Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 9
\ FÁLKINN sig fremur aS mér, því ég er sá okkar, sem nokkuð gagn er í, skiljið þér? Þú liggur þarna fótbrotinn — hvaða gagn ætli sé í þér. Þú vœrir stein- dauSur fyrir löngu ef ég hefði ekki biargaS þér undan búrinu! Ég vil hafa stelpuna! Það hefi ég alltaf ætlað mér. Og hún skal verða mín stelpa, það geturðu bölvað þér upp á. Við verðum siálfsagt lengi hérna á eyj- unni, og þessa einu kvensu sem við hðíum, ætla ég að taka að mér. Þú getur ekki slett þér fram í það, lagsi! 1 nótt skal Diana koma til mín, svo aS þú vitir það! Ég skai tuska hana til — þér er óhætt að treysta því . . . ! Og þú . .. Hver heldurðu eiginlega að hafi völdiri hérna? DIANA spratt upp eins og naðra hefði bitið hana. Winford gat ekki stillt sig um að brosa til þessarar státnu stúlku, sem stóð þarna og hvessti á þá augun, stjórnlaus af reiði. — Jæja, Art Steggins, sagði hún óhugnanlega rólega. — Þú heldur þá að þú sérst ómótstæðilegur í augum kvenfólksins, vegna þess að þú sért svo stór og sterkur? Þú hélst að ég mundi ekki standast þig? Nú skal ég segja þér, aulinn þinn, sem stendur þarna og gónir: Ef Winford hefði ekki verið hérna — ef þú og ég vserum einu mannverurnar á þessum hrak- hólma, mundi þér ekki verða neítt á- gengt með mig samt .. . Ég mundi ekki hafa htið við þér, þó svo að ... Reyndu að hypja þig á burt. Heyrirðu það? Burt með þig! Steggins horfði á þau dálitla stund, á báðum á'tum, svo varð svipurinn á hcivum pins og lúbörðum hundi. Hann sneri frá og gekk út í sólar- hitann. Diana fleygði sér kjökrandi niður í sandinn. Nú kom afturkastið, eftir a^singinn. Winford strauk ljóst liárið á henni: — Láttu ekki hugfallast út af þessum gorilla-apa, sagði hann. — Ekki svo að skilja, að ég viti ekki hvernig hon- um líður. Þú ert ljómandi falleg stúlka, skal ég segja þér ... Hann fann hvernig hún stirðnaði og harðneskjusvipur kom á andlit liennar. — Ert þú farinn að hugsa þér gott til glóðarinnar líka? Hún horfði á- sökunaraugum á hann. Winford andvarpaði. Honum hafði fallið vel við þessa stúlku, undir eins og hún kom um borð í San Francisco. Og hérna á eyjunni hafði hún aldrei verið úrræðalaus — hún hafði svarað Steggins fullum hálsi er hann gerðist nærgöngull — liún hafði haft lag á að búa sem best í haginn fyrir þau .,. allt þetta olli því, að honum þótti orSiS vænt um stúlkuna. Honum sárn- aði mikiS, að liggja þarna sem ör- kumla maður vegna fótbrotsins. HANN' vár eins vel að manni og Stcggins og efaðist ckki um aS hann gæti ráðið við hann ef í harðbakka slægi — ef ekki hefSi verið fóturinn. Hann gnístí tönnum er hann hugsaSi tii þess að hann yrði kannske að horfa upp á aS Diana berSist við þessa ófreskju — fyrir þau bæSi — og liann yrði að horfa á það aðgerða- laus. Svo sagði hann stutt: — Allt i lagi, ungfrú Hamilton, mér cr ekkert ljótt i.hug. En ég er dálítið kvíðinn. Við skulum athuga hvar við slöndum: Steggins segir að við mun- um þurfa að verða hérna lengi. En ég er ekki á sama máli um það. Það er eitt, sem Steggins gerir sér ekki Ijóst, skiljið þér — og það er réttast að hann fái ekki að vita það heldur: — Ég sendi staðarákvörðun rétt áður en flugvélin hrapaði, og ég er viss um að loftskeytamaðurinn hefir kom- ið skeytinu frá sér áður en vængur- inn brotnaði. Og þegar svo ekki heyrðist meira frá okkur tel ég víst að hafin hafi verið leit að okkur — flugvélar sendar af stað og öll nálæg skip hafi veriS beiSin um aS leita ... Þess vegna verðum við fyrst af öllu að kynda stórt bal í fjörunni, sem hægt sé aS sjá úr lofti. Haldið þér aS þér getiS gert þaS? — Ég hugsa að mér takist þaS, svaraSi hún. — En fyrst verS ég að ná í töskuna mína úr flugvélinni. Eg þarf að hafa fataskipti. — Já, nlvcg rétt, sagSi W'inford. Viljið þár ekki reyny að finna tösk- nna mina líka. Stafirnar P. W. standa á heimi !">að er dálítiS í töskunni, sem ég v.l helst aS Steggins nái ekki í. — Og hvaS er þaS, meS leyfi að spyrja? Winford brosti. — Það er skamm- byssa, sagði hann. — Drottinn minn! Hún hljóp sem fætur toguðu að vélarflakinu. Meðan hún var að strita við aS ná þungum töskunum út, var þrifiS fast um úln- liðínn á henni. — Hvað ertu að bagsa við núna, litla mín? — Sérðu það ekki sjálfur, flónið þitt, Ég er að ná í fötin min! Steggins benti á stafina á annarri töskunni: — Og hans líka, sagði hann loðmæltur. Nú hafði hann í hótunum, svo að K'oSið brsnn í kinnunum á Diönu. Hún tevgði sig á tær og gaf honum rokna löðrung. Svo þreif hún báðar töskurnar og labbaði burt, að skýlinu. Stegsins féllust alveg hendur við þessa kveðju. Hann stóð kyrr og néri á sér kinnina. Diana fann skammbyssuna, sem lá innan um nærföt flugmannsins og fékk lionum hana. Hann lagði hana viS hægri höndina á sér. LOKiS hafði henni tekist að safna samari svo miklu af sprekum aS hún ffat gert stórt báli niðri i f.iörunni. Þegar eldurinn hafSi læst sig i köst- inn fór hún imp i skýliS aftur. Þegar hangað kom sá hún að Winford hafði fengiS hitakast og bylti sér sitt á hvaS. Hún reyndi aS hjíikra honum eftir mætti. Svo fann hún svipuna sína, 2—3 metra langa ól úr ósút- uSu nautsleSri. Hún lagSist á hnén hjá fhigmanninum og baSaSi enniS á honum úr köldu vatni úr lind. sem var skammt frá. Þetta var fallegt andlit, fannst henni. Sterklegt og traust og fallegt, þrátt fyrir tveggja daga skeggbrodda. Hún brosti til hans þegar hann pirði augunum. Viðkvæmnikend fór um hana alla. Hann tók annarri hcndi um öxlina á henni og dró hana að sér, fyrst laust og svo fastar. Hann hélt lienni í skorðum í faðmi sér og kyssti hana. Allt í einu bar skugga fyrir skýlis- dyrnar. Sterkir hnefar þrifu i Diönu og kipptu henni frá Winford: — Jæja, þú ert þá að gæða þér, fé- lagi! heyrSist hás rödd Steggins segja. — Mundu aS á eyðieyju verður að skipta öllum gæðum lífsins jafnt! Og nú kemur að mér! Svo dró hann stúlk- una eftir sér, en hún braust um og sparkaði eins og hún gat. Paul Winford lyfti skammbyssunni Og höndin skalf. Hann sá aS þaS var hættulegt að skjóta meðan Steggins hélt Diönu fast aS sér. En hann gerði sér von um aS Steggins mundi sjá að sér-undir cins og hann sæi skamm- byssuna. — Slepptu henni! hrópaði hann. En Steggins lét ekki stöðva sig. Winford reyndi að brölta á fætur en Steggins rak hnefann í andlitið á hon- um og rak upp hása hláturroku um leið. — Liggðu rólegur, félagi! rumdi hann. — ÞaS tekur enginn mark á þér' hérna. Hann sveiflaSi Diönu milli handa sér eins og hún væri smákrakki. Dýrs- legt andlitið á honum færðist nær og nær, þangað til þykkar varir hans snertu munn hcnnar ... kinnarnar .. . hnakkinn ... Hún fann að húfl var að falla i ómegin ... Þá var eiri- hverju hörðu stungið i hönd hennar aftanfrá Það var Paul, sem ekki gat hjálpað henni á annan hátt — nú rétti hann henni eina vopniS, sem húii gat notað — tígrisdýrasvipuna! Framhald á bls. 14. GOB ÆSKUNNAR 5. Þann 18. október 1942 skrifaði Anna Frank við hliðina af mynd af sjálfri séri i dagbókina sína: „O, að ég fengi tækifæri til að komast til Hollywood ..." Sú ósk hennar rættist aldrei, því að hún dó árið 194C. En dag- bókin hennar varð heimsfræg, og frumútgáfan, sem er vátryggð fyrir kringum 3 milljón krónur, er nú komin til Hollywood frá Amsterdam, og notuS sem heim- ild að kvikmynd, sem gerS hefir vcriS cftir sögunni. Kvikmyndin þræSir dagbókina nákvæmar en höfundurinn, sem samdi leikritiS upp úr „Dagbók Önnu Frank". Það cr sagan-um gyðingafjöl- skylduna, scm Hfði huldu höfði i háaloftsíbúð í Amsterdam í þrjú ár, eftir að Þjóðvcrjar höfSu her numiS borgina. Fox sendi erindreka út um all- an heim til þess að finna réttu stúlkuna til að leika aðalhlut- verkið, og alls gáfu sig fram 10.224 stúlkur, og meðal þeirra voru ýmsar, sem hétu réttu nafni Anna Frank. En það varð 17 ára gömul „foto-model" sem var val- Millie Perkins i samband við Cooper — og talaSi viS hann um væntanlega ráðningu i kvik- myndina. En Millie litla hafði álls ekki áhuga á þvi að komast að kvik- myndum. Hún hafði 40 þúsund dollara árstekjur, sem „foto- model". Þvi skyldi hún hafna svo góðri stöðu, fyrir tvísýna framtíð i Hollywood? Og þar við sat. ^ n £? MILLIE PERKINS var valin úr 10.000 umsækjendum til að leika Önnu Frank. — in i hlutverkið. Hún heitir Milíie Perkins. Tvenns konar saga fer af því hve,rnig hún „uppgötvaðist": Nr. 1: „Leikgáfu-snuðrari" sá hana í vcitingasal í New York og gaf henni nafnspjaldiS sitt. •— Nr. 2: Mynd af henni birtist í blaSi og kom fyrir sjónir leikstjóra, sem gerði boð eftir henni. Báðar þessar útgáfur eru ósannar. Það var Neil Cooper, starfsmaður hjá „Music Corporation of America", sem fann Millie Perkins. En fé- lag hans er eitt af stærstu ráðn- ingarstofum í heimi fyrir skemmtikrafta. Hann var aS fletta vikublaði ásamt einu leik- araefninu, sem hann hafði náð i, Önnu Helm, til að leita að mynd, sem hafði verið tekin af henni meðan hún var „foto- model". Þá rakst hann allt í einu á aðra mynd. Þarna var andlit, sem ljósmyndaðist vel, sagði Neil Cooper. Anna Helms hló. Þessi mynd var af bestu vinstúlku hcnnar, Millie Perkins, og þær voru sam- býliskonur. Og þannig komst Nokkrum mánuSum síSar kom Owen McLean inn á skrifstofuna. Hann langaSi til aS sjá slúlkuna, sem Cooper hafSi mæit með í hlutverk Önnu Frank. Og það var Millie. Nú var hún látin reyna sig fyr- ir framan myndavélina, og George . Stevens, hinn kunni leikstjóri, sem átti að stjórna myndatök- unni, tókst allur á loft. Hann vildi fá Millie Perkins til Hollywood undir eins. Millie var komin til Frakklands ])cgar Stevcns sá myndirnar af henni. Hún var þar að láta mynda sig í ýmis konar fatnaði handa unglingsstúlkum. Cooper eyddí 200 dollurum í síma áður eri hann fann hana, og Millie féllst á að gera samninga við Fox fyrir nokkru lægra kaup en hún hafði. En vitanlega eru engin takmörk fyrir því hvað hún getur grætt i framtiðinni. Þannig komst Millie Perkins út á kvikmyndabrautina og byrjaöi „á topi.inum". Næst: Michael Craig'.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.