse. öll Vínarborg hafði lengi verið að eltast við þennan geðveika of- beldismann. Ulla hafði staðið í glugganum hjá Jóhönnu vinstúlku Þetta gerðist á svipstundu, en Ulla fékk undir eins hugboð um að þetta hlyti að vera hinn ai- ræmdi Theodor Marony og eng- inn annar. Maðurinn, sem öll lög- regla borgarinnar var að leita að. Mörgum hafði orðið bylt við er þeir fréttu að Marony væri flúinn úr gæsluvarðhaldinu. Hann átti að svara til saka fyrir hræðileg- an fjölda ofbeldisverka. Dagblöð- in fengu kynstrin öll af bréfum frá móðursjúkum lesendum, út af því að glæpamaðurinn hefði ekki því. Hún dró fótinn að sér aftur úr glugganum og rak hann í um- gerðina, sem var úr steypujárni. Einhvers staðar í fjarska heyrði hún í sjúkrabíl sem brunaði fram göturnar sívælandi, og hún fór að hugsa um hvítar rekkjuvoðir í óvistlegu og köldu herbergi ... og sá sjálfa sig í rúminu. Og svo vitanlega Klaus. Þennan óhjá- kvæmilega Klaus með rauðan rósavönd í hendinni og þjáning- arsvip á góðlegu og þreytulegu andlitinu. Eins og hann gæti sak- að sig um að þetta hefði komið fyrir! Hún hafði tekið upp á þessu sjálf, það var blaðamennsku- nasasjónin, sem hafði rekið hana út í þetta ævintýri. Klaus Hagen var besti vinur hennar á ritstjórn- arskrifstofunni . . . afbragðs saka- málablaðamaður. Allt í einu heyrði hún hása, lága rödd: — Komið þér inn, systirí Ég skýt á yður ef þér flýt- ið yður ekki. Ég hefi hljóðdeyfi á byssunni ... Og svo stakk hann hendinni út í birtuna. Hún var afskræmd eins og á holdsveikum manni og hún greip um annað stígvélið hennar. Ógeðslega mygglulykt lagði út um gluggann. — Þér verðið að opna gluggann, annars sker ég mig á glerbrot- unum, sagði Ulla. Þreytuleg röddin muldraði eitt- hvað, sem hún skildi ekki, en svo sleppti hann takinu á stígvéiinu og opnaði gluggann. Ulla skreið inn í myrkrið og hjartað í henni hamaðist eins og hreyfill í dráttarvél. Olyktin af mygglu, ryki og svita var enn verri en hún hefði getað trúað. Það leið nokkur stund þangað til hún fór að sjá handaskil í myrkrinu þarna inni. Hún mundi að eðlis- fræðikennarinn hennar hafði inn- prentað henni, að ljós og myrkur væri undir vananum komið. Smátt og smátt gat hún grillt í körfustól með þremur löppum, — Ég var alls ekki djörf, sagði hún eins og iðrandi syndari. — Ég sárvorkenndi manngarminum ..

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.