Fálkinn - 29.03.1957, Síða 8
8
FÁLKINN
— Það er hjúkrunarkona hérna, sagði Glenda rólega.
Á KROSSGÖTUM
Góða nótt, elskan mín!
Meg kyssti dóttur sina, slökkti á
kertinu og fór út. Hún gægðist út
uni gluggann á ganginum. Þokan koiii
eins og slæða ofan frá uppistöðunni.
Meg gat ekki séð vatnið í henni, en
hún heyrði gjálpa í öldunni við
fyrirhleðsluna.
Hún fór niður í hlýjuna í eldhús-
inu og þar sat maðurinn liennar og
var að lesa dagblaðið frá í gær. Um
leið og hún kom inn braut hann sam-
an blaðið óg stóð upp.
— Ég held að ég megi til að
skreppa upp að fyrirhleðslunni aft-
ur, sagði hann. — í gær sluppu tveir
kiðlingar út úr girðingunni. Mér er
illa við að fleiri týnist út í þokuna.
Meg liorfði ástaraugum eftir há-
vöxnum manninum sínum er hann
hvarf út úr dyrunum. Augun í Sam
höfðu stundum ekki verið jafn
ánægjuleg og þau voru núna. Fyrir
þremur árurn missti hann stöðuna,
og síðan tiafði verið erl'itt að fá nokk-
uð að gera.
Til allrar lukku hafði lionum boð-
ist þetta starf, og hann var ánægður
með að vera eftirlitsmaður við fyrir-
hleðsluna. Ofurlítið býli fylgdi stöð-
unni.
Meg og Sam leið báðum vel. Hún
var alin upp í sveit og kunni ekki
við bæjarlifið.
Að vísu óskaði hún þess stundum,
að hún ætti vini og nágranna til að
tala við, þegar Sam var úti að vinna
og Tilly var í skólanum, en annars
var hún ánægð. Á hverjum miðviku-
degi gekk hún niður á vegamótin,
fjóra kílómetra, og ók með almenn-
ingsbílnum til Stakeley, sem var
næsti bærinn og hún verslaði i.
Hún heyrði að Sam var að koma
inn aftur, jægar hún var að Ijúka
við að stoppa í sokkinn.
— Meg! Meg! hrópaði hann og hún
flýtti sér að opna dyrnar. Hún tók
öndina á lofti er hún leit út. Þarna
stóð Sam og bak við hann þokan,
hvít eins og vofa. Sam hélt á ungri
stúlku í fanginu. Hún var meðvit-
undarlaus og hárið hékk niður yfir
andlitið.
— Hvað hefir komið fyrir, Sam?
spurði hún með öndina í hálsinum.
— Ég fann hana hérna úti á bal-
anum. Það er best að þú takir við
henni og reynir að lifga hana.
Meg benti á sófann meðfram lang-
veggnum. — Leggðu hana þarna,
Sam, sagði hún. — Og viltu hita mjólk
meðan ég færi hana úr votu fötunum.
Aumingja stúlkan, hún hlýtur að
hafa verið lengi liti.
Meðan hún var að ná fötunum af
henni tók hún eftir að hún var með
giftingarliring. Hún gat ekki verið
eldri en tuttugu og eins til tuttugu
og tveggja ára.
Hún rumskaði og kippir fóru um
hana meðan Meg var að vefja værðar-
voðinni utan um hana, og loks opn-
aði hún augun.
— Hvar er ég? spurði hún mátt-
farin. Meg tók við bollanum með
heitu mjólkinni af Sam og hélt hon-
um upp að vörunum á henni. Stúlk-
an drakk mjólkina hægt og hallaði
sér máttlaus upp að handleggnum á
Meg. Svo ýtti hún bollanum frá sér.
— Ég ... ég get ekki meira, muldr-
aði hún og hallaði sér aftur niður á
koddann.
— Reyndu að sofa, sagði Meg al-
úðlega. — Þér er óhætt núna. Þér
líður betur þegar þú vaknar aftur.
Stúlkan lokaði augunum og var
steinsofnuð eftir stutta stund. Meg
lcit á Sam. — Hvaðan skyldi hún
koma? sagði hún. — Hér er enginn
mannabústaður nálægt, og hún er
ekki ferðaklædd. Þetta eru dýr l'öt,
og skórnir hennar hæfa betur í sam-
kvæmi en til að ganga vegleysur á
þeim.
— Hver veit nema liún hafi ætlað
eilthvað stutt en villst í þokunni,
sagði Sam, en Meg hristi höíuðið.
— Nei, þetta mun eiga sér alvar-
legri rætur, sagði hún og settist á
stólinn hjá sófanum.
SAM hafði farið að hátta, en Meg sat
enn í stólnum þegar stúlkan vaknaði
og horfði forviða á hana.
— Hvernig líður þér núna, sagði
Meg og stóð upp.
— Mér liður miklu betur, svaraði
stúlkan. — En, heyrið þér, hvar er
ég? Ég man að ég datt og svo — svo
hefir líklcga liðið yfir mig og ...
— Og Sam, maðurinn niinn, fann
yður, sagði Meg og brosti. — Ég heiti
Meg Hallas og maðurinn minn er
eftirlitsmaður hérna við stífluna.
— Yður þykir sjálfsagt skrítið að
ég skyldi villast þarna seint um
kvöld, sagði stúlkan, og þegar Meg
kinkaði kolli hélt luin áfram: — Ég
heiti Glenda Sommer. Okkur mann-
inum mínum lenti í alvarlegum
svarra í dag. Við eigum hús skammt
frá Stakeley, og ég rauk út og vissi
eiginlega ekki hvað ég gerði. En svo
kom þokan yfir mig og ég vilitist
og ráfaði um þangað til leið yfir mig.
— En þetta er meira en heil míla!
sagði ég. Þér hljótið að liafa verið
orðin uppgefin.
Unga stúlkan settist upp og setti
fæturna fram á gólfið. — Ætli ég
verði ekki að fara að hypja mig hcim.
Meg ýtti lienni niður á koddann
aftur. — Þér megið ekki fara strax,
sagði hún. — Það er hánótt. En nú
skal ég segja yðtir hvað við skulum
gera. Ég get símað til mannsins yð-
ar, svo að hann geti komið og sótt
yður. Hann er eflaust dauðhræddur
um yður.
Það kom harðneskjusvipur á stúlk-
una og hún hristi höfuðið. — Lofum
honum að vera hræddur, sagði hún
reið. — Það verður þá kannske til
þess að hann liugsi um mig, í fyrsta
skipti í sex mánuði. Við vorum að
rífast um ]iað. Ég sagði honum að
hann hugsaði meira um starfið sitt
en um mig. Hann er læknir og hefir
aldrei tíma til að sinna mér. Alan
hélt að ég yrði ánægð ef hann gæfi
mér mikið af falleguin fötum og bif-
reið. Hann skilur ekki að ég er cin-
mana eins og hornreka þegar hann
er burtu allan daginn og ég hefi ekk-
ert til að taka mér fyrir hendur. Ég
cr vön að hafa eitthvað fyrir stafni.
Ég var hjúkrunarkona áður en ég
giftist. En Alan vill hafa konuna sína
eins og hverja aðra stofuprýði.
Hún ieit til Meg og þreif i höndina
á henni. — Viljið ])ér hjálpa mér,
frú Hallas? spurði hún biðjandi. —
Ég liefði gaman af að eiga lieima á
svona stað um tíma — ef þér viljið
þá hafa mig. Ég — ég skal borga
yðnr vel. Þá gæti ég kannske áttað
mig á hvað er að gerast.
— Það er ómögulegt að þetta sé
svo alvarlegt, sagði Meg. — Þér eruð
bara rcið manninum yðar ennþá —
við erum það allar, við og við — en
svo lagast ]>að alltaf þegar frá liður.
Unga stúlkan hristi höfuðið og
brosti ofurlítið. — Ég hefi heyrt það
fyrr, sagði hún. — En við Alan erum
komin að krossgötum núna. Starfið
hans — sjúkrahúsið — er honum fyr-
ir öllu. Ég skil það núna, og mig
langar til að verða hérna um stund
og átta mig á þessu öllu. Viljið þér
lofa mér að vera?
Meg hugsaði sig um. Var það rangt
af henni að taka afstöðu í þessu máli?
Það var erfitt að standast þetta biðj-
andi augnaráð. -— Já, vitanlega vilj-
um við lofa yður að vera, sagði hún.
— Við skulum reyna að láta fara
vel um yður, en ég er hrædd um að
yður leiðist hérna, því að þér eruð
betra vön. Mér fyrir mitt leyti finnst
gaman að hafa einhvern félagsskap.
—• Hjartans þakkir! Unga stúlkan
þrýsti að hendinni á henni. — Þér
eruð prýðis manneskja, sagði hún
lágt.
NÆSTU dagana féll Glendu betur og
betur þarna á bænum. Hún neitaði
að hafa samband við manninn sinn,
og það líkaði Meg illa, en að öðru
leyti þótti henni vænt um að hafa
Glendu. Bæði Sam og Tilly litla voru
hrifin af lienni. Meg stóð í dyrunum
og varp öndinni er hún sá Glendu
og Tilly vera að leiðast úti í móa.
Ef Glenda hefði átt barn mundi lífið
hafa orðið henni miklu léttara. Meg
var að reyna að gera sér grein fyrir
hvers konar maður Alan Sommer
eiginlega væri. Það eina sem Glenda
hafði sagt lienni um hann, var að
•hann væri níu árum eldri en hún.
Meg óskaði að hún mætti sima til
hans og segja honum hvar Glenda
væri, og að hún væri í tryggum hönd-
um, en hún hafði gefið Glendu dreng-
skaparorð og hún nnindi aldrei fyrir-
gefa henni ef maðurinn hennar kæmi
allt í einu til að sækja hana.
Einn morguninn þegar Meg kom
upp til að vekja Tilly, var barnið
hágrátandi. — Mér er svo illt i mag-
anum, mamma, sagði telpan og bar
sig illa.
— Þá skaltu liggja i rúminu, væna
mín, sagði Meg hughreystandi. En
það var kviðasvipur á henni er hún
kom niður aftur.
— Tilly er eitthvað veik, sagði hún
við Glendu og Sam. — Ég vona að
það sé ekki neitt alvarlegt.
— Líklega ekki nema kvef, sagði
Sam. En Glenda stóð strax upp. —
Ég skal líta upp til hennar, sagði
hún. — Kannske ég geti sagt þér
hvað þú átt að gera við hana.
Meg fór með henni, og þótti gotl
að Glenda skyldi vera hjúkrunarkona.
Býlið var afskekkt og ef Tilly væri