Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1958, Side 4

Fálkinn - 17.01.1958, Side 4
4 FÁLKINN Sosnovski og vinir hans. Frá hægri: Bocholtz greifafrú, Giinther Rudloff, Benita von Falkenhayn og Sosnovski. Flagari og njósnasnillingur í febrúar 1935 var tilkynnt í flest- um þýskum blöðum, að tvær þýskar hefðarkonur, Benita barónessa von Falkenhayn og Renate von Natzmer, báðar dætur háttsettra herforingja, hefðu verið dæmdar til dauða af þjóðardómstólnum í Leipzig og tekn- ar af lífi 18. febrúar. Það var tilkynnt að þær hefði orðið dauðasekar fyrir landráð, en ekkert var látið upp: um, í hverju þau landráð hefðu verið fólgin. Þær voru líflátnar í fangelisgarð- inum og böðullinn var kjólklæddur við aftökuna. Pyrst var barónessa von Falkenhayn látin leggjast á högg- stokkinn. Hún var í fangabúningi og tók dauða sínum með virðuleik og stillingu. Svo var frú von Na'zmer leidd fram, og gekk að höggstokkn- um, róleg að því er virtist. Prestur- inn las bænina en norðanvindurinn feykft orðunum burt ... Árdegis sama dag sáust stórar aug- lýsingar, með svörtu letri á rauðum pappír, á öllum götuhornum í Berlín — og efni þeirra var þess eðlis, að fólk stansaði við þær, Þjóðardóm- iStóllinn hafði kveðið upp dóminn. En i auglýsingunum stóð ekki eitt orð um hvers konar landráðum kon- urnar tvær hefðu gert sig sekar í. Það var þýskum almenningi hulinn leyndardómur, og skjölin hafa ekki verið lögð fram enn. En útdráttur úr dómnum var sama ár sendur ýms- um háttsettum foringjum í njósna- þjónustunni, sem algert trúnaðarmál. Og af þessum útdrætti er hægt að gera sér grein fyrir hvað var að baki hinni óhugnanlegu auglýsingu, sem límd var upp í Berlín 18. febrúar 1935. Fyrri maður frú von Falkenhayn lifir enn, og getur upplýst ýmislegt um að- dragandann að aftökunni í Plötzensee- fangelsinu. Sagan byrjar einn vordag 1923, er spengilegur ungur riddari með sex úrvals gæðinga kemur inn á veðreiða- brautina í Karlshorst. Þetta var reið- meistarinn Jurek von Sosnovski, og næstu mánuðina gat hann sér mikinn orðstir á veðreiðabrautinni og sigr- aði mörg kvennahjörtu. Því að hann var sannur Adonis — í meðallagi hár, jarpur á hár, hreyfingalipur eins og pardusdýr og töfrandi í framkomu. Tvær af fegurstu Tconurn Þýskalands urðu að lata lífið fyrir Tcunningssfcap sinn við pólslca njósnarann Sosnovski nokkru eftir að Hitler náði völdum í Þýskálandi. Málið var þaggað niður þá, en varð uppvíst eftir stríð. Hann kynntist von bráðar hefðar- fólkinu í Berlín — ekki síst háttsett- um herforingjafjölskyldum og junk- unum ,sem síðan verðbólgan komst í algleyming hafði ekki efni á að full- nægja þeim kröfum til lífsins, sem þær höfðu vanist áður. Maður kynnt- ist þessu fólki ekki sist á veðreiða- brautunum, aðalsmönum með ein- glirni, sem gátu státað af fornri frægð og minnst fornra daga, er þeir voru í riddaraliði keisarans. Þessi pólski reiðmeistari, sem í raun réttri var austurrískur riddaraliðsmaður, kynborinn sonur keisaradæmisins, varð eins konar tákn hinnar týndu frægðardaga. Hann barst mikið á og vakti hégómagirnd þeirra, sem nú urðu að lifa í skugganum. Eigin- mennirnir ömuðust ekkert við þvi, að þessi glæsilegi maður byði konum þeirra í hádegisverði eða útreiðartúr, því að þá gerðu þeir sér vonir um, að þeir mundu sjálfir njóta góðs af og komast í samkvæmi pólska reiðmeist- arans. Þannig óx kunningjahópur hans, og hann gat farið að hugsa um erindið, sem hann átti að reka í Berlín. LEITARLJÓS GAGN-NJÓSNARANS. En áður en vikið er að innri rótum þessa máls, er rétt að gefa þeim for- ingjum orðið, sem settir voru til höf- uðs njósnurunum. Það voru Patzig, „Richard frændi“ og „Lena frænka". Fyrst í stað hafði leyniþjónustan engan grun um, að hinn ungi pólski liðsforingi ætti annað erindi til Berl- inar en að vinna lárber á veðreiða- brautinn í Karlshorst. Hann kynntist öðrum reiðmönum, tók þátt í sam- kvæmislífi heldra fólksins og var gestur í hádegisverðum, sem general- ofursti von Seect, æðsti maður her- stjórnarinnar efndi til. Þar kom hann fram sem heimsmaður og „fínn kavaleri“ og var alltaf að fá heim- fboð til álirifamikilla fjölskyldna. Eng- inn vafi var á því, að von Sosnovski hafði gaman af lystisemdum og löst- um lífsins. Og það kom honum að ómetanlegu gagni — að minnsta kosti fyrst i stað. Þvi að hann skemmti sér með mörgu af þessu fólki, án þess að lionum dytti í hug, til að byrja með, að hafa gagn af því fyrir erind- rekstur sinn. Það var ekki fyrr en frá leið, sem liann fór að velja úr ákveðnar persónur, sem gætu orðið honum að gagni við njósnirnar. En það var vandi að þekkja þessar út- völdu manneskjur úr hinum fjölmenna vinahóp Sosnovskis. Þess vegna gekk þýsku leyniþjónustunni svo seint að komast að svikráðum Sosnovskis. KAMPAVÍN OG KAVIAR. Þegar nokkrir þýskir njósnarar fóru að hnýsast í einkamál nolckurra liðsforingja, sem voru í vinahóp Sosnovskis, fundu þeir enga ástæðu til að gruna þá um græsku. En þegar frá leið hlaut leyniþjónustan að taka eftir live rikmannlega Pólverjinn hélt sig. Á heimili hans í Lútzowufer 36 voru haldin stór samkvæmi tvisvar í viku. Og í þessum veislum var ekki boðið neitt lakara en kampavin og kaviar. Þarna hittust alls konar lista- menn, kvikmyndaleikarar, foringjar í ríkishernum og fulltrúar léttúðar- kvenda. Aldrei var neitt sparað. -— Það var engin furða að leyniþjón- ustan færi. að veita þessu athygli og íhuga hvaðan maðurinn fengi allla peningana, sem þetta kostaði. .Tafn- vel ríkir Berlínarbúar gátu ekki leyft sér annað eins óhóf. Og nú fór leyniþjónustan að snuðra, meðal annars um það, hvort Sosnovski fengi peningana sína venjulega leið, þ. e. fyrir milligöngu bankanna. Þetta var rannsakað og nú kom á daginn að Sosnovski fékk aldrei peninga yf- irfærða af banka eða i póstávísunum. Þetta þótti grunsamlegt og nú var af- ráðið að „skyggja“ manninn og skrá- setja allar hans leiðir, bæði á nóttu og degi. Og von bráðar var gátan ráðin. Pólverjinn kom í pólska sendi- ráðið með ákveðnu millibili — en aldrei á skrifstofutíma. Og sjaldan fór hann alla leið inn i húsið, held- ur aðeins tit dyravarðarins. Það var þangað, sem liann sótti peningana. Nú þóttist leynijjjónustan fullviss um, að þessi ágæti reiðmeistari væri ekki aðeins ágætur hestamaður og afbragðs samkvæmismaður — hann var miklu meira. Og nú var hert á rannsókninni. En að lokum varð kvennafar Sosnov- skis honum að falli. Leyniþjónustan fór að afla sér nán- ari upplýsinga um fólkið, sem Sosnov- ski umgekkst mest. Liðforingjarnir höfðu engar sannanir fyrir þvi að Sosnovski væri annað eða. meira en hann sagðist vera, lifsglaður og ríkur riddaraliðsmaður, sem að vísu gaf kvenfólkinu hýrt auga og felldi sig ekki við einkvæni. Nei, hann tilbað margar frúr og margra frúr. En hann var ósvikinn Don Juan og ekkert feiminn við að játa að hann væri hverflyndur í ástum. En þetta var atriði, sem leyniþjónustunni kom að góðu haldi. Úr því að Sosnovski var svona mikill kvennavinur hlaut að vera hægt að bæta nýju kvenfólki við í kunningjahópinn. Og svo sendi leyniþjónustan nýja dömu inn á leik- sviðið — laglega og ísmeygilega dans- mær sem hét Rita, og var snillingur i freistingum. Þótt margar úrvals fríð- leikskonur væru i kunningjahópi Sosnovskis, þóttist leyniþjónustan illa svikin ef Ritu tækist ekki að vefja honum um fingur sér. Á KNÆPU I BUDAPEST. Rita Pasci (eða Lea Niako, sem hún hét réttu nafni) var dansmær á dýrri knæpu í Budapest. Fyrir tilstilli leyniþjónustumanns var Sosnovski nú boðið á hestamannamót í Buda- pest. Kvöldið sem mótinu lauk og Sosnovski hafði unnið marga sigra, var hann „af tilviljun" boðinn á þessa dýru knæpu. Þegar leið á kvöldið var tilkynnt: „í kvöld dansar hin fræga Rita Pasci hér. Það verður síðasta kvöldið. Því að á morgun fer Prima Ballerina til Berlín, liún er ráðin þangað.“ Dynjandi lófaklapp. Dans Iiennar er töfrandi. Þess er ekki langt að bíða að Pólverjinn býður henni að borð- inu til sín. Og þetta kvöld i Budapest er upphafið að mörgum kvöldum í Berlín — og að óförum Sosnovskis. Nú hefir þýska gagnnjósnastarfsem- in smeygt fæti inn fyrir þröskuldinn, nettum dömufæti. En það verður bið á árangrinum. Eftir nokkrar vikur simar Rita til leyniþjónustunnar. Hún nefnir nöfn nokkurra þekktra aðals- frúa. Er hægt að ráða nokkuð af þeim? Jú, ekki laust við það. Því að tvær þeirra eru starfandi í áriðandi skrifstofum í hermálaráðuneytinu, m. a. í deild Heinz Guderian, sem hefir umsjón með umbótum brynreiða. Og nú er farið að skyggja þessar tvær. Hvorug þeirra hefir bugmynd um, að þær eru komnar i snöru, sem herðist nær og nær þeim. Það eru þolinmóð og reynd hjú, sem stjórna þessari rannsókn, „Ric- hard frændi“ og „Lena frænka". Frændi er gamall sjómaður, sem sakir dugnaðar er kominn í háa liðsfor- ingjastöðu og er nú yfirmaður þeirrar deildar gagnnjósnanna, sem mest er undir komið. Réttu nafni heitir hann Richard Protze. En frænka er sann- arlega enginn eftirbátur hans, enda þótt það standi á prenti, meðal ann- ars í enskum hlöðum, að hún hafi

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.