Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 *** LITLA SABAN ### Forngripir oy JAZZ I ft-fr-fr&'fr'fr'fr'fr^TÍr'fr'ir'ír-iír'ír Ólafur dómari hafði, eins og margir ekkjumenn á settum aldri, frístundagaman, sem hann rækti af mikilli aiúð, og sem kostaði hann bæði tíma og talsverða peninga. Hann safnaði gömlum gripum, svo sem húsgögnum og myndum og postulíni. íbúð hans var full af alls konar forngripum, sem Andrés sonur hans hafði mestu íyrirlitn- ingu á. — Rusl og ræksni, voru nöfnin, sem hann valdi þessum fjársjóðum föður síns. — Það er eins og mað- ur eigi heima í forngripasafni! Ehda var Andrés í flestu alger andstæða föður síns. Hans áhuga- mál voru þess eðlis, að gamli mað- urinn hristi oft höfuðið. — Frumskógaýlfur! sagði dóm- arinn, þegar Andrés setti plöturn- ar á grammófóninn og fyllti stof- una af trompetsólóum eða trumbu- slætti. Að maður minnist ekki á, þegar hann tók fram stórskotaliðið sitt, stóra trumbu og nokkrar minni. Dómarinn stóð með öndina í háls- inum, þegar Andrés kaghýddi trumburnar, svo svitinn bogaði af honum. Svo skeði það, að dómarinn komst yfir fágæta ljósakrónu úr prismaglerjum. Hún var rösklega hundrað ára, vóg hundrað og þrjá- tíu kíló og var mikil í þvermál. Hún var líka afar dýr, en af því að dómarinn hafði lengi verzlað við fornsalann, fékk hann krónuna . krónuna með afborgunum. Nú kom hersing af rafvirkjum og settu upp krónuna og lampa og leiðslur í hana. Hún hékk í betri stofu dómarans og yfirgnæfði allt, sem þar var innanstokks. i — Hræðilegt! sagði Andrés. **• — Dásamlegt, svaraði faðir hans. Svo hékk lampinn þarna og safn- aði ryki á allar prismurnar, en dómarinn undi hverja frístund við að horfa á gersemina. Það er ekki ósennilegt, að hún hengi þar enn, ef ekki hefði gerzt válegur atburð- ur á heimilinu einn daginn. Andrés hafði, að fengnu leyfi föð- ur síns, boðið heim mörgum vinum sínum og vinstúlkum. Unga fólkið skemmti sér einkum við að dansa nýtízku dansa, og dómarinn, sem hafði flúið fram í eldhús, sat þar eins og á glóðum og hlustaði á há- vaðann úr stofunni. Myndir duttu niður á gólfið við og við, og dómarinn fann jarð- skjálftann, sem dansinum fylgdi, fram í eldhúg. Slysið bar að klukkan kringum hálftíu. Loðin karlmannsrödd belj- aði í gjallarhorninu — dómarinn hafði aldrei heyrt rödd, sem frek- ar þurfti á hálspillum að halda — Andrés og vinir hans hoppuðu og j híjuðu. Þá heyrðist ferlegur skruðn- ingur, og svo kom þögn! Ljósakrónan? datt dómaranum undir eins í hug. Með hjartað uppi í koki ætti hann inn í stofuna og sá versta grun sinn rætast. Dýr- mætasta eign hans lá í méli á gólf- inu. Andrés sat stúrinn yfir hinum jarðnesku leifum ljósakrónunnar. Faðir hans hafði aldrei séð hann svona framlágan. Hann grét. Stór, kristaltær tár hrundu niður kinn- arnar.Það voru einlæg sorgartár. Ólafur dómari var alls ekki harð- brjósta. Honum hitnaði um hjarta- ræturnar við að sjá svona einlæga iðrun. Hann virti skemmdirnar fyrir sér, svo ræskti hann sig og klapp- aði Andrési föðurlega á öxlina. — Ætli það verði ekki hægt að gera við hana, drengur minn. Andrés leit tárvotum augunum á föður sinn. — Hvaða bölvuð vitleysa er þetta, sagði hann. — Hún er möl- brotin. Dómarinn tók upp vasaklútinn sinn. — Þurrkaðu nú af þér tárin, sagði hann. — Eg er viss um að við getum einhvern veginn límt hana saman. Andrés snökti. — Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja, sagði hann. Dettur þér í hug að hægt sé að líma saman brotna grammófón- plötu. Þessi bölvuð ljósakróna þurfti einmitt að detta beint ofan á hana. Hann tók upp brot úr grammó- fónplötu og horfði stúrinn á það. — Þessi plata er óf áanleg. .Frurn- innspilun. Louis Armstrong! Vitið þér . • • ? -Jrm.w& 9 HISSA „Vér skiljum, frönsku, þýzku og dollara" stendur á spjaldi í glugga hjá fornmunasala einum í París. • Eldur, sem kom upp í kolanámu í Englandi árið 1926, slokknaði ekki fyrr en eftir þrjátíu ár. Slökkviliðið hafði fyrir lóngu gefist upp við að vinna bug á eldinum, en námusvœð- ¦iö hefur verið girt og lokað. Hvað eftir annað hafa stórar spildur hrun ið niður, eftir því sem kolalögin eyddust .undir .jarðveginum. .Loks fréttist það í fyrra, að eldurinn hefði sloknað sjálfkrafa. • Frú Wiihelmina von Etten í De- troit er orðin 104 ára og meðan hún var og hét vann hún baki brotnu fyrir tíu börnum sínum, við gólfþvotta. .En .nýlega. fékk .hún milljóna arf eftir dóttur sína, sem hún hafði ekki séð í fimmtiu ár. Dóttirin lét eftir sig 21 milljón, sem hún hafði haft upp úr því að giftast sex .auðkýfingum,. hverjum .eftir annan. Og móðir hennar fœr tíunda hlutann af þessum arfi. • / hvert skifti sem fólk í Linz hringir ákveðið númer þar i borg er svarað í simann: „Já, ég er lif- andi, get ég gert nokuð annað fy'rir yður?" Maðurinn sem svarar heitir Josef Spiesmayr og rekur stóra skó- verzlun í borginni. Einn góðan veð- urdag barst það eins og eldur í sinu, að hann hefði framið sjálfsmorð. Lögreglan athugaði málið og gat rakið þessa falsfregn til kennara eins sem hafði verið að útlista fyrir nem- endum sínum hversvegna kaup- sýslumenn styttu sér oft aldur, og nefndi Spiesmayr sem dœmi. Eftir nokkra klukkutíma vissi allur bœr- inn að Spiesmayr hafði fyrirfarið sér. En hann er nú ékki dauðari en svo að nú er hann í máli við kenn- arann og œtlar að láta hann borga sér drjúga fúlgu fyrir meiðyrði. V0 2.S-I að amerísku brugghúsin verja óhemju fjár til auglýsinga? Á síðasta ári vörðu þau t. d. 46 milljón dollurum til auglýsinga í sjónvarpi eingöngu, en þær höfðu líka þau áhrif að áhorfendurna þyrsti í ölið og salan óx um 10%. VOZS-3T að klerkastéttarmenn verða allra manna langlífastir? Læknarnir geta hinsvegar ekki gert sér von um að ná nema meðalaldri, en veitingaþjónar eru sú stétt manna, sem er fljótust að ganga sér til húðar. EILEEN JOYCE, hin heimsfræga enska pianistinna, rekur búskap á jörðinni Cartwell í West- erham, sem hún keypti af sir Winston Church ill. Þar rekur hún fyrirmyndarbú og leggur eink- um stund á nautgriparækt og sendir stundum gripi á sýningar, svo sem þessa tvo kálfa af jersey-kyni, sem vekja mikla athygli á gripasýningu í Hyde Park.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.