Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN L^itt íttio óÐÍali w Eg labbaði mig niður í bæ einn morguhinn og kíkti inn í Miðbæj- arbarnaskólann til að hafa smávið- tal við hvíta hrafninn, sem þar var til sýnis. Eg hélt að sjálfsögðu, að hann mundi taka á móti mér með: Krunk-krunk, en það var nú al- deilis ekki. Um leið og ég kom inn um dyrnar sagði hann: Hvaða slúbert er nú þetta? Slúbert? sagði ég alveg stein- hissa. Hvar hefurðu lært þetta? Það voru tveir gæjar hérna áð- an, sagði þá krummi, og tvær fís- ur með þeim, sem töluðu, maður! Báðu mig að splæsa í kollu með sér, hvort ég fengi ekki allt skæsis, sem kæmi inn við innganginn. Ja, þú ert svei mér hermikráka, að læra reykvískuna á nokkrum mínútum. Þetta er enginn vándi blessaður góði. Eg get lært hvað sem er, mað- ur er svo sem ekki hvítur fyrir ekki neitt. Þeir héldu hérna vestur í Ólafsvík, að ég væri sofandi, þeg- ar þeir gómuðu mig, en þar brást þeim bogalistin, Ólsurunum, enda aldrei verið sterkir í dýrafræðinni. VIÐ HVÍTA HRAFNINN Nú, varstu ekki sofandi? Nei-nei, ég lygndi aðeins augum. Eg var að ráða krossgátuna í Mánu- dagsblaðinu og vantaði belju í þol- falli með þremur stöfum. En því reyndirðu ekki að fljúga burtu, þegar þeir komu að þér? Eg vissi ekki alveg hvað þeim bjó í brjósti. Heldurðu, að ég hafi ekki vitað að þeir mundu fara með til Reykjavíkur og sýna mig fyrir peninga. Það er ekki til sá skratti, sem ekki er hægt að plata Reyk- víkinga til að horfa á fyrir peninga. Svo þig hefur langað til Reykja- víkur? Já, ég þurfti að hitta mann hér. En af hverju flaugstu þá ekki hingað fyrir löngu? Eg nennti því skal ég segja þér ekki, svo veit ég ekki nema hann Lárus Salómonsson hefði skotið mig í staðinn fyrir veiðibjöllu, ég er jú hvítur eins og þú sérð. Já, þess vegna er maður nú hér, að horfa á þig. Já, þú ert einn bjálfinn. Það, sem 4 ýó/en<j(h$ur ejftir ai detia heintjtfrœa koikm^4aÁtjat\na ? PÉTUR RÖGNVALDSSON LEIKUR í HOLLYWOOD Þær fregnir hafa borizt til lands- ins, að Pétur Rögnvaldsson, sem var landskunnur frjáls-íþróttamaður, sé farinn að leika í kvikmyndum í Hollywood. Leikur hann eitt af aðalhlut- verkunum í kvikmynd, sem verið er að gera eftir hinni heimsfrægu sögu Jules Verne, sem kom út á íslenzku undir nafninu „Leyndar- dómar Snæfellsjökuls". Aðalleikarar myndarinnar eru hinn brezki leikari James Mason, kvikmyndadísin Arlen Dahl og dægurlagasöngvarinn Pat Boone, sem hefur leikið í nokkrum kvik- myndum með allgóðum árangri. Að sjálfsögðu varð Pétur að skipta um nafn, því nöfn kvik- myndaleikara verða auðvitað að vera þjál í munni. Var reynt að draga síðara nafn hans saman og fyrra nafni hans var auðveld- lega breytt yfir á ensku, þannig, að hér eftir mun Pétur heita Peter Ronson á kvikmyndatjaldinu. Hef- ur Pétri verið boðinn kvikmynda- samningur til nokkurra ára. Má með sanni segja, að þetta sé mesti frami, sem íslendingi hefur boðizt á þessu sviði. Hér sést atriði 5 úr mynd þeirri, sem Pétur Rögn- valdsson leikur í. Eru þeir í iðrun jarðar, hann og j Pat Boone. Pétur er með önd í henndinni og mun önd þessi koma nokkuð við sögu í kvik- myndinni. ykkur dettur í hug hér syðra! Eg las það í Mogganum í morgun, að einhver hefði verið kominn með kálf upp á fjórðu hæð hjá sér. Já, ég sá það nú líka. Þetta þótti nú líka í frásögur færandi. Nei-nei, þið eruð öll meira og minna klikkuð eins og gæinn mundi hafa sagt. Ekki segi ég það nú. Það er margt ágætisfólk hér. Já, ég veit um einn, aðeins einn. Hann Kjartan brunamann, enda er það maðurinn, sem ég ætlaði að tala við. Eg hef nefnilega tillögu fram að færa við hann, svo veiði- bjallan hætti alveg við að pakka i sig öndunum hans Kjartans á Tjörninni. Hans Kjartans á Tjörninni? Nei, ég meinti auðvitað öndun- um á Tjörninni, sem honum Kjart- ani er svo annt um. Já, nú skil ég þig. Og hvernig er þessi tillaga? Eg vil að hann Kjartan komi öll- um öndunum í málaskólann hans Einars Pálssonar, þar sem þeim verði kennt að segja Krunk-krunk í staðinn fyrir bra-bra og vittu þá til, veiðibjallan mun sko ekki þora að snerta við þeim. Heldurðu að þetta takist? Ja, það drepur engann að reyna það. Hann Kjartan ætlar að skreppa hingað á eftir, þegar hann er bú- inn að slökkva í einum eða tveim- ur húsum eða svo. Eg má ekki vera að þessu rabbi lengur. Segðu mér áður en ég fer, hvernig kanntu við að vera eini hvíti hrafninn á íslandi? Prýðilega, en ef ég á að segja þér allan sannleikann, þá býst ég ekki við að vera það mjög lengi því ég er nefnilega ekki raunveru- legur hrafn. Eg er kóngssonur í álögum. Ne, nei, er það satt? Já, blákaldur sannleikur. Og ég býst við að losna úr álögunum þá og þegar. Hvernig geturðu það? Eg losna úr álögunum, ef að ung stúlka horfist í augu við mig og segir: Gvuð, mér finnst hann sætari en Elvis Presley. essg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.