Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN gamla skó og stígvél í hrúgu á gólfinu, hillur með bókaskræðum og ýmsu rusli. Þetta var auðsjá- anlega ruslakompa. — Eigið þér vindling? spurði röddin í myrkrinu. Það heyrðist vottur af sáttfýsi í röddinni. Ulla tók vindlingabréfið upp úr jakka- vasa sínum. — Ég hélt að þér ætluðuð að skjóta mig! Hvað eruð þér að gera hérna? Maðurinn hló ruddalega. — Ég var að leita mér að bók. Ég er vitlaus í bækur, skal ég segja yður. Annars er það alveg rétt, þetta með byssuna ... þér getið séð það sjálf ... Hann hélt skammbyssunni upp að glugganum og tunglsljósið speglaðist i bláu stálinu. Ulla tók upp kveikjarann og kveikti og hélt honum upp að vindlingnum, sem hún hafði stungið í munnvikið. Hann blés undir eins á logann og slökkti og hvæsti eins og villidýr: — Eruð þér brjáluð? Fáið þér mér kveikjarann! — Eruð þér kannske hræddur um að ég kveiki í, sagði Ulla ró- lega. Hún vonaði að hann heyrði ekki hve mikinn hjartslátt hún haf ði. Maðurinn þreif kveikjarafm og vindlingana og gekk innar í herbergið og sneri sér frá glugg- anum meðan hann var að kveikja í. Með því móti gat engin birta sést út. Ulla sá aðeins hökuna og kinnarnar á honum rétt í svip. Hún heyrði að hann andaði reyknum ofan í sig með mikilli ánægju. Hve lengi skyldi þessi maður hafa verið án matar og drykkjar? — Óó! Hann teygaði úr vindl- ingnum og glóðin varð eins og Ijósormur í myrkrinu. — Skelfing hafið þér kvefast illa, sagði hún varlega, — eða er- uð þér kannske svona þyrstur? — Nei ... vegna tóbaksins gleymdi hann að vera yar um sig — ég er ekki þyrstur. Ég skal segja yður — ég set blikkdós út á þakið og safna rigningarvatni í hana. ALLT í einu rak hann upp rudda- legan hlátur. — En þér vitið líklega ekki hvað það er að vera að missa vit- ið af hungri. Ulla dró djúpt andann, slagæð- in var farin að verða rólegri. — Hvers vegna gefið þér yður ekki fram? spurði hún. Tóbakið hafði gert hann opinskáan, það var ástæðulaust að vera að nokkrum leikaraskap. Og sek- úndurnar voru dýrmætar. — Það er hlýja og matur á ... í ... Hún gat ekki komið sér að því að segja „fangelsinu". Hann skalf svo að glamraði í tönnunum. — Minnist þér ekki á að vera lokaður inni. — Ég hata það. — Finnst yður betra að lifa eins og rotta í þessu umhverfi? spurði hún. En hann vildi ekki heyra með því eyranu. — Þér skiljið ekki neitt. Þér hafið aldrei reynt það. En ég ... — Hvers vegna í þremlinum komuð þér skríðandi þarna niður þakið áðan? spurði hann eftir dá- litla þögn. — Vitið þér ekki .. . — Ég er ljósmyndari. Eg ætl- aði að ná í myndir af borginni í tunglsljósi ... Hún þagnaði. Hún fann að nú var hún að verða verulega hrædd. Það fór að reyna á hana hve hann var rólegur og kærulaus — hún hafði haldið að hann væri hálfbrjálaður og svífð- ist einskis. Hún fann að þessi dvali, sem hann var í, var miklu hættulegri. Og nú var hún eins og mús í gildru. — Stendur yður á sama þó að þér skilið aftur vindlingunum mín- um? spurði hún. V M Enginn strauk! \ 3 Hliðin að Sing Sing stóðu opin — en fangarnir hreyfðu sig ekki. CINN morgun í október 1937, *-' þegar John Slieehe, aðstoð- arforstjóri kom til vinnu í Sing Sing-fangelsið, stóð hliðið opið og hópur af föngum fyrir innan starði út. Fangavörðurinn þurrk- aði tár af augunum og horfði á alla þessa menn, sem fyrir ým- iss konar hryllileg afbrot höfðu lent innan fangelsismúranna. Svo ræskti hann sig og kallaði: „Ég skal athuga hvað ég get gert fyr- ir ykkur". Svo labbaði hann þessa Ivo kílómetra, sem voru milli fangelsisins og fangelsisstjóra bústaðarins í Ossining. Lewis Lawes fangelsisstjóri, einn af mestu umbótamönnum í fangelismálum í sögu Bandaríkj- anna, horfði dapur á Sheehe. „Þú hefir stjórnina næstu þrjá daga, John, og þú ræður hvað þú gerir," sagði hann. „Þá opna ég hliðin og læt þau standa opin í allan dag. Hamingj- an veit hvernig það fer, en ég hugsa að engan vanti í kvöld," svaraði Sheehe. Klukkutíma síðar gekk John Sheehe i fararbroddi fanganna, sem eltu hann i lest, tveir og tveir saman. Röðin var afar löng. Hann var eini umsjónarmaður- inn með þessum þjófum, morð- ingjum og ránsmönnum. Hinir starfsmennirnir voru hver í sinni skrifstofu. Og vopnuðu verðirnir höfðu ekki verið tilkvaddir. Lestin hélt heim að fangelsis- stjórahúsinu, og inn um aðal- dyrnar en út bakamegin. í lik- kistu i einni stofunni lá kona fangelsisstjórans, Kathryn Lawes, sem fangarnir höfðu kallað „Mömmu". Hún hafði farist i bil- slysi kvöldið áður. Mennirnir i fangafötunum gengu þögulir framhjá blómum skreyttri kistunni. Lestin hélt svona áfram allan daginn. Kat- hryn Lawes var sú manneskja, sem allir fangarnir mátu mest i veröldinni. Frá þvi að hún kom í Sing Sing árið 1920 og þangað til hún dó, hafði hún verið þeim öllum eins og móðir. Ég þekkti manninn hennar, Lawcs fangelisstjóra. Þetla var einmuna hjartagóður maður og hafði í 17 ár stjórnað þessu fræga fangelsi New York ríkis. Ef til vill var hann kunnastur fyrir hina eindregnu mótspyrnu sina gegn dauðarefsingunum. Og stundum hafði ég lika heyrt tal- að um Kathryn Lawes og starf hennar fyrir fangana og aðstand- endur þeirra. Þegar fangarnir voru í base- ball eða höfðu iþróttamót var hún alltaf áhorfandi, innan um þá, og litlu dæturnar hennar þrjár léku sér kringum fangana. Hún út- vegaði hljómsveit fanganna ný hljóðfæri — þeir höfðu bæði lúðrasveit og sinfóníusveit og hvatti hljóðfæraleikarana. Yngsta Jóttir hennar var „tambúramajór" sveitarinnar og gekk i farar- broddi hennar, þegar þeir héldu hljómleika, fangarnir. Margsinnis hafði Kathryn Lawes komið því til leiðar, að fangar sem áttu nána ættingja mrkið veika, fengu að heimsækja þa gegn drengskaparheiti, til að kveðja þá. Og oft var það Kathryn sem ók þessum föngum í bilnum sinum fram og aftur, án þess að nokkur varðmaður væri i ferð- inni. 1 hverjum einasta fangaklefa var mynd af Kathryn Lawes. Fangarnir höfðu tekið myndir af henni sjálfir og dreift þeim til allra. Ýmsir fangarnir voru listmálarar og höfðu gert myndir. Hún hjálpaði öllum þeim, sem höfðu latið hugfallast og voru hálfsturlaðir. Blindum fanga kenndi hún að lesa blindraletur og sjálf lærði hún fingramál til að geta talað það við heyrnar- lausan fanga. Lífstíðarfangi, sem hafði reynt að fremja sjálfsmorð fékk nýtt lífsþor er hún útvegaði honum blómafræ og leyfi til þess að sá í þvi horni í fangelsisgarð- inum. En þennan októberdag 1937 stóðu hliðin opin allan daginn. Allir fangarnir, jafnvel dauða- dæmdir, fengu að verða í göng- unni til forstjórans. Og ekkert var litið eftir hverjir fóru út og inn. Enginn varðmaður sýndi sig fyrr en um kvöldið, er John Sheehe hafði lokað hliðunum. Og þá vantaði ekki einn einasta mann. Þeir dauðadæmdu og lifs- tiðarfangarnir liöfðu allir skilað sér. * s %!¦ Ú — Ég ætla að halda vindling- unum ... Það var þá fyrir slysni að þér rákuð löppina gegnum rúð- una þarna? Ulla gat ekki sagt að hreim- urinn í röddinn væri spottandi eða ógnandi. Hún barðist við að draga tímann á langinn. Hún fann að hún hafði ekki hugmynd um hvernig þessum samfundi mundi Ijúka. Lögreglan vissi að minnsta kosti ekki neitt um þetta. — Þér getið ekki haldist við hérna öllu lengur, Marony, sagði hún og reyndi að tala eins rólega og hægt væri. — Annað hvort deyið þér úr hungri eftir nokkra daga ... eða þá að ... — Ég vil ékki láta loka mig inni aftur, heyrið þér það? Ég hata fangelsið. Ég vil heldur deyja. — Enginn veit hvað dauðinn er, muldraði Ulla. Hún hafði myndavélina til reiðu. Hún þótt- ist sannfærð um að Marony hefði ekki tekið eftir litla hljóðneman- um, sem hún hafði látið detta of- an í ruslið úti við gluggann. Það var Klaus, sem átti hugmyndina að stuttbylgjusendinum, hann hafði lesið um eitthvað þess hátt- ar í amerisku blaði. Hún gat séð Klaus í huganum, þar sem hann sæti í herbergi skammt frá með heyrnartólin fyr- ir eyrunum og ritvélina fyrir framan sig, með allan hugann við það sem hann heyrði. Greinin mundi verða stórfréttin í blaðinu á morgun — ásamt myndum frá henni. Ef það yrðu þá nokkrar mynd- ir? I svipinn játaði Ulla með sjálfri sér að hún hefði reist sér hurðarás um öxl. Þau höf ðu hætt sér of langt, hún og Klaus. Þó að hann gæti rennt grun í hættuna, þar sem hann sat, var hann svo langt héðan, að engin von var til að hann gæti hjálpað. MARONY var farinn að gráta, hljóðlega og tilgerðarlega. (Hafði hún ekki heyrt minnst á það ein- hvern tíma, að hann hefði upphaf- lega verið leikari?) — Skiljið þér heitið mitt, ung- frú? Ég vil héldur deyja en að vera læstur inni í fangelsi aftur! Ég hefi ekki meira mótstöðuþrek eftir ... Upprunalega hafði ég ætlað mér að verjast með þessari skammbyssu, en nú verður hún ... úrslitaúrræðið mitt. Hún heyrði hrygluna í honum er hann dró andann. — Viljið þér gera mér þann greiða að snúa yður að veggnum, sem snöggvast, hvíslaði hann biðjandi. — Yður dettur vonandi ekki í hug að fyrirfara yður? sagði hún æst. — Snúið þér yður bara frá, Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.