Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 6
FÁLKINN Petet ^TmHAend 3. Muti Stríðshetja og stallari DROTTNINGIN NEITAR. Ef drottningin og aðrir í kon- ungsfjölskyldunni hefði ekki verið önnum kafin við krýningarundir- búninginn hefði kannske allt farið á aðra leið. En af því að svona stóð á vildi drottningin humma þetta fram af sér. Hún hafði fulla samúð með Marg- aret. Drottningin hafði ekki gleymt sínu eigin tilhugalífi, og faðir hennar hafði tekið sér heils árs um- hugsunarfrest áður en hann gaf samþykki sitt. Og í þá daga hafði Margaret jafnan hughreyst hana og sagt að allt mundi fara vel. Drottningin ráðfærði sig við Sir Alan Lascelles. Hans ráð var þetta: Drottningin, sem veraldlegur yfir- boðari ensku kirkjunnar, gat ekki, samkvæmt lögum um konungleg hjónabönd frá 1772, gefið sam- þykki til að Margaret giftíst frá- skildum manni. Hann lagði til að Townsend hætti starfi við hirðina og væri skipaður í embætti erlend- is. Drottning færðist undan. Henni fannst þetta of harkaleg meðferð á systur sinni og réttara að skjóta málinu á frest. Ef flanað yrði að einhveriu mundi það valda skriðu af blaðaummælum, sem sköðuðu alla, sem hlut ættu að máli. Og ef til vill hefur hún gert sér von um að þessi ást Margaret væri ekki nema stuttur blossi. En samt varð hún að segja Margaret að sér væri ómögulegt að veita samþykkið. Og það þýddi að Margaret yrði að bíða í meira en tvö ár, þangað til hún yrði fullveðja og henni væri frjálst að giftast án konunglegs samþykk- Sir Alan hafði meðan þessu fór fram ráðgast við Sir Winston Churc- hill. Og Sir Winston ráðgaðist við máliflutningsmann sinn, Sir Lionel Head, og bað hann um að skrifa ýt- arlega skýrslu um lagahlið málsins og komast eftir hvernig menn tæki þessum ráðahag, víðsvegar í brezka samveldinu. Sir Winston var á sama máli og Sir Alan og taldi það vera mikið áfall fyrir brezka samveldið ef prinsessan giftist Townsend — frá- skildum manni, ekki aðalsættar og ætti litla eða enga peninga. Hann taldi líka réttara að Townsend hyrfi á burt frá hirðinni, sérstak- lega af því að hann var eins konar ráðsmaður ekkjudrottningarinnar og var lengstum í Clarence House. En hvorki Sir Alan né Sir Winst- on gátu skotið skollaeyrum við ósk- um drottningarinnar, og þess vegna ráku þeir ekki eftir því að Towns- end yrði vikið burt fra hirðinni. OPINBERT MÁLEFNI. Þannig stóðu sakirnar rétt fyrir krýninguna. En Margaret sagði móður sinni og systur skýrt og skor- inort, að hún væri saaðráðin í að giftast Townsend, og einhver ráð hlytu að finnast til að koma því fram. Townsend mundi hafa fallist á að láta stíja sér frá prinsessunni ef drottningin hefði óskað þess. En þess var ekki krafist af honum. Aðeins hálfum mánuði eftir krýninguna var Townsendmálið komið í öll blöð. Einn. mánudags- morgun, 15. júlí 1953 — daginn eft- ir að áberandi grein hafði birzt í einu sunnudagsblaðinu — fóru Sir Alan og kömmandör Colville til drottningarinnar með eintak af þessu blaði. Þeir sögðu að nú væri ómögulegt að afstýra því að brezku blöðin ræddu málið. Nú væri að- eins ein leið til: Townsend yrði að láta af stöðu sinni sem ráðsmaður ekkjudrottningarinnar og hann yrði að taka við stöðu erlendis Drottningin var enn á báðum átt- um. En nú hafði sir Alan beitt vopn: Blaðaumtal um þetta gat skaðað konungsfjölskylduna. Síðdegis sama dag fór hann til sir Winstons Churchill til að biðja um stuðning. Hann bað sir Winston að beita áhrifum sínum til að fá drottninguna til að senda Townsend burt. Sir Winston lofaði að færa þetta í tal við drottninguna er hann færi í hina vikulegu áheyrn til hennar daginn eftir. Á þessum fundi hafði sir Winston sterkari rök fram að færa en þeg- ar hann talaði við drottninguna um sama mál tveimur mánuðum áður. Hann hafði átt tal við alla ráðherr- ana í stjórninni og rætt málið við ráðherra úr samveldislöndunum, er þeir voru í London vegna krýning- arinnar. Það sem sir Winston færði fram var í stuttu máli þetta: — Ríkis- stjórnin var mótfallin ráðahagnum. Ef þetta hjónaband bæri á góma eftir að Margaret væri orðin 25 ára og drottningin hefði ekki yfir henni að segja, væri lítil líkindi til að þingið mundi samþykkja nema með því skilyrði að prinsessan afsalaði sér rétti til ríkiserfða, bæði fyrir sjálfa sig og afkomendur ^sína, og enn fremur að hún afsalaði sér líf- eyri sínum úr ríkissjóði. Til þessa 1 \ '. TRÖLLAUKINN ALMENNINGSVAGN. — Þessi tvöfaldi almenningsbíll, sem nýlega byrjaði ferðir milli Moskvu og flugvallar borgarinnar tekur 200 farþega í sæti og mun vera stærsta farartækið, sem gengur á gúmmíhjólum. Vagninn gengur fyrir raforku, sem hann fær frá loft- leiðslu, en slíkir bílar eru kallaðir „trolley-bússar". þyrfti séistök lög frá þinginu, og samkvæmt ákvæðum í þeim lögum mundu þingin í Canada, Ástralíu, New Zealand og Suður-Afríku verða að samþykkja þetta líka. Áður en sir Lionel gekk frá skýrslu sinni átti hann tal við for- sætisráðherra samveldislandanna, og komst þá að því, að sérstaklega í Canada voru menn andvígir því að hin beina erfðalína væri slitin. Canada hélt því fram að þegar Ed- ward VIII. sagði af sér til að gift- ast frú Simpson, sem var tvívegis skilin, hefði línan verið slitin, og ef hún yrði nú slitin aftur, aðeins 25 árum síðar, mundi það skaða brezka konungdæmið. Ef það yrði gert auðvelt fyrir konungborið fólk að giftast og hverfa úr erfðaröðinni, gæti það farið svo, að teknir væru til konungs menn, sem ekki væru af konungsættinni. MARGARET ÓSVEIGJANLEG. Drottningin bilaði gegn þessum rökum og nú lofaði hún að gera ráð stafanir til að koma Townsend á burt frá London. En fyrst varð hún að ræða málið við Margaret systur sína. Hún vildi nauðug meiða til- finningar hennar. Nokkrum mánuðum áður hafði drottningin leitað ráða hjá erki- biskupnum af Kantaraborg, dr. Fischer. Hann sagði að kristið hjónaband væri óleysanlegt og að enska kirkjan bannaði fráskildri persónu að giftast aftur, svo lengi sem hinn fráskildi aðili væri á lífi. Þess vegna gæti drottningin ekki, sem veraldlegur yfirboðari kirkjunnar, leyft systur sinni að giftast Townsend kapteini. Eftir að drotningin hafði talað við sir Winston fór hún aftur til erkibiskupsins til að ræða málið við hann. Og síðan talaði hún við Marg- aret. Þegar hér var komið sögu hafði varla verið minnzt á málið við Townsend. Niðurstöðurnar af samtali systr- anna urðu brátt ljósar. Margaret sagði berum orðum — bæði drottn- ingunni og móður sinni — að hún elskaði Townsenr og ætlaði að gift- ast honum. Hún sagðist gera sér ljóst, að drottningin systir hennar gæti ekki gefið samþykki til hjóna- bandsins. Hún sagðist 'fús til að biða þangað til hún yrði 25 ára — og það væri Townsend líka. — Hún félst enn fremur á að Townsend væri settur í stöðu erlendis. En hún vildi ekki fallast á að það væri hægt að túlka þetta sem svo, að hann hefði verið gerður útlægur. Meðan þessum bollaleggingum fór fram, var í óða önn verið að undirbúa ferðalag, sem ekkju- drottningin og Mrgaret ætluðu að fara til Suður-Rhodesiu í júlí, en þar átti að halda uppá aldarafmæli Cecil Rhodes. Upprunalega hafði verið áformað að Peter Townsend færi með þeim í þessa ferð. Nú varð að ráðii að hann færi ekki, en

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.