Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.05.1959, Blaðsíða 8
FÁLKINN Eiríkur lagði bílnum við gatnamót- in, labbaði upp stíginn og nam stað- ar við húsið með hvíta hliðinu. Hann gekk inn i garðinn og beint yfir gras- flötina, framhjá úthúsinu. Hann drap fingrinum á eldhús- gluggann um leið og hann gekk hjá honum og fór svo inn um bakdyrnar. Edit var að enda við að þvo upp eftir borðhaldið. Þau höfðu verið að borða, hún og faðir hennar. Hún leit við þegar Eirikur kom inn, en sneri sér undan þegar Eiríkur ætl- aði að kyssa hana. —• LokaSu dyrunum, sagSi hún. Hann ýtti hurSinni hljóSlega aS stöfum. ¦— Á ég aS hjálpa þér? sagði hann. — Ég er að verða búin, sagði hún og fór að raða diskunum í hillurnar. Hann horfði aðdáunaraugum á hana um stund. Edit var há og ljóshærð, en Eiríkur var hálfu höfðu hærri, og axlirnar á honum svöruðu til hæS- arinnar. AndlitiS var hraustlegt og frítt, augun skær og hrein, og urSu enn skærari er hann horfSi á Edit. Hann settist á eldhússtólinn og sagSi: — Ég hefi veriS aS skoSa hús. — Jæja, sagði Edit og hélt áfram við uppþvottinn. — Maður getur fengið það fyrir slikk. Og það verður tilbúið til að flytja í það eftir þrjá mánuði. — Er það satt? — Það mundi verða á alveg réttum tima . . . heldurðu það ekki? — Jú, kannske, sagði Edit. — Hefirðu talað við hann pabba þinn? — Nei. — En hann er heima. Er þaS ekki? — Jú, hann situr inni i stofu og er að lesa blöðin. Þögn. — Þú getur farið inn til hans núna, sagði hún. Eirikur kiknaði i hnjánum er hún leit á hann og hjartað sökk niður í botnlanga. — Finnst þér nokkur þörf á því, Edit? muldraði hann. — Já, sagði hún fastmælt. — Þú verður að fara til hans og spyrja hann hvort þú megir giftast mér. Hvað hcf- irðu á móti þvi? „Við ætlum að gif tast -" Eiríkur ræskti sig hvað eftir annað. — Mér finnst það svo gamaldags. Þegar ungt nútímafólk er sammála um að giftast, þarf það ekki að spyrja foreldrana um leyfi. Það segir blátt álram við þau: — Við ætlum að gift- ast! Og svo geta þau sagt hvað sem þau vilja. — Þetta verður nú eins og ég hefi sagt. — Mér finnst það fram úr hófi ó- sanngjarnt að . . . — Nei, það er alls ekki ósanngjarnt og það veistu mæta vel. Pabbi hefir ekki neinn nema mig, síðan Páll og Jörgen giftust. Þú veist hver einstæð- ingur hann verður þegar ég fer. — En við getum ekki biðið alla okk ar ævi eftir því aS hann sætti sig viS tilhugsunina um að verða einstæðing- ur. Og varla er hann svo síngjarn að hann vilji svifta þig frjálsræði til ævi- loka. — Hver segir það? Honum hefir aldrei dottið það i hug. En ég vil að þú farir til hans og segir honum þetta og fair hann til aS skilja, aS hann verSi að sjá af mér. Ég get ekki hugs- að til þess að fara frá honum þannig að honum finnist að ég hafi brugðist sér, og að hann verði einn síns liðs og ergi sig yfir þvi i elli sinni. — En hún Amalia frænka þin? Þú hefir sagt mér sjálf að hún sé fús til að koma og sjá um heimilið fyrir hann. — Já, hún er fáanleg til þess. En ég giftist ekki fyrr en ég veit að hon- um pabba er það ekki móti skapi. — Geturðu ekki spurt hann sjálf? — Nei, þú verður að gera það. — Jæja, þá þaS . . . iSannleikurinn var sá aS Eirikur var í vanda. Hann hafði aldrei beðið föður um dóttur hans fyrr. Þetta var í fyrsta skipti. Þegar hann var að selja bíla var munnurinn á honum fyrir neSan nefiS. En talfærin fóru í baklás þegar hann var kominn inn í stofuna til gamla skrifstofustjórans. — Hérna er hann Eirikur, sagSi Edít. — Hann segist þurfa aS tala við þig um eitthvað . . . Hún ýtti honum á undan sér inn gólfiS og færSi sig svo fram aS dyr- unum. Þótt hún vildi ekki kannast viS það var henni ekki rótt innan- brjósts heldur. Eirikur vætti þurrar varirnar og byrjaði hikandi og stamandi. — Ja, þér verðið að afsaka, herra skrifstofustjóri . . . Skrifstofustjórinn lagði frá sér blaðið og skaut gleraugunum upp á ennið. Hann virtist ekki vera i sem bestu skapi Honum var illa við að _UJ/ _„.A,.L,J.. ----------CTTO i i. . I . '" .1 UL ' n^M- ¦' '¦¦ <¦•'" '¦' "¦"¦ ' — Geturðu ekki spurt hann sjálf ? — Nei, þú verður að gera það. fá heimsóknir án þess að gesturinn gerði boð á undan sér, og þóttist ekki vera í vafa um hvert erindið væri. Ég veit hvað hann vill þessi gleið- gosi! — Heldurðu að ég viti ekki hvert erindið er? sagði hann hvass. — Ég er svo sem ekkert hissa á því. Þú hefir komið hingaS hvaS eftir annaS. Og loksins ætlar þú aS stynja upp eriridinu! Hann var vanur að þúa Eirík. Hann hafði þekkt hann frá þvi að hann var smápatti og hljóp upp götuna fimm minútum áður en skólinn átti að byrja, með töskuna hoppandi á bakinu. Og auk þess lá þannig á hon- um þessa stundina, að hann hefði þú- að hvern sem vera skyldi, jafnvel kon- unginn sjálfan. — Það stendur þannig á, sagði Eiríkur, — að við Edít höfum talað um að . . . — Já, en það kemur ekki til nokk- urra mála! urraði gamli maðurinn. — Við höfum líka hugsað okkur, stamaði Eiríkur, — að þér gætuð feng- ið einhvern annan . . . — Ég kæri mig ekkert um neinn annan! Eg kemst vel af svona. Hvers vegna má ég, ganrall maðurinn, ekki ráða þess konar sjálfur. — Jú, en . . . þá þýðir kannske ekki . . . — Nei, tók gamli maðurinn fram í. — Við höfum ekki meira að tala um. í guðs friði. Eiríkur hörfaði skelkaður aftur á bak út að dyrunum. — Lokaðu hurðinni eftir þér. Eiriki féllst alveg hugur viS síSustu kveðjuna. Hann ráfaði út að bilnum sínum og settist í hann og beið eftir að Edit kæmi. Honum hafði ekki get- ist að augnaráðinu hennar þegar hún heyrði hvernig samtalið snerist. Skrifstofústjórinn hagræddi sér i stólnum. Hann var ánægður yfir hve skýr svör hann hafði gefið strákn- um. Hann lét nú ekki svoleiðis kóna fara með sig í gönur. Hann gat svarað fyrir sig ennþá, heilabúið var i lagi. Hann teygði úr sér og fór að hugleiða hvort hann væri eiginlega ekki allur í lagi. Jú, sprækur eins og lamb á stekk. Hann sa að Edit gekk niSur garS- inn, og heyrði að bíllinn ók á burt. Hann hafSi kannske gert of mikiS úr þvi aS hann væri orðinn gamall. Og kannske var þeim vorkunn, ungl- ingunum. En þeir höfðu nú gott af þvi að heyra sannleikann við og við. Hann gekk út í garSinn og náSi i hrífu. Hann byrjaði á þvi að hreinsa til undir ávaxtatrjánum. Og þaS gekk svo fljótt að hann afréð aS raka gang- ana líka, úr þvi aS hann var kominn hingaS á annað borS. Og þegar það var gert var kappið orSiS svo mikiS í honum að hann náSi í skóflu og fór aS pæla kartöflubeSin. Meðan þessu fór fram óku Edít og Eirikur hægt út meS sjó. Þau höfðu þagað óhugnanlega lengi. En allt í einu tók Edít til máls. — Mér er ráðgáta hvernig þú get- ur selt bíla. En þú kannt samt lagið á þvi. Verðurðu ekki alltaf klumsa þegar þú kemur innan um ókunnugt fólk? — Eg hefi selt marga bila, en ég hefi aldrei farið i bónorðsför, sagði Eirikur. Hún lét sem hún heyrði ekki þessa ógáfulegu athugasemd. Þau óku áfram og þögðu enn. — Og þetta er svo ljómandi fallegt hús, sagði Eiríkur loksins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.