Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN prófa þessa vél, því aS hann væri ó- kvæntur. Dick kyssti hana laust á kinnina og vatt sér fram úr rúminu. Hann teygði úr sér og horfði á hana. — Ég má ekki koma of seint, sagði hann. — Ég lofaði að vera kominn klukkan tíu svo að það er bezt að ég komist í fötin. Jó sat uppi í rúminu og tók hönd- unum um hnén. Hún heyrði buslið í honum frammi í baðklefanum og að hann söng fullum hálsi, og hún vissi að þessi dagur, sem hafði farið til ónýtis og vonbrigði hennar yfir því, skiptu engu máli fyrir Dick þegar hann var að hugsa um þotu- prófanir. Hann kom fljótlega inn aftur og fór að klæða sig. Jo skreið framúr rúminu, fór í morgunkjól og gekk niður til þess að taka til morgun- verðinn. Hún vildi helzt að hann kæmist af stað sem fyrst, svo að hún fengi að vera ein. Hvernig sem hann reyndi gæti hann ekki leynt gleði sinni yfir því að fá að prófa þotuna — og það þoldi hún illa. Hún fór að fást við árbítinn — flesk, egg og tómata. Loks heyrði hún hann koma niður stigann. — Eru blöðin komin? kallaði hann glaðlega. — Já, þau liggja á borðinu í gang- inum, svaraði hún. Hann kom inn í eldhusið með nef- ið ofan í blaðinu og fór að lesa hátt fyrir hana, meðan hún lauk við að ganga frá matnum. Þegar hún hafði lagt á borð sagði hún: — Það er bezt að þú farir að borða, og ég vil ógarnan tefja þig. Hann lét blaðið síga og hún sá strax að hann gerði sér ljóst að þau voru að falsa sjálf sig hvort fyrir öðru — og höfðu gert það síðan síminn hringdi. Hann sagði með uppgerðarkæti: — Jæja, góða mín. Ég fer þá að borða á meðán. Þegar hún kom upp í svefnher- bergi aftur settist hún við snyrti- borðið og horfði á sjálfa sig í spegl- inum. Hún varð hissa á að ekki var hægt að lesa úr andlitinu þá sorg og þjáningu, sem í henni bjó. Hún var dálítið föl — það var allt og sumt. Hún fór fram í baðklefann og lét renna í kerið, handa sér. í sömu andránni og hún var að fara úr morgunkjólnum stakk Dick höfðinu inn um gættina. — Nú verð ég að fara, sagði hann. — Við sjáumst seinna. — Hvenær heldurðu að þú komir heim? spurði hún án þess að líta á hann. — Það er ómögulegt að segja. Ég verð að skrifa skýrsluna eftir að ég lendi, en ég skal reyna að vera eins fljótur og hægt er. Hvað hefur þú hugsað þér að gera í dag? — Ég er að hugsa um að fara með áætlunarbílnum til Belhamton pg fara í verzlanir .... — Það var vel til fundið. Honum virtist létta. — Líði þér vel í dag, elskan mín! Hún heyrði hann gahga niður stigann. Heyrði ískrið í bílskúrs- hurðinni og suðið í hreyflinum, sem var ræstur. Allt í einu sárlangaði hana til að hlaupa á eftir honum og faðma hann að sér. En hún þorfði það ekki, því að hún vissi að þá mundi hún koma upp um sig — hvernig sér væri innanbrjósts, og hún vissi að honum mundi ekki falla það vel. Þegar hún kom niður í sólbjart eldhúsið aftur, sá hún að Dick hafði varla smakkað á matnum. Hún fékk herping í kverkarnar er hún starði á allan matinn, sem hann hafði skil- ið eftir. Ég verð að komast út, hugsaði hún með sér og seig lémagna niður á stól. Ég get ekki biðið hérna heima svona. Það gerir mig brjál- aða. Á þessu augnabliki fann hún að nú þoldi hún ekki meira — hún gat ekki haldið áfram svona lengur. Hún hafði verið komin að því að missa vald á sér í morgun, og kannske hafði Dick tekið eftir því og farið, að heiman án þeirrar hug- fróar, sem honum var nauðsynleg einmitt núna. Ef eitthvað yrði að honum var það henni að kenna.... Hún gerði barnalega tilraun til að flýja frá þessari hugarkvöl, og stóð upp og fór út. Hún nam staðar í garðinum sem snöggvast. Klukkan var yfir tíu, og vagninn til Belkampton gat komið þá og þegar. En hana langaði ekki inn í bæinn núna. Hún vildi heldur ganga spölkorn ein. Hún gekk stíginn, sem lá niður að sjónum. Hún var komin fram á klettabrúnina, þar var girðing, lík- lega til að fénaður, sem þarna var á beit, skyldi ekki hrapa fram af. Til vinstri sá hún auglýsingu, en skriftin var svo máð að hún var ó- læsileg. Hún nam staðar um stund. En löngunin til að sjá sjóinn varð yfir- sterkari, svo að hún skreið undir gaddavírinn. Hún ætlaði ekki að ganga of framarlega á brúnina því hún var lofthrædd, og nam staðar 4—5 metra frá hengifluginu. HÚN HAFÐI ekki staðið þarna nema fáeinar mínútur þegar hún — fann veikan titring undir fótun- um á sér. Jörðin hristist undir henni. Hún kastaðist afturábak og kom sitjandi niður. Næstu sekúndurnar var eins og umhverfið gerbreyttist. Klettur til vinstri hvarf gersamlega og nú sá hún sjóinn langt fyrir neðan sig. Svo heyrðust dunur og dynkir, og mold og grjót þyrlaðist fram af hengifluginu, og hún missi meðvit- undina. Þegar hún raknaði við sér aftur var allt hljótt. Það eina sem hún heyrði var skvampið í öldunum við fjöruna. Hún lá lengi án þess að þora að opna augun. En þegar hún leit loks- ins upp, sá hún að himininn vai* blár eins og áður, og til vinstri við hana var lóðréttur hamarinn. Til hægri aðeins hafið. Hún hafði lent á mjórri syllu í hamraveggnum. Stór steinn, sem lá á syllubrúninni hafði bjargað henni. Hún stóð upp með erfiðismunum og sneri sér að klettinum, sem var 6—7 metra hár fyrir ofan hana upp að brún. Hún vissi að klettaströnd- in var nokkuð há á þessum slóðum, svo að 30—40 metrar hlutu að vera frá syllunni og niður í urðina í fjör- unni. Hún þrýsti sér skelfingu lostin upp að hamrinum og hvíslaði: — Ég má ekki líta niður fyrir mig — það verð ég fyrst og fremst að muna. Og ég verð að reyna að vera róleg, því að ný skriða getur komið þá og þegar. Hún vissi að ekki mundi vera hægt að sjá sig frá sjónum. Strönd- in var svo viðsjárverð að smábátar hættu sér ekki inn fyrir skerin, en sjálf siglingaleiðin svo langt burtu, að hún mundi ekki sjást af skipun- um, sem þar fóru. Hún hugsaði til blettsins, sem hún hafði staðið á uppi á brúninni. Litlar líkur voru til þess að nokk- ur hefði heyrt þegar skriðan féll, og jafnvel þó fólk hefði verið nálægt mundi engum hugkvæmast að líta fram af hamrabrúnmni. Henni var nauðugur einn kostur að bíða þangað til Dick saknaði hennar og færi að leita. Hann mundi halda að hún væri i Belhampton, og hún hafði ekkert sagt um hve- nær hún mundi koma heim. Þegar hann kæmi að tómum kofunum mundi hann halda að hún hefði far- ið í kvikmyndahús. Hann mundi ekki hafa neinar áhyggjur af henni fyrr en eftir að síðasti áætlunar- bíllinn væri farinn hjá — löngu eftir að dimmt væri orðið. Hún stóð hreyfingarlaus, lömuð af hræðslu og örvæntingu. Svo fór hún að gráta. Hún þrýsti andlitinu að köldu grjótinu og lét tárin renna. Eftir dálitla stund hægði henni og nú kom upp í henni sama þorið, sem stundum kemur í villidýr í búri. Án þess að gera sér grein fyr- ir hversvegna hún gerði það, fór hún að gægjast upp fyrir sig. Það liðu nær tuttugu mínútur áður en hún gerði fyrstu tilraunina til að klifra upp. Fyrst reyndi hún á steinana með höndunum og kjark- urinn óx þegar hún fann að þeir voru fastir. Svo sótti hún í sig veðr- ið og beitti nú bæði höndum og fót- um. Annar fóturinn skrikaði og hún sá að hún hafði farið rangt að. Hún fór til baka og tók af sér skóna. Hún hvorki heyrði það né sá, en hún vissi að annar skórinn hafði hrotið fram af syllubrúninni. Svo gerði hún nýja tilraun og las sig uppeftir nybbunum í berginu með fingrum og tám. Þegar hún var komin um það bil hálfa leið greip óttinn hana aftur og svitanum sló út um allan líkamann, svo að fötin klesstust við hana eins og rennvot baðskýla. Og enn fann hún ómótstæðilega löngun til að líta nfður. Hún varð að standa og ríghalda sér í nybburnar meðan hún var að sigrast á þessari löngun. Loks gat hún haldið áfram og komst nú upp að moldarlaginu, sem var ofan á klettabrúninni. Hún vóg sig upp þannig að efri hluti líkamans lá á jarðlaginu. Það var hálft og sleipt en loks náði hún í stein, sem stóð upp úr og gat fikr- að sig upp af brúninni. Hún lá grafkyrr nokkrar mínútur meðan hún var að safna kröftum eftir áreynsluna. Hún fann hitann frá sólinni gegnum rifinn kjólinn og heyrði ölduniðinn neðan úr f jör- unni. Hún velti sér á bakið og starði upp í heiðan himininn. Og allt í einu fór um hana unaðsleg ánægju- kennd, sigurfögnuður. Hún hafði aldrei upplifað neitt þessu líkt áð- ur. Flugvélin var beint yfir henni, áður en henni varð litið á hana. Hún flaug með ofsahraða til hafs, og hún þekkti hana þegar í stað — stuttu, örvalöguðu vængina og upp- sveigða stélið. Það voru hendur Dicks, sem stýrðu þessari vél. Hreyfingar þeirra voru jafn vissar og öruggar og þegar hann var að sýsla eitthvað heima. Hún horfði á hvernig þotan hækkaði, unz hún varð eins og of- urlítil silfurfluga. Svo steypti hún sér niður og rétti ekki við fyrr en hún var komin niðurundir sjávar- borð. Þegar flugvélin var komin upp að landi aftur áttaði Joe sig fyrst á því, að hún hafði ekki verið vitund hrædd meðan hún lá og horfði á hana. ÞEGAR hún kom heim stóð litli bíllinn fyrir utan húsið. Dick var kominn heim. Hún nam staðar við hliðið og horfði á húsið, sem brosti við henni í sólskininu. Hún sá gegn- um stofugluggann skálina með rós- Framh. á 14. síðu. m\ \ — Þarna á sjöttu röð situr barn- fóstrarinn okkar með henni Lísu okkar! \> <?<»* ~ 770 Hitabylgja. í sumarleyfi í stofunni sinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.