Fálkinn - 29.03.1957, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Cnroline kemur frnm
Samkvæmt gamalli hefð sýndu þau Grace Kelly og Rainier fursti þegnum
sínum hið nýfædda barn. Komu þau fram á svalir furstahallarinnar með
Caroline litlu, sem svaf vært, meðan á athöfninni stóð. Annars er nú farið
að kyrrast um í dvergríkinu Monaco eftir fagnaðarlætin, þegar litla og lang-
þráða prinsessan fæddist. Sumir höfðu að vísu kosið heldur, að barnið
hefði orðið drengur, en ekki verður á allt kosið. Það er því varla von á
öðru, en fólk í öðrum löndum spyrji, hvernig móttökurnar hefðu orðið, ef
sveinbarn hefði fæðst, því að tæpast er hægt að hugsa sér meiri hátíðahöld
en kringum fæðingu Caroline litlu.
PHILIP HERTOGI MEÐ ALSKEGG.
Hertoginn af Edinburgh hefir nú
safnað alskeggi, og nú eru Portúgal-
ar að gera hið sama, því að Philip
kom þangað í opinbera heimsókn
nýlega. Þessi mynd er síðan hann
var á Malta, því að þá gekk hann
með skegg líka.
GLÖÐ KVIKMYNDADÍS. — Hér sést
Marta Thorén vera að veifa til fjöld-
ans á flugvellinum í London. Það er
skiljanlegt að stúlkan sé glöð, því að
hún er á leið til Edinburgh til að
sækja gull-heiðurspeninginn, sem hún
fékk fyrir leik sinn í ítölsku mynd-
inni „Maddalena".
IvVIKMYND UM ROALD AMUND-
SEN. — Franskt og norskt félag eru
í samvinnu um að gera kvikmynd af
ævi Roalds Amundsens. Handritið að
myndinni er samið af franska rithöf-
undinum Edouard Calic, sem á sín-
um tíma skrifaði bók um Amundsen,
er hann nefndi „Síðasti Víking-
urinn“.
IIANN FÉKK UPPREISN. — Eftir-
hreitur uppþotsins í Posnan í Pól-
landi hafa komið fram í víðtækri
hreinsun innan pólsku stjórnarinnar.
Og Gomulka, fyrrv. form. kommún-
istaflokksins pólska, sem var sviptur
völdum og settur í tugthúsið, sakaður
um „tít'oisma“ hefir verið úrskurðaður
sýkn saka, fengið fulla uppreisn og
tekið við stjórnartaumunum.
MAO OG NASSEIl. — Mao Tse Tung,
forseti kínverska lýðveldisins hefir
látið hafa það eftir sér, að hann sé
algerlega á sama máli og Egyptar,
eða Nasser, í Súes-deilunni, og sé
mótfallinn öllum hernaðaraðgerðum
gagnvart Egyptalandi. Þessi ummæli
hafði hann á flokksþingi kommún-
ista í Peking, og mun enginn hafa
búist við þeim öðruvísi.
LENI RIEFENSTEIN uppáhald Ilitl-
ers í kvikmyndaheiminum í gamla
daga, og einkum er kunn fyrir kvik-
mynd sína af Olympíuleikunum 1936,
hefir nú gert nýja kvikmynd, sem
heitir „Svartur farmur".
FRÁ CANNES. — Unga stúlkan sem
síingur vindlingnum í munninn er
ný kvikmyndadís frönsk, sem heitir
Brigitte Bardot. Hún var ein þeirra
mörgu sem fór á kvikmyndahátíðina
í Cannes til að reyna að láta taka
eftir sér.
ANTONIN ZAPOTOCKY
forseti Tékkóslóvakíu fór nýlega til
Moskva með stóra scndinefnd til þess
að ræða um ýms fjárhags- og við-
skiptamál. Við komu sína sagði hann:
„Við skulum standa við hlið Sovét-
samveldisríkjanna til eilífðar!" Hann
er svo sem ekki í vafa um að Sovét-
lýðveldið verði eilíft.