Fálkinn - 29.03.1957, Síða 6
6
FÁLKINN
FRAMHALDSGREIN. 2.
Dj arfasta
stúlka
w
1
heimi
Þœr eru fleiri en kvikmyndadísirnar, sem geta orð-
ið frægar, og stundum á skemmri tíma. Colette
Duval er ein þeirra. Hún varð heimsfrœg á einum
degi, fyrir að varpa sér út úr flugvél í meiri hæð,
en nokkur önnur manneskja. Hér segir hún sjálf
frá hvers vegna hún fór að leggja þetta fyrir sig.
Og þegar lesandinn hefir l'esið greinina álla, getur
hann gert upp við sig, hvort hann vildi feta í fót-
spor hennar.
Coletfc legg-ur í flugferð. Maðurinn hjá henni er unn
usti hennar, Gil Delamare.
GAT Á FALLHLÍFINNI.
Einn sunnudaginn í september
sagði Sam Chasak, seni verið hafði
kennari minn: — Æfingarnar í frjálsu
stökki byrja á morgun í Saint-Yan.
Það er laust pláss þar. Viltu taka það?
— Hvort ég vil!
Fallhlífarstökk annarra en her-
manna voru alveg ný íþrótt þá. Það
var litið um tœki til þeirra, svo að
nemendafjöldinn takmarkaðist af
sjálfu sér. Það kom ósjaldan fyrir,
að maður stökk með fallhlif, sem göt
voru á. Fyrir hvert stökk krítaði mað-
ur hring kringum gatið, til að sjá
hvort það stækkaði. Maður átti á
hættu að hlífin mundi rifna, en hopp-
aði samt. En feginn varð maður er
hvíti vinurinn þandist út yfir höfð-
inu á manni!
En það reyndist óhægt að sameina
hraðritun og fallhlífarhopp, svo að
von bráðar missti ég stöðuna.
Nú liðu þrjár skemmtilegar vikur i
æfingastöðinni í Saint-Yan. Þar var
góður félagsskapur. Ég stökk 15 sinn-
um með „stigbreyttri opnun“, það er
að segja: i fyrsta skipti kippir maður
í opnarann um leið og maður fleygir
sér út, næst kippir maður í eftir 5
sekúndur, og svo bætir maður 5 sek.
við i hvert sinn. Til að standast próf
verður maður að hoppa þrívegis og
opna eftir 8 sekúnda fall.
Við liöfðum auðvitað engin hjálp-
artæki. Þegar opnað er i 500 metra
bæð eru aðcins 10 sekúndur þangað
til maður getur átt á liættu að lemjast
til bana við jörðina og verða að
klessu, ef út af ber. Maður verður að
temja sér að finna á sér hve
löng sekúndan er og telja 8 sek-
úndurnar án þess að skeika. Allan
tímann sem æft er, sefur maður með
vekjaraklukkuna á náttborðinu, og
hún er nærri manni við máltiðarnar
hka.
Ég á Sam Chasak það að þakka, að
ég gerði engar skyssur í æfingunum.
Og ég hika ekki við að fullyrða, að
það er honum að þakka hve vel mér
hefir orðið ágengt í fallhlífarstökki.
Hann er fæddur kennari og athugull
sálfræðingur, sem vissi alltaf hve
mikið hann mátti leggja á nemend-
urna til að láta þá gera sitt ýtrasta.
Tilgangurinn með þvi að stökkva
í fallhlíf með sjálfvirkri opnun er sá
að venja hann við loftið og við nýja
og nýja flugmenn. Sumir flugmenn
liægja á vélinni áður en maður stekk-
ur, en aðrir ekki. Þess utan verður
stökkmaðurinn að læra að reikna ná-
kvæmlega livar flugvélin er. Það er
bannað að spyrja Nugmanninn að því,
jafnvel þó að maður ætti á liættu að
lenda á kirkjuturni eða í tré.
Og svo kemur baráttan við hjá-
trúna. Ég þekki fallhlifarmann, sem
aldrei stekkur án þess að hafa lítinn
bangsa á sér. Annan veit ég, sem hnýt-
ir bandi um úlnliðinn á sér. Og aðrir
tauta særingarþulur áður en þeir
stökkva. Ef þeir uppgötva i fallinu,
að þeir hafi gleyrnt þvi, tapa þeir sér
alveg.
En hér er engin spurning um heppni
eða óheppni. ítarleg þjálfun, sterk-
ur vilji, árvekni o gvarkárni eru það
sem riður baggamuninn.
ÓTTINN VIÐ „ENGLASTÖKKIГ.
Þegar maður hrapar tálmunar-
laust lærir maður að stýra sér í fall-
inu. Maður finnur að loftið er lifandi
efni, sem maður getur ráðið við að
nokkru leyti. Maður setur sig í keng
um leið og maður hoppar, með liend-
urnar krosslagðar á fallhlífinni á
bringunni. Og svo, eftir óhjákvæmi-
legar veltur og kollhnýsa, sem geta
vcrið hættulegir, verður maður að
reyna „englastökkið“: Maður réttir
út hendurnar og stælir allan kropp-
inn. í þeim stellingum getur maður
afstýrt veltunum. Maður fær „festu“
í loftinu með þvi að baða út liönd-
unum, og maður getur meira að segja
stýrt sér til hægri eða vinstri, þannig
að maður lendi á réttum stað.
Það er einkennileg tilfinning, sem
grípur mann er maður reynir fyrst
að teygja út hendurnar. Við hopp með
sjálfvirkum opnara er hopparinn van-
inn við að hoppa með höndina á opn-
aranum, sem hann þarf ekki að taka
í, þvi að snúra sem fest er í flugvél-
ina kippir opnaranum upp. En þegar
maður hrapar óhindrað finnst manni
að ef maður réttir út hendurnar muni
maður aldrei geta náð til opnarans
aftur, en á því ríður líf manns. Léo
Valentin, sem fyrstur notaði „engla-
slökkið" hefir i bók sinni, „Mann-
fuglinn" gefið hrífandi lýsingu á
hræðslunni sem grípur mann, er
manni finnst handleggirnir muni
slitna af manni af loftþrýstingnum
og hraðanum, sem svarar til 200 km.
á klukkustund.
Reynslan hefir líka orðið sú, að
þeir eru fáir, sem taka próf i frjálsu
stökki, þ. e. að stökkva og eiga að
opna fallhlífina sjálfur á leiðinni.
Árið 1955 tóku 1123 próf í Frakklandi
í stökki með sjálfvirkri opnun fall-
hlífarinnar, en aðeins 456 í frjálsu
stökki. En undir eins og maður hefir
stokkið þannig i fyrsta sinn, hverfur
liræðslan við það.
Þegar maður hefir kippt lásnum af
hlífinni má maður ekki fleygja hon-
um. Það varðar heiður stökkmanns-
ins að koma niður með lásinn í hend-
inni: það er talið vottur um, að liann
hafi haldið óskertum sálarkröftum
þegar mest lá við.
Og þetta er líka fjárhagsatriði:
lásar eru aldrei seldir nema mcð fall-
hlíf, og hún kostar um 9.000 krónur.
Þeir sem misst hafa lásinn sinn verða
undir eins að athlægi, ef þeir slcríða
í grasinu til að leita að lásnum sínum.
SFENNANDI SEKÚNDUR.
Eins og ég gat um var oft hörgull
á ýmsu í æfingastöðinni í Saint-Yan,
og það vakti alltaf fögnuð er við feng-
um nýja falllilíf. Að „skira“ fallhlíf
cr mjög hátíðleg athöfn, því að þrátt
fyrir allar fullyrðingar verksmiðj-
unnar getur máður aldrei treyst að
hún sé gallalaus.
Einu sinni átti Sam Chasak að prófa
nýja hlif. Við stóðum á vellinum og
góndum upp í loftið: Chasak er nú
500 metra frá jörð, hlífin opnast ckki
— 400 metra, ekki opnast enn — 300
metra, þá opnar hann varalilifina og
lendir heilu og höldnu. Við þutum til
hans: — Hvers vegna opnaðir þú
ekki? Hvað var að?
— Ég reyndi eins og ég gat. En lás-
inn opnaðist ekki.
Þegar við komum inn i stöðina
fleygði Chasak hlífinni á gólfið, stóð
á henni báðum fótum og togaði í lás-
inn. Loks opnaðist hann.
— Nú er hann í lagi, sagði Chasak.
Og svo hoppuðum við öll í nýju
hlifinni.
Einu sinni kom dálítið fyrir mig,
sem varð eins og sjónleikur fyrir
fjölda manns. Þetta var fyrripart
sunnudags og ég átti að stökkva, á
sýningu í smábæ, Les Noillets,
skammt frá La Rochelle. Það var
livasst þennan dag og mig bar langt
úr leið, beint í áttina að kirkjunni.
Ég rakst á kirkjuturninn og flutti
kerlingar eftir þakinu. En hlífin
festist á nagla í turninum og þarna
dinglaði ég. Það hefði orðið bráður
bani minn að hrapa úr þeirri hæð,
sem ég var í. Svo kom slökkviliðið i
Les Noillets með lengsta stigann sinn
og sótti mig. Ég slapp með hræðsluna
og nokkrar skrámur og marbletti.
Þegar ég kom niður tóku borgar-
stjórinn og fleiri fyrirmenn á móti
mér, hljóðfærasveit lék og ég fékk
blóm. Og þó ég væri hálf lasburða
eftir „henginguna“ sá ég mér ekki
annað fært en að stökkva aftur, til að
þalcka fyrir móttökurnar.
í HAUSINN Á HERSHÖFÐ-
INGJANUM.
Árið 1954 var gott ár hjá okkur,
og við græddum svo vel að við gátuin
keypt tvær nýjar flugvélar handa
klúbbnum. Af því að ég var eini kven-
maðurinn þarna var mér sýndur sá
heiður að bjóða mér i viku sumarleyfi
til Saintes. En ég varð þar tíu vikur.
Ég var látin fá flugvél og flugmann
nieð mér. Og i hálfan þriðja mánuð
lioppaði ég yfir flugvellinum i Saintes
tvisvar á dag.
Þetta var góð æfing! Það var dá-
samlegt að mega hoppa að gamni sínu,
án þess að þurfa að taka tillit til
áhorfendanna. Þá fyrst getur inanni
farið verulega fram.
Flugvöllurinn er hjá Cognac. Þeg-
ar ég var búin að hoppa fór ég til
Saintes aftur. Það var farið að hausta
cn indælis tíð. Við tindum sveppa og
fjólur á hverjum degi. Það var lik-
ast ævintýri að finna fjólur á þeim
tima árs. Það var svo hlýtt í veðri
að við flugum í opinni vél, og ég var
aðeins i léttum bómullarsamfestingi
þegar ég lioppaði.
Einn daginn hoppaði ég úr Tiger-
Motli-vél um kl. 11 eins og ég var vön.
Þegar ég átti að lenda kom ég auga
á tvo menn, sem voru á gangi og töl-
uðu saman í ákafa nokkra metra frá
mér.
— Forðið þið ykkur! hrópaði ég.
En vindinn bar frá og þeir heyrðu