Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 7
FALKINN 7 Það hefði ekki verið undarlegt þó þau hefðu bæði verið kjökrandi. Ekkjudrottningin var beðin um að koma til þeirra. Þau sögðu henni frá niðurstöðunni. Og þegar kon- ungsfjölskyldan át miðdegisverð i portúgalska sendiráðinu um kvöld- ið, vissi drottningin að Margaret hafði látið skyldurnar sitja fyrir ástinni. En eitt skilyrði fylgdi þó þessu. Prinsessan krafðist þess að fá að senda út tilkynningu um, að hún elskaði Peter Townsend. Og að þau fengi að vera aðra helgi saman áður en þau skyldu. Það síðara var samþykkt og það varð að ráði að þau yrðu hjá Rupert Nevill lávarði og frú hans, á heim- ili þeirra í Uckwick í Sussex. — En um tilkynninguna var þráttað í marga daga. Síðdegis daginn eftir fór Marga- ret til Lambeth Palace og talaði við erkibiskupinn af Kantaraborg. Blöð- in sögðu að erindið mundi hafa ver- ið það að fá að heyra álit kirkjunn- ar. Dr. Fisher gerði ráð fyrir að prinsessan kæmi til að leita ráða hjá sér og hafði taðað ýmsum fræði- bókum kringum sig. En þegar prinsessan kom inn sagði hún: — Þér getið lagt bækurn- ar til hliðar, erkibisku. Eg hefi tek- ið ákvörðun. Sama kvöldið hjálpaði Margaret systur sinni til að skemmta Portú- galsforseta, sem var í opinberri heimsókn, og var með honum í leik- húsi og sá „Seldu brúðurina" eftir Smetana. Þar syngur söguhetjan til hins bannfærða elskhuga síns: ,,Ekk- ert í heiminum skal nokkurn tíma skilja okkur að.“ Og svo byrjuðu hinar síðustu samverustundir elskendanna sem ekki fengu að eigast. Townsend fór til Eridge Castle, sem var heimili markgreifans af Abergavenny, skammt frá Tunbridge Wells. Hann átti að eiga heima þar, en heimsækja prinsessuna á daginn í Uckwick House. t Þagað fór hann í miðdegisverð á föstudagskvöldið og eftir borðhald- ið sátu þau Margaret lengi ein sér til að semja tilkynninguna, sem Margaret vildi birta. Þau töluðu um þetta fram undir morgun. Ótal SORAYA OG ORSINI. — Hér sjást þau Soraya fyrrverandi Persa- drottning og ítalski furstinn Rai- monde Orsini vera að spássera í sólskininu á Capri. Það er skrafað að bau muni þá og þegar verða pússuð saman í Róm — sumir segja að þau hafi þegar gifst á laun. uppköst voru gerð og fleygt jafn- harðan. Þegar þau loks höfðu gengið frá yfirlýsingunni var orðið of seint fyrir Townsend að fara aftur heim í Eridge Castle. Þessvegna varð að ráði að hann yrði kyrr á Uckwick House framyfir helgina. Og það var líka heppilegast fyrir hann að koma ekki út, því að þar sátu hópar af blaðamönnum um hann. LEIKSLOKIN. Townsend og prinsessan leiddust um garðinn fyrri part dags á laugar- dag, en síðdegis kom Oliver Dawny kapteinn, einkaritari ekkjudrottn- ingarinnar, til Uckwick House til að sækja yfirlýsinguna. En hann kom ekki í þeim erindum einum. Hann átti að gera úrslitatilraun til að fá prinsessuna til að hætta við að krefjast birtingar á henni. En hún var óbifanleg. Dawnay fór aftui; til London. En síðdegis á sunnudag kom hann aftur. Hann átti að fá yfirlýsing- unni breytt. Margaret hafði heimtað að hafa þessa setningu í yfirlýsing- unni: „Mér hefur verið styrkur að stuðningi og vináttu Townsends kapteins". Dawnay sagði að það væri réttara að strika út orðið „vin- áttu“. Margaret neitaði því. Hún kvað hafa hótað að giftast Towns- end ef yfirlýsing yrði ekki birt orð- rétt eins og hún hafði gengið frá henni. Og það náði fram að ganga. Sunnudagskvöldið gaf Margaret Townsend loforð, sem skýrir ýmis- legt sem síðar gerðist. Hún var að leika á píanó fyrir hann. Þau töluðu saman. Prinsessan sagði að hún elsk- aði hann heitar en svo, að hún gæti hugsað sér að giftast nokkrum öðr- um. Og tilkynningin, sem birt var daginn eftir bar þetta líka með sér. En það er engin ástæða til að ætla að Townsend ætlaði sér að herma þetta loforð upp á hana. Það hefði verið rangt af honum að biðja hana um að giftast ekki öðrum. Enda fór hann burt frá Englandi og var er- lendis í tvö ár. Þannig hafði hún fullt frjálsræði og enginn gat sagt að hann skipti sér af högum hennar. Prinsessan var honum sammála um að það væri bezta ráðið til að geðjast almenningsálitinu. En það breytti ekki tilfinningum hennar til hans á nokkurn hátt, og hefði ekki heldur breytt áformi hennar i.m að giftast ekki neinum öðrum. Yfirlýsingin kom síðdegis á mánudag. Þar stóðu þessi orð: Eg lýsi hérineð yfir því, að ég hef af- ráðið að giftast ekki Peter Towns- end kapteini .... Townsend var enn nokkra daga í Uckfield House. Einn rigningar- morgun stóð hann á Lydd-flugvell- inum og horfði á eftir græna Ren- ault-bílnum sínum, er hann var settur inn í vöruflugvél. Forvitnir áhorfendur höfðu safnast saman þarna, en Peter talaði ekki við þá, og veifaði ekki er hann fór inn í flugvélina. Hálftíma síðar var hann komin á burt úr Englandi. Og nú héldu allir að þetta ástarævintýri væri búið. NÝR TOWNSEND. Eftir að Margaret hafði birt yf- irlýsingu sína um að hún mundi ekki giftast, í októberlok 1955, tók Townsend aftur við stöðu sinni sem flugmálafulltrúi í Bruxelles. En honum leiddist þetta starf. Þess vegna afréð hann að fara úr flug- hernum eg fara í bílferðalag kring- um hnöttinn. Hann var oft í London næstu mánuði, meðan hann var að undir- búa ferðalagið, og hitti Margaret oft, en blöðin fengu aldrei að vita um heimsóknir hans. Daginn áður en hann lagði í ferðina voru þau saman í Clarence House. Maðurinn, sem kom úr ferðalag'- inu 18 mánuðum seinna var al- veg nýr Townsend. Nokkru síðar kom hann til London, sólbakaður og fullur af fjöri, og vitanlega gerði hann heimsókn í Clarence House og var þar lengi. En enginn Þessi áðurnefndi Loptur ríki þjónaði með IV sveina Noregs kóngi, varð og dubbaður riddari, færði eptir það hvítan fálka í blá- um feldi, sem nú hans eptirkomend- ur færa í sínu innsigli eður sign- eti. Svo kvað síra Ólafur heitinn Halldórsson um einn þeirra Jóns- sona: Færði hann í feldi blá fálkann hvíta skildi á, hver mann af því hugsa má hans muni ekki ættin smá. Eptir það Loptur ríki hafði gipt þessa Kristínu, sem áður er getið, gipti hann sig annarri kvinnu, og er sagt að þau hafi átt, meðal ann- ara sinna barna, dóttur, sú er nefnd Ólöf Loptsdóttir, mjög skaphörð, mikilhæf kvinna; hún giptist Birni Þorleifssyni, og áttu nokkur börn saman, og er þessara helzt getið: — Þeirra synir hétu svo: Þorleifur og Einar, sem utanlands skal hafa andast og átti að verða hirðstjóri; þeirra dóttir hefur heitið Solveik, hún bjó fyrst á Hóli, átti þar barn í frillulífi, giptist síðan Páli Jóns- syni, sem var veginn á Öndverðar- eyri; þó er göfugt ættsprengi af þeirn komið. Áður Björn þessi giptist Ólöfu, átti hann tvö laun- getin börn: Jón, kallaður Dan, bjó á Hrafnseyri í Arnarfirði, hverja hann gaf Skálholti á deyjanda degi; og dóttur, sú er nefnd Þóra, hverja hann gipti Guðna Jónssyni. Þau áttu nokur börn saman, meðal hverra þeirra sonur er nefndur Björn Guðnason, hver eð varð sýslumaður yfir ísafjarðarsýslu og sat að Ögri. Hans son var Torfi, hann sigldi XVIII vetra uppá Vatnsfjarðar klögun, en andaðist um þann tíma, varð ei tvítugur eða stórt þar yfir. Kvinna Björns Guðnasonar hefir lieitið Ragnhild- ur Bjarnadóttir, þau áttu IV eða V dætur saman, þær hafa svo heitið: Guðrún, Sigríður, Þóra, Ólöf og veit hvað þau töluðu um, Marga- ret og hann. Blöðin komust auðvit- að að þessu, en Townsend gaf út yfirlýsingu þess efnis, að ástæðu- laust væri að halda að þessi heim- sókn breytti nokkru um það, sem Margaret hafði gefið yfirlýsingu um í október 1955. Síðan hafa þau hjónaleysin hizt hvað eftir annað, með fullu samþykki drottningarinnar. Það hefur gefið tilefni til margskonar ágiskana, m.a. hafa blöð fullyrt, að þau Margaret og Townsend muni giftast eftir allt saman. En jafn- harðan hafa komið yfirlýsingar frá hirðinni um að þessar fregnir séu tilhæfulausar. Endir. Guðrún, kölluð rúnka. Guðrún Björnsdóttir átti tvo menn, sá síð- ari hét Hannes, hans faðir hét Egg- ert, var lögmaður í Víkinni í Noregi, dubbaður riddari, sem það fríheit- bréf útvísar. Guðrún og Hannes Eggertsson hver eð var hirðstjóri hér á landi, áttu þessi börn: Eggert Hannesson, Björn Hannesson, Bjarna Hannesson — hann andað- ist ógiptur — en dætur: Guðrún, Katrín og Margrét. Guðrún átti Þorlák Einarsson, en Margréti átti síra Halld.ór Einarsson, þeirra son síra Bjarni sem hélt Selárdal, vest- an fram í Arnarfirði. Guðrún og Þorlákur áttu nokkur börn sín á millum, sem hér eru ei nefnd utan Gizur Þorláksson þeirra son, hann giptist Ragnheiði, dóttur Páls Jónssonar á Reykhólum; þau áttu nokkur börn saman, hver ung sál- uðust, utan Jón Gizurarson, sem þetta hefir upp skrifað, eptir því sem hann hefir getað því saman safnað eptir gamalla manna skrifi og frásögn. Annar hans son Magnús Gizurarson. Þessi fyrrskrifaði Björn ríki var vegna upphlaups, sem varð milli sleginn í hel í Rifi, af Engelskum, hans og þeirra; þar renna ævintýr til. Hústrú Ólöf var í það sinn á Helgafelli, er hún frétti lát Björns bónda síns, hún sagði: „ekki skal gráta Björn heldur safna liði,“ hvað hún gjörði, klæddi sig hringabrynju og þar yfir kvennmannsbúnaði, dró svo með útbúið lið, komst með kænsku á Jónsmessu og hennar fólk að Engelskum og drap þeirra mikinn fjölda, utan kokkinn, sem naumlega fékk líf fyrir það hann hafði áður hjálpað syni þeirra Þor- leifi, hvers hann naut, þó með nauð- um. Það var þá málsháttur: Rustugt varð í Rifi þá ríki Björn þar dó. Hústrú Ólöf sat á Reykhólum til dauðadags, og væri um hana margt að skrifa, þó að hér hjá líði. * (Jm Lopt ríka og Olöfu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.