Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 27.02.1959, Blaðsíða 6
F Á L K I N N I ATOM-KAFBÁT UNDIR NORÐUR-ÍSA II. grein. MEIRI FELULEIKUR. Það getur verið óhægt aS reka leynierindi af þessu tagi. Mér fannst ég oft vera durtslegur viS félaga mína, af því að ég svaraði ekki alltaf spurn ingum þeirra, eða fór þá kringum spurningarnar. En mér er illa við að Ijúga að minni eigin áhöfn, og þess vegna gerði ég mig alltaf ósýni- legan þegar hugsanlegt var að áform okkar kæmi til umræðu. Með þessu lagði ég þunga byrði á næstráðanda minn, Frank Adams kaptein. En hann leysti þrautina með prýði. Honum tókst að sannfæra áhöfnina um að við værum ekki að hugsa uin að fara norður í ishaf í bráð, þó alltaf væri *'erið að flytja alls konar pólferða- útbúnað um borð og setja ný siglinga- tæki i skipið. Hann skýrði það þann- ig, að við höfðum þennan útbúnað undir væntanlega vorferð til Kali- f orníu! En Adams fór lengra. Hann hélt fundi og skýrði ítarlega ýmsar áætl- anir, sem aldrei voru framkvæmdar. Það er skoSun mín að í för eins og þessa eigi eingöngu að taka sjálf- boðaliða. En ég varð að bregða af þeirri reglu áður en við héldum af stað til austurstrandarinnar þegar það hafði verið tilkynnt að „Nautil- us", „Skate" og „Halfbeak" ætti að taka þátt í ishafsæfingum, bað ég yngri liðsforingjana að komast eftir því hjá skipverjunum hvort þeir ósk- nðu að fá frí áður eða skipta um pláss og verða á móðurskipinu meðan þessar æfingar færi fram. En ekki einn einasti skipverji á „Nautilus" þáði það. Þegar við létum i haf frá Groton vissi enginn af skipverjum hvert ferð- inn var heitið. — Mér leið hálfilla út af þessu, því aS piltarnir á „Nautilus" höfðu alltaf sýnt að þeir gátu þagað og ég treysti þeim öllum vel. En allir geta talað af sér í ógáti, bæði æðri og lægri. Þegar eitthvað á að fara leynt er hollast að sem fæstir viti það. í San Diego og síðar í San Francisco höfum við margvíslegar æfingar með varnarliðinu, sem á að vinna á móti kafbátunum. Þar urðum við líka að fara undan í flæmingi þegar við vor- um spurðir um fyrirætlanir okkar, og ég er viss um að mörgum flotafor- ingjunum þar gramdist við mig fyrir það. KÖNNUNARFLUG. Loks komum við að aSalstöð okkar í Seattle í júní, og þar kom ég í fram- kvæmd áformi, sem ég hafði ihugaS lengi: að láta athuga ísalögin við Beringshaf úr loftinu. En þetta varð líka að fara leynt. Tíu mínútum eftir að skipiS var lagst við bryggju fór ég einkennisbúinn i land, eins og ég væri aS fara í sumar- frí. Ég hitti dr. Lyon á flugvellinum en við höfðum tryggt okkur pláss i áætlunarflugvél til Alaska. Ég hafði fengið sérstök skirteini undir þessa ferð. Þar stóð að ég héti Charles A. Henderson og væri vél- fræðingur i raftækjastöð flotans i San Diego. Dr. Lyon hafði oft verið i Alaska við athuganir á isnum, og hafði til þess ekki haft nein opinber afskipti af „Nautilus". Þess vegna notaði hann sitt rétta nafn. Þegar við fórum inn í flugvélina i Seattle, sagði hann: — Eg hélt að svona kæmi aðeins fyrir í skáldsög- unum! í Alaska leigðum við okkur einka- flugvél, Cessna 180, með flugmanninn Ernie Cairns við stýrið. Við tókum stefnu á Beringssundið og síðan á nyrsta depil Bandaríkjanna, Point Barrow. Cairns vissi ekki betur en við værum báðir visindamenn, sem værum að afla upplýsinga fyrir sjó- licrinn. Eg var talinn aðstoðarmaður dr. Lyons. Meðan við sveimuðum yfir þessu cyðihjarni leið mér oft illa. En við skrifuðum athugasemdir okkar í sí- fellu og sáum víða auðan sjó meðfram ströndinni — og þótti það gott. FerSin varð ekki tíðindalaus. Und- ir lokin vorum við að verSa bensín- lausir. Cairns Mlaði herflugstöð ná- lægt sér og sagði hvað að værf. r>g bað um leyfi til að nauðlenda. Flugstöðin spurSi: — Hverjir eru farþegarnir? Og þegar svarað var að þeir væru ekki úr hernum, var neitað um lendingarleyfi. En Cairns dó ekki ráðalaus. Hann lenti í eskimóaþorpi; þar vissi hann ;:f bensíni, sem geymt var handa flug- vélWn, sem yrðu uppiskroppa. Við lentum í fjörusandi, fengum bensínið og sex eskimóar ýttu vélinni upp úr sandinum og við komumst á loft. En minnstu munaði að vélin rækist í trjádrumb. PANAMA EBA NORÐURPÓLLINN? Sunnudag 8. júni var ég kominn um borð i „Nautilus" aftur. Það var far- ardagurinn, sem talað hafði verið um, en við höfðum ekki enn fengið skipun frá Washington. Hvert áttum við að fara: til Panama eða norðurpólsins? Ég blaðaði gegnum tvenn skjöl. Annað var merkt: „Trúnaðarmál!" og var skipun um að sigla i kafi til Panama til að safna upplýsingum um atómkafbátasiglingar. Hitt umslagið var áritað: „Top Secret — aðeins fyr- ir skipherrann". Þar stóð, að ef ég fcngi skipun frá yfirflotaforingjanum ætti ég að strika yfir allar fyrri fyr- irskipanir og sigla til Portsmouth í Englandi, um norðurpólinn, ef hægt væri. Skipunin var undirrituð af Burke aðmirál og merkt: 1—58. Ég hafði þegar sent skýrslu um að Panama yrði næsti áfangastaSur okk- ar. Og næstráðandi minn hafði þeg- ar þegið boS í veislu í Panama þann 3. iúli. MeSan ég var viS vesturströndina var ég nær daglega í símasambandi viS Bickover aSmírál og sagði honum hvernig atóm-reaktorinn hagaSi sér. Þó „Nautilus" hefði í þrjú ár veriS talinn einkar öruggt skip, vildi aSmir- állinn alltaf vita hvaS okkur liði. Sér- staklega var honum umhugaS að vita, hvort orkuvélin léti nokkurn bilbug á sér finna. Sama morguninn sem ég bjóst við endanlegri skipun, kom Rickover að- miráll frá Washington, var tvo tíma að skoða skipið og ræddi svo áformin viS mig. Hann fór frá borSi nokkrum mínútum eftir að vélstjórinn, Paul frétti ég að einn af ljósmyndurum flotans ætti að taka mynd af brottför- inni! Ef birt yrði mynd sem sýndi dr. Lyon og Bowray blaupa upp í skipið, væri það sama og að sleppa kettinum úr pokanum. En ef ég léti þá koma um borð fyrr, mundi skips- höfnina gruna hvað í efni væri. Aðeins ein leið var fær: Næstráð- andi kallaði ski])shöfnina saman i matsalnum til þess að gefa þeim upp- lýsingar um Panamaferðina. Og liðs- foringi var látinn taka við af þilfars- verðinum. Svo var gefið merki og Ly- on og Bowray undu sér um borð. Þeir voru sendir inn i foringjastofuna og læstir þar inni. Ken Carr liðsforingi sagði: — Þetta er í fyrsta skipti í sögunni, sem mönn- um liefir verið stolið í norðurpóls- ferð! Ofurlítil bilun í túrbínunni seink- aði burförinni til miðnættis. Það kem- ur oft fyrir þegar reaktorinn hefir ekki verið i gangi um stund. Þess vegna •höfum við góðu flugmanna- regluna um borð í „Nautilus": Viljir þú hafa vélina i lagi þá láttu hana vera á flugi! Við höfðum engin óþægindi af bið- inni, en fangavist Lyons og Rowrays lengdist um góða stund. Shep Jenkins Það var hátíðleg stund er „Nautilus" kafaði undir ísbreiðuna. Maðurinn i miðjunni er William R. Anderson, foringi kafbátsins. Early kapteinn, hafSi tilkynnt, aS vél- in væri búin til brottferSar kl. 15. ALLT TILBÚIÐ. Ég bað um samtal við Daspit aðmir- ál heima hjá honum í Washington og sagði: „Nautilus" er ferðbúinn hvenær sem vera skal. Fyrir hönd Burkes aðmiráls gaf Daspit mér munnlega skipun um að hefja „Operation Siinshine" þegar í stað. ÞaS var ekki fyrr en ég hafSi slit- ið sambandiim, sem ég gerði mér Ijóst hvaS fyrir mér lá. Eg varð hátíðlegur þegar ég hugsaði til þess að ég væri að hefja eina af merkilegustu sjóferð- um veraldarsögunnar. En jafnframt létti mér: Ég hafði verið kvíðandi mánuðum saman — kannske yrði ekkert úr þessu. Nú var aðeins einn vandinn eftir: hvernig átti að koma dr. Lyon og Bex Bowray aðstoðarmanni hans um borð án þess að tekið væri eftir því? Hver einasti ísliafsfróður maður, sem sæi dr. Lyon fara um borð í kafbátinn, mundi geta sér til aS ferSinni væri heitið norður í íshaf. Ég hafði ætlað mér að láta þá koma um borð a síðustu stundu. En svo liðsforingi skaut inn til þeirra appels- ínum og eplum, svo að þeir skyldu ekki svelta í hel. Klukkan 24, þann 9. júní, tilkynnti Early kapteinn: — FerSbúnir. Svo leystuni við landfestar og sigldum aftur á bak' frá hafnarbakkanum með 2/3 fulls hraða. Við fórum út úr Pugetsundinu i kolamyrkri. Okkur var skipað að láta engan verða varan við okkur. Og ef við sæj- umst áttum við að leyna nafni okkar. Þess vegna lét ég strax mála yfir niim- erið ¦— 571 — á turninum. Fyrst nú mundi ég eftir „föngunum" og lét hleypa þeim út. Undir eins og skipshöfnin sá dr. Lyon fór menn aS gruna margt. En nú kom ])að ekki að sök. Skömmu síðar talaði ég í gjallarhornið og tilkynnti að næsti ákvörðunarstaður okkar væri Portsmouth i Englandi — um norður- pólinn. Þeir tóku þessu meS ekta N'autilus- hætti. Harvey yfirmatsveinn rak upp skellihlátur. — Þetta kostar mig 50 cent, sagSi hann. — Ég er með hálfan Panamadollar í vasanum. — Nýi varðstjórinn okkar, Williamson, sem á síðustu stundu hafði verið fluttur Framh. á bls. 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.