Fálkinn - 29.03.1957, Síða 2
2
FÁLKINN
þvær þvottinn og
hreinsar íötin
Fyrir hcimilin:
STYKK JAÞV OTTUR
BLAUTÞV OTTUR
KEMSK HBEINSUN
SKYRTUR O. FL.
mméá wmé
Fyrir einstaklinga
FRAG ANGS ÞVOTTUR
KEMISK FATAHREINSUN
SKYRTUR
VINNUFATNAÐUR O. FL.
Fyrir verslanir
og fyrirtæki:
SLOPPAR — DÚKAR
O. FL.
Því nnin varla hafa verið spáð
fyrstu árin eftir stríð, að mestu
vopnasmiðir Þýskalands mundu fá
að lialda auði sínum. Aðalerfinginn
að Krupp-siniðjunum í Essen, Alfried
Krupp var talinn viss um að lenda
í ævilöngu fangelsi og missa allar
eignir sínar. En þetta hefir farið á
aðra leið. Hann er enn ríkasti maður
Þýskalands og veltir sér í milljón-
unum, þó að Kruppsmiðjurnar smíði
annað en fallbyssur núna.
En sá ríki Krupp á ekki sjö dag-
ana sæla um þessar mundir. Konan
hans hefir krafist skilnaðar við hann,
og það er ekkert smáræði, sem hún
vill hafa í „lausnargjald" fyrir sjálfa
sig. Hún heimtar 20 milljón mörk, í
eitt skipti fyrir öll, og auk þess vill
Ríkasti maður Þýskalands í hjónaskilnaði
luin fá 1.050.000 mörk í árlegan líf-
eyri!
Ivrupp hefir ekki að svo stöijdu lát-
ið neitt uppi um livort hann vilji
horga þetta smáræði, en hitt hefir
hann hitið á sér skilja, að hann liafi
ekkert á móti því að losna við kon-
una, því að hún hefir verið talsvert
brokkgeng á köflurn, og ekki grun-
laust um, að hún sé ekki eins liá-
ættuð og hún þóttist vera.
Þau giftust í Berchlesgaden í maí
1952, og brúðkaupið vakti athygli, því
brúðguminn var talinn rikasti maður
Evrópu. Hann hafði verið giftur áð-
ur, dóttur stórkaupmanns i Hamburg,
sem hét Bahr. Þess vegna var sú kona
kölluð ,„bar-stelpan“, og gamli Krupp,
faðir Alfrieds var mótfallinn lijóna-
bandinu. Eigi að síður kvæntist Al-
fried ungfrú Bahr skömmu fyrir
stríðið. En árið 1941 skildi Alfried
við konuna, og faðir hans launaði
honum vikið með þvi að láta kjósa
hann í stjórn Krupp-fyrirtækisins og
hækka kaupið hans í 60.000 mörk.
Eftir stríðið var Alfried dæmdur
í margra ára fangelsi en var náðað-
ur árið 1951, og vinir hans tóku á
móti honum með söng og ræðuhöld-
um og blómum er liann kom úr
fangelsinu. Þegar hann hitti núver-
andi konu sina í fyrsta sinn, var hún
kynnt honum sem Martha Vera Wil-
helmine Knauer-Wiesbar, fædd bar-
ónessa af Hohenfels. Foreldrar hcnn-
ar voru þýskir, en hún hafði alist upp
i Los Angeles og stjórnaði nú ilm-
vatnadeildinni í stóru vöruhúsi þar
og hafði 300 dollara mánaðarkaup.
Ilún hafði verið gift tvivcgis áður en
hún kynntist Alfried Krupp.
Svo giftist hún Alfried. En það
skrítna er, að varla getur heitið að
þau liafi búið saman siðan. — Hún
fór tii Los Angeles aftur fyrir rúm-
um tveimur árum og hefir verið þar-
síðan. Vakti þetta athygli, e.n frétta-
stofa Kruppsmiðjanna hefir hvað
eítir annað þvertekið fyrir, að nokk-
ur snurða væri á hjónabandinu,
þangað til nú, að skilnaðarbeiðnin
kom fram. Frú Krupp sendi beiðnina
til réttarins í Las Vegas, en þar eru
hjónaskilnaðir afgreiddir með meiri
-hraða og leikni en á nokkrum öðrum
stað í veröldinni, en auk þess cr Las
Vegas alræmdasti staður heimsins
fyrir fjárhættuspil og náttklúbba.
Hún rökstyður fjárkröfu sina með
því, að Krupp eigi að minnsta kosti
1000 milljón mörk, og sé því borg-
unarmaður fyrir þessu smáræði, sem
hún fer fram á. Hann á innstæður
á eigin nafni i bönkum í Ameriku,
Sviss, Þýskalandi og Indlandi og auk
þess nokkrar milljónir á Bahamacyj-
um, auk innstæðna undir gervinafni
í ýmsum löndum.
Vera Krupp er ekki á nástrái held-
ur. Nýlega keypti hún stóra jörð
skammt frá Las Vegas og kcypti
þangað áhöfn kynbótagripa frá
Þýskalandi. um 700 gripi alls. Liklega
ætlar hún að færa út kvíarnar þarna,
ef hún fær aurana frá Rrupp.
Enginn veit hvers vegna liún vill
skilja. Þess vegna er málefnanna bið-
ið með óþreyju og búist við að þau
leiði í ljós ýmislegt sem hneykslis-
fínu fólki þykir gott að smjatta á.
En citt er þegar vitað. Og það er:
að Martha Vera Wilhelmina Knauer-
Hohenfels hefir aldrei verið barón-
essa og getur ekki rakið ætl sina til
neinna þýskra aðalsmanna. *
Frá tónlistarhátíð
í Stokkhólmi,
sem haldin var nýlega.
Á myndinni sjást ROGER
SESSIONS, eitt kunnasta tón-
skáld Bandaríkjanna og JÖN
LEIFS, en þeir höfðu einlæga
samvinnu þar á fundum „Al-
þjóðasambands r.útímatónlist-
ar“, sem hélt hátíðina.
SÍMAR
7260, 7261, 81350
SÓTT OG SENT
l