Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN Úr anoiálum 89. Jartein Þorláksbiskup helga. 2. LÆKNUÐ HALLDÓRA. Kona hét Halldóra, ung at aldri ok gift einum ættstórum manni. Hon tók meinsemi mikla, svá at ho.n gerðist kararmaður, ok varð henni i rekkju allt að vinna. Hon mátti ekki ganga ok trautt sitja ok var nálega afJIaus í öllum liðum, ok varð hana at bera ávallt fram eða innar ok hvertki, er hon skyldi fara. Váru löngum miklir verkir at henni. Fell henni nær allt saman, ok var henni löngum skap- þungt. Váru ok löngum hörðum hug- um ástmenn hennar, er yfir henni sátu. Var heitit fyrir henni mjök drjúgt ok fekkst ekki á nema smáróar einir ok þó mjök skammir. En er hon hafði í kör legit náliga sex misseri, þá gerðist mönnum sem tíðast of á- heit vi ðinn sæla Þorlák byskup, ok var þat i hvers manns híbýlum dag- lega at segja frá hans jarteinum ok heilagleik. Þá tók einhverr maðr til orða of aftan, er slikt var hjalat, ok mælti svá: „Þá þætti mér nú mikils vert of jarteinakraft Þorláks byskups, ef hann léti Halldóru verða heila, er sex missiri hefir i kör legit." En margir tóku undir, at hann mundi þat af guði geta, ef hann vildi. En sjá atburðr var i Vestmannaeyjum. Þá bar þat siðan fyrir einhverja hús- freyju um nátt þar í eyjunum, rétt- orða, at henni þótti sem maðr kæmi at sér í svartri kápu, ok þóttist hon vita, at hinn sæli Þorlákr byskup var. Hann mælti við hana fyrri:\,Þykkir yðr ekki sýnt, hvárt ek mun geta at guði, at Halldóra verði heil?" Hon svarar: „Öllum þykkir þat sýnt, herra minn," sagði hon. Inn sæli byskup mælti: „Fás þykkir mér i leit- at. Farðu ok seg henni þessa vitrum ok mæl við hana, at hon fari í Skála- holt, ef hon vill heilsu geta, en ek mun fara fyrir henni ok greiða far- lengd hennar." Siðan vaknaði hon húsfreyjan ok fór at segja hinni sjúku vitrun þessa. En þá er leiði gaf úr eyjunum, þá fór hon utan, ok var hon síðan í börum borin i Skálaholt, ok fylgdi henni móðir hennar ok búandi. En þegar hon sá kirkjuna í Skála- holti, þá þótti henni sér þegar huglétt- ara verða en áður hefði orðið né einu sinni i hennar meinsemi. Hon kom ?????????????????????< n \1>I ICIVV SEM léh íyrir konuooo og keisoro. þar í nekkverjum nóttum fyrir kirkju- dag, ok þótti henni nekkver skái á liverju dægri verða á sinum mætti allt til kirkjudagsins. En þar var þá fjöl- menni mikit, ok hafði Páll byskup i formæli sínu, at menn skyldu biðja fyrir henni, at hon árnaði þat í sinni þangatkvámu, sem henni var mest fýst að þiggja, en inum sæla byskupi til dýrðarauka, en allri alþýðu til trú- bótar. Enn inn næsta dag eftir, þá gekk hún til altaris ok varði fingur- gulli ok reið siðan fám nóttum siðar til alþingis ok var þar sýnd öllum þingheimi alheil. Ok lýsti þessi j.nrtein Karl ábóti, ok lofuðu allir guð, er slíka hluti veitir fyrir þjón sinn, Þorlák byskup. —O— Á alþingi þessu inu sama lét Páll byskup raða upp at bæn manna jart- einir ins sæla Þorláks byskups, þær er hér eru skrifaðar á þessi bók. En þar var sá maður við staddur, er svá var daufur, at hann heyrði ekki, nema æpt væri at honum. En er jarteinir voru upp sagðar, þá heyrði hann jafn- glöggt sem aðrir menn, ok var hann beill orðinn sins meins. Framh. af bls. 11 41. 1) Þetta er sagan af konungi allra harmleikara, Francois Joseph Talma, sem fæddist í Paris 15. janúar 1782. Löngu síðar reyndi hann að gleyma fæðingarári sínu með því að segja: „Leikarar og fagrar konur eiga ekkert fæðingarár!" Nítján ára gamall fór hann til London með föður sínum, sem var hírðtannlæknir. Þar lék hann í harmleikjum Racines, og hið fagra vaxtarlag hans og hljómmikil röddin töfraði ensku konurnar. Ein hertogafrúin stal leikaranum og hélt honum í stofufangelsi í tvær vikur og lét hann segja fram þætti úr frönskum leikritum. 2) Ensku blöðin birtu fregnir um að þessi dáði leikari væri eiginlega arabiskur upplestrarmaður. sem hét réttu nafni Amlat, en það er sama og Talma, lesið öfugt. TJt af samvistunum við hertoga- frúna varð einvígi og Talma varð að hafa sig á burt úr Englandi. 1 París kom hann fyrst fram á þjóðleikhúsinu og upp frá því var hann frægasti leikari Frakka. Eitt kvöldið er hann var á heimleið úr leik- húsinu ásamt konu sinni, hljóp ungur maður í veg fyrir hann og faðmaði hann. „Hver var þessi ungi maður?" spurði frú Talma. „Það hefi ég ekki hugmynd um." — „En þú kallaðir hann vin þinn?" — „Já, hann er einn þessara vina minna, sem ég þekki ekki." — Þessi ungi maður var Bonaparte liðsforingi, síðar kunnur undir nafninu Napoleon. Copyright P. I. B. Bcx 6 Coperjhagen, 3) Napoleon gleymdi aldrei Talma. Hann jós yfir hann alls konar vegtyllum og kom jafnan í Theatre Francais þegar Talma kom fram í nýju leikriti. Eftir sigrana í Prússlandi bauð Napoleon honum til Erfurt, því að þar hafði hann hirð um sig. Keisarinn vildi sýna leikaranum sem mesta virðingu. „Ég ætla að láta þig leika fyrir ein- tóma konunga og keisara!" sagði hann. Það var 20. september 1808, sem Talma byrjaði þessar sýningar á „Dauði Cæsars." Á fremstu röð sátu þrír keisarar og þrír konungar. 4) Árið 1818 veitti Lúðvík 13. honum 30.000 franka heiðurslaun en sex árum síðar hætti Talma að leika. 1 síðustu veikindum sínum vildi hann ekki taka á móti erkibiskupnum af París af því að kirkj- an hafði fordæmt leikhúsið. Þann 19. október 1826 bað hann um að lána sér spegil. Hann opnaði augun og hrópaði: „Ég hefi misst sjón- ina!" Sama kvöldið dó hann. Síðustu orð hans voru: „Eins og Voltaire, alltaf Voltaire." 100.000 manns fylgdu honum til grafar. Jouy starfsbróðir hans hélt þá ef til vill fallegustu ræðuna, sem nokk- urn tíma hefir verið haldin við grðf.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.