Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 4
FALKINN SJA MiINN U MARÍU GABRIELU Þrátt fyrir tvö óláns-hjónabönd er Persasjah enn far- inn á stúfana og biður sér konu, enda er þess krafizt af honum, að hann sjái landinu fyrir ríkiserfingja. Með fyrri konunni átti hann dóttur, en sú síðari gat ekki fætt honum barn. — Nú hefur hann beðið Maríu Gabriellu José drottningar. Maria Gabriella prinsessa og „biðill" hennar, sjahinn af Persíu, Mohammed Reza Pahlevi. MARÍA JOSÉ, síðasta drottning ítala býr í útlegð í Merlinge-þorpi skammt frá Genéve, með börnum sínum tveim: Mariu Gabriellu og Vittorio Emanuele. Hjá þeim bar að garði í desember s.l. óvæntan gest: spjálfan sjahinn af Persíu. Hann hafði ekki gert boð á undan sér og Maria fyrrum drottning var alveg óviðbúin að taka á móti hon- um. Það kom fum á hana og hún var vandræðaleg er hún sá sjahinn koma inn í stofuna. En grunað mun hana hafað hvert erindi hann ætti. Því að blöðin höfðu verið að hafa orð á því nokkra mánuði á undan, að sjahinum litist vel á Mariu Gabri- ellu dóttur hennar. Þó hafði hún ekki tekið neitt mark á þeim frétt- um fyrr en hún sá sjahinn koma inn í stofuna. Hvernig átti hún að snúa sér í þessu? Hverju átti hún að svara? Sjahinn Mohammed Reza Pav- levi er heillandi og býður af sér góðan þokka — og það veit hann sjálfur. Það er sagt að hann hafi svo mikið persónulegt aðdráttarafl, að enginn geti staðist það ef hann vill beita því. Hann er siðmenntur í bezta lagi og jafnframt mjög um- svifalaus og blátt áfram. Þúsundir ungra stúlkna um allan heim elska hann, þó aldrei hafi þær séð nema mynd af honum. Hvernig var því varið með Mariu Gabriellu? Mundi hún ekki verða örvita af ást á einu aunabliki? Og svo datt drottningunni fleira í hug: Raunasaga sjahsins. Skilnað- ur hans og Sorayu eftir sjö ára ást- ríkt hjónaband, skilnaðurinn við fyrri konuna, Fawsiu Farúkssystur, sem nú var ekki annað en skuggi og flestum gleymd. Tvívegis hafði sjahinn orðið að fórna konunum sínum vegna kröfu þeirrar, sem konungstigninni fylgdi: að eignast ríkiserfingja. Mundi hann ekki gera það í þriðja skiptið ef nauðsyn krefði? Hjónaband múhameðsjátenda er ekki eins heilagt og það er í ka- þólskum sið. Það er ekkert sakra- menti heldur aðeins athöfn, sem gefur eiginmanninum rétt til að þrælka konuna sína. Tveim dögum síðar kom sjahinn aftur til Mariu José, hélt síðan til Geneve og 11. des. fór hann til Te- heran án þess að hafa fengið úr- slitasvar við bónorðinu. Auk allra lúxusbílanna, sem höfðu tekið á móti honum þegar hann kom til Genéve var nú einn kominn í við- bót þegar sjahinn ók á flugvöllinn. Og í þeim bíl var hinn ungi prins Vittorio Emanuele. Þegar sjahinn kvaddi hann ítrek- aði hann heimboð sitt: Prinsinn yrði að koma til Teheran um nýjár- ið og taka þátt í veiðiför .... Nokkrum dögum síðar fór Maria Gabriella til London til að hitta föð- ur sinn, en Maria José og Vittorio fóru til Bruxelles til þess að dvelja um jólin hjá Elizabeth móður Mariu José. Hín fyrrverandi ítalíudrottn- ing er sem sé dóttir Alberts Belga- konungs, og systir Leopolds III. Vitanlega var mikið rætt um hvað lægi bak við för Vittorio prins til Teheran. Átti hann að kynna sér lífið í íran og segja systur sinni álit sitt? En þegar hann kom heim úr ferðinni sagði hann að þetta hefði aðeins verið kurteisisheim- sókn. Hann hafði verið gestur kon- ungsins eina viku og tekið þátt í vísundaveiðum. Sjahinn gaf honum byssu og með henni skaut hann þrjú dýr. Hann flaug einnig í þotu, sem sjahinn stýrði sjálfur, og komst alla leið upp að Kaspíahafi. Maria Gabriella með gítarinn sinn. Hann var stórhrifinn af því sem hann hafði séð í Persíu og hafði komist að raun um að sjahinn væri mjög vinsæll af þjóð sinni. Hann kynntist allri f^ölskyldu sjahsins og hún hafði verið honum einstaklega geðþekk. TVENN TRÚARBRÖGÐ. Eftir nokkurra vikna umhugsun félst Maria José á að veita blaða- mönnum viðtal. Hún játaði að sjahinn hefði beðið dóttur sinnar, en það var auðheyrt að hún hafði áhyggjur af þessu. Hún hafði lagt af og elzt á nokkrum vikum. Trúmálin voru erfiðasti þröskuld- ur í málinu, sagði hún. Sjahinn var múhameðssinni og Maria Gabriella Maria Gabriella með ýmsum námsfélögum sínum í háskólanum í Genevée.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.