Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN T. v.: Myndin er tekirt í kirkju Óháða safnaðarins, er vígslu- athöfnin fór fram. Biskup íslands er fyrir altarinu, forseta- hjónin sjást til vinstri, ásamt vígsluvottum, og til hægri situr prestur safnaðarins og skátar með fána. Óháði söfnuðurinn í Reykjavík valdi sumardaginn fyrsta til að vígja hina nýtískulegu en smekklegu kirkju sína við Háteigsveg. Við þá hátíðlegu at- höfn voru forseti íslands og frú hans viðstödd ásamt á að giska 600 öðrum kirkjugestum, enda var rúm kirkjunn- ar og félagsheimilissalsins, sem ligg- ur að kirkjunni, svo fullskipað sem frekast var unnt. Vigsluathöfnin hófst kl. 2 með því að viðstaddir prestar og safnaðarstjórn gengu á eftir herra hiskupnum kringum kirkjuna og inn um aðaldyr og báru skátar fána fyrir fylkingunni. Biskup gekk fyrir altari Föour kirkjuvígÉ d sumardagínn fyrsta og tók við kirkjugripunum og kveikti síðan á kertunum á altarinu. Að svo búnu flutti síra Bjarni Jónsson vígslu- biskup bæn. Þá hófst söngurinn, undir stjórn Jóns ísleifssonar. Var fyrst sunginn kafli úr nýrri kantötu eftir Karl Ó. Runólfsson, við texta er síra Emil Björnsson, prestur safnaðarins hafði orkt. Kristinn Hallsson óperusöngv- ari söng einsöng í þeim kafla, en í ræðunni söng Einar Sturluson óperu- söngvari stutt lag. Því næst flutti herra Ásmundur biskup fagra ræðu og lagði út af orð- unum: „Alls staðar þar sem menn minnast nafns míns, mun ég koma til þin og blessa þig" (2. Mósesbók 20, 24) og vígði kirkjuna, en vígsluvott- arnir lásu ritingarorð og sálmavers voru sungin á milli. „Drag skó þína af fótuin þér, því að sá staður er þú stendur á er heil- agur", var textinn sem prestur safn- aðarins, síra Emil Björnsson lagði út af. í ágætri ræðu sinni rakti hann Framhald á bls. 14. loftleiíir koupo nýjor fluovélor Loftleiðir hafa undirritað samninga við Pan American flugfélagið um kaup á tveimur flugvélum af gerðinni DC- Cb, það er að segja Claudmaster-vél- um. Hafa Loftleiðir um nokkurn tíma haft i hyggju að auka og bæta flug flota sinn þar sem starfsemi félags- ins verður nú æ umfangsmeiri. Enn er ekki ákveðið hvenær vélarnar verða afhentar, en þær koma ekki inn í sumaráætlun félagsins. Vélarnar eru 3.—4. ára gamlar og af nýjustu og fullkomnustu gerð þessarar tegundar. Norman Blake, einn af varaforsetum Pan American annaðist sámninga- gerðina fyrir hönd félags síns. Skýrði hann svo frá að engar flugvélar hefðu orðið Pan American jafnarðbærar og DC-6b, en félagið hefir nú tekið upp þotur á lengri flugleiðum. Samt sem áður mun það enn nota margar Claud- master-vélar á fjölda flugleiða, einkum i Suður Amerikuflugi. Þessar nýju flugvélar, DC-6b, eru framleiddar hjá Douglasverksmiðjun- um í Bandaríkjunum, og eru töluvert stærri en DC-4, Skymaster. DC-6b hafa loftþrýstiklefa og taka 80 farþega, eru um 4 metrum lengri en Skymaster, en hafa sama vænghaf — og eru fjögurra hreyfla. Fullhlaðin vegur DC-6b liðlega 48 tonn, eða 15 tonnum meira en Skymaster. Cloud- master ber tæplega 9 tonn af varningi, eða liðlega tveimur tonnum meira en Skymaster — og samanlagður hest- aflafjöldi hreyflanna er 10 þús., en 5.800 í Skymaster. Meðalhraði Cloudmaster er 465 km. á klst. og mesta flugþol 7 þús. km. Getur hún t. d. flogið 5 sinnum milli Reykjavikur og Glasgow án þess að taka eldsneyti. Meðalflugtími milli Reykjavikur og New York yrði því 8V2 klst. og milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar 4.50 klst. Það var árið 1951, að Douglasverk smiðjurnar hófu að framleiða DC-6b, en framleiðslunni lauk á síðasta ári vegna tilkomu þotanna. Enda þótt þessi flugvél þurfi töluvert meira at- hafnasvæði — og lengri flugbrautir en Skymaster mun Reykjavíkurflug- völlur nægja henni í flestum tilfell- um — þ. e. á. s. eftir að þeirri leng- ingu flugbrauta, sem nú stendur yfir, er lokið. Ekki mun DC-6b þurfa fjölmennari áhöfn nema hvað einni flugfreyju þarf að bæta við sakir fjölgunar far- þega miðað við Skymasterflugvél- arnar. Ekki vilja forráðamenn Loftleiða skýra frá kaupverði flugvélanna að svo komnu né afhendingartíma, en þeir telja samningana sér mjög hag- kvæma. Þá telja þeir ekki liklegt að þeir selji Skymasterflugvélarnar, sem félagið á nú, heldur noti þær áfram. Með kaupum þessara véla hafa Loft- leiðir bætt mjög aðstöðu sína til sam- keppni við erlend flugfélög.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.