Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Mr. Dudley L. Simms er fimmtugur aS aldri, og var hann kjörinn forseti alþjóðasambandsins á ársþingi Lions- klúbbanna í Chicago s. 1. sumar. Hann hefir veriS Lionsfélagi í meira en 20 ár og i stjórn alþjóðasambandsins frá því áriS 1951. Mr. Simms hefir ferSast víða um heim á vegum Lionshreyfing- arinnar, og nú síðastliðiS ár hefir hann verið nær stöðugt á ferðinni i embættiserindum alþjóðasambandsins og heimsótt allar heimsálfur. Heima i Vestur-Virginiu í Banda- ríkjunum hefir hann gegnt ýmsum á- hrifastöðum, m. a. veariS forseti versl- unarráðsins í Charleston og staðið framarlega í félagsskap Frimúrara og K.F.U.M. Forsetastarfið hjá alþjóðasambandi Lionsklúbbanna er mikið ábyrgðar- starf og krefst mikils af þeim mönn- um, sem kosnir eru í það virðingar- embætti. Hér á landi ræddi Mr. Simms við umdæmisstjóra og aðra stjórnarmeðilimi íslensku umdæmis- stjórnarinnar, en i henni eiga sæti auk Þórs Guðjónssonar, veiðimála- stjóra, Baldvin Einarsson, fram- kvæmdastjóri og Jón G. Sólnes, banka- ritari, varaumdæmisstjórar, og Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra, um- dæmisritari. Mr. Simms gafst einnig kostur á að ræða við formenn hinna einstöku klúbba, en þeir eru: Helgi Hermann Eiríksson (Lionsklúbbur Reykjavík- ur) Gunnar Magnússon (Lkl. Baldur), Stefán Jónsson (Lkl. Fjölnir), Sveinn Zoéga (Lkl. Þór), Baldvin Einarsson (Lkl. Ægir), Þorgeir Ibsen (Lkl. Hafn- arfjarðar), Ólafur Egilsson (Lkl. Njarðvíkur), Alexander Magnússon (Lkl. Keflavíkur), Valdemar Indriða- son (Lkl. Akraness), Þorkell Magn- ússon (Lkl. Borgarness), Maríus Helgason (Lkl. ísafjarðar), Ólafur Thorarensen (Lkl. SiglufjarSar) og Eyþór Tómasson (Lkl. Akureyrar). Fögur kírkjuvígslo... Framhald af bls. 3. byggingarsögu kirkjunnar og lýsti því, hve mikill samhugur og eindrægni hefði ríkt í kirkjubyggingarmálinu frá öndverðu, og hve handleiðsla guðs hefði verið augljós í öllu því starfi, sem nú hefði borið hinn sýnilega ár- angur. Ræðan var vissulega eftirtekt arverð, því að dæmi Óháða safnaðar- ins getur verið fagurt fordæmi þess, hvernig fámennum hóp manna og kvenna getur tekist að koma í fram- kvæmd stórvirki, ef samhugur ríkir og einlægur vilji á að hrinda góðu málefni í framkvæmd. Það er í raun og sannleika undr- unarvert hvilíku Grettistaki Óháði söfnuðurinn hefir lyft með þessari kirkjubyggingu sinni. Þar hafa marg- ar hendur unnið saman og enginn legið á liði sínu. Mikið af vinnunni við kirkjuna er sjálfboðaliðsvinna og án þeirrar vinnu mundi kirkjan ekki vera risin enn. Hún er að vísu ekki fullgerð enn hið ytra, og mörg hand- tök eru enn óunnin, en þó ekki nema smáræði hjá því, sem unnið er. Góða gripi hefir kirkjan þegar eignast, svo sem altarisklæSi, hið mesta listaverk, saumað af frú Unni Ólafsdóttur og skirnarfont, mjög frumlegan að gerð, eftir Ásmund Sveinsson. Pípuorgel vantar kirkjuna enn, en það var samt enginn kotungsbragur á söngnum við vígslu kirkjunnar; hann og orgelleik- urinn var með mestu prýði. Kirkjuhiisið sjálft er með nýju sniði, látlaust en fallegt. Hefir Gunn- ar Hansson arkitekt gert uppdrættina. Allt innanhúsverk er vandað og smekklegt. Það er orðið nokkuð langt síðan félagsheimliið, sem áfast er við kirkj- una, var fullgert, og hefir það síðan verið notaÖ til guðsþjónustuhalds. Söfnuðurinn hóf starfsemi sína í kvikmyndahúsi, en siðan léði Advent- istasöfnuðurinn honum um langt skeið Adventkirkjuna við Ingólfsstræti til guðsþjónustuhalds. Þakkaði síra Emil í ræðu sinni fyrir góða stoð advcnt- ista. Hann þakkaði og biskupi lands- ins fyrir þá góðvild að vígja kirkjuna þó ekki væri hún innan þjóðkirkj- unnar. Kvað hann þessi dæmi mega sýna, að réttur andi og frjáls ríkti yfir málum kristninnar. Öll athöfnin var hin hátíðlegasta og aðstandendum til hins mesta sóma. En kirkjugestir söknuðu við kirkju- vigsluna manns, sem ásamt prestinum hefir verið liíiS og sálin í hinu mikla afreki safnaðarins: formanns safnað- arstjórnarinnar, Andrésar Andrésson- ar klæðskera. Hann gat því miður ekki verið viðstaddur sökum veikinda. -v> — Þér megið ekki fara í sjó bað- f atalaus! 10 — Jæja, frú — eigum við þá að byrja með réttu stærðina strax eða eigum við að fikra okkur áfram frá einu númerinu í annað? — Hann: — Mér sýnist á þér að þú sért skynsöm stúlka. Viltu giftast mér? Hún: — Nei. Ég er alveg eins skyn- söm og ég sýnist. — Hvað érfði hann Haraldu" eftir hana frænku sína? Hann var alltaf að koma sér í mjúkinn hjá henni með því að láta sem hann væri svo hrifinn af öllum Ijótu köttUnum hennar. — Hann erfði alla kettina. Lárétt skýring: 1. tímabils, 4. sálmabók, 10. snifsi, 13. höfðu aSsetur, 15. smjaSrari, 16. skeggstæSi, 17. íbúi (í ey), 19. snagi, 21. tauta, 22. syndug, 24. mjög, 26. stjörnumerki, 28. þjálfa, 30. virðing, 31. arabískt nafn, 33. ógn, 34. græn- meti, 36. sómi, 38. silfur, 39. búsáhald, 40. snagi, 41. samhljóSar, 42. hey- hrúga, 44. stefna, 45. hlýt, 46. flug- félag, 48. efni, 50. taug, 51. stýri, 54. riSu i hlaS, 55. lærði, 56. skári, 58. sótt, 60. ránfugl, 62. farin, 63. nótt, 66. ilma, 67. tísku, 68. peningar, 69. Hammerskjöld. Lóðrétt skýring: 1. goSs, 2. drifu, 3. kvæSalag, 5. skyldmenni, 6. tveir eins, 7. höfuS- borg, 8. samtenging, 9. strá, 10. miSur farið, 11. ræktað land, 12. spor, 14. fugl, 16. lyftu, 18. grænmeti, 20. iðn- fyrirtæki, 22. nokkur, 23. flík, 25. prúð, 27. er grenitréð, 29. þreifa, 32. sverðsheiti, 34. skella, 35. umráða- svæSi, 36. gubba, 37. keyra, 43. sælu- staður, 47. gutlið, 48. skákmeistari, 49. upphrópun, 50. með sjó fram, 52. eins konar punktur, 53. melrakki (kvk), 54. drykkur, 57. grama, 58. verð viðstadd- ur, 59. temja, 60. bil milli stöpla, 61. nöldur, 64. frumefni, 65. kvartett. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. uss, 4. Selfoss, 10. góm, 13. Sóti, 15. teygt, 16. gula, 17. traðka, 19. ó- megin, 21. Ural, 22. esa, 24. eign, 26. frábrugSin, 28. mói, 30. ugg, 31. ann, 33. er, 34. lag, 36. ýta, 38. ee, 39. ró- legur, 40. blankir, 41. ÍA, 42. sel, 44. ara, 45. Ni, 46. kró, 48. óku, 50. kal, 51. lestrarkver, 54. lafa, 55. arg, 56. íran, 58. kafari, 60. skoðar, 62. áSur, 63. laski, 66. saga, 67. far, 68. hlutinn, 69. Kak. Lóðrétt ráðning: 1. ust, 2. sóru, 3. starfi, 5. eta, 6. le, 7. fylsuga, 8. og, 9. stó, 10. guggna, 11. ólin, 12. man, 14. iðar, 16. gein, 18. kláðagemsar, 20. Meistaravík, 22. eru, 23. agg, 25. Ameríka, 27. snerill, 29. óróar, 32. neina, 34. les, 35. gul, 36. ýla, 37. ana, 43. skarast, 47. Ólafur, 48. óra, 49. urg, 50. kraðak, 52. efar, 53. Eros, 54. laSa, 57. naga, 58. káf, 59. ill, 60. sin, 61. rak, 64. au, 65. K. I. Trúiofunarhringir Ijósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Or fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina,' Eterna. &inbauc(£cp jnUMt GEFthlR ObullsmJÍ Laugavegi 50. — Reykjavík. 5^^<^S*í>$^^^$<i«^r,r,^í>^^^^ FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiSsla: Ingólfsstræti 8, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og Wi—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.