Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Cott stwlM Gundi frændi liafði alla sina ævi verið mikill áhugamaður um tónlist, l)ótt aldrei liefSi hann iðkað hana í framkvæmd. Hann kann ckki á píanó, hefir liklega aldrei snert á fiðlu, og blásturshljóðfæri þpkkir liann ekki nema af áheyrn og afspurn. Þrátt fyrir þetta er Gúndi frændi mikill tónlistarfræðimaður. Hann veit nöfn heilla hersveita af tónskáldum, ekki sist hinna nýju, og fer ailtaf á liljómleika þegar ný tónverk eru leikin. Það segir sig sjálft að Gúndi frændi er mikill unnandi hinna svonefndu atonal-tónsmíða. Það sem okkur hin- um finnst skerandi falskt vekur yndi lijá Gúnda frænda. Hann situr tímun- um saman viS gjallarhornið og lilust- ar hrifinn á tónsmíðar, sem aðrir dauðlegir menn kalla ýlfur, öskur og org. — Dásamlegt! er Gúndi frændi van- ur að segja viS slík tækifæri. — Það er vafalaust aS innan skamms hefir atónala listin gerbrcytt hugmyndum okkar um tónlist. Svo gerðist það sem kallað er leið- inleg atvik. Gúndi frændi fótbrotnaði og gal ])ess vegna ekki sótt mesta tón- lisiarviöburð ársins: fílhamoníukons- ertinn i Disarhöll. Hann var óhuggandi. Hljómleikun- um var ekki útvarpað og engin leið til að liann gæti hlustað á ])á> Og sinám saman reyndi hnnn að sætta sig við ’pessn ömurlegu tilhugsun. Þá var það að mér dati eitt af min- um annáluðu snjallræðum i hug. Ég á segulbandstæki, og ég þekkti Eyvind varðstjóra í Dísarhöll. Þarna var leik- ur á boröi. Ég náði tali af Eyvindi og liann leyfði mér að sitja upp á efstu svöl- um og taka hljómleiknna á segulband. Og sem „tæknilegan ráðunaut" fékk ég að hafa Ófeig frænda minn með mér. Ég afréS að láta Gúnda frænda ekki vita neitt um þetta að svo stöddu, þetta átti að koma yfir hann eins og þjófur úr heiðskíru lofti, eins og maðurinn sagði. Segull)andstakan fór prýðilega. Atonala breima-væliS var soðið niS- ur á segulbandið. Og fegnir vorum við þegar þetta var búið, þvi að við vor- um með ofsakláða i eyrunum með;m á þvi stóð. Daginn eftir fórum við til Gúnda frænda með segulbandið. Hann sat i hægindastól með brotnu löppina sitjandi á öðrum stól og aldrei liefi ég séð liann jafn fram- lágan. — Nii skaltu fá að heyra nokkuð ó- vænt, frændi, sagði ég og setti tækið á borðið og stakk tenglinum i götin og gaf Ófcigi bendingu. — ByrjaSu, sagði ég. Ófeigur, sem kann að snúa tökkum, lét ekki segja sér það tvisvar og nú hljómaði eitthvað aftónalt út í stof- una. — Þetta er dásamlegt, hrópaði Gúndi frændi — þetta hlýtur að vcra frá hljómleikunum í gærkvöldi. Og svo liallaSi hann sér aftur i stólnum og það, var auðséð á honum að hann var einlivers staðar mjög ná- llér sjáið þið ítalskan skíðaklæðnað. Stúlkan hefir farið úr skíðaskónum og tekið af sér hettuna meðan hún hvílir sig. En takið eftir. Hún er í krepnylon buxum og mislitum, vindþéttum jakka. Bekkirnir á hliðar- stykkjunum liggja á ská. Bakið pokar en annars fellur jakkinn að mjiiðm- unum. Vilið þér...? lægt sjöunda liimni. ViS Ófeigur fór- um inn í næstu stofu, því að við höfð- um ekki sálarþrek til að hlusta á þetta aftur. Gúndi frændi var öðru hverju aS gera athugasemdir við ý)iis tilbr<gSin i glymjandanum. — Dýt ðlc-gt, sagði hann. -— Dásam- legt! Þetta gekk stífan hálfan annan klukkutíma. Gúndi frændi táraðist þegar liann þakkaði okkur fyrir, svo hrærður var hann. ■— Aldrei skal ég gleyma þessu, sagði hann. — Ég vil borga livað sem eV fyrir þetta segulband. Ófeigur var byrjaður að rekja band- ið á spóluna aftur. Eg tók eftir að hann vrrö eitthvað skritinn á svipinn. — Er eitthvað að? spurði ég. — Ekki annaS en það, að ég liefi sett bandið öfugt á, svo að við höfum lieyrt hljómleikana afturábak. — Afturábak? liváði Gúndi frændi. — Já, sagði Ófeigur — þeir komu á öfuga endanum. Gúndi frændi leyndi gremju sinni íi'eð því að fá hóstakast. — En ég heyrði ekki betur en ]iað væri nokkuð svipað, sagði Ófeigur. — Það er líklega sama livor endinn kemur á undan. Gúndi frændi svaraði ekki. Hann liélt áfram að hósta þangað til við vorum komnir út. T ískumyndir HATTAR. — Nú eru skemmtilegir hattar búnir til úr alls konar efnum, einkum þó pelsefnum. Hér hvolfir ávaxtaskál úr brúnu bjórskinni sem Vardin hefir valið með þessari fíla- bcinslitu dragt, með stóra fallega kraganum. VD49H hvernig veðurspáin verður til? Hún er byggð á upplýsingum frá miklum fjölda veðurathugunarstöðva um alla jörðina. Á kortið eru merktar inn á stöðvar á norðurhveli jarðar. Senda þær frá sér veðurlýsingu 2— 3 á sólarhring. Það er geysiþýðingar- mikið starf, sem hér er unnið, og ger- ir allar sjóferðir og loftferðir miklu öruggari en ella væri. að til er könguló, sem býr í húsi með dyrum, sem hægt er að opna og loka? Könguló þessi nefnist Californicum og á heima á heitum eyðimerkurslétt um Kaliforníu. IIúsiS er lóðrétt spor- baugslaga hola í sandinn, sem fóðruð er innan með þéttum vef. Þá býr köngulóin til lilemm á lioluna og festir liann við cins og um hjarir væri að ræða. Siðan hylur liún hlemm- inn með sandi. Eftir ]iað bíður köngu- lóin róleg í hýbýlum sínum þar lil hún heyrir að fórnarlambið nálgast. Opnar hún þá hlemminn með leiftur- liraða og kastar sér á bráð sina. að hægt er að auka geymsluþol matvæla með atomgeislum? Gert er ráð fyrir að menn fari að hagnýta sér þetta eftir nokkur ár. Þessi aðferð er kölluð „kald-gerils- neyðing". Við gcislunina eru notuð efni, sem annars koma ekki að notum í kjarnorkuverum. Matvælin verSa ekki á nokkurn liátt skaðleg vegna geislunarinnar né missa næringar- gildi. Á teikningunni sést þar sem verið er að kald-gerilsneyða kartöflur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.