Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 steinvopn og beinahnútur af bæði mönnum og skepnum. Suma forfeður vora í Evrópu þekkj- um við allvel. Neanderthal-maðurinn var uppi fyrir 50—100 þúsund árum. Hann er kenndur við dal þann í Þýskalandi, sem þessi manntegund fannst fyrst á. Neanderthal-maður- inn liefir verið klunnalega vaxinn, liaft afar stóra höku og kjálkabein og verið ljótur, eftir nútíma smekk. Heil- inn var ekki lítill en illa þroskaður og málfæri þessa manns hefir verið mjög bágborið. Aurignac-maðurinn og Cro-Magnon- maðurinn voru uppi samtímis Neand- erthalmanninum og síðar. Nöfnin stafa bæði frá Frakklandi, ]jví að þar hafa fundist leifar þessara manntegunda. Þær eru líkari nútímamanninum en Neanderthal-maðurinn, sérstaklega Cro Magnon-maðurinn. Hann var tals- vert liærri og ekki nærri eins klunna- legur og Neanderthal-maðurinn. Heil- inn var allvel þroskaður og líklega hefir Pro Magnon verið sæmilega vel talandi. Pro Magnon hefir staðið miklu betur að vígi i baráttunni fyrir lífinu en Neanderthal-maðurinn. FORN LIST. Þessir frumstæðu menn hafa samt látið eftir sig merkilega list á hellis- veggjunum, sem þeir bjuggu í bæði í Frakklandi og á Spáni. Þar hafa þeir málað veiðidýrin, sem þeir mátu mest og jafnvel gert mannamyndir lika. Dýramyndirnar eru miklu fullkomn- ari en mannamyndirnar, og margar þeirra svo vel gerðar að þær þola sam- anburð við list miklu síðari tíma. Á hellisveggjunum eru meðal annars myndir af mammútum, loðnu filun- um, sem uppi voru á isöldinn en nú eru fyrir löngu aldauða. ísaldarmenn veiddu þessa loðnu fila sér til matar og voru þeir nærri því eins gott bús- ílag og hvalreki i hafísárum fyrir norðan. Ekki liefir það verið tilgang- ur þeirra, sem máluðu þessar myndir, að liafa þær til prýði, heldur nmn á- trúnaður liafa valdið. Myndirnar átti að auka veiðisæld þeirra, sem máluðu þær. Ef þeir máluðu t. d. lireindýr á vegginn fgengu þeir vald yfir hrein- dýrunum á veiðilendunum. Myndirnar eru teiknaðar með sóti og einnig með rauðu og hvítu dufti og lit úr grænni steintegund. Og sum- SKRÍTLUR. Olsen hefir fengið afleita tannpínu og liggur stynjandi í bólinu. — Þú verður að hætta þessum leið- indastuntim, Olsen, mér er ómögulegt að sofa fyrir þeim, segir frú Olsen. — Það get ég ekki heldur, — æ —æ, segir Olsen. — Nei, en þú hefir þó að minnsta kosti tannpínu. —0— í samkvæmi. — Ósköp eruð þér raunalegur. Hvers vegna? — Ég er að livila mig. — Er nokkur hvíld i því að vera raunalegur? — Já. Ég er gamanleikari. —O— Dómarinn: — Dómurinn yðar er 100 króna sekt eða 21 dags fangelsi. Sá seki: — Þakka yður fyrir. Þá vil ég heldur liundrað-kallinn. —0— ar þessar myndir hafa haldið sér svo vel, að likast er og þær sén nýjar. SPANDAU-FANGELSINU LOKAÐ? Það hefir komið íil mála að loka hinu alkunna stríðsglæpamannafangelsi í Spandau í Berlín. Meðal stríðsglæpa manna þeirra, sem enn sitja þar eru Rudolf Hess, sem Hitler hafði kjörið til eftirmanns síns en strauk til Bret- lands og var fangelsaður þar, Albert Speer hergagnaráðherra og leirskáld- ið mikla, Baldur von Schirach, sem stjórnaði æskulýðssveit Hitlers. liO\ i\. NEM var n varð rómversh heisaradrottníng. 40. 1) Ýmsir sagnfræðingar hafa kallað Theodoru mestu konu allra alda, aðrir staðhæfa að hún hafi verið skækja áður en hún komst á hátindinn. Þeir siðarnefndu vitna til bysantiska sagnfræðingsins Procopiusar, sem var ritari Belisariusar herstjóra og dó árið 567. Hann sagði að faðir hennar hafi haft að atvinnu að temja birni, en að Theodora hafi dansað og selt blíðu sína hverjum sem hafa vildi. Eftir að hafa farið dansför til Egyptalands kom hún staurblönk heim til Konstantínópel og settist við hallardyr Justinians keisara og fór að spinna. Keisarinn kom auga á stúlkuna, fór til hennar og varð svo hrifinn af henni að hann bauðst til að giftast henni þegar í stað. 3) Meðan á Nika-uppreisninni stóð, en þá lá við borð að Justinian yrði að hrökklast frá völdum, og þegar sjálfur herstjórinn Belisarius réð hirðinni til að flýja land, tók Theodora við stjórnartaumunum. Æstur múgurinn ólmaðist kringum höllina, en Theodora hrópaði þessi orð til fólksins: „Eitt sinn skulu allir deyja, en það er háðulegt að víkja úr sæti keisaradrottningarinnar fyrir tímann. Það er auðvelt að flýja, Justinian. Skipið liggur ferðbúið við bryggjuna og nóg átt þú auðæfin til að geta lifað góðu lifi í öðru landi. En ég ætla að verða hérna, því að ég vil heldur deyja sem drottning en lifa sem bleyða. 2) Theodora var grannvaxin, bauð af sér yndisþokka, hafði djúp sálræn augu og hljómfagra rödd. Justinian var 20 árum eldri en hún, hálærður maður, sem í rauninni aldrei hafði lifað æskuna. Sambúð hjónanna var hin ágætasta, og Justinian kæfði allan söguburð með því að lýsa yfir: „Theodora er heittelskuð kona mín, gjöf sem guð hefir sent mér." Hún aðstoðaði mann sinn er hann var að skrifa lögbók sína, sem var þúsund árum á undan sínum tíma. Hún barðist fyrir kvenréttindum, og ein lög Justinians leggja þunga refsingu við því að reka pútnahús, en fyrirskipa mannúðlega meðferð á íöllnum konum. 4) Uppreisnin var bæld niður og Belisarius vann marga sigra fyr- ir keisarann. Þegar Theodora var komin undir fertugt varð hún veik. Var hún þá send til læknaguðsins Æskuláps, eða réttara sagt hofs hans, sem var í Brusa við Bospórus. Þar lá hún og beið dauða síns með hóp af þernum kringum sig. Hún dó úr krabbameini. Hún trúði að Kristur hefði aðeins eina sál en ekki tvær, eins og prestar þeirra tíma kenndu. Þess vegna fögnuðu heittrúarmennirnir er andlát hennar spurðist, og töldu víst að hún færi beina leið til helvitis. En Justinian náði sér aldrei eftir konumissinn. Þótt hann lifði hana i meira en 20 ár vildi hann aldrei kvongast aftur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.