Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1957, Side 12

Fálkinn - 29.03.1957, Side 12
12 PÁLKINN Undir stjörnum Parísar „Hvað er um að vera?“ spurði Agneta, sem hafði ekki hugmynd um hvað Héloise var að tala um. Og enginn varð til þess að segja henni það. Án þess að segja orð fleygði Heloise í hana einu kvöldblaðinu og sneri svo snúðugt bakinu að henni. Agneta starði forviða á blaðið og tók önd- ina á lofti. Á miðri forsíðunni var stór mynd af henni og Georges Florian, og undir mynd- inni stóð: „Hver er þessi, sem herra Florian hefir uppgötvað síðast?“ Það var furðu- og ergelsissvipur á þeim báðum, eins og þeim félli ekki vel að láta sjá sig saman. Og í greininni var gefið í skyn, að það væri Agn- eta, sem ætti hugmyndirnar að nýju kjól- unum hjá Florian. Hún var kölluð „hin dular- fulla óþekkta, sem bjargaði tískusýningunni", og það var talið grunsamlegt hvernig viðvan- ingur gæti orðið sýnistúlknadís á einni nóttu. „Þetta er viðbjóðslegt!“ sagði Agneta um- hugsunarlaust. Hún fleygði blaðinu frá sér með and- styggð. „Get ég að því gert þó að saurblað reyni að gera gaspurfregn úr engu. Ég fyrir- lít þetta ekki minna en þið hinar.“ „Fyrirlít! Get ekki að því gert!“ Héloise hló gjallandi. „Þú hafðir auðvitað engin af- skipti af því að ljósmyndarinn var þarna? Það var náttúrlega ekki þú, sem hafðir beð- ið hann um að vera til taks á réttu augna- bliki?“ „Auðvitað ekki,“ sagði Agnete móðguð. „Það var einber tilviljun að við komum sam- tímis að dyrunum. Haldið þið að það sé gaman að vera mynduð í blöðunum með svona texta?“ Hinar stúlkurnar brostu. Þær voru á báð- um áttum. „Herra Florian finnst það vafalaust ekki,“ sagði Héloise ólundarleg. „Þér finnst þetta kannske góð auglýsing — en bíddu bara þangað til hann sér blaðið!“ Þær þurftu ekki að bíða lengi, þvi að í þessum svifum komu Odette og Florian inn. Agneta þornaði í kverkunum þegar hún sá hann. Til þessa hafði hann aðeins sýnt henni velivld, en nú mundi hún hvað hinar stúlk- urnar höfðu sagt. „Hefir herra Florian séð þetta?“ Héloise rétti honum blaðið og brosti smeðjulega. „Það er ekki talað um annað!“ Agneta hélt niðri í sér andanum er hún horfði á hann taka blaðið. Hvort hann mundi nú bara hlæja og fleygja blaðinu? Þetta var í rauninni aðeins til að hlæja að þvi! En ef til vill var það ógaman fyrir frægan mann að vera sýndur almenningi í svona niðrandi samhengi. Og ef hann héldi, eins og stúlk- urnar, að hún hefði undirbúið þetta, mundi hún líklega verða rekin frá starfinu jafn skjótlega og hún var ráðin. Georges Florian fleygði ekki blaðinu. Hann skoðaði þvert á móti myndina vel og vand- lega og las textann með athygli. Loks leit hann upp og sagði með lágri skipandi rödd, sem engin andmæli þoldi: „Gabrielle! Hvar er hún?“ „Þessi kápa er nú alls ekki sem verst, þeg- ar betur er að gáð?“ Florian starði á mynd- ina en allar stúlkurnar héldu niðri í sér and- anum á meðan. „Ef þessi lína væri dálítið styttri . . .“ Hann yppti öxlum og fleygði blaðinu. „En það skiptir engu máli á svona mynd.“ Agnetu lá við að skella uppúr. Þarna hafði hún staðið á nálum, eins og reitt sverð væri yfir höfði henni og svo gerðist ekki neitt. Engin uppsögn, ekki einu sinni ávítur. En Héloise gall við með ákefð: „Það er ekki myndin sem skiptir mestu máli, heldur það sem undir henni stendur." Röddin var við- bjóðslega ögrandi, en Georges Florian virti hana ekki svars og nennti ekki einu sinni að lesa það sem skrifað hafði verið um hann. Hann brosti aðeins til Agnetu — sínu þreytu- lega unglingsbrosi, sem gladdi hana því meir vegna þess að það sást svo sjaldan — og sagði: „Hirðið þér ekki um þvættingin í Héloise, væna mín. Það dettur engum í hug að það sé ástmey mín, sem er í svona kápu.“ Að vanda eyddi hann ekki tima sínum og kröftum í óþarfa. Málið var útkljáð og nú fór hann að sinna öðru, sem meira reið á. Agneta horfði á eftir honum, henni var enn hlátur í hug, en þó ofurlítið angurvær um leið. Hann gat komið henni í uppnám með einu orði. Þarna var hún eins og skólakrakki, reiðubúin að hlýða og áfram um að þóknast. Og þegar hann hafði snúið ser frá henni aftur var hún óánægð og fannst hún vera gleymd og hafa misst af einhverju. „Væna mín!“ át Héloise eftir. „Þetta er í fyrsta sinn sem hann hefir sagt eitthvað fal- legt við sýnistúlku, fötunum óviðkomandi. Alveg eins og þú sért fallegri en við hinar!“ Hún fussaði ag reigði sig og gat ekki leynt öfundinni. En Agneta tók varla eftir því. Hún geymdi orðin í huga sér eins og fjár- sjóð. En þó þóttist hún vita, að Florian mundi nú þegar hafa gleymt að hann hefði nokk- urn tíma sagt þau. Hún varð að vinna yfirvinnu um kvöldið, en það var enn svo mikið nýjabrum á starf- inu að hún fann ekki til þreytu fyrr en hún ætlaði að fara að halda heim. Þá kom ein afgreiðslustúlkan og sagði að spurt væri eftir henni i símanum. Auðvitað Roger, hugsaði hún með sér og létti í skapi. En það var ekki rödd Rogers sem hún heyrði. Það var rödd Mikaels. „Ég verð að fá að tala við þig, Agneta,“ sagði hann og röddin var þvinguð og alvar- leg. „Þegar þú hefir lokið vinnunni á þessum þarna........stað?“ Hann lagði aldrei í vana sinn að bölva, en nú var blótsyrði komið fram á varirnar á honum. Agneta skildi ekki hvers vegna. Florian-tískuhúsið var í miklu áliti og hún var hróðug yfir að fá að vinna þar. „Ég var einmitt í þann veginn að fara,“ sagði hún og furðaði sig á hve rólega hún gat talað. Síðast í gær hafði hún fengið hjart- slátt er hún hugsaði til hans. Og vitanlega þráði hún að fá að sjá hann aftur. Það hlaut að vera sjálfsbjargarhvötin ein, sem kom henni til að hika. „Þá kem ég og sæki þig eftir tíu mínútur,“ sagði Mikael og sleit sambandinu áður en hún fékk ráðrúm til að segja nei. Hún fékk sting fyrir hjartað, er hann kom út úr bílnum og opnaði fyrir henni. Alveg eins og fyrrum ... eins og svo óendanlega oft fyrrum, þegar þau elskuðust og gátu aldrei verið of nærri- hvort öðru. En hún mátti ekki hugsa til baka, aðeins fram í tím- ann — og í framtíð hans var hvergi rúm fyr- ir hana. „Hvað vildir þú mér?“ spurði hún stutt og settist hjá honum í framsætið. „Er nokk- uð til framar, sem við þurfum að tala sam- an um?“ „Já, það er það — þú veist það ofur vel!“ svaraði hann og virtist alvarlegri og meira niðri fyrir en hún hafði nokkurn tíma orðið vör við áður. „Það fyrsta sem ég vil vita er — hvað er milli þín og þessa Florians?“ „Hvað það er . . . !“ Agneta varð svo reið að hún gat ekki komið upp nokkru orði um sinn. En bráðum fékk hún málið aftur. „Hvað dirfist þú að segja? Og hvers konar tónn er það, sem þú talar til mín í? Hvers vegna ætti eitthvað að vera á milli hans og mín? Þú ert varla það barn að ímynda þér ...“ „Ekkert barn ímyndar sér það sem hefir kvalið mig og hrjáð siðan ég sá myndina af ykkur saman,“ sagði Mikael og reyndi að vera léttur í máli. En réttlát reiði hennar hafði komið honum í skilning um að hann hafði hætt sér of langt. „Fyrirgefðu mér, Agneta,“ sagði hann biðjandi. „En hvernig — og hvers vegna hefir þú lent í þessari hringiðu?“ „Gerðu svo vel og talaðu í öðrum tón þeg- ar þú minnist á húsbónda minn og starfið mitt,“ sagði Agneta æst og fannst hún verða að taka upp þykkjuna fyrir tískuhúsið. „Það var slembilukka að mér gafst þetta tæki- færi.“ „Slembilukka?“ Mikael hækkaði brúnina lítið eitt. „Og það var ekki Florian, sem hjálpaði slembilukkunni?" Hún gat ekki stillt sig um að hlæja. En það var beinlínis hlægilegt að Mikael skyldi sitja þarna og yfirheyra hana. „Alls ekki!“ sagði hún glöð. „Viltu heyra alla söguna — eða viltu fremur þjóðsögu um að ég lifi í synd með herra Florian?" Mikael hrökk við og horfði hvasst á hana. „Svona talaðir þú aldrei fyrrum,“ sagði hann forviða og sár. „Nei, ekki fyrrum,“ sagði hún. „En við lifum í nútímanum, Mikael — ekki í fortið- inni. Mér þykir leitt ef þér finnst ég vera orðin hörð, en það er ekki nema eðlilegt. Líf- ið er strangur skóli. En í rauninni er ég alveg sú sama sem ég hefi alltaf verið. Manstu að þú hafðir það fyrir vana að erta mig með því að ég væri „gamaldags hreinlíf"? Og það er ég sjálfsagt ennþá, góðurinn minn, svo að

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.