Fálkinn - 30.10.1959, Page 13
FÁLKINN
13
>f >f >( >f>f>f>f>f>f>f>f>f
LAUS ,,BRJÓSTHLIF“
fiessi dragt er úr nylon-ull, sniá-
köflóttri — svart og hvítt — og er
frá ítalska ANTONELLI. Framhlut-
inn af treyjunni — „brjósthlífin“ —
er laus við treyjuna, hneppt með
tveimur hnöppum að framan, en
fest með spennu á halsinn. Svo
að ef maður vill tilbreytingu, er
hœgt að taka „brjósthlífina“ af sér.
DízL
avi
>f>f>f>f>f>f>f>f
EF DIOR MÆTTI RÁÐA . . ,
þá mundi þessi tízkustofnun ráðleggja, að kvenfólkið
gengi í svona jökkum, sem ná tœplega niður að mitti,
pilsum, sem ná varla niður á hné, og notaði ekki stœrri
hatt en þennan. — En þér megið ekki taka mark á þessu
— þó Dior segi það — nema ef yður fihnst það fallegt —
því að haust-tízkan núna hefur margt fallegra að bjóða.
Þessi dragt frá Dior, úr dökkbrúnu „mohair“ er eitt fall-
egasta sýnishornið, sem Dior hafði á boðstólum í haust,
en það er ekkert leyndarmál, að stutti jakkinn er að
missa vinsœldir. Hins vegar þykir lausbundna hálsbind-
ið, sem fest er við jakkann, bœði fallegt og þœgilegt.
„Ég varð efst, pabbi, og ég á að verða fyrsti
aðstoðarlæknir hjá sir James Wilcox.“
„Hvað segirðu, Sonja mín — þetta voru nú
meiri tíðindin. Það var gleðilegt að heyra þetta
Sonja. Ekki hafði ég nú þorað að búast við svona
miklu af þér, þó að ég byggist við miklu. Og
þú átt að vinna með Wilcox, mínum gamla vini.
Við lásum saman fyrir mörgum árum.“
„Gerðuð þið það? Aldrei hefur þú sagt mér
frá því.“
Gamli læknirinn horfði út í bláinn og þagði
um stund.
„Við höfðum mismunandi grundvallarskoðun
á köllun læknisins, Wilcox og ég,“ sagði hann.
Wilcox vildi verða frægur maður sem sérfræð-
ingur, en það vildi ég ekki.“
„Hvers vegna stundaðir þú ekki einhverja sér-
grein, pabbi? Þú tókst svo ágætt próf.“
„Eg var sá bezti í mínum hópi,“ svaraði Harr-
son læknir rólega og án þess að hækka róminn.
„En mér fannst að hæfileikar mínir ættu að koma
fátæklingunum að gagni, en ekki lenda í Har-
ley Street — sérlæknagötunni í London, þar sem
ríka fólkið nyti þeirra. Wilcox fannst ég vera
flón, og í augum almennings er ég það líklega.
Hann komst í háan sess, en ég varð læknir í
sveit.“
„Engum mundi detta í hug að kalla þig flón,
eftir allt sem þú hefur starfað," sagði Sonja með
hita í röddinni.
„Jæja, ég hef að minnsta kosti alið upp bráð-
duglega dóttur, þó ekki sé annað,“ svaraði hann
og þrýsti mjúkri kinn hennar að andlitinu á sér.
Kinnar hennar voru of telpulegar til þses að
fara lækni vel. „Ég skal skrifa bréf með þér
til Wijcox. Ég skal minna hann á gamla daga
og biðja hann um að sjá vel um þig. Þó að við
færum hvor í sína áttina vorum við beztu vin-
ir, og ég er viss um að hann gerir allt, sem hann
getur til að hjálpa þér.“
„Mikið er ég glöð,“ sagði Sonja. Augun í henni
lljómuðu af gleði. „Þegar ég hugsa til þess hve
margir læknastúdentar verða að berjast áfram
án hvatningar eða stuðnings frá sínum nánustu,
finnst mér þetta of gott til þess að vera satt.“
„Þú efur rétta hugarfarið, Sonja. Meðan þú
ert auðmjúk mun allt lukkast sem þú tekur þér
fyrir hendur,“ sagði Harrison læknir alvarleg-
ur. „Það er sívaxandi þörf fyrir kvenlækna á
fæðingarstofnunum um allt land. Mér yrði það
mikil gleði á gamalsaldri að vita, að dóttir mín
ætti þátt í því að gera mæðurnar hraustari og
farsælli."
Síminn hringdi — slík tæki þegja sjaldnast
lengi á læknisheimilum Harrison læknir flýtti
sér að svara og kom aftur inn í borðstofuna og
yfirbragðið var alvarlegt á þreytulegu andlitinu.
„Það var ljósmóðirin," sagði hann. „Hún er
í vandræðum með frú Mortimer, sem á að eign-
ast tvíbura, og þarf á hjálp minni að halda. Ég
bjóst alltaf við að ungfrú Thompson gæti ekki
ráðið við þetta ein. Frú Mortimer er ekki nema
18 ára og ekki vel hraust. Og maðurinn hennar
er skíthæll. Haugaletingi, en samt lét hann hana
þræla meðan hún gat staðið uppi. Viltu gera svo
vel að aka bílnum mínum að dyrunum. Það eru
nærri því tíu kílómetrar til Mortimers, svo að
ég má engan tíma missa.“
„Ég kem með þér, pabbi,“ sagði Sonja og
hleypti sér í gamlan skinnjakka, sem hékk í
ganginum.
„Nei, Sonja, þú verður að vera heima. Ég vil
ekki að þú farir út um miðja nótt, sérstaklega
þegar þú ert slituppgefin eftir prófið. Farðu nú
að hátta og hvíldu þig vel.“
„Nei, ég kem með þér,“ sagði Sonja einbeitt.
„Ég get aldrei lært nóg um þetta. Ég hef að vísu
horft á margar fæðingar, en í næstu viku á ég
að fara að vinna hjá sir James, mundu það.“
„Jæja, komdu þá,“ sagði Harrison læknir og
brosti. „Þetta tilfelli er sjálfsagt talsvert flókið,
svo að það er gott að þú komir með mér.“
Þegar þau voru sezt í bílinn tók Sonja stýrið,
svo að faðir hennar þyrfti ekki að reyna á sig.
Enn var mesta rok, og regnið lamdi bílrúðurn-
ar.
„Það er skrítið að hugsa til þess, að nú eru
þau öll hin að dansa á læknastúdentadansleikn-
um,“ sagði Sonja.
„Er það? Hvers vegna ert þú ekki þar, Sonja?“
„Vegna þess að ég vildi heldur segja þér frá
prófinu mínu,“ svaraði hún.
Harrison læknir svaraði ekki. Hann þrýsti að-
eins að hvítu hendinni á stýrinu. Hann vissi, að
það var dótturást hennar, sem hafði valdið því
að hún fór ekki á dansleikinn, og hjarta hans
barðist af þakklæti. Sonja var úr rétta efniviðn-
um, og þegar sá tími kæmi að hann fengi að
endursameinast konunni sinni, sem var látin
fyrir mörgum árum, mundi ung stlka, sem var
engu síður skyldurækin en hann sjálfur, taka
við starfinu hans.
Hálftíma síðar stóðu þau bæði í svefnherberg-
iskytrunni, þar sem Betty Mortimer lá og barðist
fyrir sínu eigin lífi og ófædda barnsins.
„Henni líður hræðileg,“ sagði ljósmóðirin. „Æ,
bara að þetta takist. Mannræfillinn hennar sit-
ur á kránni og drekkur sig fullan, og það eru
ekki nema tveir tímar siðan gert var orð eftir
mér.“
„Ég vona að þér afsakið þó að ég sletti mér
fram í. Við þurfum fyrst og fremst að fá betra
1 jós,“ sagði Sonja. Þarna var aðeins eitt kerti á
borðinu. „Við getum notað ljóskerið, sem ligg-
ur í bílnum.“
„Ágætt, Sonja,“ sagði faðir hennar. „Þetta
var heillaráð.“
Framh.
FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. —
Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl.
10—12 og IV2—6. Sími 12210.
Ritstjóri: Skúli Skúlason.
Félagsprentsmiðjan h.f.