Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Trjábolurinn er fyrsta skip mannsinns. Og en í dag notast ýms- ar þjóðir við eintrjáningsbáta, gerða úr trjábol en holað innan úr bolnum til þess að auka burðar- magnið. Þetta eru alls ekki ákjós- anleg fyrirtæki og er gjarnt til að velta, jafnvel þó kjölur sé á þeim. Til þyngri flutninga þurfti meira burðarmagn. Fyrstu skipasmíðarn- ar voru þær, að margir trjábolir voru bundnir saman í fleka, þannig að úr varð fljótandi gólf. Það gat ekki sokkið og þoldi vel sjó, en svo þungt í vöfum að erfitt er að stýra því eða bifa því áfram með árum. Hafstraumar og vindar ráða mestu um hvar slík farartæki lenda en með ferð sinni til Suðurhafseyja frá Perú sannaði Thor Heyerdal fyrir nokkrum árum, að hægt er að komast langt út í höf á svona far- kosti. Stórt skref var stigið er frum- þjóðirnar fóru að smíða bátagrind- ur og fóðra þær með skinni, eins og Eskimóar gera enn í dag. Græn- lensku kajakarnir eru allra báta léttastir í vöfum og kajakróður er íþrótt ekki síður en skíðastökk. Það ræður að líkum, að hjá þjóð- um, sem lifa langt inni í landi, hef- ur kyrrstaða orðið í báta- og skipa- smíði. Bátarnir sem notaðir eru á ám og vötnum víða í Mið-Asíu eru skringilegir í okkar augum, líkari keröldum en bátum. Það eru þjóð- irnar sem búa við höfin, sem eðli- lega hafa stjórnað framförunum. Það eru einkum þrjú svæði, sem gengið hafa á undan. Er þá fyrst að telja Indland og Kyrrahafseyj- ar, næst Miðjarðarhafslöndin og loks Norðurlönd. Þjóðir þessara svæða urðu að stunda siglingar og komast sem lengst á sjónum, — það var ómissandi þáttur í baráttu þeirra fyrir lífinu. Grískt og rómverskt skip í orrustu. Landgöngubrúin hefuur verið sett á milli skipanna og hermennirnir á öðru skipinu ráðast til uppgöngu á hitt, eins og þeir væru að taka virki. Lögun skipanna er lík, en rómverska skipið er stærra. FYRSTL SKIPIINI trjábcli ir siglinga á opnu hafi, en til þess að þeir velti minna og hvolfi síður festa þeir einskonar lausakjöl með grind við hliðina á bátnum. Þessir bátar eru enn algengir víða á Suður- hafseyjum. SIGLINGAR NORÐURLANDABÚA. Þar eystra stóðu siglingarnar í stað þangað til á síðustu öld. Skip Miðjarðarhafsþjóðanna héldu áfrarn að fullkomnast til loka miðalda, en eftir þann tíma tóku hinar norð- lægu Evrópuþjóðir forustuna, bæði á seglskipaöldinni og þó einkum á vélskipaöldinni. En frá því sögur hófust hafa norð- lægu þjóðirnar í Evrópu staðið framarlega og þó norðurlandaþjóð- irnhr fremst, fyrstu aldirnar. Þær hafa verið sjónum vanar frá því að þær byrjuðu að taka bólfestu á ströndum Skandinavíu í lok ísald- ar. Ymsir elztu mannabústaðir norð- urlanda eru á eyjunum við strendur Noregs, þegar Danmörku sleppir, því að hún var farin að byggjast áður en ísinn hvarf af Noregsströnd- Galeiðurnar urðu algengar á mið- öldum. Þrælar voru látnir sveit ast undir árum en líka höfðu þessi skip svo- kölluð „latínu- segl“. En þrátt fyrir allar nýtízku fram- farir, sem nú síðast hafa framleitt atómskip, eru frumgerðir margra skipa enn við lýði. Strákar gera sér fleka til þess að komast yfir ár og út í tjarnarhólma, holaðir trjábolir eru enn notaðir á ánum í Mið-Af- ríku, Indíánar nota báta úr trjá- berki og Eskimóar kajakinn — hraðskreiðasta eins manns far, serrt okkur þjóð'hefur smíðað. Á Kyrra- hafseyjum nota menn mjóa báta til VORL Siglingar liófust þeirri upp- götvun mannsins, að tré er léttara en vatn.. En Dýrin uppgötvuðu þetta á undan manninum, og notuðu trjá- boli til að bjarga sér á úr vatnsflóðum. um. Á myndum sem ristar hafa verið á stein í Norður-Noregi má sjá að þar hafa á steinöld verið not- aðir skinnbátar, eigi ósvipaðir „konubátunum11 grænlezku. Myndir frá bronsöld sýna, að þá hafa menn verið farnir að smíða skip úr tré, með háum stöfnum og drekahaus- um, Leifar af einu slíku skipi hafa fundist í Valderey á Sunnmæri. Byrðingur þeirra var saumaður saman en ekki negldur. Svipaður bátur hefur fundizt á Als í Dan- mörku, og er frá upphafi járnaldar. Frá síðari hluta járnaldar er til ,,Nydamskipið“, sem einnig fannst í Suður-Jótlandi, á stærð við vík- ingaskipin norsku, en enginn kjölur var á þessu og eldri skipum. Það Frá vinstri: Holur trjábolur er talsvert valtur farkostur, en þó notaður enn á ánum í Afríku. — Egypzkt skip, með „styrktartaug“ stafna á milli og tvær stýrisárar. Rár á seglinum bæði að ofan og neðan. — Grískur „tirem“ með tveimur áraröðum og „hrút“ í stafni til aðstanga óvinaskip.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.