Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. L3MPTNN Diana Bólan forstjórafrú var aS versla í Vöruhúsinu. Hún hafði lofað manninum sinum með sér, og hann tók upp budduna og borgaði ánægð- ur, þegar frúin sá eitthvað, sem hún þurfti endilega að kaupa, vegna þess að hún gat ekki neitað sér um það! En það var nóg af seðlum í veski for- stjórans, og þegar svo er ástatt er litíll vandi að kaupa. Nei, við skulum ekki öfunda þau strax. Peningarnir eru ekki allt. Bólan forstjórafrú átti líka leið um lampadeildina. Hún hafði eiginlega ekki hugsað sér að kaupa neitt þar, en allt í einu kom hún auga á litinn hvítan poslulínslampa með Ijósrauðri hlíf. „'Ó, en hvað hann er töfrandi!" and- varpaði hún og fór að skoða hann. „Hvað kostar hann, fröken?" „Áttatíu og sjö og fimtntíu, frú!" „Þökk fyrir — ég ætla að kaupa hann." „N'ei, þú gerir það ekki," sagði Ból- an forstjóri og færði sig nær. Frú Díana leit á hann og andlitið varð stórt spurningarmerki. „Hvers vegna ekki, Gvöðmundur? Þetta er ljómandi fallegur lampi. Hann á svo vel við litla mahogní- borðið í horninu hjá slaghörpunni. „Ég sagði nei og ég meinaði nei!" Það var farið að síga í forstjórann. „Hann kostar ekki nema . . ." Forstjórinn var orðinn rauður i framan. „Þú færð hann ekki!" rumdi i hon- um, svo hátt að glamraði í iömpun- um. „Þú verður að segja mér hvers vegna þú vilt hann ckki . . ." Og forstjórinn sagði: „Síðast þegar ég fór út með þér og keypti lampa var nitján hundruð þrjátíu og átta," sagði hann ergileg- ur, „og það var einmitt svona krili eins og þetta þarna. Þá kostaði svona lampi að visu ekki nema hálfa þrett- ándu krónu, en það kemur nú í sama stað niður . . . Við vorum svo til ný- gift þá, og ég lét þig fá lampann. Þú ættir að vita hve oft ég hefi iSrast eftir það. Þegar þú komst heim og settir hann á borðið, kom þaS á dag- inn aS i birtunni af honum sýndist áklæðið á sófanum og stólunum enn slitnara og snjáðara en áður. Og þess vegna varð ég að kosta upp á nýtt áklæði, og þegar það var komiS sýndist gólfábreiSan svo slitin, og ég varð að borga nýja gólfábreiðu. Undir cins og hún var komin á gólfið upp- götvaðir þú að veggfóðrið væri svo upplitað að ekki vær hægt að nota það degi lengur. Svo fengum við nýtt veggfóSur, og þá uppgötvaðir þú að við þyrftum málverk á þilin líka, dýr málverk í breiðum gullumgerSum áttu það að vera, því að annars var það ekki „i stíl" sem þú kallaðir. Til þess að hafa efni á þessu öllu varð ég aS vinna yfirvinnu í skrifstofunni, og þegar húsbóndinn minn uppgötvaði hve hisiðinn ég var, gerði hann mig aS skrifstofustjóra. Og þegar mér loksins gafst tækifæri til aS sýna aS töggur voru í mér var ég skipaSur varaforstjóri, af því að ég var svo áhugasamur, og þegar sá gamli hætti Tískuhöfundunum til ánægju eru margar konur sem koma fram í fínustu skrautklæðum jafn eðlilega og frjáls- mannlega eins og þær væru í sínum venjulega hversdagsbúningi. Hér sjáum við þrjár hverja annarri fallegri. Til vinstri crepe-kjóll, í miðið úr tyl og pallúttum og til hægri mjög fínn kjóll sem er styttri að framan en aftan. ÚR ANNÁLUM. Framhald af bls. 7. líf, en hann vildi ekki þiggja fyrst þeir væri af teknir og hann skyldi ekki láta þess hefna. — Sira Björn var mjög sorgfullur vegna sinna barna, og hann bar sig næsta illa, og fékk ekki líf þó hann bæði þar um og lofaði aldrei að hefna. — En Ari var glaSur, og sá litið eSa ekki á hon- um. ÞaS er sögn manna ,að þá sein- ustu nótt er Ari lifði hafði hann alla nóttina gengið um gólf með söngv- um og lestrum, og fallið á bæn þess á millum, og um dægramót hafi albjart orðið i stofunni og ljós skinið innan um hana alla. varð ég forstjóri. Og síðan hefi ég orðið að þræla eins og púlhestur allan sólarhringinn, til aS halda öllu gang- andi, og aldrei haft friS hvorki nótt eSa dag ... Og allt þetta get ég þakk- að óþverrans lampanum. Ég var þús- undfalt hamingjusamari þegar ég var venjuleg undirtylla og átti með mig sjálfur undir eins og skrfistofutíminn var úti og klukkan sló fjögur. Og þess vegna, Diana mín: Þú færð ekki lamp- ann! Heldurðu að ég vilji eiga það á hættu fyrir einn vesælan lampa að verða skipaSur aðalforstjóri!" Vitíð þér...? að ýmsir veiða við neðansjávar- ljós? Aðferð þessi hefir verið fundin i MiðjarSarhafi, en nú er fariS að nota hana í Indlandshafi með góðum ár- angri. — Veiðin er stunduS frá móS- urskipi, sem hefir tvo litla báta í för meS sér. Litlu bátunum er lagt við stjóra með nokkru millibili, og frá þeim er rennt streng með rafljósum niður á hæfilegt dýpi. Fiskurinn rennur á ljósið. Og þegar torfunnar verður vart leggur móðurskipið neti milli hennar og ljósanna. hvaðan orðið „grog" — heitt rommtoddy — stafar? Þegar enski aðmirálHnn Vernon þóttist sjá, að sterka rommið, sem dát- arnir fengu á hverjum degi, hefði slæm áhrif á þá, fyrirskipaði hann, um 1740 að rommið skyldi boriS fram í heitu vatni. Þessu var illa tekið fyrst i stað, en þegar frá leið likaði dátunum rommið betur svona, og skírðu drykkinn í höfuðið á Vernon aðmírál, sem jafnan gekk undir nafn- inu „Capitain Grog". COLA DPy/(KUR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.