Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN .1» J, JL MPP—WWn—W^T TVEIR KARLMENN, EIN KONA OG ÞRJÚ TÍGRISDÝR. Frh. af bls. 9. Hún lét sig síga í höndum Steggins. Hann linaði á takinu augnablik — en þá sleit hún sig af honum, hbrfaði skref aftur á bak og lét svipuhöggin dynja á andlitinu á 'hrotlanum. FALLBYSSUBÁTURINN Tuscona úr ameríska flotanum hefir saumfarið leitarsvæðið í tuttugu tima án þess að finna brak eða lifandi fólk úr horfnu flugvélinni. Allt í einu sést frá skipinu mjór reykjarstrókur út við sjóndeildarhringinn. í kikinum sést óljóst blettur, sem gæti verið strönd — kórallarif eða smáhólmi. Ómögulegt að segja hvað það er. Ekk- ert nafn á kortinu í þessa átt. Best, að athuga þetta samt. Þegar fer að skyggja kemur i ljós bál i fjörunni. Skipið færir sig varlega nær, best að fara varlega ekki vert fyrir herskip að ónáða einhverja villimenn þarna að óþörfu. Bát er skotið út, með leit- arljósið kveikt. Og þá sést ýmislegt merkilegt: Skammt fyrir ofan fjöruna liggur brak úr flugvél. Og tvö pálmablaða- skýli skammt frá. Maður er á leiðinni milli skýlanna. Hann nálgast stærra skýlið og er alltaf að fleygja einhverju frá sér úr stórri blikkdós. Á eftir manninum koma þrjú stór tígrisdýr. Þau glefsa eftir þvi, sem maðurinn fleyííir — líklega er það eitthvað mat- arkyns. Um leið og kastljósið lendir á manninum er svo að sjá sem honum fallist hendur: hann fleygir blikk- dósinni frá sér og tekur báðum hönd- um fyrir andliiið. Tígrisdýrin koma nær, í stórum stökkum. Kvendýrin tvö éta það sem var í dósinni, en karldýrið tekur stökk áfram og ræðst á manninn, urrandi og öskrandi. Einn hásetinn í bálnum miðar byssu. f sömu svifum kemur stúlka út úr skýlinu. Hún er með skamm- byssu í hendinni. Tveir skothvellir heyrast samlímis. Karldýrið rekur uþp öskur og sleppir takinu á limlest- um manninum, sem einu sinni hét Art Steggins. Áður en hásetinn getur skotið aft- ur hafa hin tígrisdýrin horfið inn í skóginn. Liðsforingi stekkur fyrir borð við þriðja mann og veður í land ... Stúlkan rekur upp fagnaðaróp og kallar inn í skýlið: — Paul! kallar hún. —¦ Paul, við erum frelsuð! JOHANNES XII. Frh. af bls. 3. feril eigi hann að baki sér. Hann var sendiherra páfa i Balkanlöndum og við Miðjarðarhafsbotn í 20 ár og sið- ar i Paris, þangað til hann varð kardínáli og patríark árið 1953. Almenna athygli vakti hann ekki fyrr en 1956 að hann tók i lurginn á ungum kaþólskum mönnum, sem beittu sér fyrir því að kristilegi flokk- urinn i ítaliu tæki upp samvinnu við Pietro Nenni og stjórnmálaflokk hans. Nýi páfinn fæddist í koti i Bergano í Norður-ítalíu 25. nóv. 1881. Foreldr- ar hans voru fátækt bændafólk. Hann tók prestvígslu árið 1904 og varð svo ritari biskupsins í Bergamo. í fyrri heimsstyrjöldinni var hann herprest- ur. En arið 1925 hófst stjórnmálafer- ill hans og hann var skipaður legáti páfans i Búlgariu og síðar í Hellas og Tyrklandi. Hann talar búlgörsku, frönsku, spönsku, itölsku og latínu. Þegar hann var gerður kardínáli 1923 þótti það viðburður að tyrkneska stjórnin sendi honum heillaósk. Árið 1944 bað dc Gaulle, sem þá var for- Lárétt skýring: 1. sljóvga, 5. vömb, 10. ólifnaði, 11. sæmdina, 12. tónn, 14. ljósker, 16. við- bit, 17. tveir eins, 19. planta, 21. þrír eins, 22. tónn, 23. nös, 24. málhelta, 26. kvenheiti, 28. gys, 29. trítlar, 31. látbragð, 32. fiskur, 33. sillu, 35. sama og 15 lóðrétt, 37. hljóðst., 38. fanga- mark, 40. snotur, 43. laun, 47. eftir- læti, 49. gufu, 51. karlmannsnafn (ef.), 53. eign, 54. tindur, 56. tík, 57. þrir cins, 58. flokkur, 59. mánuður, 61. tímatákn, 62. samhljóðar, 63. drykkur, 64. umbúðir (útl.), 66. samhljóðar, 67. ólátast, 69. spunatæki, 71. ákafir, 72. ilmar. Lóðrétt skýring: 1. tónn, 2. stafur, 3. velgja, 4. þukla, 6. lánsamir, 7. úrgangur, 8. kvenheiti, 9 fangamark, 10. myrkur, 12. kjass, 13. sópa, 15. röskun, 16. ópcra, 18. steinn, 20. þvaður, 23. mun, 25. virð- ing, 27. ólikir, 28. vörumerki, 30. korta, 32. sóði, 34. sambandsheiti, 36. ahnanak, 39. á lykli, 40. lijarta, 41. sk.jálfa, 42. útbúnaður, 43. lagfæring, 44. sarg, 45. örlagadís, 46. yfirbragð, 48. spranga, 50. fangamark, 52. gas- tcgundir, 54. men, 55. skögardýr, 58. löngun, 60. ílát, 63. þvaður, 65. ferð- ast, 68. upphafsst., 70. iþróttafél. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. krapi, 5. Hekla, 10. þvala, 11. í])rótt, 13. sú, 14. sina, 16. skúm, 17. RS, 19. ess, 21. NNN, 22. KAS, 23. fet, 24. stór, 26. Agnar, 28. lóga, 29. sakka, 31. rót, 32. kúrir, 33. níska, 35. tólin, 37. IY, 38. SA, 40. fenna, 43. skurk, 47. alinn, 49. höp; 51. firra, 53. Bern, 54. snark, 56. Fíat, 57. úið, 58. Áki, 59. cir, 61. ana, 62. IT, 63. ýrur, 64. krón, 66. OR, 67. illar, 69. Nanna, 71. varna, 72. barna. Lóðrétt ráðning: 1. KV, 2. ras, 3. alin, 4. panna, 6. eikar, 7. krús, 8. lóm, 9. AT, 10. þústa, 12. tregi, 13. sessa, 15. angra, 16. skatt, 18. stara, 20. sókn, 23. fórn, 25. RKÍ, 27. NÓ, 28. lúi, 30. asinn, 32. klauf, 34. kyn, 36. ósk, 39. nábúi, 40. firð, 41. enn, 42. annir, 43. sprek, 44. rif, 45. kría, 46. latar, 48. leiti, 50. ÖA, 52. ranga, 54. skurn, 55. kirna, 58. árar, 60. róar* 63. ýla, 65. NNN, 68. LV, 70. NA. ! sætisráðherra frjálsra Frakka, um að legáti páfans i Frakklandi yrði kall aður heim. Það var gert og Roncalli sendur í staðinn. Hann varð vinsæll í Frakklandi og varð mikill vinur Vincent Auriol, sem siðar varð forseti. Síðan 1334 hefir enginn páfi notað Jóhannesarnafnið. En þó er það al- gengasta páfanafnið i sögunni. Ekk ert annað nafn hcfir verið notað af 23 páfum. — Árið 1415 tók páfi einn sér nafnið Jóhannes XXIII., en hann var setlur af og dó árið 1419. Hann var aldrei viðurkenndur páfi og þess vcgna telst nafn hans ekki i páfa- röðinni. Og síðan hefir enginn páfi viljað taka sér Jóhannesarnafnið fyrr en þessi. Morguninn eftir kjörið talaði nýi páfinn i útvarp til kaþólskra játenda, þegna sinna um allan heim, en þeir eru um 450 milljónir. Ræðan stóð 12 mínútur og páfinn talaði aðallega um eflingu friðarins. Páfinn flutti ræð- una úr hásæti sínu í Sixtinsku kapell- unni, en þar hafði hann gist nóttina áður ásamt hinum 50 kardinálum. Flutti hann ræðu sína á latínu og áð- ur en athöfnin hófst kysstu allir kardinálarnir hringinn á fingri hans. Því er spáð að nýi páfinn vcrði ekki til þess 'að marka nýja stefnu í stjórn- málum. Kunnugir telja, að hann sé eins konar „millibilspáfi", kosinn út úr vandræðum. Þess vegna hafi kardinálarnir valið svona gamlan mann, til þess að fá frest til að koma sér saman um kjör næsta páfa. Kvað vera hreyfing fyrir því að brugðið verði venju og kosinn páfi, sem ekki er af ítölsku þjóðerni. FÖGNUÐUR í BRIDGETOWN. — Da^inn eftir að hinir fjórir ensku ævintýramenn, sem fóru í loftbelg vest- ur yfir Atlantshaf, höfðu komist í Iand á Barbados við Venezuela, var þum fagnað innilega í Bridgetown, sem er stærsti bærinn á Barbados. Þeir höfðu látið í loft í farkosti sínum, sem hét „Þröngi heimur", en ekki komust þeir í Iofti nema nokkurn hluta leiðarinnar frá Kanaríeyjum. Síðustu 2000 kílómetra sigldu þeir á haf- inu. — Hér sjást ferðalangarnir í sigirför um bæinn. Frá vinstri Colin Midie og Rosemary kona hans, Tim Eiloart og faðir hans, Arnold Eiloart, sem var fararstjóri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.