Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN ætlir að giftast þessari manneskju bráðlega, sagði hún beisk. — Já, á laugardaginn. Andy kastaði höfði og Elva gat les- ið úr augum hans, að það var þýð- ingarlaust að koma með nokkrar mót- bárur. Hún ók burt af bænum klukkan tvö. Hún var með gamla brúna flóka- hattinn sinn á höfðinu, og augnaráð- ið var hvasst og markvisst er hún stefndi inn 'í bæinn. Kortéri fyrir klukkan þrjú kom hún inn í verslunina, sem hún hafSi ætlað ser að hitta Libbie Strait í. Óþægileg- an eim lagSi á móti henni er hún opn- aði dyrnar. Þetta var líkt og verslanir gerast í smábæjum, þar sem öllu æg- ir saman, en Elva fitjaði upp á trýnið og setti þessa lykt í samband við Libbie Strait. Hún leit rannsóknar- augum á afgreiSslustúlkurnar, og er hún hafði skoðað þær allar þóttist hún ekki í vafa um tiver sú rétta væri. ÞaS hlaut að vera sú langa, jarp- hæröa þarna úti í horni. Hún var tví- mælalaust laglegust af öllum af- greiðslustúlkunum, aS því slepptu að hún hafði notað fullmikið af vara- litnum, en það var munninum til lýta, sem annars var fallegur. Og auk þess leit þessi stúlka út fyrir að hafa reynt sitt af hverju um ævina. Elva gekk hiklaust til hennar. — Eg þarf.að tala við Libbie Strait, sagði hún. — Þá verðið þér að fara inn í járn- vörudeildina, sagði stúlkan í állt ann- að en vinsamlegum tón. — Þakka yður fyrir, sagði Elva. Henni var margt í hug er hún labb- r.ði inn í deildina, sem henni hafði verið vísað á. Sú jarphærða þarna hinu megin var ekkert tamb að leika sér við, hugsaði hún með sér, en samt var svo að sjá, að liægt mundi vera að þinga við hana, ef hún sæi sér hag í því. Nú hafði hún farið í járnvörudcild- ina, en sá ekki neina afgreiðslustúlku þar. En nú kom hún auga á einhvcrja litla telpu, sem stóð bogin fyrir inn- an búðarborðið. Hún rétti úr sér þeg- ar Elva kom nær, og Elva starði for- viða á hana. Þetta var ung stúlka, hafði Andy sagt. Hann hefði komist nær þvi rétta ef hann hefði sagt að hún væri barn. Fyrir framan Elvu stóð mögur ung stúlka, sem ekki var hægt að sjá neitt fallegt við nema stór grá augu ineð óvenjulega löngum augnhárum. Eins og á stóð voru þessi augu þrút- in og rauð vegna kvefs, sem líka hafði sett greinileg merki á litla rauða nef- ið og sprungnar varirnar. Nei, þetta gat ómögulega verið Libbie Strait, hugsaði Elva með sér. Unga stúlkan þarna var einna svip- uðust veikum hungruðum kettlingi. — Ég mun ekki hitta Libbie Strait bérna? spurði Elva. Það kom bros á andlitið á litlu stúlkunni. — Jú, það er ég, sagði hún og röddin var hás svo að hún gat varla látið heyra til sin. — Get ég gert eitthvað fyrir yður? — Já, það er einmitt það, sem þér getið, sagði Elva. Nú var hún ekki hissa Jengur. Var það ekki einmitt þetta, sem hún gat búist við! Einmitt svona hlaut Libbie Strait að lita út! Siðan Andy var krakki hafði hann oft koniið heim með alls konar aumingja i eftirdragi, til þess að hjúkra þeim og gera þeim gott. — Mig langaði til að hitta yður, sagði hún. — Ég heiti Elva Winters. Eg er móðir Andys. — Óóóó! Unga stúlkan brosti aftur, en nú var brosið enn hlýrra, og Elva fann að það var eitthvað barnslegt og bið.j- andi í þessu andliti. — Það gleður mig að kynnast yður, frú Winters, sagði hún. — Það er fallega sagt af yður, sagði Elva þurrlega. Hún leit kringum sig í versluninni. — Það er ekki að sjá að þér hafið mikið að gera i dag, sagði Elva. — Haldið þér að hánn húsbóndi yðar vildi gefa yður frí í svo sem klukku tíma? Eg skal vitanlega borga það, scm þér missið í við það. Unga stúikan roðnaði. — Nei, það eigið þér alls ekki að gera, sagði hún. — Gefa mér peninga, á ég við. Eg var einmitt að hugsa um hvort ég ætti ekki fremur að fara heim. Hún tók öskju með pappírsvasa- klútum úr Tiillunni undir búðarborð- inu. — Ég ætla aS fara og segja herra Hoff að ég fari heim. Eg kem aftur eftir augnablik, frú Winters. Þegar Libbie kom aftur hafði hún farið i stutta, slitna kápu og sett á sig hettu, svo að hún leit út eins og þrettán ára barn. Elvu varð enn ó- rórra en áður. — Mér datt í hug að við gætum farið inn til Wallers, hérna í næsta l'úsi, sagði hún. — Ég held að þer hefðuS gott af að fá eitthvað heitt að drekka. — Þökk fyrir, þaS mundi vera gott, sagði Libbie og brosti enn þakklát- legar. Elva skálmaði yfir götuna með Libbie við hliðina á sér, án þess að segja orð. En þegar þær voru komnar inn i innsta hornið í veitingastofunni sagði Libbie: — Það var einmitt hérna sem hann Andy bað mín ... Eiginlega er mér óskiljanlegt hvernig honum gat dottið það i hug. Eins og ég lika lit út núna! En mér er nær aS halda að það sé kvefið í mér, sem kom honum til að bíðja mín. Hann sagSi nefnilega að ég færi ekki nógu varlega með mig, og að ég þyrfti mann til að sjá um að ég færi mér ekki að voða. — Já, það er likt honum, sagði Elva stutt í spuna. Henni létti þegar frammistöðu- stúlkan kom. — Hvað viljið þér drekka? spurði hún. — Bolla af kaffi, þökk fyrir. — Kaffi! át Elva eftir og horfði ígrundandi á mögru kinnarnar á Libbie. — Við skulum fá okkur brenn- heitt súkkulaði, sagði hún við frammistöSustúlkuna. — Úr góSri mjólk, skiljiS þér! Það kom gleðisvipur á Libbie og augun ljómuSu, svo að hún gerbreytt- ist alveg. — Þetta er einmitt þaS sama sem Andy gerir alltaf, sagði hún. — Hann lætur mig biðja um kaffi, en biður um brennheitt súkkulaSi í staSinn .. . Andy hefir sjálfsagt sagt ySur, að ég var gift áSur? sagSi hún svo eftír dálitla biS. — Já, ég hefi heyrt þaS, sagði Elva, sem fannst að nú væri timinn kominn til að láta skriða til skarar. — Já, ég hefi heyrt það, sagði hún, — og það var einmitt það, sem .. . Nú heyrðist bylmingshnerri, svo að hún stansaði. — Æ, fyrirgefið þér, stundi Libbie og strauk á sér þrútið nefið. Elva var ekki lengi að sjá að vasaklútur- inn hennar var rennvotur. — Hafið þér ekki hreinan vasa- klút? spurði hún. Libbie hristi höfuðíS. — ... ég gleymdi öskjunni meS pappírsvasa- klútunum i búðinni, sagði hún. — En kannske get ég fengið klút hérna. Hún sýndi snið á sér til að standa upp. Elva opnaði stóra handtösku og tók samanbrotinn vasaklút upp úr henni. — TakiS þér þennan, sagSi hún. hryssingsiega. — Eg hefi annan. — Þakka ySur kærlega fyrir, sagði Libbie. — Ég ætti að vera farin heim fyrir löngu. En ég kviði syo fyrir þvi. Það er nefnilega kalt í herberginu mínu, og maður finnur enn meir til Framhald á bls. 14. GOÐ ÆSEUNNAR 6. ÞaS er stundum vandráðin gáta, hvers vegna einn leikari verður vinsælli en annar, sem þó hefir engu minni þokka og er engu minni listamaður. En sá sem fær vinsældirnar er þó oftast eitt- hvað frábrugðinn öðrum og nýja- brumið vekur alltáf eftirtekt. Og undirrót vinsældanna er að vekja eftirtekt og láta tala um sig, — verða frægur%— að endemum. en þó helst mannkostum. Michael Craig er frægur fyrir það, að hann hefir ekki enn ver- ið bendJaSur viS nein hneyksli. Og hann vekur eftirtekt fyrir það, aS hann vandar minna til hár- greiðslunnar en aðrir ungir menn, og hefir Belinda Lee þó gefiS honum ágæta greiðu. En sú áminnnig hreif ekki. Hann er sambland af gentlemanni og p.öru- pilti, gengur í litsterkum bóm- ullarskyrtum, opnuni í hálsmáiið, brosir oftastnær og hefir ljóm- andi falleg augu, s'em smjúga gegnum flestar stúJknasálir. Hann liefir viða farið — siglt á kaup- skipum um allan héim nema Austur-Asíu. Hann er Englendingur, fæddur í Indlandi árið 1930, en þar var ist viss um aS sigra aS lokum. I fyrstu kvikmyndinni var Jiann statisti i stórum hóp. í þeirri næstu fékk hann að segja noklcur orð og varð býsna hreykinn. En þessi fáu orð voru klippt úr myndinni áður eri huri var sýnd, segir Craig og brosir. MICHAEL CRAIG sjómaðurinn sem varð leikari. faðir hans Jiermaður. En þriggja ára kom liann til Englands og sjö árum síSar fór hann til Kanada, 1940 — og gekk í skóla þar. HiS frjálsa lif i Kanada átti vel við hann. Hann langaSi til aS sjá sem mest af veröldinni og réSst þvi til sjómennsku sextán ára. En engum datt annaS i Iiug en aS hann mundi verSa sjómaSur alla sína ævi. En eftir fimm ára siglingar sagSi liann foreldrum sínum aS nú ætlaði hann að hætta þessu. Hann ætlaSi aS verSa leikari! Allir urðu hissa og spurðu hvað kæmi til, en hann svaraði þvi einu, að hann langaði ekki til neins annars en verða leikari. Svo settist hann við að skrifa um himdrað brcf, til ýmissa leik- félaga i Englandi. Leið mánuður svo að hann fékk ekki eitt ein- asta svar, en svo kom bréf, og þar var honum boðið smáJilut- verk. Hann tók þvi með þökkum, •og gekk nú að leiklistinni með sömu atorku og sjómennskunni áður. Hann þrælaði fyrir sultarkaup, en lét ekki hugfallast. Hann þótt- En Rank-félagið mikla kom auga á þennan unga mann og þótti Jiann líklegur til frama. Hann fékk að leika í nokkrum myndum þar, og síðan var gerður við hann samningur til margra ára. Og síðan liefir vegur Jians fariS sivaxandi. Hann græSir peninga, en hcldur sparar á þeim en leik- arar eru vanir aS gera. Hann 'hcfir keypt sér litið hús í Wimbledon og býr þar eins og fólk flcst, notar ódýra bifreið og berst ekkert á. En þó vekur hann athygli í byggðarlaginu fyrir eitt: hann notar aldrei hálsbindi ncma hann megi til, og gengur alltaf með óhncppta skyrtuna. „MaSur á að klæðast eins og manni er þægilegast", segir hann. Fólk Iiefir þótst taka eftir að hann sé alveg eins í göngulagi og Cary Grant, og sjálfur játar hann, að hann sé hrifinn af honum, og langi mest til að fá að leika hlut- verk, svipuð þeim, sem Cary hef- ir orSiS frægur fyrir um ævina. Næst: Tommy Steele.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.