Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1957, Page 4

Fálkinn - 29.03.1957, Page 4
4 FÁLKINN Ava Qardner - gengur eitthvað að þér7 Ava Gardner var sveitastúlka, en komst á hátindinn í Holly- wood. En hamingjusöm varð hún eklci. Nú er hún prískilin, en eirir hvergi stundinni lcngur en ferðast, land úr landi og blaða- mennirnir láta hana aldrei i friði og skrifa: Gengur eitthvað að henni? /{VA fæddist á jólakvöldið 1922 í Smithfieldþorpi í N.-Carolina. Hún var yngst fimm systkina og ólst upp á góðu 'heimili. í skólanum gekk henni svona og svona. Hún átti eng- in áhugamál og engar sérgáfur. Hún dansaði ekki, orti ekki vísur og lék sér ekki að brúðum. Þegar hún átti að leika í skólaleik færðist hún und- an því en kaus heldur að selja að- göngumiða og draga upp tjaldið. Systur hennar voru komnar í hjónaband þegar hún var 17 ára. Ava hefði kannske getað gifst strax iíka, en hún var ekkert piltagull. Fjöl- skyldan ræddi um framtíð hennar án þess að tala við hana, og afréð að setja hana i verslunarskóla. Hún lærði hraðritun og vélritun og fékk atvinnu eftir sex mánuði. Eftir nokkra daga fékk hún þetta bréf frá húsbóndanum: Ungfrú Gardner: — Þér skrifiö alltaf „x“ fyrir „u“ og „i“ fyrir „k“. Ég get því miöur ekki notaö yöur. Þér veröiö aö fá yöur aöra atvinnu. Nú varð sorg á heimilinu og Ava var óhuggandi sjálf. Beatrix eldri systir hennar var gift blaðaljósmynd- ara og átti heima í New York. Þau voru barnlaus og Beatrix bauð Övu til sin. Hún fór, og i lestinni á leið- inni hló fólk að mállýskunni hennar. Systurnar urðu báðar liissa þegar mágur Övu varð hrifinn af lienni. Hann fór með hana á hárgreiðslu- stofu, iét greiða lienni með nýju móti og keypti svo á hana nýjan fatnað. Ava þekkti sig varla sjálf eftir þessa uppdubbun. En ljósmyndarinn og mágurinn hafði mikil áform viðvíkj- ondi mágkonunni. Hann var i sifeliu að taka myndir af henni í alis konar stellingum, og loks valdi liann úr 25 myndir af ungri og girnilcgri stúlku. Myndirnar sendi hann kunningja, sem var inn undir hjá kvikmyndafélaginu Metro-Goldwyn-Mayer. — Svarið kom fljótt. Skeyti um að Ava skyidi koma samstundis til Hollywood. Á myndinni til vinstri sést Ava Gardner með nautahananum Luis Miguel Dominguin. — Til hægri sjást Frank Sinatra og Ava á náttklúbb í Las Vegas, þegar þau voru nýtrúlofuð og allt í „lukkunnar velstandi". Það lá við að Ava fengi krampa- kast. Hvað átti hún til Hollywood að gera? Hún talaði eins konar nesja- mál, var éins og skútukarl i göngu- lagi og hafði ekki hugmynd um hvað leiklist var. Hún þvertók fyrir að fara n.okkurt fet. En Beatrix ýtti undir og lofaði að koma með henni. Og mág- urinn gaf henni þetta ráð í nesti: „Þú skait’ þegja eins mikið og þú getur. Og ef þú þarft að segja eitthvað þá hvíslaðu. Og hreyfðu þig eins lítið og hægt er. Þegar þú kemur inn í stofu þá sestu undir eins og sittu eins lengi og þú getur.“ Ava og Beatrix koniu til Ilollywood og fóru til MGM. Beatrix talaði fyrir báðar. Ava þagði. Þeim var visað inn til „gáfnaþefarans“. Ava þagði en Beatrix talaði. Gáfnaþefaranum var mikið niðri fyrir, ekki siður en systrunum. Vildi ekki heyra nefnt að Ava kvikmyndaði til reynslu. — Fyrst skulum við gera samninginn, sagði hann. Ava þagði enn. Nú barst það um alla Ilollywood að risin væri ný stjarna og furðuleg. Slíkum sögum er ekki alltaf trúað, en þeir sem sáu Övu þóttust vissir um að þetta væri engin lygi. Ava og Beatrix voru boðnar til frægu stjarn- anna. Ava þagði í samkvæmunum. Þetta var alveg nýtt í Hollywood og fólki líkaði það vel. Nú varð Ava að láta skafa af sér vankantana. Enginn vandi með mál- iýskuna. Ava lærði að tala eins og talfræðingurinn vildi. Var hún dá- lítið hjólbeinótt? Það gerir ekkert tii. Danskennarinn setti lappirnar á henni í réltar stellingar og kenndi henni að ganga og hreyfa sig. Vissi hún ekkert um leiklist? Jæja, hún var þá ekki sú fyrsta, sem kom fyrir ljósmyndavélina án þess að liafa reynslu. Og nú fóru kennararnir að æfa hlutverk með aumingja stelpunni, átján ára. Það kom á daginn að hún var hlýðin og námfús. Þannig leit Ava Gardner út í kvikmyndinni „Bhowani Junetion", sem tek- in var í Pakistan í fyrrasumar. Eftir eitt ár fór Ava hin þögla oksins að hvísla. En hún kunni ekki við sig i ])essu umhverfi. Svo fékk hún fyrsta hlutverkið og þótti leika það sæmilega. Miklu betur en hún hafði búist við. Beatrix var alltaf með lienni og bandaði frá henni biðl- unum. En einn þeirra lét ekki stugga sér frá, hann kom alltaf aftur. Það var Mickey Rooney. ?Iann lét hana aldrei í friði — elti hana eins og skuggi. Svo fóru slúðursögurnar um Övu og Mickey að sjást í blöðunum og Beatrix var hrædd um að Ava fengi óorð af þessu. En þá kom Mickey til Beatrix og bað systur hennar. Hún svaraði því sama sem hún svaraði blaðamönnunum, sem vildu ná við- tali við Övu: — Spurðu hana sjálfa. Hann gerði það og Ava sagði já. Þá kcypti Mickcy sér pípuhatt i fyrsta sinn. Aldrei hafði Mickey verið hlægilegri í nokkurri gamanmynd en hann var þegar þau giftust. En hann tók ekki hjónabandsskyldurnar al- varlega, og í blöðunum var hann kailaður „herra Gardner". Enginn varð hissa þegar Ava fór að iðrast eftir að hafa gifst Mickey. Þau höfðu bæði búist við einhverju betra, og þegar Ava lét vonbrigði i ljós, tók Mickey saman pjönkur sínar og fór — með pípuhattinn líka. Og þau fengu fljótt lögskilnað. En þá kom jazztrúðurinn Artie Sliaw til sögunnar. Undir eins og nafnið hans stóð í auglýsingunum komu aílir aðdáendur hans meðal kvenfólksins og gerðn árás á miða- sölurnar og stóðu i biðröð til að fá nafnið hans, háriokk af honum eða eilthvað annað. Artie var talinn „snyrtilegur snobb“ og lék á klari- nett betur en nokkur engill. Hann stjórnaði danshljómsveit, sem.var tal- in sú besta í landinu. Hann hafði vcrið kvæntur nokkrum sinnum, en var alltaf að leita að kvenmanni, sem væri „andlega skyld“ sér. Áður höfðu

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.