Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 konu og börn sjálfur. En samt gat hann ekki að því gert, að hann var að líta um öxl öðru hverju og gefa henni auga, og hún var jafn dásamlega falleg núna, þegár hún horfði út um gluggann, alvarleg og hugsandi. Sóhn skein á sítt, gullið hárið, sem var fest saman með bandi í hnakkan- um, en hann sá ekki betur en einhver óróleiki væri í stálbláum augunum og að andardráttur- inn væri í hraðsta lagi. Vagninn rann áfram og Anna reyndi að sjá sem mest af borginni. En von bráðar var hún komin útúr miðhverfinu með þéttskipuðu stór- hýsunum, stórverzlununum, gistihúsunurn, veit- ingastöðunum og opinberu byggingunum og ók nú um úthverfin, sem breiddu úr sér í hlíðunum kringum borgina. Von bráðar var sjálf borgin orðin eins og hvít draummynd niður við hafið. Gegnum framrúðuna í bílnum sá Anna stein- steyptan veginn liðast í bogum upp hlíðarnar, sem urðu brattari og brattari. Loks var komið upp á slétt fell, þar sem einkahús, sum stór eins og hallir, stóðu á víð og dreif, og á milli um- fangsmikil einbýlishús, sem teygðu svahrnar letilega út frá sér í allar áttir, en þaðan var dýrðlegt útsýni yfir undirlendið og langt til hafs. Vagninn nam staðar efst á fellinu og vagn- vörðurinn kom til Önnu. „Hérna skuluð þér fara út," sagði hann. „Þér sjáið plötur meðjrámeri og nafni við hvert hlið." „Þökk fyrir," svaraði Anna. „Ég finn áreið- anlega staðinn." Hún fór út og beið á gangstéttinni þangað til vagninn var farinn, en nú lækkaði á henni ris- ið. Hún sá ekki nokkurn mann þarna. Að baki henni var útsýnið fagra til hafs, en framundan öll stóru húsin eins og í draumi, umkringd af görðum með lauftrjám, pálmum og háum og mjó- um kyprustrjám. Þetta var önnur veröld en hennar eigin. Það var likast og hún væri komin á aðra stjörnu. Og allt í einu sá hún í hugan- um þröngu íbúðina foreldra sinna, þar sem rúm- in fylltu öll herbergin nema eldhúsið. Um þetta leyti mundu systkin hennar vera að koma heim úr skólunum, setjast kringum borðið í eldhús- inu og beygjja sig yfir lexíurnar sínar. Sterk heimþrá greip hana allt í einu. Hún elskaði þau öll og var ein af þeim — og þess vegna varð húni, að reyna að hjálpa þeim.. Það var skylda henn- ar að sjá um að þau þyrftu ekki að líða fyrir það, sem hún hafði gert. Hún andaði djúpt og rétti úr sér. Hún mátti ekki bregðast núna. Skrautleg koparskilti blikuðu við hliðin að höfðingjabú- stöðunum og hún gekk hratt áfram og las á þau um leið — hvert ókunna nafnið eftir annað. Og um leið vaknaði þráinn í henni. Glen hafði sagt henni margt af lífinu sem heldra fólkið lifði, og hún vissi að þetta ríka fólk, sem gat veitt sér allt, lék sér hvert að öðru og að ástinni. En hvað hafði hún gert sjálf? Elskað í einlægni af öllu hjarta og gefið þeim sem hún elskaði allt — og ' hún hafði fengið sína refsingu fyrir. Hún ein. Það var ranglátt. Grimmileg harðýðgi. Nú var Anna komin að háu, fallegu hliði með handsmíðuðum járngrindum. Fyrir innan var yndislegur garður með reiðum, hellulögðum stíg- um og fallega klipptum limgörðum. Þúsundir blóma með fallegu litasamræmi voru þarna í löngum beðum og þarna inni var gamall maður, hvítur fyrir hærum og góðmannlegur á svip. Innst í garðinum var hvít bygging í spönskum stíl. Meðfram framhliðinni voru margar hvítar súlur og veggirnir voru þaktir rósaviði. Anna hélt niðri í sér andanum af aðdáun. Þessi feg- urð gekk fram af henni. Aldrei hafði hana dreymt um að fá að sjá aðra eins sýn. Hún varð að athuga nafnið á því hamingjusama fólki, sem átti heima þarna, og gekk að spjaldinu á hvíta stólpanum við hliðið.. Fyrst í stað • sá hún ekki stafina því að hún fékk ofbirtu í augun af sól- inni, en þegar hún hafði stafað sig framúr nafn- inu rak hún upp undrunaróp. Þetta var heimili Gordons Westwoods. Hérna átti frsendi Glens heima. Hún leit aftur á fallega hvíta húsið og gekk hikandi að hliðinu. Það var ólæts svo að hún gat opnað og farið inn. En henni fannst hún ekki mega leyfa sér að ganga þarna inn með rykuga skóna og hikaði í hverju spori er hún gekk stíginn upp að dyraþrepinu. Hún heyrði fallegan píanóleik einhvers staðar innan úr hús- inu. Hún hlustaði. Líklega átti eigandinn ágæt- -JC TÍZKAN -JC í.',:. -::yj.m.....II tipiipf ¦¦'¦'¦¦;....,, ; HOLK-ULPAN eða „busserone" þykir ómissandi þar sem fólk sýnir sig á baðstað í sumar, enda þægilegt aSsmeygja sér í hana til skjóls. Það er fljótgert aðsauma hana, eins og myndin ber nieð sér, og efnið er þykkur bómullardúkur. HENTUGRI BAÐFÖT. Allir vita að bað er tíska núna að nota baðföt með stutt- um ermum. En þá sólbakast ekki herðarnar og upphand- leggirnir, svo að ef þú ferð í samkvæmiskjól verður þú skjöldótt: með hvíta upphand- leggi en brúna fyrir neðan oln- boga. Þá er hyggilegra að nota svona baðföt frá ROSEMARIE REID, með tilheyrandi pilsi. — an grammófón, hugsaði hún með sér, og sat nú og hlustaði á einhvern meistara tónlistar- innar. Þó að hún hefði aldrei haft tækifæri til að kynnast tónlist, þóttist hún vita að það væri píanósnillingur sem lék. Henni fannst miður að fólkið léti grammófóninn hafa svona hátt, en hins vegar voru engir nágrannar þarna nærri, svo að enginn hafði óþægindi af því. Þetta var eitthvað annað en eiga heima í leiguíbúð, hugs- aði hún með sér. Hikandi studdi hún fingurgómn- um á dyrabjölluna. Gjallandi hringing glumdi skerandi og yfirgnæfði tónlistina. Henni fannst þetta vera táknrænt fyrir komu hennar. Tún kom eins og hjáróma rödd inn á þetta heimili, til þessa fólks, sem hingað til hafði lifað í al- geru samræmi auðs og áhyggjuleysis. Bryti opnaði fyrir henni. Hann var hár og mag- ur, hæruskotinn og snöggklipptur. Andlitið ó- persónulegt og sviplaust en augun ekki óvin- samleg. Það var ekki laust við að áhyggjur yrðu lesnar úr þeim. „Ég átti að fá að tala við herra Westwood," sagði Anna hikandi og feimin. „Hann — lofaði mér því. Ég talaði við hann í síma í gær." Brytinn vék sér til hliðar og hleypti Önnu inn í stóran og bjartan forsalinn. Hún svipaðist um og reyndi að gera sér grein fyrir hinni sér- kennilegu fegurð stofunnar, en henni fannst allt þarna óvirkilegt og fjarrænt. Hún hafði aldrei séð neitt þessu likt. Á ljósgráum vegggunum héngu fornleg málverk í breiðum umgerðum. Hvernig gat hún vitað að stóra þunga borðið þarna á miðju gólfi hafði verið smíðað á fjórt- ándu öld handa matstofu í ítölsku klaustri? Eða að ábreiðan á gólfinu var mörg hundruð ára gömul og lamar austur í Tíbet höfðu einhvern tíma legið á henni sj hnjánum er þeir báðust fyrir. Flórentínsk Maríumynd frá miðöldum horfði á hana úr innskoti í vggnum. Þarna var allt fullt af grigum, sem safnað hafði verið með vandlát- um smekk á ferðalögum um alla veröldina. Anna reyndi að taka eftir sem flestu er hún fylgdist með brytanum um hverja stofuna annarri ævin- týralegri. Út um háa gluggann sá hún garðin- um bregða fyrir, og yfir öllu hvíldi tigin ró. Nú opnaði brytinn vængjahurðir í háum dyr- um og Anna kom inn í afar stóran sal með of- anljósi, sem eigi var eins bjart og í hinum stof- unum. Þarna var lítið af húsgögnum og marmara- gólfið var að mestu leyti nakið. Aðeins þykkar ábreiður á stangli, þar sem stólar og borð voru. Innst í salnum var blómagarður og slagharpa og við hana sat maður sem var að spila. Það var þá ekki grammófónn, sem hún hafði heyrt. Lík- Framh. FALKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12..og iy2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.