Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1959, Side 4

Fálkinn - 30.10.1959, Side 4
4 FÁLKINN Sagan segir, að inni í frumskóg- unum við Padang í Burma hafi guð- inn Rama átt tignarlegt musteri, og þangað komu pílagrímar langar leið- ir til að biðja um blessun hans. Líkneski guðsins var með tveimur augum, eins og venjulegt er, en auk þess hafði Rama auga í miðju enni. Og með þessu auga sá guðinn gegn um sál mannanna og langt inn í ó- komnar aldir. Pílagrímarnir skriðu á hnjánum framhjá þessari goðamynd, laf- hræddir við syndir sínar og þetta Marie Antoinette fleygði demantin- um á leiðinni á höggstokkinn. sálarauga guðsins. Ef til vill hefur sumum áf þeim syndugu dottið í hug, að hægt mundi vera að koma því í peninga, því að þetta var feg- ursti gimsteinninn, sem nokkur þeirra hafði séð. En þeir voru full- vissir um, að guðinn mundi lesa hugsanir þeirra, og þess vegna þorðu þeir aldrei að koma nærri enni hans. Og svo var hitt, að must- erisverðirnir mundu hafa gát á slíku og sá, sem stæli auga guðsins, átti ekki neins von nema pyntinga og dauða. — En maður er nefndur Tavern- ier. Hann var franskur og trúði ekki á guðinn Rama. Hann hafði unnið um skeið í demantanámunum í Burma' og hafði heyrt sögurnar, sem fóru af hinum dásamlega „auga steini — þriðja auganu“. Hann af- réð að reyna að eignast þennan stein og bjóst dularbúningi sem indversk- ur pílagrímur og þóttist vera heyrn- arlaus og mállaus. Svo hélt hann inn í frumskógana í Burma. Það var helzt að sjá, að forlögin vildu hjálpa honum til að ná í stein- inn. Því að þennan októbermánuð, sem hann gerði ferð sína í, rigndi nærri því stanzlaust. Og í rigning- um eru allir Indverjar latir. Þarna voru sem engir pílagrímar á ferð, og musterisverðirnir þóttust geta tekið sér hvíld, því að ekkert var að gera. Þess vegna tók enginn eftir dulbúna pílagrímnum, sem faldi sig í skóg- inum og laumaðist þaðan inn í musterið. Tavernier komst klaklaust inn í hofið og upp að líkneski goðs- ins og tókst að ná gimsteininum úr koparenni þess með hnífsoddin- um sínum. Hann stakk steininum ofan í eltan hrútspung, sem hann bar á brjósti sér í þveng um háls- inn, og fór sína leið. Nokkrum dög- um síðar komst hann með skipi frá Rangoon áleiðis til Evrópu. En pest- in — svarti dauði eða kólera -— kom upp um borð í skipinu á leið- inni. Tavernier tókst þó að komast úr skipinu, þegar það kom til Mar- seille, og fór beina leið til Parísar. Hann ætlaði sér að selja franska „sólarkónginum“ — Lúðvík XIV. — steininn, því að hann var allra manna ríkastur og sóaði of fjár í gjafir til vildarkvenda sinna. Þessa stundina var það markgreifynjan af Montespan, sem var í náðinni hjá kóngi-, og sagt var, að kóngur gæfi henni allt, sem hún bæði hann um. — Þegar skartgriparáðunautur kóngsins sá hinn fagra bláa demant, sem Tavernier tók upp úr vasanum, skildi hann þegar, að þarna var um sjaldgæfan gimstein að ræða, sem kóngur mundi ágirnast. Steinninn vóg 110 karöt, en var óslípaður. Þegar kóngur sá steininn, hoppaði hann af kæti og lagði þegar svo fyr- ir, að umgerðin og festin skyldi vera úr mjög mjóþræddu víravirki, svo að steinninn sjálfur nyti sín þess betur á hinum granna hálsi frillu hans, markgreifaynjunnar. Greifynjan var heila viku sam- fleytt í konungsgarði eftir að hún hafði fengið hina dýru gjöf — en svo snerist allt við hjá henni í skyndi. Lúðvík sólarkóngur hætti að sinna henni. Hún varð að skila honum demantinum, konungurinn tók við honum og bað fjármálaráð- herra sinn að geyma hann fyrst um sinn. Og nú komst blái demanturinn í franska krúnugripasafnið, en hefnd indverska guðsins fylgdi hon- um eftir sem áður. Því að þremur vikum síðar var þessi fjármálaráð- herra fangelsaður fyrir að hafa dreg- ið sér óleyfilega ríkisfé svo milljón- um franka skipti. Hann dó í fangels- inu — en sama dag dó Jean Tavern- ier, þjófurinn að sama gimsteinum, austur í Calcutta! Hann hafði þá eytt peningunum, sem hann fékk fyrir bláa demantinn — „þriðja auga guðsins" — og hafði ætlað sér að ná í fleiri dýra steina þar eystra. En nú tók sóttin hann, sú sama, sem hafði drepið svo marga um borð í skipinu, þegar hann kom að austan með „þriðja augað“ sitt. Hann sat í musteri einu og horfði á dans, hálf-máttvaná af veikindum. En þá réðst allt í einu einn af „hinum heilögu fílum“ i musterinu á hann og stangaði hann til bana. Þannig lauk æfi Jeans Tav- erniers, mannsins, sem stal „þriðja auganu"... — En blái demanturinn lá í kjall- arahvelfingunni alla tíð þangað til Marie Antoinette fékk spurnir af honum. Engar þjóðsögur hafði hún heyrt af steini þessum, heldur að- eins hitt, að hann væri með af- brigðum fallegur. Enginn varð til þess að segja henni að steini þess- um fylgdi ógæfa og mannsbani, eða að hertogafrúin af Montspan hefði notað hann og að Lúðvík XIV. hefði snert á honum skömmu áður en hann fékk bólusóttina, sem varð honum að bana. Þegar hin unga, skrautgjarna Tina Onassis, núverandi eigandi Hope-demantsins. drottning sá bláa demantinn, varð hún frá sár numin af hrifningu. Henni þótti umgerðin og festin of grönn, og lét búa steininn í nýja umgerð, sem hún taldi að færi sér betur. Frænka hennar, Lamballe prinessa, fékk að nota þennan skart- grip einu sinni, og þær frænkurn- ar fengu sig aldrei fullsaddar af að dásama hann. Þegar Marie Antoinette var leidd á höggstokkinn, bar hún þetta djásn um háls sér. Það er sagt, að hún hafi slitið það af sér og fleygt því HOPE-DEMANTINIM - Hefur verið ógæfusteinn. -k Nú á frú Tina Onassis gripinn Jrœyir qi\nAtei\nar ^ 3

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.