Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 14
14 FÁL'KINN Stefnumót með nýjum blómum. /ffi/ CopyrigM P I. B. Box 6 Copenhogen Þegar Sjainn bað Mariu Gabrielu - Framh. af bls. 5. ensku en ítölsku. Hún tók stúdents- próf með ágætri einkunn og lærir nú frönsku, ensku, portúgölsku og spönsku í háskólanum í Geneve. Hún hefur aðeins komið tvisvar til ítalíu síðan hún varð landflótta. JUANITO — GLÆSILEGT EIGINMANNSEFNI? Fyrir nokkru var skrafað um trú- lofun Mariu Gabriellu og hins soll- glaða hertoga af Kent. Hann er 23 ára, hár, og rómantískur af Eng- lendingi að vera. En hann er ekki jafn rómantískur og Don Juanito — Juan Carlos Victor Maria af Bour- bon, prins af Asturia, „infante" af Spáni. Hann er sonarsonur Alfons XIIII. og mögulegt að hann verði Spánarkonungur ef Franco fellur frá. Hann hefur hæðina til að giftast Gabriellu, því að hann er 183 sm. Hann er fæddur í Róm 5. janúar 1938, en þá voru foreldrar hans þar landflótta. Hann er oftast með mæðusvip, en það kvað stafa af skugganum, sem eltir ætt hans: blæðiveikinni. Þessi sjúkdómur barst inn í ættina með langömmu Juanitos, sem var frænka Victoriu Bretadrottningar. Tveir föðurbræð- ur hans, Alfonso og Gonzalo dóu báðir eftir bílslys; þó særðist annar þeirra aðeins lítillega, en ógerning- ur var að stöðva blæðinguna. Einn föðurbróðir hans, Jaime, er dauf- dumbur, og systir hans Margherita, fæddist blind. — Og fyrir skemmstu beið Alfonso, yngri bróðir Juanitos, bana af slysaskoti. Allt þetta hefur Juan Carlos tek- ið sér nærri. En hann er sjálfur heilsuhraustur og lífsglaður. Eng- in furða þó að Maria Gabriella yrði skotin í honum er hún var 15 ára og var með honum í skemmtiferð Páls Grikkjakonungs um Miðjarð- arhaf á snekkjunni „Agamemmn- on" 1955. — Juan Carlos er hár og með norrænu yfirbragði, eins og Ella. Mörgum finnst sjálfsagt að þau yrðu hjón. Þegar Gabriella var spurð hvort þau væru trúlofuð, hló hún og tók því fjarri. En þó ... . Svo kom sjahinn til skjalanna. Hann nýtur samúðar allra og Gabri- ella væri fullsæmd af honum. En hann er hrjáður og þreyttur maður og 20 árum eldri en hún. Og þó hann kunni sjálfur vestræna háttu þá eru hirðsiðirnir í Teheran aust- urlenzkir. Ætli Gabrietya mundi una sér við þá? 99Off lofaðu enaan day — " Frh. af bls. 9. unum, sem hún hafði sett á litla borðið. Dick var í eldhusinu, en hann hlaut að hafa heyrt til henn- ar, því að hann kallaði: „Ert það þú, Jo?" — Já, svaraði hún. — Það er ég. — Ágætt. Það var gott að þú komst svona fljótt, því að nú er ég laus, það sem eftir er dagsins. Þeir gerðu sig ánægða með flugið áðan, og ég þarf ekki að skila skýrslunni fyrr en á morgun. Hann kom fram í dyrnar og sagði hrifinn: — Já, þetta er undraverð flugvél, öðruvísi en allar þær, sem ég hef flogið áður. Ég skal með- ganga að ég var skíthræddur þegar ég lagði af stað, en undir eins og ég var kominn á loft .... Hann þagnaði en hún hafði heyrt En svo mikið er víst að í febrúar fór Gabriella til Teheran í kynnis- för, ásamt Mariu Piu systur sinni og manni hennar, Alexander Jugó- slavíuprins. — Og um þessar mund- ir er sjahinn í ferðalagi um Evrópu og heimsækir ýms lönd. Skyldi hann hafa konuefni heim með sér úr því ferðalagi? gleðina í röddinni, sigurfögnuðinn, sem aðeins gerir vart við sig þegar bugur hefur unnizt á efa og ótta. Hún brosti, én hann starði undr- andi á hana, og fyrst nú tók hann eftir að hárið var úfið og hún var skólaus. Hann gekk að henni án þess að segja orð. Tók um báðar hendur hennar og horfði á brotnar neglurn- ar. Svo togaði hann hana með sér inn í stofuna og setti hana í stól. — Segðu mér hvað hefur komið fyrir þig, sagði hann lágt. Hún sagði honum alla söguna, og röddin skalf er hún hugsaði til ör- væntingarinnar, sem hafði verið að yfirbuga hana. Hún þagði og fann að hann hefti takið um höndina á henni. Það var hræðsla í rödd hans er hann sagði: — Æ. Jo, ég veit ekk- ert hvað ég á að segja — nema það, að án þín hefði ég verið glat- aður .... Svo bætti hann við: — Það er líklega svona, sem þér líður út af mér stundum .... Hún eyddi því — hún vildi ljúka við söguna og segja honum frá þess- ari undursamlegu gleði sinni eftir á, og að nú skildi hún hann til fulls. Hún leitaði að orðum en fann þau ekki. Hann tók hendinni undir hök- una á henni og lyfti andlitinu svo augu þeirra mættust, og hún fann að nú voru öll orð óþörf. HnMqáta JálkmA V H----wm W\ LiHH Wr\ Lárétt skýring: 1. Drepa, 5. Æpa, 10. Fugl, 11. Glópur, 13. Tónn, 14. Lítilsvirðing, 16. Útlit, 17. Einkennisst., 19. Staf- ur, 21. Vendi, 22. Verkfæri, 23. At- viksorð, 24. Gras (visið), 26. Kjass, 28. Ávítun, 29. Ólifnaður, 31. Hár, 32. Hrotti, 33. Básar, 35. Ljósglætan, 37. Tveir eins, 38. Tónn, 40. Ærsla- hlátur, 43. Veldur, 47. Ljót, 49. Vindblær, 51. Einmana, 53. Gári, 54. Beiskar, 56. Flokka, 57. For, 58. Veggur, 59. Kjassa, 61. Tölu, 62. Samhljóðar, 63. Hrogn, 64. Híma, 66. Fangamark, 67. Hryggja, 69. Pukurs, 71. Óttann, 72. Braka. Lóðrétt skýring: 1. Tónn, 2. Verkfæris, 3. Beljaka, 4. Hærast, 6. Snör, 7. Fatnað, 8. Haf, 9. Fangamark, 10. Leysingja, 12. Skessan, 13. Tíðir, 15. Þarfur, 16. Dramb, 18. Ávöxturinn, 20. Blástur, 23. Erlendis, 25. Náttúrufar, 27. Tveir eins, 28. Sendiboða, 30. Þrætu gjörn, 32. Versna, 34. Þakbrún, 36. Kvika, 39. Drepur, 40. Fljótur, 41. Illþýði, 42. Ópera, 43. Hestheiti (þ- f.) 44. Forskeyti, 45. Svæði (þf.) 46. Krókur, 48. Sella, 50. Forsetn- ing, 52. Innýflis, 54. Fuglinn, 55. Fugl, 58. Dirfast, 60. Ræði, 63. Þrír eins, 65. Leir, 68. Fangamark, 70. Tónn. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt ráðning: 1. Djásn, 5. Ásamt, 10. Klofi, 11. Traðk, 13. Mí, 14. Bind, 16. Safi, 17. Es, 19. Uml, 21. RKÍ, 22. Ýfa, 23. Ösp, 24. Snóp, 26. Akarn, 28. Aska, 29. Siðar, 31. Iða, 32. Ellið, 33. Storð, 35. Nista, 37. LÍ, 38. NP, 40. Kólga, 43. Snark, 47. Fnasa, 49. Fúi, 51. Rausa, 53. Leit, 54. Ábati, 56. Stef, 57. Áin, 58. Hræ, 59. LLL, 61. Inn, 62. TT, 63. Ýrir, 64. Am- ar, 66, NA, 67. Ausan, 69. Afana, 71. Matur, 72. Hnakk. Lóðrétt ráðning: . 1. DL, 2. Job, 3. Áfir, 4. Sinka, 6. Stafn, 7. Arfa, 8. Maí, 9. TD, 10 Kímni, 12. Keski, 13. Mussa, 15. Dík ið, 16. Sýran, 18. Spaði, 20. Lóðs, 23. Ösla, 25. Pat, 27. Að, 28. Alt, 30. Rolla, 32. Espar, 34. Ríg, 36. Inn, 39. Aflát, 40. Kain, 41. Óst, 42. Afbær, Lafa, 63. Ýsa, 65. Rak, 68. Um, 70. 43. Sitla, 44. Ras, 45. Kuti, 46. Hafna, 48. Heita, 50. ÚA, 52. Senna, 54. Árinu, 55. Ilman, 58. Hrat, 60. Lafa, 63. S(s&, 65. Rak, 68. Um, 70. NK. /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.