Fálkinn - 29.03.1957, Síða 11
FÁLKINN
11
LITLA SAGAN
R U Z I C K A :
Lygin
Enginn þarf að lialda að ég líli
út eins og fyrirmaður. Jú, kannske
höfuðið og h.jartað, cn það sem ég
liefi utan á mér — ég elska gamlar
brækur og víðar skyrtur, og þegar
fólk sér mig í förum um landið, lield-
ur það auðvitað að ég sé flakkari.
Svo var það einn daginn að ég kom
í bæinn og ætlaði að láta ritstjórann
gefa mér í staupinu, en það var nú
ails enginn hægðarleikur.
Ég gekk yfir torgið unt miðjan dag-
inn; þar eru gatnamót og mikil um-^
ferð, og langar tvöfaldar bílaraðir
reyna að komast framhjá hjólreiða-
mönnunum, en tókst það ekki. Því
að duglegur hjólagarpur lileypir
aldrei neinum framhjá sér þegar mið-
degismaturinn bíður hans heima.
Þarna var heldur enginn lögreglu-
þjónn, hann var sjálfsagt farinn heim
að borða líka, eða kannske hafði kon-
an hans veifað til lians með ausunni
á næsta götuhorni.
Ég beið i víst einar tíu minútur,
svo tók ég eftir rifu í umferðinni og
komst yi'ir götuna. Þegar ég var kom-
inn hálfa leið ieit ég við og kom auga
á gamla, sjálfsagt meira en sjötuga
dömu, sem hafði heðið á gangstétt-
inni eins og ég, en ekki þorað að sæta
iagi þegar ég fór út í lífshættuna.
Hún stóð þarna lafhrædd og skim-
aði til hægri og vinstri og vissi ekki
hvað hún átti að taka til bragðs. Ég
hrá við skjótt og sneri við, og þegar
næsta færi bauðst tók ég i handlegg-
ip.n á henni og leiddi liana yfir torg-
ið. Við komumst heilu og höldnu upp
á gangstéttina hinumegin.
Það voru eflaust gömlu buxurnar,
sem ég hafði gleymt að klippa kögrið
neðan af um morguninn, eða þá flags-
andi skyrtan, sem olli því að konan
greip í skyrtuna og hélt fast meðan
hún var að ná í budduna sina og taka
upp nokkra skildinga og rétta mér, í
þakkarskyni fyrir göfugmannlega
framkomu.
„Hérna, ungi maður!“ sagði hún
við mig, og aðeins orðin „ungi mað-
ur“ hefðu verið mér næg laun fyrir
greiðann, því að ég er kominn yfir
fimmtugt. „Þarna! Þakka yður fyrir
hjálpina!" Fyrst réð ég ekki við
feimnina í mér, en svo sagði ég,
hryssingslegar en rétt var: „Þetta
nær ekki nokkurri átt! Verið þér ekki
að þessul“
„Takið þér við þvi. Kaupið eittlivað
fallegt fyrir það. Nýjan jakka, til
dæmis.“
„Ég hefi ekkert við jakka að gera,“
sagði ég. „Ég er alltaf svona — ég á
nóg af jökkum úr besta ensku efni
heima.“
„Ég trúi því sem þér segið,“ svar-
aði hún vingjarnlega. „En mig lang-
aði til að sýna yður þakklætisvott —
það er svo sjaldgæft að hitta svona
lijálpsama menn nú á dögum.“
Og svo þrýsti hún seðlinum í lóf-
ann á mér og ég gat ekki stillt mig
um að líta á hann. Þetta var flunku-
nýr hundrað króna seðill.
„Þér Itafið tekið skakkan seðil,“
sagði ég. „Hundrað krónur!“ En
gamla konan kinkaði kolli og brosti
til mín.
„Það áttu að vera hundrað krónur,“
★ Tískumjjndir ★
-------------------1
Það er ekki nóg að vöxturinn sé fallegur, það þarf einnig góðan klæðskera
til að árangurinn verði svona góður eins og sjá má á gráa kjólnum til vinstri.
Skraut er ekki annað en smáslaufa í hálsmálið. Ljósi kjóllinn til hægri er
einnig ágætur, hann er frá Ameríku frá Henry Itosenfeld. Hann krefst ekki
eins mikillar nákvæmni og hinn.
Frímerkjasöfnun.
Skrítið er lifið. Ef klæðskeri selur
föt mcð gati fær hann þau í háusinn
aftur. Ef glerskeri selur spegil með
hresti í þá er hlegið að honum, og
ef bóksali selur bók, sem vantar blað
í er hún endursend. En ef prentvilla
verður í frímerki þúsundfaldast verð-
mæti þess.
sagði hún. „Ég á ekki neina ættingja
á lífi, og sjálf er ég orðin gömu!. í
hvert skipti sem ég fer yfir þvera
götu hérna i borginni og einhver
reynist mér eins nærgætinn og þér
voruð, fær sá hinn sanii liundrað
krónur hjá mér. í þakkarskyni, en
jafnframt til að minna unga fólkið á
að sýna okkur gamla fólkinu nær-
gætni,“ hætti hún við og brosti.
Og svo var hún farin út í veður
og vind, og ég stóð þarna eftir með
hundrað króna seðilinn minn, og
mér þótti vænt um hann — ég skal
játa það.
Svo skráði ég þessa sögu og setti
hana i blaðið, sem virkilegan stór-
viðburð. Nú eru meira en þrír mán-
uðir síðan, en ennþá sé ég gamla
menn daglega hjálpa gömlum konum
yfir götuna, og það er farið að tala
um, að hér eigi heima kurteisari mcnn
en í öðrum bæjum i landinu.
Svona gengur það, þegar maður
hefir hjartað á réttum stað, og lætur
prenta lygasögu sem lieilagan sann-
leika.
Þótt cocktailkjóll sé ekki nauðsynleg
flík er þó gaman að eiga einn slíkan.
Þessi kjóll er úr svörtu sléttu silki,
fleginn um hálsinn með litlum poka-
ermum. Auðvitað má nota kjólinn við
ýms tækifæri.
Vitið þér...?
að menn áttu heima í Norður-
Ameríku fyrir 8.000 árum?
Sannanir fyrir þessu liafa nýlega
fundist í kalksteinslögum í Alabama.
Þar hafa fundist bein, áhöld, vopn
og leifar eftir bál, og með þeim tækj-
um, sem menn liafa nú til aldurs-
ákvarðana, telst mönnum að þetta sé
8000 ára gamalt. Þessi fundur hefir
gefið mikilsverðar upplýsingar um
frumbyggja Norður-Ameriku.
að hægt er að sjá fellibylji í
mörg hundruð kílómetra fjar-
lægð?
Góð radar-tæki sýna fellibylji i allt
að 400 km. fjarska, svo að hægt er
að vara við þeim áður en þeir skella
á. I Bandaríkjunum hafa 39 veður-
stofur ratsjár nú örðið, og er talið
að þær geti afstýrt fjölda slysa og
eyðilegginguna, sem svo oft verða í
sambandi við fellibyljina.
C 1
vosi-jT
að kaffiframleiðslan 1955—’56
var meiri en nokkurn tíma áöur?
Hún varð alls 2.600.000 smálestir og
þrátt fyrir slæmt uppskeruveður óx-
útflutningur Brasiliu um 03% og Col-
umbiu um 16%. Evrópumenn fluttu
inn 15% meira af kaffi en árið áður,
og það var betra kaffi, sem flutt var
inn.