Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN láta þessa freku og léttúSugu sveita- stúlku vera lengur á heimilinu. Ekki var hægt að segja, hvað fyrir kynni að koma. Ef til vill yrði hún barns- hafa'ndi. Það væri henni, að likindum, að skapi. Þá mundi hún setja upp sakleysissvip, gráta og þykjast vera siSprúð! Vera ákvað að ræSa málið við mann sinn þetta sama kvöld. Hún drakk siðdegiste hjá vinkonu sinni, er bjó i grenndinni. Ekki til þess að gera konuna að trúnaðarmanni sinum heldur i því augnamiði að létta af sér áhyggjunum og láta tímann HSa án heilabrota um ósómann á heimili hennar. Vinkonan 'hafði margt að segja um væntanlegt jólahald og jólaundirbún- inginn. Þá var talað töluvert um kjól, sem frúin ætlaði að vera i á gamlaárs- kvöldsdansleiknum. Kjóllinn var glæsilegur. Klukkan var orðin hér um bil faálf sex, er Vera kom heim. Hún gekk um húsið — stofu úr stofu. Hvar var Erik? Venjulega var hann kominn heim um þetta leyti dagsins. Hún horfði reiðilega á jólatréð. Nú var bú- ið að skreyta það. Hún mundi ekki verða minnstu vitund glöð af því, að sjá það glitra með ljósum í allri sinni dýrð. Það var skreytt af óhreinum höndum. Ef hún krefðist þess að Kar- en Svendsen færi mundi það valda ill- indum. Hún gat ekki hugsað til þess að syngja með þessari sveitastúlku um barnið i Betlehem. Hún heyrði nú háan og skæran hlátur hljóma frá eldhúsinu. Karen Svendsen ihló. En hún var vafalaust ekki ein. Hver skyldi vera hjá henni? Vera læddist fram i anddyrið. Hún sá manninn sinn standa og halda um höfuð Karen Svendsen. Hann horfði á hana með aðdáunarsvip. Vera.heyrði að hann hló lágt og sagði: „Litla, sæta, Karen. Það var góð hugmynd, er konan min ákvað að fá sveitastúlku." Að svo mæltu kyssti hann hana. Daginn eftir fór Vera á fund hér- aSsdómsIögmanns Olofs Juel eftir aS hafa hringt til hans og gengið úr skugga um að hann væri á skrifstof- unni. Áður hafði hún farið til hár- greiðsludömu og borið á sig dýrasta ilmvatniS. SKILAÐ APTUR. — Hin dýru lista- verk, sem Rússar hirtu í stríðslokin í myndasöfnunum í Miinchen eru nú komin aftur í vörslu austur-iþýsku stjórnarinnar. Meðal málverkanna er „Sixtinska Madonna" Rafaels, sem nú er sýnd sérstaklega í listasafni í Austur-Berlín. ÞaS var langt um HSið frá því að hún hafSi verið snyrt eins vel og að þessu sinni. Er Vera kom á fund Olafs mælti hún: „Olaf, manstu hvað þú sagðir við mig fyrir skömmu?" Hann brosti og strauk hárið, sem var farið að grána viS gagnaugun. Hann sagSi: „Ef ég ætti aS muna allt, sem ég hefi sagt viS þig, Vera, þá ..." „Þú sagðir að ég væri indælli en nokkru sinni fyrr. Já, þú sagðir það." Hann varS alvarlegur: „ÞaS er rétt. Ég er reiSubúinn aS endurtaka þessi ummæli svo oft, sem þú vilt." „Og aS þig langaSi mest til þess að fara burt með mig áSur en jólaum- stangiS eSa jólahaldið byrjaði." „Kæra Vera." Hún stappaði fætinum lítið eitt i gólfið og sagði: „Skilurðu ekki, að ég er nú komin til þín vegna þess að þú getur fengið mig með húð og hári. Gerðu svo vel. Eg er þín. Ertu ekki glaSur?" ÞaS komu drættir í andlit hans. „I öllum bænum, Vera. Þú mátt ekki hafa þetta í fíflskaparmálum. ÞaS er mér mesta alvörumál." Vera sagSi: „Mér einnig. FarSu meS mig, Olaf. Ég vil fara héSan." Hann kinkaði kolli og sagSi: „Er þaS ekki fremur þaS, aS þú vilt losna viS eitthvaS, heldur en þrá þin til min sé svo sterk? Skyldi ekki eitthvaS ¦hafa komiS fyrir heima hjá þér?" „Heima hjá mér? Ég á ekki heim- ili framar. Ég er laus viS mitt fólk og þaS viS mig. Hvers vegna stend- urðu þarna eins og viSardrumbur? SérSu þaS ekki á mér, hvaS ég vil aS þú gerir?" Hún breiddi út armana og brosti til hans. Hún fann æsku- fjöriS streyma um sig. Lífsþorsti hennar og nautnaþrá hafSi magnast. Hann horfSi á hana, horfSi á munn- inn, augun og hárið. Hann varð hrif- inn af fjöri hennar og yndisleika. En þó hélt hann aftur af sér. „Ég elska þig Vera. Það er þér kunnugt. En elskar þú mig?" Hún hló: „Ó, Olaf. Ég kem hingaS til þín meS sjálfa mig, og þú hefir ekkert handa mér annaS en orS." Hann horfSi á hana og mælti: „Fyr- ir mörgum árum gafstu mér von. En þá kom Erik ..." „Nú er hann úr sögunni," sagSi hún. Olaf gekk aftur fyrir skrifborSiS. Hann mælti: „Ef til vill álíturðu mig hugdeigan, Vera, en ..." Vera lét armana síga: „Nei — öðru nær," hvíslaði hún, brosti þreylulega og leit niður. „Ég hefi metið sjálfa mig of faátt. Ég — ég hefSi átt aS senda hana til þín. Hún mundi hafa komiS þér til þess aS kyssa sig. Hún getur komið öllum til þcss." „Um faverja ertu að tala?" ÞaS skiptir ekki máli. Nú fer ég ..." Hann brosti. Var henni ljóst, hve erfitt faann átti með að sigra þessa freistingu? Hann elskaði hana og þráði. Nú gat hann fengið Veru, en færSi sér tækifærið ekki i nyt. Hann mælti: „Fyrirgefðu mér, Vera. Ég ber ekki fullt traust til þin í dag. Mig grunar, að eitthvað felist að baki þessarar ákvörðunar þinnar. Þú kem- ur og lýsir því skyndilega yfir að þú elskir mig. Ég vil forða þér frá því að gera það, sem þú iðrast eftir. En ef þú kemur aftur á morgun og end- urtekur það, sem íþú hefir sagt, tek ég á móti þér, Vera, eins og ég hefi ætiS þráð." Það birti yfir svip hennar. Hún þóttist viss um, að hún skipti ekki um skoðun fyrir morgundaginn. Henni virtist hún yngjast, og lífslöngunin aukast. Olaf hafði þráS hana öll þessi ár, og búist viS aS fá aldrei aS njóta hennar. i Olaf rétti Veru stórt umslag og sagSi: „Viltu gera svo vel og fá manninum þínum þetta í kvöld? Ég hefi leitt mál til lykta fyrir faann, og ég vænti aS hann verSi ánægður með árangurinn." „Er það jólagjöf?" spurði Vera. „Það má kalla það því nafni," svar- aði Olaf. Þetta verður skilnaðargjöf, hugsaði hún er hún fór niður i lyftunni. Hann fær ekki aðra jólagjöf frá mér. Það er áreiðanlegt. Aliir sátu umhverfis hiS skreytta borð. Karen hafði gengið yndislega frá því. Vera gat ekki neitað því. Veru virtist hún nú hafa ástæðu til þess aS vera sanngjörn og réftlát. Hún þurfti ekki annað en hvísla að sjálfri sér: Á morgun — á morgun mun fólk- ið skilja, að hún léti ekki bjóSa sér allt og þyrSi aS fara eftir rödd hjart- ans. Aívintýrið beiS hennar. Hún lét ekki að sér hæSa. Hún var ekki gunga. Það var aðdáanlegt eða dýrmætt, að geta enn látið karlmenn verða ham- ingjusaman. Olaf elskaði hana og mundi ætið gera það. Vera brosti til Jens, Ib og Karen Svendsen. Hún ætlaði ekki að verða þunglyndisleg þótt hún væri í þann veginn að yfirgefa ciginmann, heim- ili og börn. Karen Svendsen var eftir. Það mundi verSa þeim nóg. Hún sjálf var álitin gömul, þreytt og tauga- veikluð. Það var gott fyrir þau að losna við hana. „Þú manst eftir siðvenjunni, mamma, sagði Jens er verið var að borða ábætinn. „Pabbi á að fá sína gjöf hér við borðið. En gjafir barnanna eiga að lisgja við rætur trésins." Vera kinkaSi kolli, og tók stóra bréf- iS, sem hún hafSi falið aS baki sér. „GerSu svo vel, Eirik," sagði hún. Eirik Lynge leit á firmamerkið á umslaginu og brosti. Hann horfði tindrandi augum á konu sína og sagði: „Eg held ég geti giskað á, hvað þetta er. ÞaS er fallega gert af Olaf og þér aS láta mig fá þetta á jólunum. Ég var búinn að hugsa mér að koma þér á óvart, Vera." „Ég veit ekki hvað er í þessu um- slagi," sagði hún. Eirik Lynge opnaSi umslagiS. Hann las bréfiS, og rétti svo Jens syni sín- um skjal það, sem fylgdi. „Gerðu svo vel, Jens. Þetta er afsalsbréf fyrir „Mejse Erden". Okkar ágæti vinur, Olaf, hefir komiS þessu í kring. Svo ..." Hann stóS á fætur meS glasiS í hendinni. „Svo hefi ég þá anægju, að lýsa yfir trúlofun þeirra Jens son- ar míns og Karen Svendsen, sveita- stúlkunnar frá Jótlandi." „Hvað segirðu?" sagði Vera forviða. „Við leyndum þig þessu," sagSi maður hennar og 'hló. „Við vissum aS þú hefir haft áhyggjur vegna Jens. En viSkynning þeirra Karen og hans, hefir vakið landbúnaðardrauma hans til lifsins. Með hennar hjálp mun Jens verða góSur sveitabóndi." Vera starði á Jens. Hann tók í hönd Karen og mælti: „Elskan mín." Svo leit hún á Ib, en hann brosti til hennar og sagSi: „Ég varS svo glaS- ur, er ég frétti um þessa trúlofun. Mér hefir geðjast vel að Karen frá því ég sá hana i fyrsta sinn." „Sama máli gegnir um mig," mælti Eirik Lynge. „ÞaS var heppilegt aS þú skyldir fá sveitastúlku á heimilið, Vera." Karen Svendsen roðnaði. Vera skammaðist sin fyrir þær getsakir, er hún hafði gert feðgunum. Það var skálað, óskað til hamingju, faðmast og sungið um barnið frá Betlehem. Síðar um kvöldið er Eirik Lynge var orSinn einn með konu sinni, hall- aði hann henni að sér og horfði á hana með svo mikilli ástúð, aS hún varS ung i annaS sinn. Eirik mælti: „Ég hefi ekki gefiS mér tíma til þess að tala mikið við þig upp á síSkasliS. ViS höfum veriS önnum kafnir viS „leyndarmáliS". Þú ert falleg í kvöld, Vera og yndislegri en nokkru sinni fyrr." Hann kyssti hana löngum kossi. Kossinn var indæll. Vera var sæl. Eirik sagSi: „Þá þykir mér viSeig- andi aS viS hugsum meS þakklæti til okkar gamla vinar, Olaf. Hann hef- ir gert okkur mikinn greiSa í sam- bandi við jarðnæSiS og ætíS veriS reiSubúinn aS rétta okkur hjálpar- hönd. Hefi ég ekki rétt aS mæla?" Augu hennar döggvuSust lítið eitt. Hún laut höfði og hvíslaði: „Jú, Olaf er ágætis maður og dreng- hndur." * Jasmin, dóttir Ritu Hayworl'h og Ali Khan veit „hvers stans" hún er. I fyrravor gekk hún i amer'skan skóla í París. Fyrsta daginn i skólanum sagði hún við skólasystkinin: „Ég er prinsessa. Munið iþið það!" Og síðan hafa krakkarnir staðið upp og hneigt sig djúpt á hverjum morgni þegar 'hún kemur inn í kennslustofuna, til að erta hana. En Jasmin er bara engin ertni i þvi heldur telur hún þetta sjálfsagt. Milliam M. Boyd efnafræSingur i Chicago er öfundaður mest allra manna þar í borginni. Honum hefir sem sé verið falið að rannsaka fæt- urna á kvenfólkinu til þess að kom- ast að niðurstöðu um hvort það sé reykurinn frá efnagerðunum i borg- inni, sem á sökina á hinum svokall- aða „sokkadauða" kvenfólksins, sem fer mjög í vöxt og lýsir sér i þvi að sokkarnir fúna á örstuttum tíma. HLUTVERKASKIPTI. — Rádýrin eru stygg að eðlisfari og leggja á flótta er þau sjá til mannaferða. En í tilfellinu sem myndin sýnir virðist það vera litla stúlkan, sem fremur sé í flóttahugleiðingum, þegar rádýrið horfir á hana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.