Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 4
FÁLKINN í haust eru liðin 15 ár síðan fall- hlífarhermenn bandamanna voru brytjaðir niður í Arnhem. Til- raun þeirra mistókst vegna svika njósnarans Lindemans, sem þótt- ist vera hollenskur ættjarðarvin- ur. Fúlmennska hans er talin ljót- ast landráðasaga síðari styrjaW- arinnar. Hér lýkur frásögn gagn- njósnaforingjans Oreste Pinto, sem fletti ofan af Lindemans — eða King Kong. Alvarlegasta atriðið i játningu hans var vitanlega Arnhcm-tilræðið. Þeg- ar hann var sendur til Hollands með 1. Kanadahernum og falið að undir- búa komu fallhlífahersveitanna og búa föðurlandsvinina undir komu þeirra, sá hann sér leik á borði. Hann lauk erindi sinu en þó ekki hindrunar- laust, þvi að foringi hollenskra frels- isvina í Eindhoven hafði fengið grun á honum og tók hann fastan. En kald- hæðni örlaganna var svo mikil að kanadiska herstjórnin varð að senda annan mann til Eindhoven til þess að sannfæra frelsisvinina um að Lindemans væri öruggur og svikalaus. Að svo búnu fór Lindemans á fund Kiesewetters ofursta þýska Abwehr, þann 15. september 1944, eða tveimur dögum áður en von var á fallhlífa- hermönnunum og trúði honum fyrir leyndarmálinu. ERFITT AÐ NÁ KING KONG FYRIR RÉTT. Eitt var að strengja þess heit að King Kong skyldi fá makleg mála- g.jöld og annað að framkvæma það. Sumir æðri menn Hollendingahersins höfðu lítinn hug á, að ná honum fyrir lög og dóm. Þeir höfðu verið vinir hans og gert honum greiða, og lang- aði því lítið að allt hneykslið yrði op- inberað fyrir rétti. Öðrum fannst það mundi verða blettur á heiðri hollenska hersins að maður, sem hafði verið dáður og talinn þjóðhetja yrði afhjúp- aður sem ærulaus landráðamaður. Þetta þótti vera vandræðamál. Um jólin 1944 varð ég veikur og varð að fara til London og læknarnir skipuðu mér að taka þriggja mánaða hvíld. Ég mátti ekki einu sinni fást neitt við Lindemans-málið þennan tíma. Fæstir Hollendingar vissu enn sem komið var hvers vegna Arnhem-inn- rásin hafði mistekist. Þeir kenndu það veðrinu eða „ýmsum óhappatilviljun- um", en höfðu ekki hugmynd um að þeirra eigin trúnaðarmaður hafði sagt óvinunum frá allri ráðagerðinni áður eri vopnaviðskiptin hófust. Og meðan Lindemans sat í fangelsinu (og það gat orðið lengi) mundi enginn fá að vita hinn raunalega sannleika um Arnhem. Ég kom aftur í júní 1945 og það fyrsta sem ég gerði var að láta flytja Lindemans úr Breda-fangelsinu í myrkvaklefa í Scheveningen-fangelsi, sem oft var kallað „Oranje-gistihúsið". I þessum sama klefa hafa eflaust set- ið á undan honum ýmsir vinir hans, sem hann hafði svikið í tryggðum. Ég geri ráð fyrir að hann hafi fundið hvað hann átti í vændum er hann var fluttur á þennan stað. SKJÖLIN HVERFA! Ég fór aftur í skrifstofuna mina, sem ég hafði hjá hollensku gagn- njósnastarfseminni. Ég ætlaði mér aS rifja upp skjölin í máli Lindemans og senda þau til herstjórnarinnar með Christian Lindemans, öðru nafni King Kong, hrakmennið sem var orð- in hollensk hetja en gerðist níðingur. Landráðamaðurinn Lindemans svifti sig lífi — áður en dómurinn féll tilmælum um að hraða málssókninni sem mest. Skjalasafnsins þarna var vel gætt. Aðeins háttsettir foringjar höfðu að- gang að því og því aðeins að þeir hefðu sérstakt umboð, og varð að gefa kvittun fyrir hverju skjali, sem fengið var að láni. Allar undirskriftir á kvittununum voru bornar saman við undirskriftirnar á umboðinu til þess að hindra falsanir. Og varðmenn voru í allri byggingunni. En þegar ég fór að leita að máls- skjölum Lindemans voru þau ekki þar sem þau áttu að vera. Eg rann- sakaði fleiri hillur og skápa i þeirri von að skjölin hefðu verið látin á skakkan stað, en þau fundust hvergi. Ég leit í registrin til aS sjá hvort skjalasafniS hefði verið endurskipu- lagt meðan ég var burtu. En nú fannst nafn Lindemans hvergi í registrunum. Það hafði verið vandlega skafið út! Loks fékk ég að vita að háttsettur foringi hafSi heimtað að fá máls- skjölin nokkrum dögum áður. Ég sneri mér til hans. Hann játaði að hafa haft skjölin í sínum vörslum en hefði svo afhent þau öSrum foringja. Ég fór til hans. Þegar ég fór aS spyrja 'hann spjörunum úr þóttist hann ekk- ert skilja. Nei-nei, hann hafSi aldrei séð Lindemans-skjölin. Ég fór aftur til fyrri foringjans. Hann þóttist forviða og sagðist geta svarið að hinn for- inginn hefði fengið skjölin þennan eða þennan dag. Og þar viS sat. Eg hefi ekki séS þessi skjöl síðan. Ég var lengi að nauða á yfirmönn- um mínum og biðja þá um að hraða málinu gegn Lindemans. En allt i einu var ég leystur frá embætti mínu í ör- yggisþjónustunni í október 1945 og settur i annað hærra embætti og send- ur til Þýskalands. „LEYNILEGI" FANGINN. Mánuðir liðu og ég var orSinn von- laus um aS nokkuð frekara yrði að- hafst i Lindemansmálinui en í maí 1946 gerðist nokkuð óvænt. Bresku blöðin fóru að skrifa greinar og krefj- ast upplýsinga um hvað væri orðið af hollenska foringjanum sem „seldi Arnhem í hendur óvinanna", — „um leynífangann i Tower of London" og sitthvaS í þeim dúr. (Lindemans kom aldrci i Tower, en það mun hafa orS- ið hljóðbært, að hann hafi verið yfir- heyrður í Englandi). Þessi blaðaskrif gengu dag eftir dag og blöðin á meg- inlandinu fóru líka að spyrja ýmissa nærgöngulla spurninga. „Nú eru liðn- ir 18 mánuðir síðan hollenski liðs- foringinn var handtekinn. Hafði hann fengið dóm og ef svo var: hvaða dóm. Og hafi hann ekki þolað dóm, hver er þá ástæðan til dráttarins?" Hollenska stjórnin var komin í klípu, sem aðeins ein leið var úr. Var nú tilkynnt að sérstakur þriggja manna dómur skyldi koma saman i júnilok 1946 til þess að gera út um mál Christians Linde- mans, sem ákærður var fyrir land- ráð. Lindemans hafði hrörnaS mjög und- anfarna mánuði. Hann var orðinn skinhoraður og bjórinn hékk i fell- ingum á beinagrindinni. Svo var hann líka orðinn máttlaus að nokkru leyti. Hollenski læknirinn, sem vissi að hann hafði fengið skot gegnum lung- að taldi víst að hann væri með lungna- berkla og flutti hann úr kalda stein- klefanum í sjúkradeild fangelsisins og þar fékk hann góða aðhlynningu. Venjulega voru engar hjúkrunar- konur i þessum sjúkradeildum fang- elsanna, en vegna þess að Scheven- iiigen var orSiS sjúkrahús fremur en fnngelsi var þessari reglu breytt. Þótt Lindemans væri nú ekki sami kvenna- bósinn sem hann hafSi veriS meSan hann var í fullu fjöri hefir hann þó ekki verið orðinn gersneyddur að- dráttaraflinu gamla. Svo mikið er víst að ein af hjúkrunarkonunum varð ástfangin af honum. Kannske hefir hún þekkt Lindemans i gamla daga þegar hann gat tekið sinn fullorðna manninn i hvora hönd og barið hausunum á þeim saman þangað til þeir urðu meðvitundar- lausir og þoldi þrefalt meira áfengi en venjulegir menn. Kannske hefir hún dáð hann sem hinn fræga for- ustumann andstöðuhreyfingarinnar og ekki viljað trúa að hann hefði ekki hreint mél í pokanum. Hvernig svo sem þvi er varið er svo mikiS víst að hún afréð að hjálpa honum til að flýja. KING KONG FLÝR! Lindemans var einn sér í stofu. Dyrnar voru læstar, aðeins einn litill giuggi með járngrind í. Herbergið var á einni af efri hæðunum og hátt úr glugganum niður á jörð. Svo aS ekki var álitlegt aS flýja, síst fyrir mann, sem var að nokkru leyti máttlaus, illa á sig kominn og ef til vill tæringar- veikur. En samkvæmt opinberum skýrslum munaði minnstu að flótta- tilraunin tækist. Hjúkrunarkonan laumaði þjöl inn i klefann til hans og svarf sundur járnteinana i glugg- anum, þannig að ekki varð annað séð en þeir væru heilir. Mátti kippa teinunum burt með einu átaki. Sér til aðstoðar hafði hún mann, sem upp- nefndur var hinu rómantíska nafni „Rottan syngjandi". Hann hafið verið dæmdur fyrir einhverja yfirsjón og tekinn þarna í fangelsið fyrir með- mæli frá henni. Sá sem reynt hefir að sverfa sundur járnteina veit að það er þolinmæðis- verk, sérstaklega þegar maður verður aS fara varlega að öllu. Hjúkrunar- konur hafa mörgu að sinna og eiga íáar tómstundir. En þessi gat verið tímunum saman inni hjá Lindemans og sorfið og sorfið, án þess aS nokkr- ar stéttarsystur hennar yrðu þess var- ar. Vafalaust hefir „rottan syngjandi" hjálpaS henni, en þá hefir hún orSiS aS halda vörS á meSan, svo ekkert kæmist upp. En enginn hafði nasasjón af þessum verknaSi! í venjulegu sjúkrahúsi mundi þetta þykja ótrúlegt en í fangahúsi lygilegt. Næsta skref áformsins var þó enn torveldara. Þegar járngrindin hafSi verið sorifn sundur, þannig að hægt var að kippa henni burt varð að finna ráð til þess að koma Lindemans nið- ur, er hann hafði skriðið út um glugg-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.