Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 7
F ÁLKINN
7
Greta Garbo er ekki eini Svíinn sem
nýtur þess að vera einn. ítalir vilja
vera saman — þvi fleiri þvi betra.
Þess vegna er það að þeim finnst
stundum ég vera þurr á manninn og
stutt í spuna þegar ég er þreytt eða
þarf að hugsa eitthvað. Þeir skilja
ekki breytinguna sem á mér verður
stundum, þegar ég er allt í einu orðin
að grýlukerti. En ég vil liugsa mín
málefni til þrautar sjálf, en ekki bera
þau undir aðra, eins og ítalir gera.
Það er vafalaust að þeirra háttur er
betri. í Ítalíu eru engin leyndarmál.
Lífið verður miklu léttara þegar ekk-
ert þarf að dylja. En ég er að breyt-
ast og Italir fara að venjast mér.
En það er ckki ég ein sem hefi
breytst — lif mitt hefir breytst líka.
í Hollywood var stóra búsið mitt
ailtaf tómt, en í Róm er húsið okkar
alltaf fullt af alls konar fólki af öll-
um stéttum. Roberto hefir yndi af að
tala við fólk af öllum stéttum og hann
á fjölmennan vinahóp. Það er þetta
sem gerir hann óvenjulegan sem leik-
stjóra. Hann notar venjulega niargt af
þessum kunningjum sínum til að ieika
í myndunum sinum, til ])ess að gera
þær svo realistiskar sem unnt er.
Þessi aðferð ruddi sér til rúms eftir
stríðið — svokallaðar neorealismi.
Leikararnir hafa enga þýðingu fyrir
söguna sem hann ætlar að segja. Hann
notar aldrei handrit sem aðrir hafa
samið. Hann býr til söguna upp úr
einhverjum atburði úr daglega lifinu.
eða hann hugsar liana sjálfur, og iæt-
ur venjulegt fólk leika hana fyrir
ljósmyndavélinni. Með þessu móti sé
ég á hverjum degi raunverumyndir
verða til heirna hjá okkur.
Ég hefi yndi af að koma í leikhús
í Róm og sé öll leikrit, sem sýnd eru.
Ég hefi lika gaman af að sjá gamlar
kvikmyndir og sé einnig tilrauna-
myndir studio-klúbbanna. Það er
besta skemmtun min — næst eftir þvi
að sitja uppi framundir morgun og
tala við allt þetta merkilega fólk, sem
Ressellini hefir með sér heim.
Við höfum gaman af að rökræða
saman ])að sem okkur liggur á hjarta.
Eftir að við höfum gert fjórar mynd-
ir saman kom okkur saman um að
halda ákveðinni stefnu. Við yfirvegum
nákvæmlega öll tilboð frá Hollywood,
París og öðrum stöðum — við viljum
aðeins fást við myndina ef við finn-
um að hún er við okkar liæfi.
Á sama hátt reyndum við að kom-
ast að réttri niðurstöðu viðvikjandi
börnunum. Roberto sér ekki sólina
fyrir þeim og mundi fús til að skriða
á gólfinu með þeim ailan daginn.
Þess vegna höfðum við þau alltaf með
okkur í ferðalögum. Robertino hafði
sérstaklega gaman af að ferðast. í
gistihúsinu í Stokkhólmi fékk hann
að bruna upp og niður í lyftunni þeg-
ar hann vildi, og í Paris var hann í
feluleik með gangastúlkunum. En
hvenær sem þau koniu til Róm aftur
urðu þau glöð er þau sáu leikföngin
sín.
Við Roberto vorum sammála um
að það væri ekki nema hollt fyrir
börnin að sjá mig vinna, og venjast
öllu „publicity", sem óhjákvæmilega
er lifi leikara samfara.
En við vildum heldur ekki komast
i þær kringumstæður að við gætum
ekki sinnt þeim. Þegar ég undirskrif-
aði samninginn um að leika í „Anasta-
sia“ vissi ég að ég yrði að vinna allan
daginn og kæmi ekki heim fyrr en
eftir að börnin væru háttuð á kvöld-
in. Þess vegna skildum við þau eftir
i Ítalíu hjá skyldfólki Rosselinis. Það
var í fyrsta sinn sem ég fór frá þeim,
og það var allt annað en létt. Ég
skrifaði þeim og talaði við þau í síma
eins oft og ég gat.
Þegar ég var að leika í „Tea and
Sympathy“ i París í fyrrahaust fékk
ég meiri tima til að vera með börn-
unum. Við bjuggum með þeim í húsi
sem við tókum á leigu.
Ég veit af eldri reynslu hve sárt
það er að þurfa að sjá af barninu
sínu. Jenny — hún hefir lagt niður
Piu-nafnið — er nii orðin 18 ára. Ég
sé hana aldrei, en við skrifumst reglu-
lega á. Áður talaði ég við hana i síma,
en það var svo sárt að lveyra röddina
i henni og fá ekki að sjá hana.
íbúðin okkar í Róm og húsið í
sjávarþorpinu Santa Marinella cru
bæði með húsgögnum í sænskum stíl,
sem ég hefi látið smíða i Róm. Ég
annaðist sjálf um tilhögunina í stof-
unum, og Roberto er ánægður með
hana. Hann bjó oftast i dýrum gisti-
húsum áður en hann giftist mér. Við
höfum ekkert gert að þvi að eign-
ast gamla muni, því að mér hafa allt-
af fundist hús senv mikið af fornmun-
um er i, vera fremur safn en heimili.
Maður á ekki að eiga húsgögn, sem
maður er hræddur við að snerta.
Heimilið á að vera notalegt og máður
á ekki að þurfa að vera síhræddur
um að skemma eitthvað.
Stundum hrifst ég að ýmsu, sem ég
sé i amerisku vikublöðunum. Einu
sinni sá ég líkan af steikararni —
grill — til að nota úti. Ég lét múr-
ara búa þetta til eftir teikningunni,
en hann misskildi málin, svo að
„grillin" er eins stór og i Albert
Memorial-safninu í Kensington í
London.
í Santa Marinella fer mestur tími
minn i að leika mér við börnin. Ég
syndi í Miðjarðarhafinu, leik ping-
pong á móti Fioreliu frænku minni
og móti Robertino, þó að hann nái
varla upp á borðbrúnina. Við höfum
tennisvöll og stað sem við getum leik-
ið boccia á — það er italskt kúluspil.
En hvorugt okkar Robertos gerir
mikið að þvi. Hins vegar hefir hann
mjög gaman af að kafa eftir fiski.
Heima nota ég eingöngu ítalskan
mat. Það kemur fyrir að ég bý til
sænskan rétt, en hann er eingöngu
lianda sjálfri mér. Roberto sagði ein-
hvcrn tima: — Jú, þeim þykir þetta
kannske gott i Svíþjóð! Og ég skildi
hvað hann átti við.
Yfirleitt lifi ég sem ekki-alveg-
itölsk húsmóðir, með alitölskum
manni. Húsverkunum sinni ég alltaf
])egar starf mitt leyfir.
ÉG AFPLÁNA ENGA REFSINGU.
Mér finnst alltaf jafn spennandi að
byrja að leika í nýrri kvikmynd. Þeg-
ar ég kom fyrst í Elstree Studios fyr-
ir utan London, til að byrja að leika
i „Anastasia" greip það mig strax
þetta andrúmsloft, sem alltaf er í
kvikmyndasalnum. Fólkið var cnskt,
en ég sá undir eins að það var alveg
eins og kvikmyndafólk annars staðar
i veröldinni. Allir tala sama mál —
í Sviþjóð, Þýskalandi, Frakklandi,
Ítalíu, Englandi og U.S.A. Það er lík-
ast og fólk sem eitthvað hefir með
kvikmyndir að sýsla, sé sama mann-
tegundin. Eins og börn sem eru önn-
um kafin í spennandi leik. Og maður
verður að vera barnslegur til að velja
sér svona lífsstöðu — ef ekki, vcrð-
•ur maður skrifari eða bankaþjónn.
í kvikmyndasalnum eru allir sælir
— leikararnir, snikkararnir, rafvirkj-
arnir. Hver smáfyndni vekur fögnuð
í öllum hópnum. Við tókum nærri
þvi betur en ella eftir þessu þegar
við vorum að leika „Anastasia“. Allir
vissu að við höfðum ágætt handrit
og að leikstjórinn, Anatole Litvak
var snillingur. Allir fundu að við vor-
um að lcika verulega góða mynd. Mót-
leikari minn, Yul Brynner, lé á gítar
milli þess að myndirnar voru teknar
og söng rússneskar zigaunavísur. Það
var ágætt til að hvila mann á milli
lotanna.
Og svo var þarna i hópnum veru-
lega góð leikkona, Helen Hayes —
sem lék ekkjudrottninguna af Rúss-
landi. Hvenær sem hún stóð frammi
fyrir ljósmyndavélinni hurfu allir
frá þvi, sem þeir höfðu fyrir stafni,
til þess að horfa á hinn aðdáunar-
verða leik hennar. Að minu áliti er
Helen Ilayes talandi tákn þeirra cig-
inleika, sem greina frábæra leikara
frá góðum.
Hvað er það sem gerir manneskju
að leiftrandi veru á leiksviðinu, en
aðrir streitast við að gera sitt besta
en vantar þó eitthvað? Enginn veit
það. En það er svo að sjá að það sé
náðargáfa, sem veldur þvi að þeir
eiginleikar sem í manneskjunni eru,
stafa frá þeim eins og geislar og hrifa
fólkið sem horfir á. Greta Garbo á
])essa náðargáfu, Katharine Hepburn
og nii siðast Áudrey Hepburn.
Helen Hayes á hana í rikum mæli.
Hún sat og fylgdist með myndatök-
unni — litil, vingjarnlég kona, sem
maður tók varla eftir. En á sama
augnabliki og hún kom fram fyrir
Ijósmyndavélina, virtist hún allt í
einu há og tignarleg. Það var ómögu-
legt að horfa á aðra en hana. Að leika
með henni hefir verið ein sú mesta
dásemd, sem ég hefi upplifað á æv-
inni ...
Og nú er ég sæl. Ég afplána ekki
neina refsingu. Það er aðalinntak ævi-
sögu minnar — hvað svo sem fólk
hcyrir sagt um mig eða les um mig.
Þannig skrifaði Ingrid Bergmann
fyrir einu ári. En síðan hefir margt
breytst. Og hvað tekur nú við? *
E n d i r .
Þyngsta klukka i heimi er „Zar
Kolokol" i Moskva, steypt árið 1733.
Hún vegur 193 smálestir og cr 22 fet
í þvermál að neðan og 20 feta há, en
24 þumlungar þar sem liún er þykk-
ust. Klukka þessi hrapaði úr rambald-
anurn og brotnaði þá úr henni stykki,
sem vóg 11 smálestir. Siðan hcfir hún
ekki vcrið hengd upp aftur, en stend-
ur nú á stalli nálægt Kreml í Moskva.
■—■ Þyngsta klukkan i Englandi er
smáræði hjá þessu. Hún vegur aðeins
16—17 smálestir og er i St. Pálskirkj-
unni i London.
—O—
Mannskæðustu vatnavextir sem sög-
ur fara af Urðu í Honanfylki í Kina
árið 1887, flóðið í Huang-Ho drap um
900.000 manns. í jarðskjálfta sem varð
i Kina 23. janúar 1556, fórust yfir
830.000 manns. í jarðskjálftanum í
Japan 1. sept. 1923 fórust 142.807
manns, mikill hluti borganna Tokio
og Yokuhama hrundu og Ijónið var
metið einn milljarð stcrlingspunda.
—O—
Þýska konan Marianne Welide,
fædd 1866, var hæsta kvendið sem
áreiðanlegar sögur fara af. Hún var
255 sentimetra há. Hæsta núlifandi
kona er liollensk og heitir Katja van
Dyk. Hún er 3 sm. styttri en Mari-
anne.
—O—