Fálkinn - 30.10.1959, Page 2
2
FÁLKINN
ST JÖRIMULESTUR ^
- ★
Jlón -s4rnaion, prentara
Nýtt tungl 31. okt. 1959.
ALÞJÓÐAYFIRLIT. — Vatns- og
föstu merkin í yfirgnæfandi meiri-
hluta. Vatnið er breytilegt í eðli
en föstu merkin treg og íhaldssöm.
Virðist hér um andstæð öfl að ræða,
sem munu upphefja hvort annað
að vissu leyti. Þó er líkast að íhalds-
öflin eða þau varasömu áhrif, sem
þau geyma, muni nokkru þrótt-
meiri. Dómgreind ætti því að láta
frekar á sér bera, þó er það hæpið
Mætti því búast við mistökunf
nokkrum, sem gætu orðið til varúð-
ar. — Tölur dagsins eru: 3—(— 1—(-1
-f-5-j-9==19=10— 1. 3 eru Júpiter-
tala. Eintalan tvöföld er Sól-talan.
5 er Meríus-tala og 9 er Mars-tala.
Júpiter er framsóknaraflið og Sólin
er ráðandinn, Merkúr er skynsemin
og Mars baráttan-—seiglan. En fram-
kvæmdatalan er Sólar, eintalan, út-
kommutalan. Eru þetta góðar tölur,
þróttmiklar. Árangurinn ætti að
vera góður. Guð ræður. — Jarð-
skjálfta mætti búast við nokkru fyr-
ir austan okkur eða 18° AL. Ætti að
eiga upptök sín skammt fyrir aust-
an land.
Lundúnir. — Nýja tunglið, Mars
og Neptún í 4. húsi. Bændur og af-
koma þeirra vekur mikla athygli
og umtal og kröfur þeirra verða æ
háværari, og mun stjórnin verða
fyrir aðköstum nokkrum út af þess-
um málum. Hætta á að hún tapi
fylgi. — Úran í 1. húsi. Hætt við
urg meðal almennings og taugakvill-
ar, kalda og kvef áberandi. — Ven-
us í 3. húsi. Flutningar, póstur,
fréttaþjónusta, blöð og bækur und-
SMELLIN AUGLÝSING. — Enski
baðstaðurinn Brighton við Ermar-
sund hefur nýlega komið sér upp
strætisvögnum, og til þess að
kenna fólki að nota þó hefur félag-
ið leigt fríðleiksstúlku eina, sem
var kjörin „Miss Brighton 1957'1
til þess að aka um göturnar í smá-
vagni af líkri gerð og strætisvagn-
arnir, og útbýta ferðaáætlununum
og veita fólki allskonar upplýsing-
ar um strætisvagnaferðirnar. —
Hugmyndin þykir góð og því er
spáð að Brighton-strætisvagnarnir
verði vinsælir.
ir gagnrýni nokkurri. — Merkúr og
Júpiter í 5. húsi. Leikhús, leiksvið
og skemmtanastörf undir góðum á-
hrifum og ættu að gefa góðan arð,
einkum útileikhús og útiskemmt-
anir.
Berlín. — Nýja tunglið, Mars og
Neptún í 4. húsi. — Bændur og
afstaða þeirra og afkoma vekur
mikla og almenna athygli. Mun urg-
ur nokkur koma í ljós út af verð-
lagi landbúnaðarvara. Þó mun af-
staða stjórnarinnar nokkuð óákveð-
in. Hætt við að andstaða stjórnar-
innar færist í aukana. — Úran í
1. húsi. Hætt við urg meðal almenn-
ings og sprenging gæti komið í op-
inberri byggingu. Taugakvillar,
kalda og kvef áberandi. — Venus
í 2. húsi. Fjárhagur góður og banka-
starfsemi góð. Plútó í húsi þessu.
Svikamál í fjármálum gæti komið
fyrir dagsins ljós. — Júpiter ræður
í 5. húsi. Leikhús, leiklist og
skemmtanalíf undir góðum áhrif-
um, ætti að gefa góðan arð.
Moskva. — Nýja tunglið, Mars
og Neptún í 3. húsi. Samgöngur,
flutningar, fréttaþjónusta, útvarp,
bækur og blöð undir áberandi at-
hygli almennings og urgur nokkur
út af meðferð þessara mála og opin-
berum rekstri þeirra. — Venus í 2.
húsi. Bankastarfsemi og fjárhreyf-
ingar ættu að vera í góðu lagi. Sat-
úrn í 5. húsi. Leikhús og leiklist og
skemmtanir undir varasömum á-
hrifum og tafir og hindranir koma
til greina í rekstri slíkrar starfsemi.
— Merkúr og Júpiter í 4. húsi. Af-
staða bænda frekar góð og friðsæll
tími hjá þeim nú og lítill mótþrói
gegn ráðendum sýnilegur. Afkoman
í lagi. — Satúrn í 5. húsi. Frekar
góðar afstöður, þó er slæm afstaða
til Úrans. Sprenging í iðnaðarfyrir-
tæki gæti átt sér stað. — Úran í
12. húsi, Ágreiningur út af fangels-
um og fangabúðum.
Tokýó. — Nýja tunglið í 12. húsi,
ásamt Mars og Neptún. Fangabúðir,
betrunarhús, sjúkrahús undir al-
mennri gagnrýni og dulfræði í góð-
um gangi og viðleitni. Ágreiningur
gæti átt sér stað í þessum efnum.
— Merkúr og Júpiter í 1. húsi. Að-
staða almennings ætti að vera mjög
góð og heilsufar gott. — Satúrn í
2. húsi. Fjárhagsútlitið ætti að vera
frekar stöðugt og ganga vel. — Úr-
an í 9. húsi. Siglingar og utanríkis-
verzlun ætti að vera frekar góð,
en þó er hætt við urg eða verk-
falli á siglingaflotanum og spreng-
ing gæti átt sér stað í flutninga-
skipi. — Venus og Plútó í 10. húsi.
Afstaða stjórnarinnar er athuga-
verð og saknæmir verknaðir gætu
komið upp úr kafinu undir henn-
ar hendi og vakið mótspyrnu.
Washington. — Sól og tungl, Mars
og Neptún í 6. húsi. Afstaða verka-
manna ótrygg og urgur og órói á
sér stað út af ýmsum málefnum
þeirra og á stjórnin þar í örðugum
aðgerðum að fást við. — Úran, Ven-
us og Plútó 1 5. húsi. Leikhús og
leikarar undir almennri athygli og
mun fjárhagur þar koma til greina.
Sprenging í leikhúsi eða skemmti-
stað. — Merkúr og Júpiter í 7. húsi.
Utanríkismálin undir góðum áhrif-
um og sýna sterka aðstöðu til al-
þjóðmálanna. Þó gætu umræður
nokkrar orðið og blaðaskrif um þau.
— Satúrn ræður 9. húsi. Utanlands-
siglingar undir takmörkunum
nokkrum og töfum, einnig utanríkis-
verzlunin.
ÍSLAND.
4. hús. ■— Nýja tunglið í húsi
þessu, ásamt Mars og Neptún. —
Landbúnaður og útvegur undir mik-
illi athygli og urgur ekki lítill út
af tiltektum þeirra, verkföll út af
verðlagi og þar af leiðandi aðgerð-
um. Stjórnin í vandræðum út af
tiltektunum.
1. hús. — Sói ræður í húsi þessu.
— Urgur nokkur meðal almennings
út af verðlagi og eldur gæti komið
upp í opinberri byggingu. Heilsu-
far ætti að vera sæmilegt.
2. hús. — Úran í húsi þessu. —
Fjárhagsmálin undir slæmum áhrif-
um. Tafir í bankarekstri. Sprenging
gæti átt sér stað í peningastofnun
eða banka.
3. hús. — Plútó í húsi þessu á-
samt Venusi. — Flutningar, póst-
ur, sími, útvarp, bækur og blöð
undir góðum áhrifum. Þó gæti kom-
ið upp sviksemi í rekstri einhvers
slíks fyrirtækis.
5. hús. -— Merkúr og Júpiter í
húsi þessu. — Leikarar og leiklist
ættu að vera undir góðum áhrifum
og gefa góðan arð og skemmtana-
líf með blóma.
6. hús. ■— Satúrn ræður húsi
þessu. — Kvef og inflúenza á ferð
og væri því vissara að verja sig
vel gegn allri kælingu. Sprenging
í sjúkraskýli.
7. hús. —Satúrn ræður húsi þessu.
— Þetta er ekki beinlínis góð afstaða
til utanríkismálanna. Árekstrar
nokkrir gætu átt sér stað og fjár-
hagsútlitið alvarlegt eins og áður.
Afstaðan til Englendinga virðist
daufari.
8. hús. — Satúrn ræður húsi
þessu. — Lítil von um að ríkið fái
arf eða gjafir um nokkra hríð.
SKÁK I.
Hvítt mátar í 2. leik.
SKÁK II.
9. hús. ■—- Júpiter ræður húsi
þessu. — Siglingar og utanríkis-
verzlun ætti að vera undir góðum
áhrifum og gefa góðan arð. Verzl-
unarsamningar ættu að ganga greið-
lega.
10. hús. — Júpiter ræður húsi
þessu. — Hefur frekar sterka að-
stöðu. Stjórnin er því frekar styrk
í sessi og ætti því að ráða nokkru
um fjármál og framtak. Líklegt að
kjósendur komi henni ekki á kné
fyrir kosningar.
11. hús. — Venus ræður húsi
þessu. — Sú hagkvæma og hyggi-
lega hlið framkvæmdamálanna
styrkir afstöðu stjórnarinnar.
12. hús. —■ Engin pláneta í húsi
þessu og því hefur það lítil áhrif.
Ritað 26. sept. 1959.