Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
Fyrstu evrópumennirnir sem vitað er um bjuggu í hellisskútum. — En nú búa afkomendur þeirra sig undir að þjóta í rakettum til
annarra hnatta.
Ur frumsögu nmnnbynsins
Enginn veit live gömul jörðin er,
en líklega er hún ekki minna en 4.000
milljón ára. Og enginn veit livenær
fyrstu lifverurnar urðu til á jöröinni,
en giskað er á að milli Í000 og 2000
milljón ár séu síðan. Þó liafa ekki
fundist steingervingar í eldri jarðlög-
um en 500 milljón ára. — Frumöld
kalla menn jarðsöguna fyrir þann
tíma, þ. e. það sem er eldra en 500
milljþn ára, en þá tekur við fornöld,
sem nær yfir rúmlega 300 milljón ár,
miðöld, sem nær yfir kringum 150
milljón ár og loks nýja öldin, sem
við lifum á, en af henni eru liðin að-
eins 70 milljón ár. Langmestur liluti
hennar er kallaður tertiær-tímabilið,
cn síðustu milljón árin eru kölluð
kvartær-timabilið. ísland varð til á
nýju öldinni.
Ef maður lætur tímann frá sköpun
heims svara til tólf tíma á úrskífunni
og byrjar klukkan tólf, hafa nær níu
timar verið liðnir þegar fyrstu kunnu
steingervingar fóru að myndast á
jörðinni. Skriðdýrin miklu á miðöld
jarðar, urðu til iríilli kl. 10 og 11. En
jnannkynið kemur ekki fram fyrr en
hálfra mínútu fyrir kl. 12, og sú
mannkynssaga sem menn þekkja, nær
ekki yfir nema brot úr sekúndu. Svo
örstutt er ævi mannkynsins i hlutfalli
við aldur jarðarinnar.
Nú koma til sögunnar rándýr og nas-
hyrningar, sem að vísu voru frá-
brugðin núlifandi afkomendum sín-
um, smávaxinn ættfaðir hestsins fer
að gera vart við sig, og ýmsar fleiri
skepnur, sem ekki eru enn aldauða á
jörðinni.
Áður en nýja öldin liófst fyrir
kringum 70 milljón árum fer fyrstu
spendýranna og fuglanna að verða
vart. En nýja öklin er fyrst og fremst
öld spendýranna. Ættum þeirra fjölg-
aði mjög, en sumar þeirra hafa orðið
aldauða. Við byrjun kvartærtímabils-
ins, fyrir nálægt milljón árum, er tal-
ið að maðurinn verði til.
En menn þeirra tíma voru býsna
olikir þvi, sem maðurinn er nú. Þess-
ir menn vor’u stuttir og gildir og
herðabreiðir og mjög bognir í baki.
Ennið var lágt og heilinn miklu minni
en í nútímamanninum. Tæki liöfðu
Fyrstu Evrópu-
búar sem við vit-
um um bjuggu í
hellum.
þeir fá og ófullkomin; aðaltækið var
kylfa, sem þeir notuðu til sóknar og
varnar á sama hátt og öxina síðar,
og brúnahvassa steina, svo sem tinnu,
höfðu þeir til að skera með. Þeir
voru umkringdir af ýmsum villidýr-
Viðureign þrí-
hyrndar risa-eðlu
og ráneðlu, sem
hefir étið kjöt. í
loftinu sjást fljúg-
andi eðlur.
um, svo sem ljónum og tígrisdýrum.
Lífsbarátta þeirra hefir verið hörð og
oft verið hart í búi.
ÞEIR ÞEKKTU ELDINN.
Frummaðurinn hefir snemma lært
að færa sér eldinn í nyt, og það var
þetta sem skipaði honum æðra sess
en dýrunum. í hellum frummannanna
sjást þess merki, að þar hefir verið
eldur, þar er aska, hálfbrunninn við-
ur, bein og steinar, sem hafa hitnað
i eldi. En liklega hefir maðurinn lifað
lengi áður en hann lærði að kveikja
eld. Það er ekki óhugsandi að hann
hafi fengið hugmyndina að notkun
ehlsins frá gjósandi eldfjöllum eða
frá trjám, sem kviknað hafði af eld-
ingu.
Líklega hafa frummennirnir luinnað
að tala, þótt mál þeirra liafi verið
ófullkomið. Flestar skepnur geta
,.talað“ upp á sína visu, þó að það
séu ekki nema fá liljóð, sena þau geta
framleitt til að lýsa tilfinningum sín-
um, svo sem hræðslu, sulti, reiði og
blíðu. Fyrstu hellabúarnir hafa vafa-
Við vitum ekki hvernig lífið kvikn-
aði á jörðinni, en hún var öll mynduð
úr ólífrænum efnum. Fvrstu lifandi
verurnar á jörðinni munu hafa verið
einfrumu smádýr, sem lifðu i grunn-
um sjó, en þá var engin jurt og engin
lífsvera á þurru landi. Smámsaman
koma fram smádýr úr fleiri frumum
og þá lirygglaus dýr, svo sem trilo-
bítar, þá fiskar og eðlur, og loks
skríða þessi dýr á þurrt land og smá
breytast og tegundunum fjölgar. Þetta
tók hundruð ármilljóna. A miðöld
jarðar eru það skriðdýrin, sem eru
allsráðandi á jörðinni og náðu gífur-
legum jrroska, svo að aldrei hafa
stærri dýr lifað á þurru landi, en þó
er fullyrt að ekkert þessara dýra hafi
orðið eins stórt eins og stærstu hval-
ir eru nú. Þessar eðlur voru af ýmsu
tagi, sumar lifðu jöfnum höndum i
sjó og á landi og aðrar gátu flogið. En
á síðasta skeiði miðaldar, tímabilinu
sem kennt er við krít, lýkur blóma-
skeiði risaeðlanna og þær deyja út.
I viðureigninni við vísunda, ljón og fleiri villidýr urðu frummennirnir að nota steinvopn.
laust kunnað meira en þetta. Má sjá
á hauskúpum þeirra, að „talstöðin“
i heilabúi þeirra, þ. e. sá hluti heilans,
sem stjórnar málfærinu, hefir verið
miklu þroskaðri en til dæmis lijá
sjimpansa, górilla og orangutang —
þeim öpum, sem taldir eru manninum
skyldastir. En samt hefir þetta manna-
mál verið ófullkomið og aðeins til
þess að láta í Ijósi algengustu tilfinn-
ingar. Hellismennirnir hafa ekki get-
að rabbað um daginn og veginn eins
og við, og ekki getað útskýrt flókna
hluti hver fyrir öðrum. Og þetta var
ástæðan til þess að menningunni mið-
aði svo hægt áfram öld eftir öld.
NEANDERTHAL-MAÐURINN.
Fyrir 50.000 árum lifði maðurinn
mjög frumstæðu hfi. Flestir munu þá
hafa lifað í hellum, að minnsta kosti
finnur maður beinagrindur þeirra og
búsmuni þar. Vera kann að sumir hafi
lifað annars staðar, en þar er meiri
vandi að finna menjar eftir þá. í
gólfskáninni, sem myndast liefir i
hellunum má finna leifar eftir bál,