Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 15

Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 15
FÁLKINN 13 Var þetta tilgerð? Var þetta ekki einhvers konar yfirborðsást? Var mögulegt að elska nokkurn mann án þess að þekkja hann sem vin fyrst? Hún vissi það ekki. Hún vissi að- eins og hún þurfti vináttu Fernandos og þráði ást hans meira en nokkuð annað í lífinu. — Fernando! hvíslaði Lesley í raunum sínum og kreppti hendurnar að árunum. Það var eins og hún rankaði við sér er hún heyrði sjálfa sig nefna nafnið hans. Hún rétti úr sér á þóttunni og skimaði út í myrkrið kringum sig. Hún gat ekki séð hve margt klukkan henn- var, en hún hlaut að vera yfir sex — kannske hjálfsjö. Virginia mundi vera fokvond yfir því að verða að taka á móti gestunum og hafa engan til að hjálpa sér nema Salomon. Lesley tók til áranna og stefndi bátnum upp að árbakkanum. Hún vissi ekki hvert bátinn haf ði rekið eða hvar hún var. Hún heyrði fossanið í fjarska, en hvergi sá hún ljós, þó að venjulega sæist Ijós í gluggunum á hinum húsunum. En þarna var þéttur skógur á árbökkunum ... Hún hrökk við og rak upp óp. Það var líkast og ósýnileg tröllahönd hefði þrifið í bátinn, því að hún missti allt í einu stjórn á honum og hann brunaði niður ána, sitt á hvað, í áttina til fossins. Hún hafði lent í streng í ánni. Hvað gat nú bjargað? Eftir að augun voru farin að venjast myrkr- inu sá hún nokkuð og þá varð henni hug- hægra. Strengurinn stefndi upp að -landi, en um leið og hann breytti stefnu frá landinu aftur mundi hún líklega geta náð í trjágrein og dregið bátinn að. Að vísu var hún við öfuga bakkann, en það skipti minnstu máli. Hún stóð upp og tókst til allrar furðu að standa í bátnum þó að hann vaggaði sitt á hvað. Hún teygði upp hendurnar og greip í fyrstu greinina sem hún náði til, og þyrn- arnir stungust enn fastar, en nú tók straum- kastið bátinn undan henni og hann flaut á burt, en hún hékk í lausu lofti og fæturnir námu við vatnið. Hér var aðeins um eitt að velja. Þrátt fyrir sársaukann las hún sig áfram eftir greininni uns hún missti taksins og datt ofan í leðjuna við árbakkann. Hún náði taki í rótargrein á trénu, og hélt sér þar dauðahaldi. Hún kastaði mæðinni og reyndi að sjá kringum sig í myrkrinu. Áin var í miklum vexti eftir rigninguna og gekk upp á bakkana. Og kjarrið svo þétt, að ekki var viðlit að komast gegnum það. Jafnvel duglegasti sund- maður hefði tæplega lagt upp að synda yfir ána þarna, og einasta brúin, sem Lesley vissi af á þessum slóðum, var bátabrú Fernandos fyrir neðan fossinn. En til þess að komast þangað varð hún að klöngrast gegnum kjarr- TÓBAKIÐ. 1. Þegar Christofer Columbus kom til Vestur- Indía, sá hann að Indíánarnir, sem voru á hlaup- um í fjörunni, blésu reyk út úr nefi og munni. Þetta var reykur af eins konar vindlum, sem þeir sneru sainan úr tóbaksblöðum. — Nokkrum árum síðar voru fræ af tóbaksjurtinni flutt til Lissabon og sáð þar. Franskur maður, sem hét Jean Nicol var í Lissabon um þær mundir. Hann langaSi til aS reyna að rækta þessa tóbaksjurt, og árið 1560 sendi hann nokkur tóbaksblöð til Frakklands. Eitt aðal eiturefni tóbaksins heitir eftir honum og er kallað nikotín. En Nicot hugsaði mest um tóbakið sem læknislyf. Hann hafði tekið eftir að sár greru velj ef tóbaksblað var lagt á þau. 2. Frá Portúgal, Spáni og Frakklandi breiddist tóbaksræktin út til flestra landa Evrópu og þaðan til austurlanda, og alls staðar fóru menn aS reykja tóbakið eða taka þaS í nefið. — Þó hafSi almenn- íngur lítið af tóbakinu að segja. En einhvern tíma um aldamótin 1600 sat sir Walter Raleigh aðmíráll í stólnum sínirm og reykti. Þjónn, sem kom inn varð lafhr'æddur er hann sá þykkt reykský yfir stólnum hans. Hann hélt að kviknað væri í líús- bóndanum og hljóp og náði í kirnu með vatni og skvetti á hann til að slökkva í honum. ið. Það gat ef til vill tekist í björtu, en alls ekki í dimmu. Hún fikraði sig nær tréstofn- inum og reyndi að leggjast fyrir og hvíla sig. Svo f ór hún að hugsa um hvort krókódílar svæfi nokkurn tíma og hvort leópardar væru hræddir við vatn. Skömminni skárra væri að láta gleypa sig í einum bita en að naga sig sundur smátt og smátt, hugsaði hún með sér. Virginia var i sægrænum kjól þetta kvöld. Og með spöng, setta demöntum, um hárið. Þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í sex var komið ljós í hverjum kima í húsinu og vistlegt á svölunum. 1 skrautkeri í horninu stóðu stórar gular liljur, sem Anne Pemberton hafði sent ásamt bréfi um, að hún gæti því miður ekki komið. Virginia óskaði að Neville Madison skildi líka, að hann væri ekki velkominn. Henni féll ekki þessi storkandi kaldhæðni, sem allt- af var í rödd hans þegar hann talaði við hana. En hún ætlaði að varast að komast i vont skap út af honum í kvöld. Lesley mundi vafa- laust hugsa um hann svo að honum leiddist ekki. En hvers vegna var Lesley ekki hérna og hjálpaði til? Virginia fór upp í herbergið hennar til að gá hvort hún væri þar. Herbergið var tómt. Virginia fitjaði upp á trýnið, en varð áhyggju- full í ofanálag að hún var ergileg. Hafði Lesley farið til Femandos? Nei, áreiðanlega ekki. Þegar Lesley var annars vegar, gat maður ávallt treyst því að blóð væri þykkara en vatn, og að henni mundi aldrei detta í hug að fara til annarra til þess að bera sig upp undan erfiðleikum í sambúðinni. Nei, hún hafði eflaust farið út til að létta sér upp og mundi koma þá og þegar. Virginia fór út á svalirnar til að taka á móti fyrstu gestunum. Og nú kom hver bif- reiðin eftir aðra — sumar frá Buenda og aðr- ar frá orkuverinu. Neville kom með Fern- ando, og Virginia, sem sá þá ganga samsíða upp að húsinu, hugsaði með sér hve gerólíkir þeir væru. Annar mjór og slánalegur, hinn miklu hærri og prúðbúinn. Fernando var lifandi og karlmannlegur. Hann vakti hjá henni meðvitundina um að hún væri kona. En Neville vakti engar tilfinningar — það var ekkert ,,mannsbragð" að honum. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Bréfavinurinn kemur í heimsókn. 3HT

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.