Fálkinn - 29.03.1957, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
alvarlega veik nuindi verða J)ið á að
lœknirinn gæti líomið.
Tilly leit kvíðandi á Meg meðan
Jiún var að skoða telpuna.
— Þú verður bráðum lieill)rigð ef
l)ú liggur í rúminu, sagði Glenda
huggandi. — En það er ekki vert að
þú farir í skólann næstu dagana.
En iþegar liún kom niður í eldhúsið
kom alvörusvipurinn á hana aftur. —
Ég held að vissast sé að ná í lækni,
sagði hún rólega. Tilly hefir háan
hita.
Meg símaði til Browns læknis, sem
átti heim í nálægt tíu kilómetra fjar-
lægð. Hann lofaði að koma undir eins
og hann gæti.
— Heldurðu að þetta sé alvarlegt?
spurði Sam meðan Glenda var að búa
til hitapoka. — Tilly liefir alltaf verið
hraust, og ...
Glenda hnippti í hann um teið og
hún gekk framhjá honum. — Ilún
hressist bráðum, sagði liún. •— Lækn-
irinn veit hvað tienni hentar.
Brown læknir kom og skrifaði lyf-
seðil og Sam sótti tyfin um kvöldið,
en Tilly var engu betri morguninn
eftir. Henni hafði öllu fremur versn-
að um nóttina.
: Brown læknir kom aftur og rann-
sakaði telpuna. Á cftir talaði hann
við Sám og Meg niðri í eldhúsinu.
— Mér líkar þetta ekki, sagði hann
áhyggjufullur. — í fyrra skiptið scm
ég skoðaði telpuna hélt ég að þetta
væri ekki annað cn venjulegar inn-
antökur, en ég er ekki viss um ])að
núna.
— Þér ... þér vitið ekki hvað geng-
ur að henni? sagði Sam og brá við.
— Þá hlýtur það að vera eitthvað
alvarlegt.
— Þér megið ckki vera hræddur
við þetta, sagði Brown læknir og
lfiappaði á öxlina á honum. — Ég vil
vita vissu mína, og þess vegna vil
ég táta annan lækni líta á hana. Það
getur hugsast að við verðum að senda
hana i sjúkrahús og skera hana.
— Getum við ekki beðið Sommer
læknir um að koma? sagði rödd bak
við ])á. Læknirinn leit við og sá
Glendu, sem var kominn inn.
— Þekkið þér Sommer lækni?
spurði hann forviða.
— Ég veit að hann er duglegur
barnalæknir, svaraði liún lágt.
Brown kinkaði kolli. — Ef ég síma
til hans héðan, gæti hann kannske
komið í kvötd. Hann er önnum kaf-
inn framundir kvöld i sjúkrahúsinu.
Þegar liann tiafði símað og Somm-
ers hafði lofað að koma um kvöldið,
sleit hann sambandinu og sneri sér
að Meg.
— Einkennilegur maður, þessi
Sommer læknir, sagði hann meðan
liann var að setja á sig hanskana. —
— Eh. .. .u... .æ, ætli það væri
ekki betra að ég kæmi seinna?
Konan hans livarf fyrir viku og liann
er ekki mönnum sinnandi fyrir
áhyggjunum út af henni, en hann
heldur áfram að vinna, eins og ekk-
ert liefði komið fyrir. Þeir eru svo
margir sjúklingarnir, sem eiga mikið
undir honum komið, að það er erfitt
fyrir liann að losna frá þeim. En
þeir segja að hann noti allar tóm-
stundir sínar til að leita að konunni.
Hún kvað vera ljómandi falleg, hefi
ég heyrt.
t’EGAB Brown tæknir var farinn fór
Meg upp til Tilly. Hún hitti Glendu
fyrir utan barnaherbergið.
— Ég er viss um að þú skilur að
það er best að ég liafi mig ekki
frannni meðan Alan verður hér í
kvöld, Meg, sagði hún. — Ég varð
að stinga upp á honum við Brown
lækni. Ég hcfi séð hann stunda börn
áður.
Meg studdi hendinni á handlegginn
á henni. — Ertu viss um að þetta
sé rétt hjá þér, Glenda, sagði liún.
— Brown sagði mér að maðurinn
þinn væri silcitandi að þér, siðan þú
hvarfst. Hann hlýtur að vera mjög
áhyggju ....
— Ég efast ekki um að hann hefir
leitað að mér, sagði Glenda beisk. —
Honum er illa við að fólk tali um,
að konan sé farin frá lionum. Það
vekur ótrú á honum.
Meg andvarpaði. Hún var sannfærð
um að Glenda liafði rangt fyrir sér,
en það var sjáanlega unnið fyrir gýg
að ætla að reyna að sannfæra hana
um það.
Meg stóð úti á hlaði undir kvöldið
og sá að þokan var að færast nær.
Iiún vonaði innilega að læknirinn
kæmi áður en hún leggðist yfir allt.
Hún fór inn aftur. Sam leit upp
frá stólnum við ofninn.
— Ég skil ekkert i tienni Glendu,
sagði hann hægt. — Ef það er satt
sem Brown læknir segir, ætti hún
að láta allt vera gleymt og fara heim
með manninum sínum. Ég get ekki
betur séð en að ...
En Meg hlustaði ekki á hann. Hún
opnaði dyrnar aftur og teit út. Gegn-
um gráloftið heyrðist veikur kliður,
suða i hreyfli, og að vörmu spori
renndi stór bifreið inn ó hlaðið.
— Þeir eru komnir' kallaði hún og
Sam kom fram í dyrnar tit hennar.
— Vertu nú liæg, kelli mín, sagði
liann og ýtti henni inn aftur. — Farðu
upp til Tilly, ég skal taka á móti
gestunum.
Ti)iy var ein þegar Meg kom inn
i herbergið. Hún kveinkaði sin og
Meg lagðist á hnén við rúmið.
— Nú eru læknarnir komnir, væna
min, sagði luin, — að gera þig friska
aftur.
Hún heyrði bílhurð skellt og rödd
að neðan. Og svo lieyrðust þung skref
í stiganum. Meg þrýsti Tilly að sér.
— Nú verður þú að vera liæg, hvísl-
aði hún. Dyrnar opnuðust og herða-
breiður maður kom inn, og Sam á
eftir.
— Þetta er konan mín, læknir,
sagði Sam, og Meg stóð upp og rétti
fram höndina.
— Brown læknir gat ckki komið
með mér, sagði Sonnner og brosti.
Hann varð að vitja sjúklings, svo
að ég kem einn.
Ilann beygði sig niður að Tilly,
sem liorfði á hann stórum, hræddum
augum. En eftir stutta stund var hún
farin að brosa til lians, og hann var
að segja henni frá litlu sjúklingunum
sinum á spítalanum. Þegar hann hafði
lokið rannsókninni fór hann niður
i eldhúsið með Sam, en Meg varð eftir
uppi.
Sam kom upp eftir dálitla stund
til að leysa hana af hólmi. Hann
var fölur cn sagði ekkert. Meg fór
til læknisins niður i eldhús. Augu
hans voru vingjarnleg og samúðar-
fúlt.
-— Ég hefi lalað við manninn yðar
um barnið, og sagt honum að það er
óhjákvæmilegt að gera uppskurð á
því áður en sjúkdómurinn grípur um
sig. Við verðum að senda Tilly á
sjúkrahúsið tafarlaust, en ég vildi
aðeins fá samþykki yðar áður en ég
sima eftir sjúkrabíl.
Meg l)eit ó vörina og spurði hik-
andi: — Er það alvarlegt?
— Það er einfaldur uppskurður,
sagði hann hughreystandi. — En ])að
er nanðsyntegt að hann verði gerður
strax.
Meg kinkaði kolli. — Þá skuluð
þér sím'a eftir sjúkrabílnum.
SVO leið klukkutimi og bíllinn kom
ekki. Meg var alltaf að lita út í þok-
una, sem var eins og veggur kringum
húsið. Hún var óröleg og kvíðandi.
Hugsum okkur að bíllinn tepptist í
þokunni! Að Tilly kæmist ekki á
sjúkrahúsið nógu snennna!
Nú hringdi síminn. Sommer læknir
svaraði.
— Halló, já. Hvað sögðuð þér?
Röddin var skörp.
Hann hlustaði þegjandi og þegar
liann loks sleit sambandinu var and-
litið alvarlegt.
Sjúkrabillinn ók út af og laskaðist
i þokunni, sagði hann. — Hann valt
út af í skurðinn tveimur kilómetrum
hérna fyrir neðan. Sem betur fór
slasaðist enginn. En þeir segja að
ómögulegt verði að komast hingað i
kvöld. Það er of mikil áliætta að aka
i svona mikilli ])oku.
— Hvað er þá hægt að gera? sagði
Meg óróleg. — Þér sögðust verða að
skera í kvöld, ef Tilly ...
— Þetta er ekki eins slæmt og það
virðist, sagði hann. — Það vill svo
til að ég var að koma beint frá upp-
skurði í Stakeley og liefi öll áhöldin
mín í bílnum. Úr því að Tilly kemst
ekki á sjúkrahúsið verð ég að skera
liana hérna. Þetta er ekki erfiður
skurður, — ég sagði ykkur það áðan.
— En —•. en gætuð þér ekki ekið
bilnum yðar til Stakley. Ég gæti setið
aftur i og lialdið á Tilly?
Hann liristi höfuðið. — Nci, ég vil
ekki eiga það á hættu. Barnið verður
að komast undir læknishendur undir
eins. Auk þess þori ég ekki að láta
hana koma út í rakt næturloftið, eða
eiga á liættu að stranda í þokunni.
Þér skuluð ekki vera lirædd, frú
Hallas. En ég verð að biðja yður um
að hjálpa mér, þvi að ég tiefi enga
hjúkrunarkonu með mér .,.
— Það er hjúkrunarkona hérna!
Meg og Sommcr læknir litu við er
þau heyrðu rólegu röddina.
— Glenda!
Hann tók viðbragð og ætlaði að
faðma liana að sér, en hún ýtti hon-
um hægt frá sér.
— Já, það er ég, Alan, og okkur
er verk fyrir höndum. Þú þarft hjúkr-
unarkonu — og hér er ég.
— Ég þori varla að trúa mínum
eigin augum, Glenda. Ég tiefi leitað
og leitað að þér. Ég veit að það var
rangt af mér að forsóma þig, og það
skal aldrei koma fyrir aftur, ef þú
vilt gefa mér nýtt tækifæri. Ég hefi
ekki átt kvíðalausa stund síðan þú
hvarfst — og nú stendur þú hérna,
eins og ekkert hefði orðið að.
Hún sagði honum í stuttu máli sögu
sína, og hvernig það liefði atvikast
að hún lenti þarna.
— Ég ætlaði að reyna að láta mér
verða ljóst livernig óstatt væri um
okkur, sagði hún. Ég vildi ganga al-
veg úr skugga um livað þér og mér
væri fyrir bestu — að skilja eða
skilja ekki.
— Hefurðu gengið úr skugga um
það núna?
Hún kinkaði kolli. — Já, Alan.
í þessum svifum kom Sam inn i
flýti. — Flýtið þér yður, læknir —
þér verðið að koma upp til Tilly.
Henni er að.versna.
Alan leit sem snöggvast til Glendu.
Röddin var skipandi er hann sagði:
— Þvoið eldhúsborðið vandlega.
Finnið hrein tök og hafið til heitl
vatn.
Meg fannst næsti klukkutiminn
vera eins og eilífð. Sam þoldi ekki
að vera inni, liann tók húfuna sína
og fór út. En Meg stóð fyrir utan
dyrnar og htustaði á muldrandi
raddir og glamur í verkfærum, er
læknirinn var að berjast fyrir lífi
barnsins ...
Loks opnuðust dyrnar og Glenda
kom út. — Þú getur farið inn, Meg,
hvíslaði liún.
— Gekk ])að vel? spurði Meg milli
lieims og helju.
Augu Glendu ljómuðu af ánægju.
— Það gekk ágætlega, hvíslaði liún
og dró Meg með sér inn í eldhúsið.
Mikil eter-lykt var þar inni. Meg
og Sam gengu að sófanum, þar sem
Tilly lá og andaði rólega. Sommer
læknir stóð við eldhúsl)orðið og var
að raða verkfærunum niður í tösk-
una.
— Nú líður henni vel, frú Hallas,
sagði hann og brosti. — Nú cr engin
hætta tengur.
— Aldrei fæ ég fullþakkað yður
þetta, hvístaði Meg með tárin í aug-
uiium.
— Ég fæ aldrei þakkað ykkur nóg-
sondega heldur, sagði hann lágt og
fór á eftir Glendu út úr eldhúsinu.
Meg og Sam sátu við rúm Tilly
]iegar Glenda og Sommer læknir
konm inn nokkru seinna. Augu
Glendu ljómuðu af gleði, og hún hélt
fast í höndina á manninum'sínum.
— Ég fer heim, Meg, sagði Glenda
lágt. — Nú skiljum við hvort ann-
að, Alan og ég. Miktu betur en áður.
— Framvegis verður þú læknisfrú
í meira en einum skilningi, sagði
Sommer brosandi. — Þú skalt fá að
vinna — meira en þú þurftir að
vinna á sjúkrahúsinu. Mér skjátlað-
ist þegar ég hélt að þú vildir lielst
lifa í makindum. Héðan i frá skaltu
verða liægri höndin mín. *
Tónlist í starfinu.