Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN ann. Klefinn var hátt yfir jörS og engar brúnir eða bryggjur eða vatns- rennur á húsveggnum. Þess vegna varð það úr að nóttina sem Lindemans skyldi flýja œtlaði „rottan syngjandi" að hengja brunaslöngu út um glugg- ann á geymsluklefa, sem var við hlið- ina á klefa Lindemans. Og á henni átti hann að handfesta sig niður. Það hefði verið hægðarleikur fyrir hann þegar hann stóð upp á sitt besta. En nú var hann lamaður aumingi. Nokkrum mánuðum áður en þetta gerðist sá ég hann í síðasta sinn. Þá virtist hann varla maður til að hnýta hnút á kaðalspotta. En þótt ótrúlegt m'egi virðast tókst honum þetta, ef trúa má skýrslunni, sem gefin var um flóttann. Honum tókst að lesa sig niður á jörð. En varðmennirnir heyrðu til hans og tóku hann, og eftir nokkrar mínútur var hann kominn „undir lás" aftur. Þegar áríðandi fanga tekst því sem næst að flýja nokkrum dögum áður en hann á að koma fyrir rétt er eng- um vafa bundiS aS hann hefir notiS hjálpar frá starfsfólki fangelsisins. ÞaS var auðráðin gáta að hjúkrunar- konan, sem hafði látið sér svo annt 'Um Lindemans mundi vera að verki þarna. Hefði þótt sjálfsagt undir venjulegum kringumstæðum aS láta hana ekki ná sambandi við Lindemans eftir flóttatilraunina. En af einhverri óskiljanlegri ástæSu var hún hvorki handtekin né flutt á annan stað. BÆÐI TÓKU EITUR. Nú leið að þvi að réttarhöldin skyldu byrja. En forlögin — eða mannavöld — átti eftir að snúa á rétt- visina einu sinni enn. Tveimur dög- um fyrir réttarhaldið var koniið að Lindemans liggjandi í rúmi sínu. Hann var steindauður og þversum of- an á honum lá hjúkrunarkonan með- vitundarlaus en þó ekki dauð. Hún var borin inn í sjúkrastofu og hellt ofan í hana uppsölumeðali. Hún náSi sér aftur og játaði að hafa gefið Lindemans 80 aspiríntöflur og sjálf hafSi hún tekiS jafn margar. Þau höfðu orðið sammála um að deyja saman. Þannig sneri landráðamaðurinn á réttvisina. Nú náðu lögin ekki til hans framar, en hvað varð um bjúkrunar- konuna, sem hafði hjálpað honum? Hún kom aldrei fyrir opinberan rétt en hefir gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum í Hollandi síðan. Sérdómurinn, sem settur bafði ver- ið í Lindemansmálið, kom aldrei sam- an. Sum hollensku blöðin fluttu stutt- ar klausur um lát Lindemans og þar með var hann úr sögunni. Danskur leikflokkur var að sýna haalvarlegt Ieikrit eftir Shakespeare i smábæ á Fjóni. Konungurinn æðir fram og aftur um sviðið, nýr hend- urnar og augnaráðið er ferlegt. — Ég á tvo syni, hrópar hann. — En þeir hata hvor annan. Hvorum þeirra á ég aS þora aS trúa fyrir krónunni? Rödd í salnum: — GefSu þeim fimmtíu aura hvorum! — Hvers konar veSur fékkstu í sumarfríinu í fyrra? — Þú getur nærri. Ég trúlofaSist einni stúlkunni, sem sýnir forngripa- safniS. — Æ, hver skrambinn! Nú hefi ég alveg steingleymt! að taka með mér skálpinn með hvíta litnum. MAÖURIMM, NEH - sigldi oleinn yfir Atlantshof - hnndolous 4*. 1) Howard Blaekburn og Tbomas Walsh, báðir frá Glou- cester í Massachusetts, voru hásetar á fiskiskútunni „Winifreda". Hinn 25. janúar 1883 voru þeir að veiða á handfæri á einni skekt- unni frá skipinu, á Burgeo-banka. Skall þá á svo mikil snjó- drífa að þeir misstu sjónar á móðurskipinu. Nóttina eftir gerSi fárviSri. Nestið þraut og sjór komst í drykkjarvatniS. Þeir köst- uðu út drifakkeri, jusu og reyndu að halda í horfinu. Morguninn eftir var Walsh svo þrotinn að hann lagðist fyrir til að bíða dauSa síns. Og þegar dagur rann var Blackburn aleinn i bátnum. 2) En hann vildi ekki gefast upp. Hann réri í áttina til lands meS dáinn félaga sinn í skutnum, en hann hafSi svarið honum að hann skyldi fá aS komast i vigSa vold en ekki lenda i kjaft- inum á hákarlinum. Fingur hans frusu fastir viS árarnar. Morg uninn eftir komst hann aS landi. Nokkrir sjómenn sem þar voru fyrir ætluSu að gæða honuni á sjóSlieitu tei, en Blackburn sagSist verSa að koma félaga sínum í land fyrst. Baráttan fyrir lifinu hafði kostaS hann alla fingur og tær, og siðar hljóp kolbrandur í aiinan fótinn, svo skera varS hann af. (JAmt 90MhiwÍJ89& 0 3-4) Fiskimenn i Gloucester auruSu saman handa honum, svo hann gæti komið sér upp smáverslun, en sjávarlifiS dró enn hug Blackburns, þrátt fyrir hrakningana. Gamall danskur sjógarpur, Alfred Johansen, sem 1876 hafSi orSið fyrstur manna til þess aS sigla yfir Atlantshaf i opnum bát, aleinn, hvatti hann til þess að reyna hið sama. Blackburn var til i það. Þann 18. júni lagði hann upp frá Gloucester Mass í 30 feta seglbát, sem hann skirSi „Great Western" og lenti tveim mánuSum síSar i Gloucester í Englandi. Hann sigldi aleinn og handa- eða fingralaus yfir Atlantshafið, og það afrek hefir aldrei verið endurtekið síðan, nema af hon- um sjálfum. 5) Árið 1901 endurtók hann afrekiS og sigldi á 25 fcta bát, sem hann kalIaSi „Great Bepublic", frá Gloucester, Mass. til Lissabon á aðeins 39 sólarhringum. Það var nýtt hraðamet í eins-manns sigl- ingu yfir Atlantshaf. í 3. sinn ætlaði hann sér aS sigla austur yfir haf til Le Havre i Frakklandi, en lenti þá i fárviðri og braut bát sinn en náði þó landi sjálfur í Gape Breton.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.