Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN fti ^e ^ Sc£ _^ "Ar ^rramhat • • var eins og kuldahrollur færi um hana og augun urðu tárvot. om var svo einstakur dánumaður, hann var svo ærlegur og hreinskilinn — hún fann að hún varð að bera byrði sína ein. Hún gat ekki gert það, sem freistingin var að hvísla að henni fyrir stuttu, því að Tom var of góður maður til þess að hún vildi svíkja hann á því, sem mest er um vert í lífinu. „Ég er svo þreytt," hvíslaði hún. „Svo dauð- þreytt." „Eins og ég skilji ekki að þú ert þreytt," sagði hann hlýlega og í verndandi tón. „Þú hefur allt- af haft of mikið, að gera, veslingurinn. Þú hefur lengi borið þyngstu byrðina fyrir foreldra þína, en lof aðu mér nú að létta því oki af þér. Við verð- um hamingjusöm, Anna. Ég skal gæta þín með- an ég lifi." „Ég þarf mann til að gæta mín," hvíslaði Anna óskýrt og varirnar.titruðu því að hún barðist við grátinn. „En ég get ekki gifst þér, Tom. Ég hef hagað mér flónslega. Ég hef spillt öllu fyrir mér og nú er ég svo .... svo hrædd." „Er það útaf peningum?" spurði Tom og brosti vinalega og róandi. „Ég hef dregið talsvert sam- an, og gæti kippt því í lag fyrir þig." „Nei, en ef ég ætti peninga mundi ég fara langt, langt burt," sagði hún í örvæntingartón. „Æ, ég ætti ekki að segja þér þetta, en þú hefur alltaf verið mér svo góður, og ég verð að tala við einhvern um þetta. Ég kynntist manni, Glen Westwood, sem við vorum að tala um í gær- kvöldi, og við — við elskuðumst . . .." Röddin slokknaði. Anna gat ekki haldið á- fram. Þegar hún reyndi að finna því orð, sem fyrir hana hafði komið, fannst henni það vera lítilmótlegur atburður, sams konar og hendir ýmsar ógætnar stúlkur. „Hvað áttu við?" spurði Tom stutt. Andlit hans var allt í einu orðið starandi og fölt. Ætl- arðu að giftast honum?" „Já — ef til vill — ég vona það. Ég meina — það er nauðsynlegt," sagði Anna í öngum sínum. ,,En hann er farinn. Hann er laganemi við há- skóla í austurríkjunum, en ég veit ekki hvar hann ev'. En ég verð að ná í hann. Hann veit ekki að — að — Tom, að ég er með barni af hans völd- um. Hvað á ég að gera? Ég verð að finna mér samastað þegar þar.að kemur." Tom O'Connor gat ekki hrært legg eða lið. Andlitið var líkast og skorið í tré og þögnin kringum þau var hrollköld og dauð. Þegar Anna dirfðist að líta upp aftur, fannst henni Tom hafa elzt um tíu ár. Og þó að hann stæði alveg hjá henni, var hann samt óendnlega langt burtu. „Eg gæti drepið hann!" sagði hann loksins. Það var drungi og dimma yfir þessum f jórum orðum, og Anna vissi að honum var alvara. „En þú verð- ur að finna þennan vin þinn, og láta hann bera ábyrgð á gerðum sínum," sagði hann. „Já, ég veit það," sagði Anna. „Ég sendi bréf- ið til Palm Springs, því að hann ætlaði að verða þar um tíma með móður sinni. Ég skrifaði að ég yrði að hitta hann áður en hann færi austur. En ég veit ekki hvort hann hefur fengið þetta bréf." „Hann hefur með öðrum orðum ekki svarað," sagði Tom hryssingslega. „Þá verður þú að leita hann uppi og láta hann gera skyldu sína gagn- vart þér, Er hann ríkur?" „Ekki sjálfur, býst ég við. En móðir hans er rík og hann á ríkan frænda, sem gefur honum peninga við og við." „Þá veit þessi frændi sjálfsagt hvar hægt er að hafa uppi á honum," s.agði Tom. „Ég get ekki farið til Glens," veinaði Anna. „Ég get ekki gengið eftir honum og grátbænt hann um að giftast mér." „Skilurðu ekki að þér er nauðugur einn kost- ur?" spurði Tom byrstur. „Þú mátt ekki hugsa um sjálfa þig, úr því sem komið er, heldur um barnið þitt. Og þú mátt ekki láta tímann hlaupa frá þér. Þú mátt ekki sitja aðgerðalaus og bíða eftir að honum þóknist að koma sjálfkrafa — þessháttar mannskepnur gera það sjaldnast. Reyndu að hafa uppi á heimilisfanginu hans og farðu svo til hans. Þú skalt fá peninga fyrir far- miðanum hjá mér." „En hvað á ég að segja við pabba og mömmu?" „Segðu eitthvað. Að þér hafi boðist fylgdar- starf hjá gamalli konu, sem ætli austur í land. Ég skal hjálpa þér. Og þegar þú hittir hann skaltu segja honum, að undireins og þið hafið gifst þá farir þú frá honum aftur. Segðu honum að þú viljir ekki vera honum til byrði — hon- um léttir sjálfsagt þegar hann heyrir það," sagði Tom með fyrjrlitningarhreim. „Og síðan getur þú fengið atvinnu í San Francisco eða ein- hverri annarri stórborg, þar sem þú hverfur í fjöldanum." „Það verða vikur og jafnvel mánuðir, sem ég get ekki unnið fyrir mér," hvíslaði Anna. „Við ráðum einhvern veginn fram úr því. Gifstu honum, barnsins vegna, og komdu svo aftur, og þá verða einhver úrræði til að hjálpa þér." „Já, ég verð að bjarga mér," sagði Anna og reyndi að líta bjartari augum á tilveruna. „Aðr- ar stúlkur hafa orðið að gera það líka." „Já, þær verða að gera það þegar þær tæl- ast af mönnum, sem ekki bera ábyrgð gerða sinna," sagði Tom. „Ég skil þetta ekki, Anna. Mér finnst eins og þú hafir stungið hníf í hjart- að á mér. Við höfum verið vinir í fjöldamörg ár, og þú hlýtur að hafa skilið að ég taldi víst að við ættum að halda saman í framtíðinni líka. Ég treysti þér í blindni vegna þess hve þú hef- ur verið hlédræg gagnvart karlmönnum — ger- ólík flestum öðrum stúlkum. Og svo hefurðu allt í einu fallið fyrir öðru eins hrakmenni." Anna opnaði munninn og ætlaði að mótmæla. Hún ætlaði að fara að verja Glen, en Tom þurfti ekki annað en líta á hana til að láta hana þegja. „Komdu nú, Anna," sagði hann. Við skulum fara inn í bæ og ná í símasamband við þennan föðurbróður vinar þíns." Anna gat ekki maldað í móinn. Hún skildi að gagnslaust var að andmæla, en hitt vissi hún líka, að hún mundi ekki hafa djörfung til að hitta Glen, ef hann skrifaði eða símaði henni ekki sjálfur. En hún ætlaði að gera eina tilraun enn til að gera honum ljóst hvernig ástatt væri, og til að geta skrifað varð hún að ná í heimilis- fangið. En hvað ætti hún að gera af sér þegar hún væri orðin digur og ljót og yrði að fá fatn- að og hjúkrun og . ... Ef til vill gæti hún fengið að 'vinna í sjúkrahúsinu síðustu vikurnar á und- an. Hún gæti að minnsta kosti þvegið gólf áður, gegn því að fá hjúkrun þegar barnið kæmi. Glen hefði átt að vera henni stoð núna — eins og Tom var — þegar hún þurfti mest á honum að halda, og nú skildist henni betur en áður að hún hafði selt það bezta, sem lífið gat gefið henni, fyrir — ja fyrir hvað? Fyrir ekkert. Tom var verður ástar hennar, en Glen var það ekki. Tom var þögull. Gleði hans var slokknuð, en hann varð að hjálpa Önnu. Hann fór inn í síma- turn, og er hann hafði fundið númer Gordons Westwoods í skránni, fékk hann samband. Fyrst svaraði þjónn í símann og virtist ófús til að ónáða húsbóndann, en einbeittnin í rödd Toms og írskur þrái hans hafði betur. Honum var svarað að Westwood mundi koma í símann að vörmu spori. Þá rétti hann Önnu taltækið. „Hertu nú upp hugann. Nú kemur frændi vin- ar þíns," sagði hann. Anna var svo skjálfhent að hún gat varla haldið á taltækinu, en Tom tók utan um hana til þess að hún kiknaði ekki. Og styrkur hans og einbeittni jók henni þor. Allt í einu heyrði hún djúpa, fágaða karlmannsrödd i símanum. Henni létti er hún heyrði hve röddin var þýðleg, og það auðveldaði henni að bera upp erindið. „Hvað er yður á höndum?" spurði Westwood dálítið forviða. „Æ — það er dálítið erfitt að gera grein fyrir því í síma," sagði Anna með öndina í hálsinum. „Það er viðvíkjandi Glen Westwood, bróðursyni yðar." Svo varð þögn í símanum og Anna fór að halda að sambandinu hefði verið slitið. En svo heyrði hún lágu, fallegu röddina aftur. „Getið þér litið inn til mín á morgun klukkan þróú?" „Já, þökk fyrir," svaraði Anna og tók andköf. „Jæja, verið þér velkomin, ungfrú Beaumont," sagði Westwood hæversklega, en hin einkenni- lega, djúpa rödd hans hljómaði í eyrum Önnu lengi eftir að samtalinu sleit. „Nú?" sagði Tom óþreyjufullur. „Ég á að fá að hitta herra Westwood á morg- un," sagði hún. Tom horfði lengi á hana. Að vissu leyti fannst honum hann hafa misst Önnu í annað skiptið í dag — Önnu, sem hann hafði elskað í svo mörg ár. Anna steig úr lestinni í San Francisco. Hún var fremur ókunnug í borginni, en loks tókst henni þó að finna strætisvagn í það hverfið, sem Gordon Westwood átti heima í. Tom hafði skrif- að heimilisfangið hans á miða, sem hún sýndi vagnverðinum. „Ég á að fara á þennan stað," sagði hún. „Vilj- ið þér gera svo vel að segja mér til hvenær ég á að fara út." „Allt í lagi, ungfrú," svaraði hann. „Þetta er rétt fyrir utan borgina og við ökum þar hjá. Þér skuluð vera róleg þangað til ég læt yður vita." „Þakka yður fyrir — það var fallega gert," sagði Anna og henni létti svo við að vita, að hún væri á réttri leið, að hún brosti. Vagnvörðurinn horfði á hana með sjáanlegri aðdáun. Svo bar hann höndina að húfunni og fór til sinna starfa og tautaði eitthvað um, að manni færist ekki að verða hrifinn' af fallegri stúlku þegar maður ætti JFelumt^ntl Hvar er skyttan?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.